Alþýðublaðið - 02.07.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júlí 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ðlafur krónprinz, hið vin
sæla konnngsefni Norð-
manna fertngnr i
OLAFUR KRÓNPRINS hinn
vinsæli ríkiserfingi Norð-
manna verður fertugur í dag
í tilefni af afmælinu hefir
Tbirzt grein í ,.Norsk Tldend“,
málgágni norsku stjórnarinnar
í London, sem hér fer á eftir.
Ólafur krónprins heldur 40
ára afmæli sitt hátíðlegt með
föður sínum, Hákoni Noregs-
konungi, norsku stjórninni í
London og Norðmönnum þeim
sem berjast utan Noregs fyrir
frelsi lands síns, en í fjarvist-
um við f jölskyldu sína og
norsku þjóðina.
Allir Norðmenn munu minn-
ast Ólafs Kronprins, hins verð-
andi konungs Noregs á þessum
degi.
Ólafur krónprinz hefir ásamt
föður sínum riaeira en nokkur
annar maður í sögu Noregs
verið tákn sameiningarinnar í
frelsisbaráttu Norðmanna.
Ólafur krónprinz hefir vaxið
upp með blómaskeiði norsku
þjóðarinnar, þó nú hafi syrt að
í bili, en það mun tengja hann
þjóð sinni órjúfandi böndum.
Uppeldi hans hefir verið í
sama anda og annarra sona
norsku fósturjarðarinnar. —
Hnn fékk virðingu og ábyrgð-
artilfinningu gagnvart hinu
sanna lýðræði. Frá því hann
komst til manndóms hefir hann
tekið þátt í stjórnarstörfum
með föður sínum og gegnt
þeim í fjarveru hans og í gegn
um þau störf hefir hann öðl-
azt skilning á störfum konungs
sem bundinn er stjórnarskrá,
eins og konungur Noregs er nú
á dögum.
Þegar óhamingjan skall yfir
Noreg, skipaði Ólafur krón-
prinz sess við hlið konungsins
og ríkisstjórnarinnar.
Ólafur krónprinz tók þátt í
bardögunum við innrásarher-
inn, sem liðsforingi í norska
hernum, og varð þátttakandi í
þeim sársaukafulla atburði, að
sjá strendur- Noregs hverfa úr
augsýn hinn dimma dag, 7.
júní 1940.
Frá þeim degi hefir Ólafur
krónprinz staðið í fylkingar-
brjósti í baráttu Norðmanna
utan Noregs fyrir að endur-
heimta frelsið.
Hann hefir talað máli Nor-
,egs bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum og notið í þeim efn-
um góðrar aðstoðar konu sinn-
ar, Mörtu, krónprinzsessu.
Heimsoknir Ólafs krónprinz
til hersveita Norðmanna hafa
örvað mjög bardagahug þeirra,
og með útvarpsræðum sínum
til Noregs hefir hann vakið
trúna hjá hinum stríðandi ætt-
jarðarvinum heima í Noregi, og
tengt þá hinum stríðandi
Norðmönnum utan Noregs.
í dag senda allir Norðmenn
Ólafi krónprinz beztu árnaðar-
óskir sínar og þakka honum
fyrir hans mikla skerf til frels-
isbaráttu Norðmanna.
Bretar sðkkva 4 skip
om
London í gærkveldi.
BREZKIR KAFBÁTAR
hafa enn sökkti 4 skipum á
Miðjarðarhafi. Var eitt þessara
skipa stórt herflutningaskip,
var það hæft 3 tnndurskeytum
og sökk að nokkrum mínútum
liðnum.
Hitt voru 3 flutningaskip og
var eitt þeirra mjög stórt. Þrjú
ðnnur skip hafa verið löskuð.
Kort þetta sýnir Kyrrahafsvíg töðvarnar. Efst á kortinu sjást Aleuteviar. bar sem Banda-
ríkjamenn hafa tekið Attuey nýlega. Skammt frá Ástralíu, neðst á kortinu sést Nýja Guinea
þar sem Bandaríkjamenn hafa sett lið á land skammt frá Rabaul. I horninu til hægri er
kort af Salomoneyjum, þar sem miklir bardagar standa nú yfir og Bandaríkjamenn hafa
tekið nokkrar eyjar.
Baodameon ráðast á margar eyjar í S.V.
aoar lafa á vaMi ún
fSiigvélar skotnas* nidar fjrrir
Japðnnm f loftorustum f fyrradag
Bandamenn sækja til Saíamaua
á Nýju Guineu.
LONDON í gærkvöldi.
IKVÖLD BARST HERSTJÓRNARTILKYNNING frá
aðalbækistöðvum Bandamanna í Ástralíu, þar sem
' sagt er frá því að Bandamenn hafi sett lið á land við vík
eina skammt frá Salamaua á Nýju Guineu, þar sem Japanir
hafa mikla bækistöð. Sjór var ókyrr þegar Bandamenn
settu liðið á land og urðu Japanir ekki liðsins varir fyrr en
það var komið á land. Bardagar hafa harnað eftir því sem
nær dregur Salamaua.
Bandaríkjamenn hafa nú tekið Rendovaey í Saloms-
eyjarklassanum. Miklir loftbardagar eiga sér stað
stað yfir miðhluta Salomonseyja. Bandamenn hafa nú þeg-
ar skotið niður 65 flugvélar fyrir Japönum en misst sjálfir
17 flugvélar.
Bandamenn hafa ráðist á Japani á þremur öðrum stöð-
um og er litið svo á að hér getið verið um upphafið á meiri-
háttar sókn gegn Japönum að ræða.
Þegar Bandáríkjamenn réð-
ust til landgöngu á Rendovaey
sendu Japanir um 100 flugvél-
ar af ýmsum gerðum, sprengju,
orustu og steypiflugvélar til á-
rása á Bandamenn og stóðu
loftbardagar yfir frá morgni til
kvölds í gær. Aðeins eitt skip
Bandamanna var hæft sprengj-
um og sökk. Það hafði áður
verið búið að setja herliðin á
land, sem það flutti.
Með töku Rendova geta
Bandamenn skotið af fallbyss-
um á Munda ,en þar er stærsta
flugstöð Japana í nágrenni
Guadalkanal.
LANDGANGA Á NÝJU-
GEORGÍU.
Það er nú einnig tilkynnt að
Bandaríkjamenn hafi sett lið á
land á Nýju Georgíu við Vero,
sem liggur um 40 km. frá
Mundaflugvellinum og er nú
barizt þar af miklum móði og
er sagt að bardagarnir gangi
Bandaríkjamönnum í hag.
Sagt er að Japanir hafi
komið upp öflugum víggirð-
ingum við Munda. Flugvélar
Bandamanna hafa gert miklar
loftárásir á Munda óg einnig á
Bougainvilleey, — sem er ein
Salomonseyjanna og Japanir
hafa stóran flugvöll á.
ÁTÖKIN Á NÝJU GUINEU
Bandamenn hafa að undan-
förnu gert miklar loftárásir á
Salamaua á Nýju Guineu og
þeim hefir að mestu tekizt að
hindra birgðaflutnínga til liðs
Japana í Salamaua. Markmið
Bandamanna heflr lengi verið
að hrekja Japani fyrir fullt og
allt frá Nýju Guineu og má því
búast við körðam átökum
þarna, enda var sagt í fréttum
í kvöld að Japanir veittu harða
mótspyrnu, þó að Bandamenn
sæktu nokkuð fram.
Bandamenn hafa einnig tek-
ið nokkrar eyjar við Nýju Gu-
ineu, sem talið er að þeir geti
komið sér upp flugvöllum. —
Ekki er getið um að japanskt
lið hafi verið fyrir á þessum
eyjum.
Annar eyjaklasinn, sem
Bandamenn tóku heitir Trobri-
and-eyjar, en hinn Woodlark-
eyjar. Þær eru norður og norð
austur á Milneflóa.
MacArthur stjórnar sókninni
á Nýju Guineu, en þessi sókn
Bandamanna var undirbúin
fyrir tveimur mánuðum af
þeim MacArthur og Halsey,
flotaforingja, segir í fréttinni.
Loftárásunnnn i fyrra-
dag befut gegn iSihifey.
London í gærkveldi.
FLJÚGANDI VIRKI réðust
á Palermo á Sikiley í gær.
Fluffu þau í eina klukkustund
yfimtoprginni, án þess að mæta
nokíalfrTÍ mótspyrnu og vörp-
uðu niður milclu sprengju-
magni, þ. á. m. tveggja smá-
lesta sprengjum.
Þá var einnig ráðizt í gær
og í fyrrinótt á fjóra helztu
ílugvelli eyjarinnar.
Sagt er frá því í fréttum frá
Norður-Afríku, að skipalestir
Bandamanna sigli nú stöðugt
um Miðjarðarhafið og komi nú
Suezskurðurinn aftur að full-
um notum. Með þessu stytta
Bandamenn siglingaleið sína
til Aústurlanda um þúsundir
km.
Biraal Teriar áfram yfir
rnaðnr fraaska lariar-
" - - .. ;■
Mríím bersins.
LONDON í gærkvöldi.
CHURCHILL FLUTTI ræðu
í neðri málstofu brezka
þingsins í dag, þar sem hann
m. a. gerði að umræðuefni af-
stöðu Breta til frönsku þjóð-
frelsisnefndarinnar í Algier.
Hann kvað Breta og Banda-
ríkjamenn hafa orðið sammála
um, að það væri ekki rétt eins
og sakir stæðu að skipta um
yfirmenn yfir franska hernum
í Norðulr-Afríku. Hafi Eisen-
hower hershöfðingi fyrir hönd
þeirra tilkynnt de Gaulle og
Giraud þetta fyrir alllöngu síð-
an. Þetta hafi verið gert af
hernaðarlegum ástæðum. Hins-
vegar hafi Bandamenn ekki
viljað skipta sér af innri stjórn
málum Frakka.
Churchill sagði, að brezka
stjórnin tæki hvorki afstöðu
með de Gaulle eða Giraud. —
Hún hefði sömu afstöðu til
allra meðlima frönsku þjóð-
frelsisnefndarinnar.
DE VALERA hefir verið
endurkosinn forseti Irlands
Flokkur hans hefir ekki hrein-
an meiri hluta en talið var að
verkamannaflokkurinn mundi
styðja hann.
Bandarlkjamenn senda
flefa tli Martlnlqne.
Landstjóri Vichistjórnarinnar biðst til
víkja vegna yfirvofandi uppreisnar.
------*------
LONDON í gærkvöldi.
CORDELL HULL UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda-
ríkjanna hefir staðfest þá frétt að Robert landstjóri
Vichystjórnarinnar á Martinique hafi biðið Bandaríkja-
stjórn ásjár vegna yfirvofandi uppreisnar á eynni. Bíðzt
hann til þess að láta af landstjóraembættinu, en vill fá
Bandaríkjamenn til þess að senda lið til eyjarinnar til þess
að stjórnarskiptin geti farið fram á friðsamlegan 'hátt.
Flotaforingi Bandaríkja-
manna á Karibahafi hefir feng-
ið fyrirskipun um að halda til
Martinique og gera nauðsyn-
legar ráðstafanir þar sem flota-
og utanrfkismálaráðuneyti
Bandaríkjanna munu leggja
honum fyrir.
Eins og kunnugt er, hafa
Bandaríkin fyrir nokkru slitið
stjórnmálasambandi við Mar-
tinique regna framkomu Vic-
hy landstjórans þar. íbúar eyj-
arinnar eru andvígir Vichy
stjórninni og hafa því verið á
öndverðum meiði við fram-
komu landstjórans.
Það er talið víst, að Mar-
tinique, sem er eina franska
nýlendan, sem enn er undir yf-
irráðum Vichystjóranarinnar
verði nú sett undir stjórn
frönsku þjóðfrelsisnefndarinn-
ar í Algier.