Alþýðublaðið - 06.12.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.12.1927, Blaðsíða 2
I ALÞ.ÝÐöBLAÐi Ð Elskulegu vtðskiftavmir!| Gleymið ekki verzlou Ben. S. Mrarinssonar á Laugavegi 7. E>ar er sem fyrr að fá beztan vapsiing og bezt wer&' Reynslan verðr sannleikr. Hreinskiftnin veitir oss ánægfju-yl, — ábati litill, ef fljót eru skil. Flest mun þér ganga að veröleik i vií, verzliröu hérna*) og sjáðu nú til. *) Þ. e. hjá Ben. S. Þórarinssyni. ALÞÝÐDBLABIÐ Ikemur út á hverjum virkum degi. Aigreiðsla í Alþýöuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin fr.á kl. 9 árd. til ki. 7 síðd. Skrifsíofa á sama staö opin kl. i 9^/a—ÍO1/^ árd. og kl. 8—9 síöd. j Simar: 988 (afgreíðslan) og 1294 I(skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverökr.0,15 \ hver mm. eindálka. * Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiöjan I (i sama húsi, sömu simar). 4 Frá bæjarstjórnarfundi i gær. Héðinn Valdimarsson bar fram þessa tiJIögu:„Bæjarstjómin sam- þykkir ab kjósa 5 nranna nefnd tíl að athuga húsnæðismálið og komR með tiliögur um |>að.“ Har- aldur Guðmundsson flutti viðbót- Hrtillögu: „Nefndin kynni sér og ástand leiguíhúða og húsaleigu i ^ætnum og gefi: bæjarstjórn skýrsJu jtar um.“ Benti Héðinn á þá mikiu nauðsyn, sem alþýð- unni er á þvi að fá hagkvæmar ibúðir við viðunandi verði. — Jón Ólafsson brá ekki venju sinni. Kom hann öfugur í málið, eins og hann er vanur, þegar nauðsynja- mál alþýðunnar eru borin fram. Talaði hann um „ddkur“ við fá- tæklingana í bænum. Lét hann svo, sem innflutningshömiur á fólki til borgarinnar væru meina- bótin. Þá mintu jafnaðarmenn hann á, að sjálfur hefir Jón og fleiri atvinnurekendur hér einmitt safnað hingað til Reykjavíkur fólki annars staðár að, þegar hon- um eða þeim hinum hefir ekki likað við reykvíska verkamenn. Hins vegar ætti það að vera at- vinnurekendutn áhugamál, að styðja að því, að bætt sé úr hús- næðisvandræðunum. Þeir vilja fá kaupið lækkað, en halda þó við dýrtiðinni. Þama er sanngirnin þeirra óhjúpuð, íhaldsforkólfanna. Haraldur benti J. Ól. á, að ef liann vildi vera sjálfum sér samkvæm- ur, þá þyrfti hann að láta fylgja innflutningshafta-ráði sínu á fólki til Reykjavikur áskorun á bæjar- stjómina um að bamra Reykvik- ángum að eiga börn, þvi að ella yrði iítið úr þvj, að bæjarbúum hætti að fjölga. — Hallbjörn sagði, að bæjarstjórnin ætti að setja séT þaö mark, að enginn Reykvíkingur búi í kjallara. Yrði þar með bægt frá alþýðunni miklu böli sóiarleysis, sagga og annara meina, er fylgja illum í- búðum. — Tillaga Héðins var sam- þykt án inótatkvæða og viðauka- tillaga Haralds með 7 atkv. gegn 1. Var það Knútur, sem á móti var, en Alþýðuflokksmenn og Jón Ásbj. með. Hinir sátu hjá. í nefndina voru kosnir: Héðinn og St. J. St. af Jista Alþýðuflokksins og Pétur Halld., Jón Ásbj. og Jón Ól. af lista íhaldssinna. Frá því heíir áður verið sagt, að Sigurjón Á. Ólafsson flutti þá tillögu í fátækranefndirmi, að rannsakað verði á næsta ári, hvað bygging' og rekstur bama- og gamalmenna-hælis fyrir bæjarins réilcning muni kosta. Tillagan kom fyrir fjárhagsnefnd, og var borg- arstjóra falið að nannsaka kostnað við byggingu og rekstur bama- hælis. Sá hluti tillögunnar náði og samþykki bæjarstjómarimiar. Ekkert fé var þó veitt til rann- sóknarinnar. Rannsókn á bæjar- rekstri gamalmehnahæJis vildi rneiri hlutinn Jtins vegar eJcki sinna. Héðinn Jagði til, að fjár- tiagsnefnd yrði falin sú rannsókn. Eklti vildi Knútur það né nánasta lið hans. Það upplýstist á fundin- um, að fyrir framfæri gamal- mennis á elliheimjlinu Grund erú greiddar 2 kr. á dag Og auk þess sem svarar I kr. styrkur úr bæj- arsjóði, samtals 3 lcr. á dag. Har- aldur skýrði frá þvi, að í gamal- mennahæli Isafjarðarfeaupstaðar er framfærslan "að eins 2 kr. og þó í raun réttri minni, ef öll kurl koma til grafar. Þótti hon- um og öÖrum jafnaðarmönnum undarlegt, svo sern von vax til, að samt vildi K. Z. efeki rann- sókn á því, hvað bæjarrekstur elliheimilis hér myndi kosta. Til- laga Héðins var feld með 7 í- haldsatkv. gegn 6 aticv. Alþýðu- flokksmannanna. Þ. Sv. og Bj. ÓI. sátu hjá. — Að þessu sinni gaf borgarstjóri skýrslu þá, er hann var beðlnn um á fyrra fundi, um lánskjörin á gamalmennahæl- issjóði bæjarins til Grundar-heim- ilisins. Lánið er veitt til 40 ára gegn 2. veðrétti. Er það afborg- ■unarlaust fyxstu 10 árin, en síðan jafnar afborganir. Vextir 5(l,ö. Þeir Ólafur Friðriksson og Haraldur sýndu fram á, að með þessum kjörum hefði féð sama sem verið gefið úr sjóðnum. Kvað Ól. Fr. það vera eðlilegt, að meiri hlutinn vilji ekki láta rannsaka meðferð sjálfra þeirra á sjóðnum. I sambandi við fátækragjöldin í fjárhagsáætIuninni mintist Ól. Fr. á nauðsyn atvinnubóta og brýndi fyrir bæjarfulltrúunum þá staðreynd, að mikill hluti af fá- tækraframfærinu er af þeim sök- urn, að fólkið vantar vsega at- vinnu. Atvinnubætur eru þvi fjár- bagslegux gróði fyrir bæjarfélag- ið. Har. Guðm. sýndi fram á, að fátækrafé er betux varið til að forða þvi, að fólk þurfi að leita sveiiarframfærslu, heldur en eins og því er nú varið. Efling heil- brjgði er betri en skottulækning- ar. Fjárhagsnefndin hafði klofnað um tillögur um dýrtíðaruppbót starfsmanna bæjarins. Leggur meiri hlutian til, að hún verði á- kveðin 45% næsta ár, í stað 40fo, en ntinni hlutinn vill halda henni í 40 af hundraði, en áætla 5 þús. kr. til launaviðbóta til ómaga- manna, sem eru í þjónustu bæj- arins. Héðinn vill, að uppbótin sé ákveðin 45% og 5 þúsund krónuxnar til ómagamannanna séu einnig veittar. Bíða samþyktir að- alatkvæðagreiðslu um fjárhagsá- ætlunina. 1 "■! Út af reksturshaila á grjótnámi bæjarins flutti Héðinn þessa til- lögu: „Bæjarstjórnin felur vega- nefnd að rannsaka nú þegar á- stæður til halla þess, sem stöð- ugt er á grjótnámi bæjarins og koma með tillögur, er kippi þessu í lag.“ Tillagan var samþykt með atkvæðum Alþýðuflokksmannanna, en hinir sátu hjá. Hjálpræðisherinn hefir sótt um 3 þúsund kr. styrk úr bæjarsjóði til þess að koma á fót hæli fyrir sængurkonur, hæli fyTÍr vöggu- böm og hæli fyrir stálpaðri börn. í annan stað sækir Þuríður Sigurðardóttiir um jafnmikinin styrk til að koma á fót bráða- birgðaheimili fyrir böm. Meiri hluti fjárhagsnefndar mælir íneð styrkveitingunni til Þ. S., en full- Sfrúi Alþýðuflokksins, H. V., með styrknum til Hjálpræðishersins, þar eð herinn býst við að geta haft jafnvel tvö böm á sínu bamaheintili á móti hverju einu, sem Þuríður gerir ráð fyrir á sínu heimili, og auk _þess býður hann aðrar framkvænrdir jafnframt, svo 'sem nú var sagt. Samþykt var að fela borgar- stjóra að leita samvinnu við landsstjórnina- og næsta alþingi um byggingu sundhallar í Reykja- vík og séu sérstaklega athugaðir möguieikar á að koma henni upp fyrir 1930. Leggja íhaldsliðar í fjárhagsnefndinni til, að bærinn veiti 10 þúsund kr. til hennar á fjárhagsáætiun fyrir næsta ár, y@n fulltrúi Alþýðuflokksinís1 'i nefndiruti. Héðinn Valdimarsson, leggur ti.1, að 50 þúsund kr. séu veittar. Við umræður um malið þótti Knúti ekíti í hóf stilt aó tala um sund/zö// og vlldi annað smærra nafn. Upphæðin, sem hann og flokksbræður hans vilja ieggja til byggingarinnar, bendir líka á, að þeir ætli henni að verða þró, en ekM höll. ___________ i (Frh.) St. “íþaka“ nr. Í94 heidur kynningarfund i Góð- templarahúsinu annað kvöld (7. dez.) og byrjar kl. 8V2- Að eins fyrir félaga, og eru þeir beðnir að hafa sMrteini sín með sér. KorpÁlfsstaðamálið. Því hafði verið áfrýjað til hæstaréttar, og var dómur hans kveðinn upp í gær. Samkvæmí honum var fjósráðsmaðurinn á Korpúlfsstöðum, Eyþór Þorgríms- son, d'æmdur i 80 kr. sekt eða 8 daga einfalt fangelsi, ef sektin er eigi greidd, ög greiðslu máls- kostnaðar. Hegningin er ákveðia samkvæmt 2. lið 280. gr. hegn- ingarlaganna, er ræðir um ,,lítils varðandi" vörufalsanir. Undir- réttardómurinn var miðaður við 259. gr. hegningarlaganna og: hegningin ákveðin 15 daga fang- elsi. . Khöfn, FB„ 5. dez. Fulltrúar Rússa og Frakka ræðast við. Frá Genf er símað: Briand, ut- anríkismálaráðherra Frakka, og Litvinov, fulltrúi ráðstjórnarinnar rússnesku, áttu tal saman I gær um ýmis mál. Að því, er menm ætla, munu þeir aðallega hafa tal- að um þau mál, sem rædd verða á ráðsfundi Þjóðabandalajgsins, et( hann var settur í dag. Aðalmálið, er rætt verður á ráðsfundinum, ier deilan á milli Pólverja og Li- tauenmanna. PóIIand og Litauen. Ýfingar aukast. Frá Berlín er símað: Pólverjar heimta, að Litauenmenn semji umi frið við sig. Enn fremur krefj- ast þeir þess, að þeir viðurkenni yfirráð Póllands yíir Vilnu. Frá Litauen berast Jþær fregu* ir, að Litauar neiti að afsala sér, yfirráðunum yfir Vilnu. Sá orð- rómur leikur á, að Pólverjar hótí því að segja sig úr Þjóðabanda- iaginu, ef ráðsfundurinn neitar að fallast á kröfur þeirra. Frá Rúmeníu. Bændaflokkurinn í Rúmeníu- hefir neitað að taka þátt í sam- steypustjöm. Áhætta verkalýðsins. 620 fiskimenn drukknuðu, er ofsarok skaii á á Kaspiahafinut,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.