Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ *ösiuaagur S. jaii < P$zk loftárás á fæiey- Iskt skip við Anstnrlanð Einn máður særður í árásínni, skip- íð komið til Seyðisfjarðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá ameríksku herstjórn- inni í gærkveldi: ÞÝZK FLUGVÉL gerði 7. júlí árás á færeyiska fislsiskipið „William Martin“ úti fyrir norðausíurströnd íslands. Þýzk tveggja hreyfla flugvél flaug í 70 metra hæð yfir skipið og skaut af vélbyssum sínum á það. Skömmu síðar flaug hún aftur yfir hið færeyiska skip og skaut enn af vél- bysum sínum á það og lileypti þar að auki af stæi'ri byssum sínum á það. Eitt skot hitti káetuna og kom í bak einum skipsmanna. Hann heitir Joen Peter Petersen. Ekki er enn vitað, hversu alvarlega hann er særður, en hann var fluttur í skyndi til Seyðisf jarðar, þar sem gert var að sárum hans. Skipið er nú einnig komið til Seyðisf jarðar til viðgerðar. & Mikftl framfðr I sljrsa vðrnum ísleifiplliiga. Slysavarnafélagið hefir keypt 35 ljós- kastara, sem settir verða upp á helztu bjorguoarstöðunum. TÆKI, sem Slysavarnafélag íslands hefir keypt frá Bandaríkjunum og hingað eru komin, munu valda stórkostlegum breytingum til bóta í slysavörnum okkar ís- lendinga. Telur Jón Bergsveinsson framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins, að þau muni reynast einhver mesta framför, sem orðið hefir í þessum málum síðan Slysavarnafélagið var stofnað. Tæki þessi eru Ijóskastarar með merkjakerfi, sem settir verða á björgunarstöðvarnar víðs vegar um landið. Slysavarnafélagið hefir þegar fengið hingað 35 slíka ljós- kastara, en aðeins einn þeirra hefir verið settur upp, á Akranesi. Hinir munu verða sendir til björgunarstöðvanna á næstunni. HaBdkDaítlelksfflót íslands fyrir stdlk- ur hefst á fiinmtud. Þátttakendur verða 70 frá 7 félðgum. RIÐJA handknattleiks- ** mót íslands íyrir kven- flokka (utan húss) hefst á í- þróttavellinum hér á fimmtu- daginn kemur. Alls hafa sjö félög tilkynnt þátttöku sína í mótinu, en þátttakendur verða alls um 70. Aðeins 2 félaganna, sem taka þátt í mótinu, eru hér í Reykjavík, en 5 eru utan Reykjavíkur. Þessi félög senda keppendur: Iþróttafélagið „Þór“ á Akur- eyri, Knattspyrnufélag Akur- eyrar, íþróttaráð Vestfjarða, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, „Haukar“ í Hafnarfirði, fþrótta félag Reykjavíkur og Glímufé- lagið „Ármann“. Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn, sem þetta mót er háð. Fyrst var það háð árið 1941 hér í Reykjavík og vann þá mótið. íþróttafélagið „Þór“ á Akureýri. í fyrra var það háð Fríh. á 7. síðu. Ljóskastarar þessir eru til- tölulega ódýrir. 10 þeir fyrstu kostuðu 1200 krónur hver, en af þeim var greiddur 10% tollur. Nú er hins vegar krafizt, að hærri tollur sé greiddur af þeim 2i5 ljóskösturum, sem hingað eru komnir, svo að ekki er hægt að segja með vissu, hvað þeir muni kosta. „Við munum þurfa að hafa samvinnu við hernaðaryfirvöld- in um notkun þessara ljóskast- ara, en ég tel engan vafa á því, að sú samvinna muni takast fljótt og vel,“ sagði Jón Berg- sveinsson við Alþýðublaðið í gær. „Ljóskastararnir munu valda miklum framförum í slysavörn- um okkar, ekki aðeins við að bjarga skipum og skipshöfnum á þann hátt að glöggva sig á aðstæðum með því að lýsa skip in upp með ljósunum, heldur og með því að tala við skips- menn í neyð með ljósmerkjum og að leiðbeina, bæði þeim, eftir að skipin eru strönduð, og eins með því að leiðbeina skip- um, sem hætt eru komin.“ „Aðalgallinn er bara sá, að tiltölulega fáir menn á íslenzku skipunum, til dæmis bátunum, skilja morsið. En hvert skip þyrfti að fá slíka ljóskastara og er það illt að skipin skuli ekki hafa þennan útbúnað. Ekki er hann svo dýr. Ég veit að ef við vildum fara út í verzlun með ljóskastarana, þá gætum við selt þá nú þegar, því að ég hefi ílrfa. á 7. «®o. Ver^Mppbagtiirmar f framkvæmd s Verðuppbótin á mjólk meiri en lækkun útsöluverðsins! Tvðfðld verðappbót á alla sm|ðrm|ólk? ¥ ANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, sem tilheyrir ráðu- " neyti Vilhjálms Þór, hefir nú gefið út regiugerð um verðuppbætur á mjólk samkvæmt dýrtíðarlögunum frá al- þingi í vor, þar sem slíkar verðuppbætur.úr ríkissjóði voru heimilaðar, ef útsöluverð mjólkurinnar yrði lækkað. Við athugun á reglugerðinni kemur það í Ijós, að verðupp- bseíurnar til bænda eiga að nema meiru, en Iækkunin á útsölu- vefðinu til neytenda. Og þar að auki er ekki annað sjáanlegt, en að ívöföld verðuppbót eigi að koma á alla þá mjólk, sem bændur leggja inn í mjólkurbúin til smjörvinnsiu. Eins og flestum er kunnugt var það ein aðaldýrtíðarráð- stöfun síðasta þings að lækka verð á mjólk og rjóma að fengnu samþykki Búnaðarfé- lags íslands. Mismunurinn skyldi síðan greiddur úr ríkis- sjóði. Áður hafði ríkisstjórnin lækkað verð á smjöri og með sérstakri reglugerð ákveðið, að mismunurinn skyldi greiddur úr ríkissjóði. Víða að hafa heyrzt raddir um að aðferð þessi væri óvin- sæl meðal framleiðenda og hafa Framsóknarmenn keppzt við, ög ákveðið með fundarsam- þykktum, að styrkur þessi skyldi kallast „neytendástyrk- ur“. Er engu líkara en að um skipulagða herferð hafi verið að ræða í því skyni að óvirða neytendur með þessari nafn- gjöf. Nú hefir landbúnaðar- ráðuneytið, undir forsæti Vil- hjálms Þórs, sent frá sér „reglugerð um greiðslur úr rík- issjóði, vegna verðfellingar á mjólk“ og kemur þar í ljós hvers konar „neytendastyrkur“ það er, sem hér er á ferðinni. Fyrsta grein þessarar furðu- legu reglugerðar er svohljóð- andi: „Mjólkurbúum verður greidd uppbót á hvert kg. innveginnar mjólkur.“ Það er selda mjólkin, sem er lækkuð í verði til neytendanna, en innvegna mjólkin, sem er verðuppbætt til bóndans og þar með líka sú ,mjólk, sem jer til smj ö rvinns lunnar, en smjörið er aftur verðuppbætt með ann- arri reglugerð. •Alþýðublaðið hringdi í gær í stjórnarráðið og átti tal við Gunnlaug Briem fulltrúa. Spurðist blaðið fyrir um það, hvort reglugerðin um verðupp- bætur til bænda og mjólkurbúa vegna lækkunar smjörverðsins væri enn í gildi, þrátt fyrir þessa nýju reglugerð, og sagði fulltrúinn það vera. Hins vegar, sagði fulltrúipn, verður að sjá um það með ein- hverjum reglum, að tvöföld greiðsla fari ekki fram vegna sömu vöru. Það var eins og fulltrúanum yrði ljóst, hvers vegna blaðið spurði þessarar spurningar. En blaðinu er spurn: Hver setur þæj- reglur? Og er h’ægt að setja reglur, sem breyta reglugerð ráðherra, sem styðst við lög? Það er augljóst mál, að sé farið eftir þessum tveimur reglugerðum Vilhjálms Þórs, þá eru greiddar tvennar upp- bætur á þá mjólk, sem bændur láta í smjör gegnum mjólkur- búin. Aðrir bændur verða ekki þessara hlunninda aðnjótandi. Nú er það vitanlegt öllum, sem til þekkja, að ekkert mjólkurbú er rekið svo, að ekki sé þar um einhverja rýrnun að ræða í meðferð mjólkurinnar, hvort heldur er um vinnslu eða gerilsneyðingu eina saman að ræða. Er það kunnugra manna mál, að aldrei verði komizt hjá rýrnun, er nemi minna en 3—4%> af innvegnu mjólkurmagni og þar við bæt- ist svo rýrnun við sölu og út- keyrslu mjólkurinnar. Sá hluti mjólkurinnar, sem þannig fer í rýrnun hjá búunum við út- keyrslu og í búðunum, er að sjálfsögðu aldrei seldur neinum aðila og verkar því ekki til lækkunar á verð til framleið- andans þó að sölumjólkin sjálf lækki í verði. En með orðalagi fyrstu greinar um greiðslu mjólkur á innvegna mjólk, hef- ir sá vísi ráðherra, sem ekki virðist vera ýkja fastheldinn á aura ríkissjóðs, séð um að einn- ig sú mjólk, sem fer í rýrnun, verði verðbætt. Þá er rétt að biðja menn að lesa aftur þessa frægu fyrstu grein reglugerðarinnar, sem birt er hér að ofan. Menn veiti því athygli, að verðuppbætt verður hvert kilógramm inn- veginnar mjólkur. Lif rinra lækkaðtir, kiíé grammlé werðS®æft2 Nú er það öllum ljóst, að við kaupum mjólkina hér í búðun- um í lítrum og það er-hver ein- stakur líter, sem hefir lækkað í verði, en ekki kílógramm. En hvers vegna vill ráðherrann þá Frh. á 7. síðu Hver f ærl toiistjóra embættið í Rvík? Atta menit m UMSÓKNARFRESTUR um tollstjóraembættið I Reykjavík er útrunninn, ei» embættið verður veitt frá 1» október næst komandi. Átta menn hafa sótt um emb- ættið og eru þeir þessir: Sigtryggur Klemensson, for- stjóri Skömmtunarskrifstofu ríkisins, Erlendur Björnsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Jón Steingrímsson, sýslumaður, Hermann Jónasson, fulltrúi hjá tollstjóra, Einar Bjarnason, fulltrúi í stjórnarráðinu, Torfi Hjartarson, bæjarfógeti á ísa- firði, Tómas Jónsson borgarrit- ari og Hörður Þórhallsson bankamaður. Vlgsla Jéhannesar fiDnnarssonar til hisknps. Boð fyrlr bann í lasliingtoi JÓHANNES GUNNARSSON var í gærmorgun vígður Hólabiskup í Washington af Henri, sendiherra páfa þar í borg. Að lokinni biskupsvígsl- unni hafði sendiherra páfa há- degisverðarboð á Hotel May- flower og bauð þangað fjölda Islendinga, búsettum í Wash- ington og New York. Síðar um daginn hafði sendiherra íslands móttöku á heimili sínu til heið- urs . hinum nývígða Hólabisk- upi, og voru þangað boðnir sendiherra páfa, fulltrúar ka- þólsku kirkjunnar og ýmsir Is- lendingar. Stðlkor á 16 kjðlaverksíæð n stoíoa aeá sér félag. Mafa gept saniMliiga wll atvimiii* rekeasiiip mn kjaraliætiiP. Nýtt verkalýðsfé- LAG hefir verið stofnað hér í bænum. Er það félag saumastúlkna á kjólaverk- stæðum, og heitir það Djörf- ung. Starfar það með Iðju, félagi verksmiðjufólks, og nýtur stuðnings þess. Stjórn félagsins skipa þær: Svava Jónasdóttir, Steinunn Svavarsdóttir og Friðrikka Elíasardóttir. Nýlega hafa stúlkurnar gert samninga við atvinnurkendur sína, og hafa verið tindirritaðir samningar við 16 kjólasauma- stofur. Samkvæmt þessum samningum er nýtt skipulag tekið upp um kaup og kjör starfsstúlknanna. Batna kjör þeirra að ýmsu leyti. Vinnutími verður 8 stundir og orlof að sjálfsögðu samkv. lögum. Áður þurftu stúlkur að vinna í 6 mánuði kauplaust, en nú fá þær framvegis 50 krónur á mánuði fyrstu 2 mánuðina, en eftir næstu tvo mánuði 125 kr. á mánuði og á eftir námstíman- um strax fyrsta mánuðinn kr. 275,00. Þá er heimilt samkvæmt (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.