Alþýðublaðið - 17.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 samkeppni við hina heildsalana. Og ættu allir að geta vel við það unað. Því reynslan mundi berleg- ast geta leitt það í ljós, hvor hefði meiri rótt á sér, ríkisverzlun eða einstaklingsverzlun. Eg held því að það sé hreinasta fjarstæða, að vera að leysa upp landsverzlunina, þótt aðrir heild- salar hafi fult verzlunarfrelsi. Auðvitað vilja ekki stórkaupmenn hafa ríkisverzlun fyrir keppinaut, þessvegna viíja þeir afnema hana með öllu. Menn þurfa að athuga það, þegar um svona þýðingarmikið mál er að ræða, að láta ekki blekkjast af rógburði einstakra manna, sem virðist vera sprottinn af öfund og eigingirni þröngsýnna auðvaldssinna. M. G. Dalberg. \ Dm daginn oo veginn. Veðrið í dag. Reykjavík .... ANA, -f- 6,2. ísafjörður .... N, -5- 2.4. Akureyri .... S, -5- 11,0, Seyðisfjörður . . logn -f- 9.1. Grímsstaðir . . . SA. -f- 11,5. Þórsli., Færeyjar Stóru stafirnir ■-5- þýðir frost. Loftvog lág norður af Húna- flóa og sunnan við Reykjanes; norðanstormur og hríð á ísafirði, en sunnanandvari á Akureyri og Grímsstöðum; mikið frost á Norð- ur- og Austurlandi. Mjög óstöðugt veður. SV, hiti 2,5. merkja áttina. 3*. J. Thoroddsen læknir mæl- ir digurt um „praxis" í grein sinni í Mgbl. í gær. Líklega á heiðurs- ýélagi stórstúkunar ekki við re- septa praxis, þótt mörgum hafi orðið það á, sem ekki þekkir annað til læknishæfileika hans, að hugsa til þess. Cyrus. Kjorskrá við borgarstjórakosn- inguna liggur nú frammi á skrif- stofu bæjarfógeta. Verður ekki annað sagt, en að mjög óheppi- legur tími sé valinn til þess dag- lega, þar sem það er gert í al- mennum vinnutíma. Sömuleiðis ætti hún að vera víðar en á ein- um stað. Gætið hagsmuria yðar. Látið okkur leggja rafleiðslur í hús yðar núna. — Með því fáið þér það ódýrt og fljótt af hendi leyst. cTCf %Stafmf. tJCiti & JBjós. Vonarstræti 8. Sími 830. 4 togararnir, þeir ensku, sem Islands Falk tók, hafa nú verið sektaðir. Einn um 200 kr, var með bilaða vindu og gat ekki dregið inn vörpuna, tveir um 500 kr. hvor og einn um 600 kr. Voru allir með hlera úti, en ekki að veiðum. P. Valdimar Einarsson heitir ungur maður norðan af Akureyri, sem nýskeð hefir lokið fyrsta flokks loftskeytaprófi við Marconi- skóla í Khöfn. Hann er nú ráð- inn loftskeytaþjónn á Sterling. Misskilningnr. Herra Þórður Thoroddsen virðist skilja ummæli A'þbl. um afskifti hans af inflú- enzusjúklingunum í íslandi svo, sem það hafi viljað væna hann vits: að hann hafi ekki getað dæmt um hvers konar inflúenza var á skipinu. Þetta er mesti mis- skilningur. A'þbl. heldur þessu hvergi fram. En hinu hefir það haldið fram, og ætiar að standa við, að hr. Thoroddsen gat ekki dæmt um það, hvaða tegund inflúenzu var í bænum áður en hann sá sjúklinga þar. Prentarafélagið heldur i kvöld árshátíð sína. Er það nú 23 ára gamalt og hefir allra félaga mest unnið að þvf, að koma á góðu skipulagi meðal stéttarinnar. Verð- ur að vanda góður fagnaður á há- tíðinni. Engir karlmenn utan fé- lags fá aðgang. Mnnið eftir Dagsbrúnarfundi á morgun. Gamla Bio sýnir þessa daga mjög eftirtektarverða mynd, „Upp risa“, eftir Leo Tolstoy. Myndin er frábær að öllum útbúnaði og meistaralega leikin. Einkum fanst mér mikið til um fangaflutninginn Til sölu : karlmansreiðhjól, klæðispéysuföt, sjal o. fl. til Síberíu og hina rússnesku helgi- siði. Aðalhlutverkið (Maslova) leik- ur hin forkunnarfagra leikkona, Maria Jacobini. Henry Bataille (einn af stofnendum Clarté) hefir sóð um útbúnaÖinn. Hr. Petersen á þakkir skyldar fyrir að hafa út- vegað myndina. Propovednitschekij. Illar horfnr. í símtali í gær við Hvammstanga, var blaðinu sagt, að stórhríð væri þar þá og bændur væru orðnir hræddir um heyskort, ef ekki batnaði um. Kútter Esther lagði út í gær á fiskiveiðar. Ætlar að fiska með netum. Er þetta ný tilraun veiði- skapar á stóru vélskipi, sem von- andi lánast eigandanum, þar sem hinir smærri vélbátar hafa oft fengið uppgripa afla með þessum veiðiáhöldum. Eigandi skipsins er P. J. Thorsteinsson. Út af erindi frá Umdæmisstúk- unni nr. 1, bar Pétur Halldórsson fram eftirfarandi tillögu á bæjar- stjórnarfundi í fyrra dag: Að gefnu tilefni skorar bæjar- stjórnin á lögreglustjóra Rvfkur: að neyta allra ráða, sem lög- reglan hefir, til þess að uppræta leynilega áfengissölustaði, sem grunur leikur á að sé í bædum, að brýna fyrir lögreglumönnum, að kæra þegar þá, sem ölvaðir sjást á almannafæri, og að rannsaka jafnan svo fljótt sem unt er, öll atriði kærumála út af brotum á áfengislöggjöfinni. 1. liður samþ. með öllum atkv., 2. og. 3. liður með öllum atkv. gegn einu (J. Þ.).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.