Alþýðublaðið - 17.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a. s. þann hluta hennar, sem ekki lætur áfengisvæl Morgunblaðsins væta í huganum kverkar sínar, að læknar skuli sektaðir fyrir brot — í gróðaskyni einu — á lögum um heilbrigðismál, en svo skoða eg bannlögin? Það er opinbert leyndarmál, að margir læknar þurfa ekki ná- kvæma lýsingu á sjúkdómum til að láta af hendi lyfseðil hljóðandi upp á spiritus concentratus, sherry, cognac o. s. frv., að minsta kosti ekki þeir, sem láta meira eða minna drukna menn hafa lyfseðia. Eg hefi hitt marga menn, sem hafa sýnt mér lyfseðla, sem þeir höfðu fengið fortölulítið — t. d. hitti eg einn á skírdagsmorgun, sem hafði fengið sherry-seðil hjá lækni og’, eftir því sem honum sagðist sjálfum frá, án þess að til- greina annan sjúkdóm en þurrar kverkar, og var maðurinn þó ekki alllitið d;ukkinn fyrir. Almenning- ur unir þessu illa, sem von er, því ekki eru þessar aðfarir að hans vilja, en erfitt er að koma upp þessum brotum, svo að marki sé, en takast mætti það samt. Síra Sigurður Stefánsson gat ekki lofsamlega um áfengissalana í fyrra sumar, er hann flutti þings- ályktunartillöguna frægu, en þó er þeim mönnum frekar vorkunn, skömm og svívirðingu hafi þeir samt! En læknum er engi vork- unn, er þeir láta í skitnu gróða- skyni hafa sig til slíks, og virðast þeir Iítt færir um jus practic- andi (læknisleyfi). Hvað myndi sagt um þá Iækna, er létu af hendi orðalítið lyfseðil upp á opium, morfín, cocain, chloroform eða blásýru? Myndi ekki verða tekið fljótt í taumana, eða hvort er þjóðín svo heillum horfin, að lyfja- lög hennar megi hver ptófsveinn viröa að vettugi? Vonum að svo sé ekki. þó allmjög hafi nú steínt að því upp á síðkastið. H. ---------r Fiskiskipin. í gær kom Coline með 63 föt af lifur, Hilmir með 52 föt, Valpole 60 föt, Rán 70 föt, Jón Forseti 60 og Vínland með 80. Sanmerkurjregnir. Tilkynning frá danska sendiherranum hér. Samkvæmt símskeyti frá Kaup- mannahöfn, 15. þ. m., virðist stjórnmáladeilan, sem svo fljótt var bundinn endi á, hvorki ætla að hafa löng né alvarleg eftirköst. Fullkomin ró er nú komin á alt ltf þjóðarinnar. 1 kauphöllinni fara verðbréf hækkandi, enda var alt með kyrrum kjörum þar á deilu- tímunum. Verzlun og atvinnu- rekstur er nú • að mestu komið f samt lag, þótt ennþá séu verkfóll í sumum greinum. Búist má við að sjómannaverkfallið, sem hefir haft alvarlegar afleiðingar, verðí mjög bráðlega upphafið. Konunginum, er ætíð hefir haft mikið samneyti við íbúa höfuð- borgarinnar, er nú til dæmis hver- vetna sýnd óskift samúð, á hinum daglegu skemtireiðum hans um borgina. Þegar þingið kom saman að nýju, samþykti það, eftir 2 daga umræðu, kosningalög þau, er áður voru aðal þrætueplið á deilutím- unum. Þegar nú verður kosið til þjóðþingsins, eftir þessum kosn- ingalögum, þ. 26. apríl, má telja deiluna farsællega til lykta leidda, sökum þess að öllum flokkum þykir sem þeir hafi komið sínu fram. Hinir fyrverandi stjórnar- andstæðingar, vinstri- og hægri- menn, gleðjast yfir brottför Zahle- ráðuneytisins og því að kosningar fara fyr fram en ef fyrverandi ráðaneyti hefði setið við völd. Hinir fyrverandi stjórnarsinnar, radikalar og jafnaðarmenn, gleðj- ast yfir að Liebe ráðuneytið, sem var myndað utan ríkisþingsins, skuli svo fljótt hafa lagt völdin í hendur ráðuneytis Friis. En það ráðuneyti vinnur í samráði við ríkisþingið, og vinnur á þeim grundvelli, sem þeir flokkar eru ánægðir með, að undirbúningi næstu kosninga. Sökum þessa er undirbúningur- jnn undir kosningabaráttuna hóg- vær og géfur það, og svo einnig það hve unnirbúningstíminn er skammur, góðar vonir um að kosningarnar vekji ekki altof mikla úlfúð og sundrung meðal þjóðar- innar, svo að hún geti aftur í ró og næði beitt sér af alefli til að efla þjóðfélagslegan og fjárhags- legan þroska sinn og fagnað, samhuga og óskift, sameiningu Dana í Suður-Jótlandi við föður- landið, Danmörku. Frjáls samkeppni í verzlun og- viðsKiftum. Þessi tvö orð, frjáls samkeppni, hljóma fagurt. Enda heflr þeim óspart verið hamrað fram af kaup- mönnum og þeirra sprellikörlum, í hinum alkunnu, ósvífnu, árásum er þeir hafa gert á landsverzlunina, frá byrjun, oftar að ósekju. Og skal eg lítið drepa á það síðar. Yið jafnaðarmenn, sem erum öllum öðrum mönnum réttsýnni og frjálslyndari, höfum séð það og skilið af reynslunni, að stundum haga atvikin því þannig, að það er nauðsynlegt og jafnvel lífsspurs- mál, að hið opinbera leggi höft á athafnafrelsi manna. Skal eg í þessu sambandi aðeins minnast á landseinkasöluna, sem hér hefir verið á stríðsárunum. Hvers vegua tók landsstjórnin að sér verzlunina á þessum erfiðu tímum, með helstu lífsnauðsynjar landsbúa? Það var gert til þess að forða landsbúum frá yfirvofandi skorti og jafnvel frá hungurdauða. Því það var fyrirsjáanlegt, að þeir, sem höfðu verzlunina á hönd- um, mundu ekki byrgja landið upp af þeim lífsnauðsyDjum sem það þurfti. Enda hefðu þeir að líkindum ekki getað það, af eðlilegum ástæðum. Fyrir stríðið, eða áður en lands- verzlunin tók til starfa, var hér, eins og menn vita, algerlega frjáls samkeppni í verzlun og viðskiftum. Og þó þótti verzlunin ekki góð. Kaupmannaokrið, sérstaklega stór- kaupmannanna, var alræmt. Nú hefir verzlunin aftur verið gefin frjáls og samkeppni ekki lengur útilokuð. En aldrei hefir verið kvartað meir um dýrtíð og kaupmannaokur en einmitt nú. En við höfum meðal við kaup- mannaokrinu, sem eg er sann- færður um að hrífur, ef rétt er að farið. Og meðalið er ríkisverxl- un með allar nauðsynjavörur. Ekki ríkis einkaverzlun, heldur ætti hún að vera rekin með frjálsri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.