Alþýðublaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 6
ALÞTÐUBLAÐIÐ Laugardagur 12„ júní 1943- S s S s ) s s S S s s s s s s ) s s s s s s I s V s s s s Hvað tekur við? Þetta er spurningin, sem allir leitast við að svara nú, pví öílum er ljóst, að núverandi ástand, eða ástand pað sem ríkt hefir hér á landi allt til pessa dags á sviði fjárhags- og / atvinnumála, er óviðunandi. Verðar horftð að somu leið og áðar? Að minnsta kosti munum vér halda áfram að framleiða okkar ágæta og ódýra Fix þvotta- efni Hver pakki kostar kr. 0.98. Hvað fáið pér fyrir liverja krónuna nú ? Athugið pað og styðjið okkur í baráttunni við að draga ilr dýrtiðiaai. Það er barátta, sem allir, hverjum flokki sem peir tilheyra, geta sameinazt um. Kaupið Fix-pakka strax í dag. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. urum fyrir nokkru síðan og kom- inn í farmennskuna." „RÉTT FYRIR sjómannadag- inn kom ég svo heim aftur. Mitt fyrsta verk, þegar ég var búinn að gæta bús og barna, var að leita í horninu þínu að bréfinu frá mér. Með sívaxandi eftirvæntingu leit- aði ég og leitaði, en hvergi var bréfið. Hvað veldur? Hefir þú brugðist mér og öðrum unnendum hins frjálsa orðs svo geypilega, að þú hafir stungið bréfi mínu und- ir stól, eingöngu vegna þess, að þar var farið með sannleika og ekkert nema sannleika. Hefir þá sannleikanum lokast þessi eina leið, sem hann átti til fólksins, — leiðin fyrir hornið þitt?“ „FRÁ ÞVÍ AÐ EG EYGÐI möguleika á því að verða heima á Sjómannadaginn, hugsaði ég lítið um. annað ep þann dag. Hugur minn var fullur af barnslegri til- hlökkun, jafnvel djúpsprengju- dunur og tundurskeytaárásir á lestina okkar megnaði ekki að draga úr tilhlökkuninni; ég ákvað að komast á Borgina og taka úr mér hrollinn. Svo rann hinn lang- þráði dagur upp, dimmur og drungalegur, dagur hinna miklu vonbrigða fyrir mig. Þrátt fyrir miðlungs veður komu sjómenn mannmargir í hópgönguna og á í- þróttavellinum fór allt vel og skipulega fram. Formaður ráðsins túlkaði vel og skörulega skoðanir okkar sjómanna." „HINIR RÆÐUMENNIRNIR voru einnig góðir, aðeins fannst mér ræðurnar heldur langar, en vorkun er það, því á Sjómanna- daginn er svo margs að minnast, að ekki er það undarlegt, þó ræðu menn verði langorðir. Eg þakka þeim öllum fyrir frammistöðuna og sérstaklega Guðmundi Jóns- syni fyrir si'nn ágæta söng. Það er nú meiri heljar barkinn, sem sá piltur hefir.“ „EN HVAR VORU áhotfend- urnir? Eru Reykvíkingar orðnir þeir aukvisar, að þeir treysti sér ekki út á götu í 1 eða 2 klukku- tíma, þó að hitastigið sé eitthvað fyrir neðan 10 stig og vindhæðin fyrir ofan 4—5 stig. Eða eigum við sjómenn og dagur okkar eng- in ítök í fólkinu í þessum bæ lengur? Man nú enginn lengur, að allt prjálið, allur hégóminn og allar nauðsynjar eru fluttar yfir hafi.ð Ef til vill væri rétt fyrir okkur sjómenn að hvíla okkur um mánaðartíma og fá hækkaða ,,hræðslupeningana.“ Ætli að ein- hver bæjarbúa rumskaði þá ekki og færi að átta sig á því, að hér í þessum bæ er til stétt, sem heitir sjómannastétt og að skolli er erf- itt að fljóta áfram sofandi að feygðarósi á allsnægtum og mun- aði, án þess að sjómennirnir sigli.“ BRÉFIÐ ER LENGRA. í fram- haldi gagnrýnir bréfritafrinn slremmtiskrána á Borginni. Sú gagnrýni er ekki réttmæt, nema að litlu leyti og ýmislegt, sem þar hefði mátt betur fara var al- veg óviðráðanlegt fyrir þá, sem stóðu að hátíðahöldunum. Hvað segið þið til dæmis um það, að hljóðfæraleikarar höfðu lofað að leika til kl. 12 á miðnætti, en þeir sviku það á síðustu stundu — og er það furðulegt. Þetta breytti mjög skemmtiskránni, gerði hana losaralegri, en ekki gat sjómanna- dagsráðið ráðið við þetta. — Eg hlustaði á alla dagskrána frá Hó- tel Borg og mér líkaði hún sæmi- lega. Hléin voru að vísu of löng, en það var einmitt vegna svika hljóðfæraleikaranna. Eg hygg, að „Togarakarl“ vilji ekki með gagn Fyrsti kappleiknr islandsmótsins. Knattspyrnumót IS- LANDS, þessi merkasti viðburður á knattapyrnusvið- inu hér á landi, hófst í fyrra- kvöld. Auk Reykjavíkurfélag- anna Fram, KR og Vals, en Vík ingur dró sig til baka úr mót- inu á síðustu stundu, eins og kunnugt er, þá munu tvö félög utan af landi taka þátt í því, frá Akureyri og Vestm.eyjum. Akureyringar mæta til móts í nafni I. R. A. eða íþróttaráðs, Akureyrar, sem K. V. eða Knattspyrnufél. Vestmanna- eyja — og er það úrval úr báðum félögunum þar. — Viðhafnarlaust og rislítið hóifst þetta lanidsmót í einni vinsælustu íþrótt sem stunduð er af íslenzkum æskulýð, og sem hefir fleiri þátttakendum á að skipa en nokkur önnur íþróttagrein' hér á landi. Það mundi setja allt annan svip á mótið ef setning þess færi há- tíðlega fram og með nokkurri viðhöfn, þetta ætti forysta íþróttamálanna að athuga, með stjórn í. S. í. í broddi fylking- ar. Mótið hófst að þessu sinhi með leik milli Fram og K. R. stundvíslega kl. 8V2 hlupu leik- mennirnir inn á völlinn, undir dynjandi lófataki hinna fjöl- mörgu áhorfenda. K. R. átti völ á marki og kaus að leika með vindi, sem var dálítill. En þrátt fyrir það var leikurinn yfirleitt mjög jafn. Sóknir K. R. voru þó öllu snarpari og framherjar þess öllu samstilltari en Fram. Þessi hálfleikur endaði með 1 marki sem K. R. gerði og varð það vegna mistaka eins úr vara- liði Fram_ rak hann hælinn í knöttinn rétt fyrir framan markið og breytt stefnu hans, svo markmanni var ógerningur að ná honura, en hefði senni- lega annars gómað hann. Þannig lauk fyrri hálfleik að K. R. sigraði með 1:0, hefði það alveg eins geta verið Fram, en jafntefli var réttmætt. . (SLÍðari hálfleijkur, þar sem Fram lék nú með vindi, var þófkenndur lengi framan áf, svo ekki mátti á milli sjá en er milli 25—30 mín. voru þæfð- ar af leiknum, tók hægri inn- framherji K. R. sig til, Jón Jónasson, sem er einn hug- kvæmasti leikmaður þeirra. og brauzt skyndilega í gegn um varnir Fram og skoraði með góðu skoti. Naumast var leik- urinn hafinn að nýju fyrr en vinstri innframherji K. R. Óli B. Jónsson gerði slíkt hið sama, stóð nú leikurinn 3:0 fyrir K. R. og var nú bros á andliti hvers K. R. silnna umhvdlöfis völl- inn, en vinir Fram sátu gneyp- ir — Frammarar sáú að ekki mætti svo fram vinda. Hófu skæða sókn sem endaði með því að Þórhallur skoraði með snjöllu skoti. 'Eftir það gerðist ekkert sögu- legt en þófið hófst að nýju og var þæft í gríð og ergi það sem eftir var leiktímans. Kappleikur þessi var í heild fremur lélegur, og oft áberandi snauður af hugsun. Iðulega sendu leikmenn, í báðum lið- um, knöttinn beint til mótherja eða eitthvað út í bláinn, þó að samherji þeirra stæði mjög vel við að taka á móti honum og iskila |honum áleiðis að marki andstæðinganna . Hornspyrnur mistókust, lentu fyrir aftan mark, varpað var rangt inn oftar en einu sinni. Slíkt og þvílíkt á ekki að sjást á meistaraflokksleikjum. Knatt spyrnumenn í meistaraflokki rýni sinni spilla fyrir sjómanna- deginum, en það er gert, þegar hún er óréttmæt. Hannes á horninu. eiga vera vaxnir upp úr slík- um barnahrekum Dómgreind og hugsun eiga að einkenna leiki þeirra ekki síður en öruggar spyrnur. Knattspyrnan er ekki aðeins spyrnur og hlaup, hún byggist ekki síður á rökréttri hugsun og athugun. Dómari var Guðm. Sigurðs- son og dæmdi hann vel. Áhorf- endur voru margir. Ebé. Rykið í bænum. (Frh. af 4. síðu.) inn, en dálítinn tíma tekur það, að gera steinana að flugdufti; á meðan er þó friður fyrir ryk- inu, og — ,.er á meðan er“. — Sums staðar, t. d. í miðbæn- um, þar sem allar göturnar eru fullgerðar, ætti að geta liðið nokkuð langur tími, þar til að verulega mikið ryk kemur aft- ur á þær; annars staðar yrði tíminn styttri_ Vafalaust munu þeir finnast hér í bæ, sem finnst, að þetta megi ganga eins hér eftir sem hingað til, eru ánægðir með það, að lifa í ryki. anda að sér ryki og éta meira eða minna af ryki, — ryki (= skít) með öll- um þeim óheilnæmum, sem í því búa. Aðrir munu vera trú- litlir á það, að slíkur bæjar- þvottur komi að nokkru gagni og trúa því sízt, að hann geti orðið til nokkurrar frambúðar. En — það kostar ekki svo mikið að gera þetta einu sinni og reyna það, — og ég er viss um, að það sýnir þann árangur, — ef samvizkusamlega og vel er gert, — að það verði endur- tekið. * Nú, þegar ég er að enda við að hripa þetta upp (það hefir verið í ígripum síðan um mán- aðamót) skýra blöðin frá því, að hefja eigi ,,hreinlætisvikur“ í bænum. Þar með mun vera meint eitthváð svipað og hér var gert fyrr í ár: að tína burtu bréfarusl og drasl, sem finnst kann hingað og þangað um bæ- inn í kring um hús manna. En þó að slíkt drasl .sé ljótt og þó að af rotnandi matarúrgangi og öðru slíku geti stafað vond lykt og flugnahætta, þá gerir allt þetta bæjarbúum sama og eng- an skaða á móts við bölvað rykið. Því á að gera bæinn hreinan af því fyrst ogfremst. Rykhatari. Hvers vegna á KAbn — en ekfei bér? Frh. af 4. síðu. svo að segja sömu dag- ana og hann er að rembast við að réttlæta það fyr- ir kjósendum Sósíalistaflokks- ins hér, að þingmenn þeirra hafa svikið öll kosningaloforð sín við þá og látið vinstri stjórn- armyndun hér á íslandi stranda á sér? Hversvegna gátu kommúnist ar ekki tekið þátt í stjórnar- myndun hér norður á íslandi úr því að þeir gátu gert það vestur á Kúbu — og það meira að segja án þess að nokkur „skil yrði“ virðist hafa verið sett af þeirra hálfu? ?Kaupum tuskur j í hæsta verði. 4 ’BúsBagnavinnnsteian > ! Baldrcsgötn 30. s K. F. II. N. Mafnarfirði. Almenn samkoma, á Hvíta- sunnukvöld kl. 8.3Ú Oand. theol. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. Hraðpressun Kemisk hreinsun. FATAPRESSUN P. W. BIERING Sími 5284. Traðarkotssunrí 3 (beint á móti bílaporti Jóh. Olafssonar & Co.) HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. gengið að óskum, myndi hann hafa getað glapið enn fleiri en áður með yfirlýsingunum um fylgi sósíalista við róttæka vinstristjórn. Hann hefði fengið enn fleiri en áður til að trúa því, að vinstri stjórnin hefði strandað á neikvæðri and- stöðu Framsóknarflokksins og A1 þýðuflokksins. En Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokurinn léku ekki eins á móti Brynjólfi og hann hafði ætl azt til. í stað ákveðinnar neitun- ar, sem hann hafði gert sér vonir um að geta auglýst landsfólkinu, var hann dreginn að samninga- borðinu og látinn sýna svart á hvítu, hversu einlæglega hann meinti yfirlýsingar sínar. Þessi prófun á Brynjólfi hefir sýnt, að iróttæk umbótastjórn strandar á honum og kommúnistaklíkunni, sem hefir náð völdum í Sósíalista- flokknum. Vonir Brynjólfs um að geta glap ið enn fleiri en áður með hinum glæsilegu yfirlýsingum, eru ekki aðeins foltnar út í veður og vind. Þeir, sem hann var áður búinn að ginna með þessum yfirlýsingum, eru líka að fá sýn á prettum Brynj ólfs. Þess vegna er ekkert undar- legt, þótt Brynki sé bæði reiður og hræddur vegna þess, hversu refskákaráætlunin hefir snúizt í höndum hans“. Já, margt fer öðruvísi en ætl að er. CLAPPER UM STRÍÐIÐ Frh. af 3. síðu. Ég get ekki ímyndað mér að brezka eða ameríska stjórnin muni hlusta á neinar grátbeiðn- ir um miskunn í lofárásum á Þýzkaland eða Ítalíu. Stjórnin sýnir enga tilhneiingu til þess að víkja frá núverandi ákvörð- un sinni. Vald Ameríkumanna í loftinu eykst jafn og þétt. Hinir tveir loftherir fylgja reglunni um loftárásir allan sólahringinn þetta auk hernað- araðgerða á sjó og landi, mun halda áfram þar til vald möndul veldanna hefur algerlega Verið brotið á bak aftur. Við heyrðum aldrei neinar at hugasemdir frá möndulveldun- um um loftárásirnar á samein- uðu þjóðirnar, þegar þau höfðu yfirhöndina. Svefnpokar, Bakpokar, Ferðatöskur, Innkaupatöskur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.