Alþýðublaðið - 02.07.1943, Side 7

Alþýðublaðið - 02.07.1943, Side 7
Föstudagur 2. júlí 1943. ALÞYDUBLAÐIÐ 7 Bærinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki, sími 1760. ÚTVARPIÐ: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmonikulög. 20.00 Fréttir. 20.30 íþróttaþáttur ISÍ. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett' í F-dúr, nr. 17, eftir Mozart. 21.00 ,,Úr handraðanum“ (Ólafur Lárusson prófessor). 21.20 Symfóníutónleikar (plötur): a) Hornkonsert í Es-dúr eftir Mozart. b) Symfónía nr. 6 eftir Beethoven. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Jurtalitun, forsagnir, eftir Kristínu Þor- steinsdóttur, nefnist lítið kver, sem skrifstofan íslenzk ull hefir gefið út. Er þar lýst ýmsum jurtalitum og gefnar reglur um litunina. Prjónles, handbók í vélprjóni, nefnist bæklingur eftir Katrínu Árnadótt- ur, sem nýlega er kominn út. Út- gefandi er skrifstofan íslenzk ull. Er þar fjöldi upplýsinga að vél- prjóni og fylgja myndir og upp- drættir til skýringa. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónataand ungfrú Geirþrúður H. Sívertsen stud. theol. (dóttir Jóns Sívertsen), og Sverrir Bern- höft, stórkaupmaður. Heimili þeirra verður við Garðastræti 44. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þorbjörg Jónsdóttir, frá Sandi, 'og Sigurður Guðmunds- son, vkm., Urðarstíg 6. Glímufarar Ármanns eru nýkomnir heim úr ferða- lagi um Norðurland. Sýndu þeir glímu á átta stöðum og munu um tvö þúsund manns hafa séð sýn- ingar þeirra. Sýndu þeir á Akra- nesi, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri (tvisvar), Laugum, Húsavík og Skútustöðum. — Var glímumönnunum alls staðar vel tekið, og á Akureyri var þeim haldið samsæti að sýningum loknum. — Félagslíf — I.S.Í. Í.R.R. Meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum hefst með fimmtar- þraut 26. júlí, 31. júlí fer fram 4x100 metra og 4X400 metra boðhlaup. Aðalhluti meistara- mótsins fer fram 7. og 8. ágúst, en tugþraut og 10 km. hlaup fer fram 24. og 25. ágúst. Tilkynningar um þáttöku skulu sendar til í. R. í síðasta lagi 10 dögum fyrir hvern hluta mótsins . Stjórn í. R. Box. 35. Farfuglar efna til gönguferðar á Botns- súlur um helgina. Uppl. í síma 1©64( kl. 8i—dO í kvöld. Þar verða ennfremur gefnar upp- lýsingar um sumarleyfisferðirn ar í Borgarfjörð, er hefjast þann 10. og 17. þ. m. Bíkur eru til að Farfuglar efni einnig til sumarleyfisfarar í ágústmánuði MmBiiififf : bafnarsajðri. Þörarinn kristjáns- SON hafnarstjóri lézt í Landsspítalanum hinn 19. júní. Hann var jarðsunginn hinri 23. s. m. Með Þórarni hafnarstjóra er í valinn fallinn hinn ágæt- asti maður og einn sá, er mótað hefir eftirminnilegar lífsverk sitt hér í bæ en nokkur samtíð- armaður hans. Höfnin í Reykjavík var lífs- verk hans. Við henni tók hann ungur að aldri •—- eins og hún þá var — hálfköruð og af van- efnum gerð. Trúin á landið og framtíð Reykjavíkur var ekki á alla fiska, þótt lofsverðs framtaks gætti við byggingu hennar mið- að við þá daga. Verkefnin fyrir hinn unga hafnarstjóra og verkfræðing voru því umfangsmikil og mörg, ekki sízt þegar þess var gætt, að ýmsar'meiningar voru um það, hvaða þekkingu sá skyldi hafa, er hlaut þenna sess. Samfara því var svo styrj- öldin fyrri, er þá hafði ótal ó- þægindi í för með sér, eins og þessi nú, aukinn flutningur til Reykjavíkur og auknar athafnir hér í bæ, er voru á flestan hátt bein afleiðing af því að hér var komin höfn við höfuðborgina sjálfa. En hafnarstjóranum, en Þór- arinn heitinn er hinn eini ís- lendingur, sem því nafni hefir verið nefndur, tókst starfið giftusamlega. Þessi heiðursmað- ur hafði alla þá kosti til að bera, er við þurfti til að sigf- | ast á byrjunarörðugleikunum, og því að byggja upp óg gera Reykjavíkurhöfn að þeirri slag- æð fyrir Reykjavík, sérn hafnir þurfa og eiga að vera fyrir við- komandi borgir. Því gamla og veikbyggða var breytt og það bætt og nýju bætt við — bæði bryggjum, húsum og öðrum. mannvirkj- um, en þó aldrei farið fram úr því, sem fjárhagurinn leyfði, því það var ekki að skapi hafn- arstjórans. Og engum blandaðist hugur um, að hér var réttur maður á réttum stað. Undir hans stjórn breyttist Reykjavíkurhöfn úr höfn með bryggjur, er voru nokkur hund- ruð feta á lengd og til þess að telja megi. lengd þeirra í kíló- metrum. En athafnir hafa auk- izt, verzlun og framfarir dafn- að að sama skapi hér í bæ. En leiðir hafnarstjórans breyttust ekki. Milli heimilisins kæra og starfsins lágu þær. Þó ótal sigrar væru unnir — erfið- leikar yfirstignir, var yfir- bragðið og viðmótið hið sama. Ljúfmennskan, hjálpsemin og drenglyndið óbreytt. Ég hefi engan þekkt hvorki fyrr né síð- ar, er hafði á hendi mannafor- ráð, er lét sér jafn innilega annt um hag undirmanna sinna sem hann. Með ráðum og dáð reyndi hann að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfum. Það var við hans skap að menn væru sjálfbjarga, ef því varð á ann- að borð við komið. Vináttan og þátttakan í sorg- um okkar og gleði af hans hendi verður okkur undir- mönnum hans ógleymanleg og viðkynningin og endurminn- ingarnar þeir fjársjóðir, er möl- ur og ryð fær eigi grandað. Oft á síðkvöldum og á sunnu- dögum þegar skrifstofan var lokuð, en við einhver hafnsögu- manna áttum vörð, kom hafn- arstjórinn að líta eftir. Hann var okkur alltaf góður gestur —- húsbóndirin okkar. Hann þurfti ekki svo mjög á því að Þórarinn Kristjánsson. halda að vanda um — við skild- um hann samt. Þegar óveður geisaði um, Flóann og nágrenn- ið og þá einnig um Reykjavík- urhöfn, var hugur hans við höfnina og þá ýmist kom hann eða hringdi, því rótt var hon- um ekkí ef einhvers var vant. Þannig var það, að allt s.tarf hans var helgað Reykjavíkur- höfn, málefnum hennar og vei- ferð. Það var uggur og kvíði í okkur við höfnina, er hafnar- stjórinn fór heím sárveikur og hætti að koma niður að höfn. Okkur fannst það ótrúlegt — það var svo sjaldgæft að hann ekki væri þar, En engan mun hafa rennt grun í að þangað kæmi hann ekki aftur. En enginn má sköpum renna. Og þó oss mönnunum þyki til- veran stundum harla torskilin, þá er það nú samt svo, að hið eina, sem vér eigum öldungis víst er: að eitt sinn skal hver deyja. Þar fáum vér engu um þokað. Blessuð sé minning hins mæta manns. Forsjónin styrki ástvini hans. Jón Axel Pétursson. LAUGARVATN Frh. af 2. síðu. irlit með viðfangsefnum þeirra. Þess vegna látum við líka byggja nemenda- og kennarabú- staðina saman.“ — Hvað verður íþróttahúsið stórt? „Það verður 24 sinnum 12 metrar að stærð. Ég get ekki sagt, hvenær búið verður að koma því upp, en það er að- kallandi að það takist sem fyrst íþróttaskólinn er í raun og veru húsnæðislaus þar til það rís upp.“ — Þið getið tekið á móti fleiri dvalargestum að sumrinu, þegar búið er að byggja hina nýju nemendabústaði ? „Já, miklu fleiri, enda virðist ekki vera vanþörf á því. Við verðum að neita um 75% allra þeirra, sem biðja um að mega dvelja hér í sumarleyfunum. Gistihúsið verður að líkindum rekið á annan hátt næsta sum- ar en nú er gert og gert hefir verið undanfarin sumur. Her- bergin verða ekki leigð fyrir allt sumarið, heldur aðeins leigð gestum, sem dvelja í sumar- leyfum sírium o. s. frv.“ Bjarni Bjarnason skýrði Al- þýðublaðinu svo frá, að um 1500 ungra pilta og stúlkna hefðu sótt Laugarvatnsskólann frá stofnun hans. A'Srif slíkra skóla á æsku landsins eru geysimikla og hafa mikla þýð- ingu fyrir menningu hennar og framtíð. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn og faðir okkar BJARNI EINARSSON, gullsmiður andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt fimmtudagsins 1. júK Ragnhildur Jónsdóttir og synir. Faðir minn. VALDIMAR BJARNI JÓNSSON andaðist 30. júní s. 1. að heimili sínu Ránargötu 7 a Reykjav. F. h. vandamanna, Jón Valdimarsson. Hjartanlegustu þakkir fyrir okkur auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okk- ar, tengdaföður og bróður. SIGURÐAR GUÐBRANDSSONAR, skipstjóra. Eyríður Árnadóttir, börn, tengdabörn og systur. Það tilkynnist hér með að dóttir okkar UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, og hefst með hús- kvðju á heimili okkar, Vesturgötu 58 B, mánudaginn 5. júlí kl. 10 f. h. Kristín Hansdóttir. Guðmundur Jónsson. Molviðaiplióll. Ipiræílaoir ui framtíðiDa. HIÐ myndarlega boð nýju jestgjafanna á Kolviðar- lióli sem skýrt var frá í Alþbl. í gær, gefur góðar vonir um, að þeim muni takast að halda uppi heiðri þessa vinsæla og víð- kunna greiðasölu- og gisti- staðar. Var framreiðsla þar öll með mikilli rausn'og skörungs skap, og þóttust gestirnir sjaldan hafa litið myndarlegra veizluborð né gætt sér á Ijúf- fengari réttum en þar. Kolviðarhóll verður eftir sem áður skíðaheimili íþrótta- félags Reykjavíkur, auk 'þess sem gestum og gangandi verð- ur veittur þar sá beini, sem föng eru á, svo sem verið hef- ir. Hafa hinir nýju gestgjafar í hyggju að halda rekstri Kol- viðarhóls í því horfi, sem Val- gerður Þórðardóttir hefur markað. En jafnframt hafa þeir í hyggju nokkra útfærslu á starfseminni, svo sem með því að annast veizluhöld fyrir þá, er þess kynnu að óska. íþróttafélag Reykjavíkur vinnur stöðugt að ýmsum end- urbótum á Kolviðarhóli. Er nú verið að mála þar öll hús að nýju og leggja nýja vatns- leiðslu um 240 m. vegalengd. Ennfremur hefi'r ÍR látið sér- fróða menn rannsaka mögu- leika til að virkja jarðhita til upphitunar húsa á Kolviðar- hóli. Hafa þeir bent á stað, þar sem þeir telja ástæðu til að bora eftir heitu vatni. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það enn, hvenær heíjast skuli handa í þessu efni. En vissulega væri það mikið fagn- aðarefni, ef unnt væri að koma þessum fyrirætlunum í fram- kvæmd. íþróttafélag Reykjavíkur hefur sýnt lofsverða viðleitni í því að skapa æsku Reykja- víkur skilyrði til hollrar úti- vistar og íþróttaiðkana með rekstri skíðaheimilísins á Kol- viðarhóli. Samvinna þess og frú Valgerðar Þórðardóttur hefir verið hin ánægjulegasta, eins og gerla kom fram í ræð- um forvígismanna félagsins í fyrrakvöld. Og vafalaust má vænta hins sama um sam- starf ÍR og hinna nýju gest- gjafa. NORÐURFÖR L. R. Frh. af 2. síðu. mundsdóttir, Steingerður Guð- mundsd., Gunnþórunn Hall- dórsdóttir og Klemens Jónsson. Auk leikaranna fara: Hallgrím- ur Backmann, ljósameistari og leiksviðsmennirnir Agnar Magnússon og Kristinn Frið- finnsson. Um undirbúning fyrir norð- an sér Gunnar Magnússon, formaður Leikfélags Akureyr- ár. HREINLÆTIÐ í BÆNUM Frh. af 2. síðu. eigendur bæði munnlega og skriflega, og hefir þetta borið töluverðan árangur, en væntir þess jafnframt, að úr þessu geti áminningum fækþað, og að fram tak umráðamanna húseigna fari vaxandi“. ÚTFÖR HERMANNS JÓNSSONAR Frh. af 2. síðu. flutti þar ræðu sr. Garðar Svavarsson. Kistan var blóm- um skreytt og fjölda margir kransar bárust. 1 kirkju báru kistuna stjórn og fulltrúar Sjómannafélagsins. Úr kirkju báru hana einkennisbúnir yfir- menn af Súðinni. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði. Báru starfsfélagar hins látna af Súðinni kistuna inn í garðinn. Athöfnin fór öll mjög virðu- legá og hátíðlega fram. AUGLÝSEÐ í AlþýSublaðinu. xx20ö<xxxx>ocx

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.