Alþýðublaðið - 02.07.1943, Page 4
Föstudagur 2. júlí 1943-
ALÞYÐUBLAÐIÐ
j^tjnjðnbUðtð
Útxetandl: Alþýðuflokfenrlnn.
BiUrtjórl: Stefán Fétnrss'on.
Rltstjóm og afgreiðsla í Al-
þýðuiiúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
SUnar afgreiðslu: 4900 og
4808.
Verð í lausasölu 40 aurs.
Albýöuprentsmiöj an h.f.
Ósigur atvinDumála-
rððberrans.
ÞVÍ mun verða fagnað, ekki
sízt >á meðal sjómanna og
útgerðarmanna, að það hefir nú
loksins orðið ofan á, að síldar-
verksmiðjur ríkisins skuli
kaupa bræðslusíldina í sumar
föstu verði fyrir 18 krónur
málið eins og í fyrra og eins
og einkaverksmiðjurriar hafa
einnig ákveðið að gera í sumar.
Sjómenn og útgerðarmenn
máttu sannarlega ekki við því,
að bræðslusíldarverðið yrði
lækkað frá því í fyrra, samtímis
því sem dýrtíðin og með henni
allur útgerðarkostnaður, hefir
vaxið stórkostlega.. Og það er á-
kaflega erfitt að sjá, hvernig
síldarverksmiðjur ríkisins hefðu
heldur mátt við því, að bjóða
lægra verð fyrir bræðslusíldina
og gera sig á þann hátt ósam-
keppnisfærar við þær. Það
verður yfirleitt að teljast stór-
furðulegt, að atvinnumálaráð-
herranum skyldi detta annað
eins í hug og að það skyldi
kosta þrálát átök og íhlutun
þriggja stjórnmálaflokka, að fá
hann ofan af slíkri fásinnu.
Framkoma atvinnumálaráð-
herrans í þessu máli er yfirleitt
alveg einstakt hneyksli. Hann
byrjar á þeim sjálfbyrgings-
skap, að brjóta hefðbundnar
venjur um ákvörðun bræðslu-
síldarverðsins og hafa að engu
tillögur meirihlutans í stjórn
síldarverksmiðja ríkisins, sem
raunverulega hefir alltaf ráðið
því. Hann ákveður upp á sitt
eindæmi, að lækka bræðslu-
síldarverðið frá því í fyrra, þó
að bersýnilegt sé, að sjómenn
og útgerðarmenn þola ekki slíka
lækkun og engin ástæða sé til
hennar.Og 'svo blint kapp legg-
ur hann á það að geta rýrt kjör
sjómanna og útgerðarmanna til
þess að undirbúa almenna kaup-
lækkun, að hann skirrist ekki
við að stofna síldarverksmiðj-
um ríkisins sjálfum í hættu
með því að fyrirskipa þeim að
greiða lægra verð fyrir bræðslu
síldina en einkaverksmiðjurnar
og gera þær á þann hátt ósam-
keppnisfærar!
Hann lætur sér ekki segjast,
þótt meirihlutinn í stjórn síld-
arverksmiðj^ ríkisins vari við
slíku gerræði og einræðis-
brölti. Hann hefir einnig mót-
mæli sjómanna og útgerðar-
manna að engu. Það er fyrst,
þegar sýnt er orðið, að ekki
nema einn fjórði hluti þeirra
skipa, sem við var búizt, vilja
skipta við síldarverksmiðjur
ríkisins upp á þau kjör, sem
hann hefir ákveðið, og þrír
stjórnmálaflokkar hafa skorizt
í leikinn til þess að afstýra al-
varlegri afleiðingum af oflát-
ungsskap atvinnumálaráðherr-
ans, að hann loksins sér að sér.
Og endirinn er sá, að hann verð-
ur að taka allt aftur, sem hann
er búinn að segja og gera í mál-
inu, og fallast (i það, sem hann
í sjálfbyrgingsskap sínum þver-
tók fyrir að samþykkja í upp-
hafi.
Þess munu fá dæmi, að ráð-
Frih. á 6. síðu. '
Önnur grein Jóns Blöndals:
Hið raunverulega sjálf-
stæðismál.
ÞÓ AÐ VIÐ leggðum ekkert
upp úr þeim tímahúndnu
böndum, sem eru á frjálsræði
okkar vegna hernámsins og
styrjaldarinnar, þá þarfnast ísl.
þjóðin einskis frekar hedur en
að vakna til skilnings á því,
hvað er hennar raunverulega
sjálfstæðismál og hver hætta
vofir yfir henni, ef hún lætur
hallelújamennina frá Þing-
vallasamkundunni leiða athygli
sína frá þeim voða, sem hún er
stödd í með innaptómu glamri
um nauðsyn þess að koma nú
þegar á einhverju pappírssjálf-
stæði.
Menn segja: Eru ekki Bretar
og Bandaríkjamenn að berjast
fyrir rétti smáþjóðanna, hafa
þessi stórveldi ekki lýst því yfir
að þau muni virða sjálfstæði
íslands eftir stríðið?
Ég vil engan veginn gera lít-
ið úr þessum loforðum stórveld
anna, en held að það sé Samt
næsta léttúðugt að treysta á
þau einvörðungu og í blindni.
Ég hef hið mesta traust á Roose-
velt Bandaríkjaforseta, sem er
sennilega einn af víðsýnustu og
vitrustu stjórnmálamönnum nú
tímans. En valdaaðstaða Roose
velts virðist ekki sérlega örugg,
nú þegar gengur honum erfið-
lega að koma fram vilja sínum
í þinginu og hjá mörgum and-
stæðingum hans kveður við
talsvert annan tón í utanríkis-
málunum, sérstaklega hvað
snertir smáþjóðirnar og full-
veldi þeirra. Og hversu oft hafa
ekki loforð stórveldanna verið
aðeins „pappírssneplar“ þegar
til átti að taka, eins og Beth-
mann Hollweg, kanzlari Vil-
hjálms Þýzkalandskeisara,
orðaði það, ef stórveldin hafa
séð sér hag í því að gleyma
loiforðum sínum.
Og athugum lítillegh aðstöðu
okkar og Bandaríkjanna, sem
ráða yfir landi okkar sem stend
ur. Bandaríkin hafa fleiri
milljónir íbúa heldur en ísland
þúsundir, m. e. o. þau eru um
það bil þúsund sinnum stærri
þjóð en Islendingar. Segjum að
þessi risaþjóð telji hagsmunum
sínum og öryggi betur borgið
með því að hafa að engu óskir
þessa litla þjóðarkrílis um sjálf
stæði og fullveldi. „Rétt eða
rangt, það er föðurland mitt“,
sem á hlut að máli, sagði fræg-
ur enskur forsætisráðh. og mál-
ið var afgert frá hans sjón-
armiði. Og verður ekki réttur
120 þúsund manna léttvægur,
þegar hann er borinn saman
við raunverulega hagsmuni jafn
margra miljóna, í hugum þeirra,
sem ábyrgð bera á örlögum
milljónanna? Þegar við hugleið
um þetta og athugum þær stað-
reyndir um hernaðarlega þýð-
ingu íslands, sem fram hafa
komið í þessu stríði, þá ætti
að liggja í augum uppi sú
hætta, sem við erum í og hversu
áríðandi það er að athuga gaum
gæfilega hverx það spor, sem
við stígum í sjálfstæðismálinu.
Og augljósast af öllu er það að
vegna öryggis okkar þörfnumst
við fleiri vina en stórveldanna
þó við óskum einskis frekar, en
að öðlast virðingu þeirra og
vináttu. Eitt af aðal skilyrðun-
um til þess að við getum haldið
áfram að vera sjálfstæð þjóð,
er það, að okkur takist að vera
efnalega sjálfstæðir, að við sé-
um menn til þess að stýra fjár
málum okkar og atvinnumál-
um. En á þessu sviði hefir okk-
ur sorglega brostið manndóm
undanfarin ár, þrátt fyrir ó-
venju góð ytri skilyrði. Hvergi.
nokkurstaðar þar sem til hefir
frétzt hefir dýrtíð og verðbólga
orðið jafnmikil og hér undan-
gengin stríðsár. Enn er tími til
að bæta að verulegu leyti úr
þeim glappaskotum, sem gerð
hafa verið, ef þjóðin og full-
trúar hennar hafa vit á því að
snúa bökum saman í baráttunni
gegn dýrtíð og verðbólgu í stað
þess að stofna til illdeilna og-
flokkadrátta um mál, sem litlu
skipta á þessari stundu.
En það, sem er mest aðkall-
andi, er þó að snúa til öflugs
viðnáms gegn þeim þjóðernis-
legu hættum, sem stafa af her-
náminu. Það viðnám má á eng-
an hátt mótast af andúð á þeim
einstaklingum, sem í landinu
dvelja, það á einfaldlega að
vera sjálfsbjargarviðleitni vor
til þess að bjarga tungu og
menningu frá glötun.
En höfum við ekki staðist
samskonar raun í mörg hundr-
uð ára baráttu við erlend yfir-
ráð? Vissulega en þó hefir tung
an oft verið hætt komin. Aldrei
hafa þó verið búséttir nema
nokkur hundruð Danir á íslandi
Nú eru sennilega fleiri útlend-
ingar en innlendir menn; meiri
hluti þess efnis, sem útvarpað
er af stöðinni í Reykjavík á
íslenzkri bylgjulengd er á
ensku. Samt vildu sumir ís-
lendingar. þ. á. m. Mgbl., veita
hernámsþjóðunum enn víðtæk-
ara vald yfir útvarpinu. Kvik-
myndahúsin sýna eingöngu
amerískar myndir o .s. frv.
Sem dæmi um hið fádæma
andvaraleysi í þ'essum efnum
má nefna fyrrum getin skrif í
Mgbl. um aukin kynni við setu-
liðið og samskonar tilraunir for-
manns Framsóknarflokksins til
þess að fá utanríkismálanefnd
og flokkana til þess að bei-ta sér
fyrir viðlíka kynningarstarf-
semi.
Þó ótrúlegt megi virðast, þá
eru til menn hér á landi, sem
sjá ekkert veglegra hlutskipti
fyrir íslenzku þjóðina í framtíð
inni en að vera einskonar við-
hengi hinna enskumælandi
þjóða, máske ein ný stjarna í
i Bandaríkj afánanum. Slíkir
menn eru sem betur fer hreinar
, undantekningar og hafa enn þá
vit á að hafa lágt um sig.
j En hitt hlýtur að vekja furðu
' þegar mikilsmegandi stjórn-
j málamenn eins, og formaður
| Framsóknarflokksins skrifa á
j þann hátt, sem hann gerir í
Degi 24. júní. Þar segir m. a.
„Þjóðin slítur hin gömlu
kúgunarbönd við Norðurlönd
(hér er ekki talað um Dan-
mörku eina. Ath. J. Bl.) og
skapar með festu í framkomu
og heiðarlegum viðskiptum
föst kynningarbönd við bæði
engilsaxnesku stórveldin,
sem ráða í lofti og legi yfir
Atlantsháfinu, og eru einu
þjóðirnar í veröldinni, sem
geta verndað ísland og trúa
á frelsi og mannréttindi, eins
og íslenzka þjóðin hefir gert
í þúsund ár.“ (Leturbr. mín-
ar).
S
Unglingar
óskast til að bera
Alþýðublaðið
til kaupenda nú þegar.
\
Aíþýðublaðið,
s
Sími 4900. \
Anglýsinpr,
sem birtast eiga J
Alpýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstoíunnarí
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fjrir ki. 7 að kvöldí.
Slml 4908.
Þegar athugnð eru svona
skrif og jafnframt að hér er
starfandi heill stjórnmálaflokk-
ur, sem vinnur að því leynt og
ljóst að koma okkur undir á-
hrifavald þriðja stórveldisinsP
fer sannarlega að vera ástæða
til þess fyrir íslenzku þjóðina að
vera á verði í sjálfstæðismáli
sínu; ekki fyrst og fremst því,
hvort hinum formlegu tengsl-
um við Dani, sem allir eru sam-
mála um að beri að slíta, verði
slitið ári eða nokkrum mánuð-
um fyr eða síðar, heldur miklu
fremur gegn áhrifum stórveld-
anna og áróðursmönnum fyrir
málstað þeirra,* sem þegar era
til vor á meðal.
(Þriðja grein eftir Jóm
Blöndal um þessi mál birt-
ist í blaðinu á morgun).
JARNI BENEDIKTSSON
vill í ræðu, sem undan-
farna daga hefir verið að birt-
ast í Morgunblaðinu, ekki við-
urkenna, að það sé að brjóta á
móti norrænum sambúðarvenj-
um, eins og landar okkar í
Kaupmannahöfn sögðu í sam-
þykkt sinni um sjálfstæðismál-
ið nýlega, að ganga formlega
frá sambandsslitum við Dani
undir núverandi kringunistæð-
um og án þess að virða þá við-
tals. Bjarni segir, samkvæmt
frásögn Morgunblaðsins:
„Við skulum einungis líta á
síðustu sambandsslitin á Norður-
löndum, milli Noregs og Svíþjóð-
ar 1905. Þá höfðu Norðmenn oog
Svíar átt í áratuga löngum, illvíg-
um deilum. Hinn 27. maí 1905
skarst í odda. Þá sagði norska
stjórnin af sér vegna ósamkomu-
lags við Svíakonurig. í ellefu daga
reyndi konungur, hinn ágætasti
maður, árangurslaust að jafna á-
greininginn eða mynda nýja
stjórn. Hinn 7. júní töldu Norð-
menn sér eigi fært að bíða lengur,
Þá samþykkti stórþing þeirra
með samhljóða atkvæðum að sam
bandinu við Svíþjóð væri slitið,
vegna þess að „konungurinn hefir
lýst sér ómögulegt að útvega
landinu nýja stjórn og þar sem
hin þingbundna konungsstjórn
hefir þannig hætt störfum.“
íslendingar höfðu þessa sam-
þykkt m. a. til fyrirmyndar 10.
apríl 1940. En íslendingar fóru
ekki að eins og Norðmenn, að
bíða bara í 11 daga eftir því, hvort
konungur gæti gegnt þeim störf-
um, sem honum er skylt að fara
með. íslendingar eru búnir að
bíða í þrjú ár og þeir eru reiðu-
búnir að bíða í fjögur.
Og ætla íslendingar að þessum
fjórum árum liðnum fyrst og
fremst að bera fyrir sig sömu á-
stæðuna og Norðmenn gerðu eftir
ellefu daga? Nei. Þeir ætla a5
fylgja þeim tímamörkum, sem
sambandssáttmálinn sjálfur, gerður
fyrir aldarfjórðungi, ákveður.
Segja má, að Norðmenn hafi,
gagnstætt Islendingum, farið
harkalega að. En hvað hefir frem-
ur eflt samvinnu Norðurlanda ens
sjálfstæði Noregs?“
í þessum samanburði Bjarna
Benediktssonar er um margt
þagað til þess, að hann skuli
ekki verða að vopni gegn flani
Ólafs Thors og félaga hans í
skilnaðarmáli okkar við Dani.
Svíþjóð var ekki hertekið
land, svipt frelsi sínu og í sár-
um undir járnhæl erlends her-
veldis, þegar Noregur skildi
Við hana 1905. Norðmenn áttu
stöðug viðtöl við hinn sameig-
inlega konung sinn og Svía í
Stokkhólmi, svo og viþ sænsku
stjórnina fram á síðustu stundu,
enda bar enginn þeim það á
brýn á Norðurlöndum, að þeir
hefðu með framkomu sinni við
sambandsslitin brotið gegn
norrænum sambúðarvenjum.
Og Norðmönnum nægði ekki,
að hafa átt drengilegar og ítar-
legar viðræður við Svía og
hinn sameiginlega konung á
undan sambandsslitunum. Þeir
sendu auk þess einn sinn þekt-
asta mann, Frithjof Nansen, til
London til þess að fullvissa sig
um álit brezka stórveldisins á
því, sem þeir ætluðu að gera.
En við, hundrað þúsund sálirn-
ar hér úti á íslandi, eigum ekki
að þurfa að vera svo hógværir
menn. Hvað þurfum við að tala
við Dani? Hvað þurfum við að
taka tillit til álits fnanna meðal
frændþjóða okkar á Norður-
löndum yfirleitt? Hvað þurfum
við að spyrja Bretland? Nei,
það eru nú allt aðrir karlar x
krapinu, þeir Ólafur Thors og
Frh. á 6. síðu.