Alþýðublaðið - 02.07.1943, Side 2

Alþýðublaðið - 02.07.1943, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 2. júlí 1943.. L. R. i leibför til áhnreyrar Sýnir „OrðTð“ eftir séra Kaj Mnnk. Leikfélag reykjavík- UR leggur af stað í leik- för til Akureyrar næstkomandi mánudag. Ætlar það að sýna „Orðið“ eftir Kaj Munk á Akureyri 7. 8. og 9. júlí n. k. Tólf leikendur fara norður, þeir Lárus Pálsson, leikstjórinn, Valur Gíslason, Gestur Pálsson, Arndís Björnsdóttir, Brynjólf- ur Jóhannesson, Helga Brynj- ólafsdóttir, Jón Aðils, Anna Guð Frh. á 7. síöu. Banatiiræði í Reykjavík? Maðnr tekinn fastur og settnr í gæzlnvarðhald » • Réðst inn fi einkaíiMfl og flenti fi áfflog'um vifl flinsbéndnnn. UM MIÐNÆTTI á föstudagskvöld réðst Jón nokkur Ólafsson, fulltíða maður» inn í íbúð Sturlaugs Féldsted að Laugavegi 72, efri hæð, og tókust ryskingar með þeim Jóni og Sturlaugi.! Jón Ólafsson hefir verið tekinn fastur og situr hann nú í gæzluvarðhaldi. Er málið í rannsókn, en framburður þeirra Sturlaugs og Jóns mun vera mjög ósamhljóða. Mlklar nýhyggingar við skðlann á Langarvatni. íþröttahús, nemenda og kennarabú- staðir, breytingar á sundlauginni. Samtal við Bjarna Bjarnason skólastj. ALLMIKLAR NÝBYGGINGAR eru fyrirhugaðar að Laugarvatni. Er þegar byrjað á sumum þeirra, en á öðrum verður byrjað strax og efni standa til. Þessar bygg- ingar eru: stórfeldar breytingar á sundlauginni, bygging fataklefa við hana og bygging íþróttahúss, bygging nemenda bústaða og bygging kennarabústaða. Byrjað er á breytingum á sundlaugarhúsinu og byrjað er að grafa fyrir einum nemenda- og kennarabústað af f jórum. All- ar þessar byggingar eru mjög aðkallandi, því að bæði var, til dæm iSturlaugur mun halda þvi fram að Jón hafi sýnt sér bana- tilræði og ráðist á sig með kola- skóflu, er hann hafði gripið í eldhúsinu, og barið sig méð henni mikið högg í höfuðið. Jón Ólafsson mun hinsvegar halda því fram, að hann hafi aðeins flogizt á við Sturlaug og varpað honum í eldhúsgólfið. Sturlaugur ber mikinn áverka á höfði eftir átökin, þó að enn sé ekki sannað, með hvaða hætti hann hafi fengið hann. Enn roun alls ekkert upplýst um tilefni Jóns til að ráðast inn í íbúð Sturlaugs. Það skal þó tekið fram, að hann fór á eng- an hátt laumulega að því, því að fólk var á fótum í húsinu — og réðst hann beint inn. Saka- dómari hefir sjálfur rannsókn þessa máls með höndum, en hann kvaðst engar upplýsingar geta gefið um rannsóknina á þessu stigi, en Jón Ólafsson er enn í gæzluvarðhaldi. I Farfuglar. Tvær sumarlpyfisferðir í Húsafellsskóg- Dvalið þar i viku i hvorri ferð. Farfuglar EFNA til tveggja sumarleyfisferða í þessum mánuði. Dvalið verður í Húsafells- skógi og gist í tjöldum. Fyrri ferðin verður farin 10. þ. m., en sú síðari 17. þ. m. og verð- ur dvalið í 7 daga í hvorri ferð. Farfuglar eru eini félagsskap urinn hér í bænum, sem efnir til slíkra dvalarferða í sumar- leyfum. I fyrra efndu þeir til dvalar á Þórsmörk, og tókst hún í alla staði hið bezta og varð mjög ódýr. Þátttakendur í sumarleyfis- ferðunum í þessum mánuði eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í síma 1664 í kvöld kl. 8 til 10 og verða þá gefnar allar uppíýsingar um fyrirkomulag ferðanna og kostnað við þær. Virðoleg ðtfðr Her- nanns Jónssonar. UTFÖR Hermanns Jónsson- ar, hásetans af Súðinni, sem beið bana í árásinni á skip- ið, fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfnin hófst með húskveðju á heimili hins látna. Sr. Árni Sigurðsson flútti húskveðjuna. Jarðar- förin fór frá dómkirkjunni og Vrh. á 7. síöu. is, sundlaugarhúsið farið að ganga úr sér og svo hefir aðsóknin Eftir hreiniætismánuð í bænum: að skólanum verið sífelt að aukast. Alþýðublaðið hefir snúið sér til Bjarna Bjarnasonar skóla- stjóra og spurt hann um þessar miklu nýbyggingar á skólasetr- ínu og sagði hann meðal ann- ars: „Við leggjum mesta áherzlu á breytingarnar á sundlaugar- húsinu og þær eru byrjaðar. Upphaflega var sundlaugin byggð af nemendum og kenn- urum og var gert yfir hana með timbri og bárujárni. Þessi út- búnaður gekk mjög fljótt úr sér og var svo á sama hátt gert yfir hana aftur. Þetta var nú orðið ónýtt og þótti okkur al- veg sýnt að ekki dygði að hafa þessa aðferð við útbúnað húss- ins. Verður húsið búið út á full- komnasta hátt og þakið steypt. Um leið verður húsinu breytt. Áður var laugin hornskökk, en nú verður hún hornrétt. Verð- ur hún bæði stærri og betri við þá breytingu. Um leið ráðumst við í það að byggja búnings- klefa áfasta við sundlaugarhús- ið. Verður það allmikil bygg- ing. Síðan verður byggt íþrótta- hús fyrir íþróttaskóla ríkisins. Verður það jöfnum höndum notað fyrir íþróttaskólann, sem nú hefir tekið Við af íþrótta- skóla þeim, sem Björn Jakobs- son hefir rekið undanfarin ár, og héraðsskólann.“ — En sundlaugin hefir verið þaklaus um tíma? „Já, og það var nokkuð rætt um það, hvort hafa skyldi hana opna áfram. Um það eru uppi tvær skoðanir, eins og kunnugt er, hvort hafa skuli sundlaugar opnar eða ekki. Við féllumst á að sjálfsagt væri að hafa. laug- ina undir þaki. Reynslan hefir sýnt að mínu áliti, að það er stórhnekkir fyrir sundkennslu- starfið, þegar sundlaugamar eru ekki yfirbyggðar, nema þar sem hægt er að veita hveravatn- inu beint í þær. Ég skal geta þess sem dæmis, að hingað komu börn úr Grindavíkurskóla í maí í vor, en þau urðu að flýja eftir stuttan tíma vegna þess, hve kalt var. Það er ekki hveravatn, sem er í sundlaug- inni, heldur venjulegt vatn, sem er hitað upp í hvernum við vatnið. — Hin nýja sundlaug okkar verður fullkomin þegar miðað er við það hve lítil hún er, og hún verður fullgerð fyrir haustið. Á þaki hennar verður sólpallur, og hygg ég, að það verði vinsælt, að minnsta kosti meðal dvalargesta okkar næsta sumar.“ — Nemenda- og kennarabú- staðirnir? ,,Já, byrjað er að grafa fyrir grunni einnar byggingarinnar af fjórum. Þetta verður allmikið hús, byggt í ,,vinkil“ og stendur vatnsmegin við veginn milli Bjarkar og sjálfs skólahússins. Það var fyrir löngu orðin knýj- andi nauðsýn að hefjast handa um þessa byggingu. Þrengslin hafa staðið starfinu svo mjög fyrir þrifum. Þarna eigum við að fá mörg herbergi fyrir nem- endurna auk kennarabústaða, \ en kenn. hafa í raun og veru i verið á hrakningi og er slíkt ó- þolandi um menn, sem eiga að hafa á hendi svo þýðingarmikil störf. — Það er bjargföst sann- færing mín, að nemenda- og kennarabústaði við heimavist- arskóla eigi að byggja saman. Starfi kennarans á ekki að vera lokið um leið og kennslustund- unum lýkur. Þeir eiga að vera leiðtogar og leiðbeinendur nemendanna, líka utan skóla- stofanna. Það er þýðingarmik- ið fyrir námið sjálft og einnig fyrir félagslegt uppeldi unga fólksins. Kennararnir eiga að vera félagar nemenda sinna, fylgjast með þeim utan kennslustundanna og hafa eft- Frh. á 7. Æa. 1vaxandl siiitaissgiiB* ©g smekfcnr fyrir breiislæti -----#----- Og þó: þriflegar ibúðir og myndarlegt fóik — en óþrifnaður að husabaki. IFYRRAKVÖLD lauk raunverulega hinum áætlaða hreinlætismánuði, en ákveðið er að halda því starfi áfram, sem unnið hefir verið undanfarnar vikur. Margir gagnrýna þessa starf- semi, en óhætt mun að fullyrða að hún ber mikinn árangur, að minnsta kosti er það skoðun þeirra, sem hafa þessi störf með höndum. Baráttunni fyrir því að auka hreinlæti og þrifnað í bænum verður haldið áfram all an þennan mánuð og verður hert á eftirlitinu eftir því sem líður á mánuðinn. í gær gaf heilbrigðis og hrein lætislögreglan blaðamönnum yf irlit um þetta starf og segir þar meðal annars. „Heilbrigðislögreglan hefir nú látið skoða mikinn hluta af húsalóðum í borginni, fengið skýrslu um ástand þeirra hvað snertir hreinlæti og umgengni yfirleitt, og gefa skýrslur þess- ar því miður til kynna, að enn eru allt of margir húseigendur trassafengnir með hirðingu húsagarða, og safna að húsabaki alls konar drasli, timburbraki, kssaræflum, tunnugörmum, járnarusli, grjóti, mold o. fl. Auk þesfí er mjög áberandi skortur á góðum sorpílátum við húsin, en slíkt gerir sorphreins unina miklu erfiðari og sein- látari en vera þyrfti, ef hús- eigendur gerðu skyldu sína hvað þetta snertir. Á ýmsum stöðum kemur fram það einkennilega ósamræmi, að íbúðirnar eru prýðilega hirtar og fólkið hið snyrtilegasta í alla staði. En ef komið er bakdyra- megin að þessum húsum, blasir við manni samsafn af alls kon- ar dóti og drasli’, semjekki væri nema stundarverk að koma burtu, svo að hægt væri að þrífa lóðina og halda henni hreinni úr því með því að sópa lóðina við og við. Þar sem svo stendur á, að húsbúar þurfi að hafa á ló^inni þriflega kassa, tunnur, tiinbur o. fl., er það venjulega heldur ekki nema stundarverk að laga slíkt til svo að vel fari. Yfirleitt þarf sá hugsunar- háttur að vera ríkjandi í borg- inni, og þrifnaðarkend fólks|- ins að verða svo mikil, að gest- um og gangandi sé bjóðandi í húsin, hvort sem þeir koma að fordyrum eða bakdyrum, og þurfi ekki að ösla gegnum aur og skran áður en þeir koma inn í vel hirtar íbúðir manna. Heilbrigðislögreglan reynir af fremsta megni að kippa í lag því sem ábótavant er í þessum efnum með því að áminna hús- Frh. á 7. síðu. 8 þnsond féiagar í U. J. F. I. Séra Eirikur J. Eiriksson endurkosinn forseti sam- bandsius. FJÓRTÁNDA sambandsþing: Ungmennafélaga íslands var haldið að Hvanneyri dag- ana 24. og 25. júní 1943. Þing- ið sátu 57 fulltrúar frá 13 héraðssamböndum og er það lang fjölmennasta þingið sem. U. M. F. í. hefir haldið. For- setar þingsins voru: Björn Guðmundsson kennari Núpi, Gestur Andrésson hreppstjóri Hálsi og Skúli Þorsteinsson skólastjóri Eskifirði, en ritarar Guðmundur Ingi skáld á Kirkju bóli, Kristján Jónsson Snorra- stöðum og Kristján Sigurðsson Brúsastöðum. Sambandsstjóri U. M. F. í. sr. Eiríkur J. Eiríksson Núpi setti þingið og minntist meðal annars fráfalls Aðalsteins Sig- mundssonar kennara og starfa>. hans fyrir ungmennafélögin. fyrr og síðar. Ritari U. M. F. í. Daníel Ágústínusson skýrði frá störfum sambandsins liðið starfstímabil. í því eru nú 150 félög með um 8000 félagsmenn: og hefir þetta hvortveggja allt að þvi tvöfaldazt frá síðasta þingi, en það var haldið 1940. Á vegum U. M. F. í. störfuðu 8 íþróttakennarar síðast liðinn vetur. Skinfaxi var gefinn út með svipuðum hætti og áður.: Þá aðstoðaði það sambandsfé- lögin á ýmsan hátt. Viðkom- andi framtíðarstarfseminni gat ritari þess að nauðsynlegt væri að U. M. F. í. hefði söngkenn- ara og listfróðan mann í þjón- ustu sinni og beitti sér betur en áður fyrir varðveizlu þjóð- legra verðmæta. Björn Guðmundsson á Núpi var kjörinn heiðursfélagi U. M. F. í. fyrir langt og gifturíkt starf í þágu ungmennafélag- anna og æskunnar í landinu. Skipulagsskrá fyrir Minning- arsjóð Aðalsteins Sigmundsson- ar kennara var samþykkt ‘ á þinginu. Lögum U. M. F. í. var breytt þannig að 5 menn skulu skipa stjórnina í stað þriggja áður og formenn allra héraðssam- bandanna mynda sambandsráð, sem stjórnin kallar saman svo oft sem þurfa þykir. í stjórn U. M. F. í. voru kosnir: sr. Eiríkur J. Eiríksson forseti (endurkosinn), Daníel Ágústínusson, ritari, (endur- kosinn), Halldór Sigurðsson, gjaldkeri (endurkosinn), Gísli Andrésson Hálsi, varaforseti og Grímur. Nordahl Úlfarsfelli, meðstjórnandi. Endurskoðendur: Ásmundur Jónsson Geirshlíðarkoti og Friðrik Þorvaldsson Borgarnesi, FaogelsisdóBiEir fyrfr svik og fsjófiið. SAKADÓMARINN í Reykja- vík hefir nú kveðið upp dóm í ináli réttvísinnar gegn Hauki Einarssyni verkanianni. — Hafði Haukur tekið við 200 krónum af hermanni og Iofazt til að útvega honum vínföng fyrir nefnda upp- hæð. Það gerði hann hins vegar ekki, heldur eyddi peningunum. Fyrir þetta var Hauki gert að sæta fangelsisvist í eitt ár og var hann jafnframt sviptur kosningarrétti og kjörgengi. Hann hefir áður verið dæmdur fjórum sinnum fyrir þjófnaði.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.