Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 5
Tostudagur 9. júlí 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Japanska skipið og ameríksku flugvélarnar. Mynd þessi var tekin úr amerískri sprengjuflugvél yfir Bismarkhafinu í Suður-Kyrrahafi. Sýnir hún tvær amerískar sprengju- flugvélar nálgast japanskt flutningaskip, sem er á leið til Nýju Guineu. Það á víst ekki langa lífdaga fyrir höndum. E G geri ráð fyrir, að ég hafi verið sæmdur heið- ursmerki til sannindamerkis um það, að ég sé hugrakkur, eins og það er kallað,“ sagði Dollard Menard undirofursti. „En ég er að velta því fyrir mér, hvað það er, sem hefir gert mig hug- rakkan eða það, sem kallað er að vera hugrakkur. Ég hef broti,ð heilan mikið um það, — á nóttunni þegar ég lá í sjúkrahúsinu í London og eins eftir að ég kom heim aftur vestur um haf. Ég held ég hafi gert mér það nokkuð ljóst nú.“ Hann þagnaði og rétti upp fjóra fingur. ,,Ég hefi komizt að því, að hugrekki mitt, sem svo er kallað, er snuið þremur meginþáttum. Fyrsta þáttinn má kalla, hvort sem er, bjartsýni, eigin- girni eða jafnvel fyrirhyggju- leysi. Annar þátturinn var agi, — þjálfunin, sem ég fékk í hern- um. Þriðji þátturinn er blind reiði, hefndarlöngun. Fjórði þátturinn er, eftir því sem ég hefi komizt næst, djúp- rætt fyrirlitning fyrir dauðnum. Nú skal ég reyna að skýra þetta nánar fyrir ykkur: Landgangan við Dieppe var í raun og veru meiri háttar strandhögg. Ég var fyrirliði fyrir 600 manna herflokki — skyltuflokki Kanadamanna af frönskum ættum. Hlutverk okk ar var að ganga á land á strönd- inni við Dieppe, höggva sundur gaddavírsgirðingar, koma leyni skyttum og hreiðrum þeirra fyr- ir kattarnef og taka eins marga fanga og auðið yrði, til þess að hægt væri að veiða upp úr þeim mikilvægar upplýsingar. Um nóttina, meðan við vor- um á leiðinni yfir Ermarsund, fór ég að hugsa um hermenn mína og ég gat ekki varizt því að spyrja sjálfan mig, um hvað þeir væru að hugsa. Ég var ná- kunnugar flestum þeirra. Þeir voru langflestir Kanadamenn af frönskum uppruna eins og ’ ég sjálfur. Ég hafði séð ljósmynd- ir af konum þeirra, börnum, mæðrum og unnustum. Það þarf varla að lýsa þeim fyrir ykkur. Þeir eru alkunnir fyrir glað- værð og' góðlyndi. Ég fór að hugsa um, hversu margir þeirra ættu afturkomu auðið, og ég fór að biðjast fyr- ir, — ekki fyrir mér sérstak- lega, heldur var bænin almenns eðlis: „Góði guð, láttu eins CT® G’ REIN sú, er hér fer á eftir, er þýdd eftir Reades’s Digest, en birtist upphflega í tímaritinu The Yale Review. Höfundurinn er €. B. Wall. Dollard Menard ofursti var einn hinna hugdjörfu Kan- adamanna, sem þátt tóku í strandhögginu við Diepp í fyrrasumr, foringi herdeild- rinnar Les Fusiliers Mont- Royal. . Fyrir . frammistöðu sína í þeirri ferð var hann var hann sæmdur einu æðsta heiðursmerki fyrir hugrekki og stjórnsemi. — Menard ofursti er 29 ára gamall, fædd ur í Notre Dame du Lack í Quebec í Kanada og stund- aði nám við háskóla og her- skóla. Hann var í herþjón- ustu í Indlandi og víðar í Austurlöndum í fimm ár, þangað til hann var sendur til Englands árið 1941. marga ckkar og auðið er koma heim aftur úr þessari för.“ Eða eitthvað á þessa leið. Bæði mér og öllum hermönn- um mínum var það ljóst, að margir okkar myndu falla eða særast í væntanlegri viðureign. En ég get sagt ykkur í hrein- skilni, að mér datt ekki 1 hug, að ég yrði drepinn, og ég geri ekki ráð fyrir, að nokkur mað- ur í flokki mínum hafi trúað því, að liann yrði drepinn. Af þessum ástæðum held ég því fram, að fyrsti þátturinn í hugrekki, sem svo er kallað sé nokkurs konar bjartsýni eða eigingirni. Þessir eiginleikar eru hverjum hermanni nauð- synlegt veganesti til vígvallar- ins. Þá er ég kominn að öðru at- riðinu. Þegar við komumst svo ná- lægt Dieppe, að við sáum þang- að, rétt fyrir dögun, vissum við, að við mundum mæta ógurlegri skothríð. Það heyrðist í allskon ar tegundum af byssum, og fyrst í stað var hægt að greina í sundur hvert einstakt hljóð: Hinar þungu, draugalegu drun- ur í fallbyssunum fyrir cfan Dieppe — einna líkastar þrumu veðri. tip-tip-hljóðið í vélbyss- unum. hvellinn af sprengjun- um, hvininn í riflum leyni- skyttnanna. En þegar við kom- um nær ströndinni runnu þessi hljóð öll saman í einn sam- feldan og óslitinn djöfulgang, sem ætlaði að sprengja hljóð- himnuna í manni.. Síðustu 50 faðmarnir voru afar erfiðir. Bátarnir voru komn ir í skotfæri við Þjóðverja. Ég var þurr og heitur í kverkun- um. Ég vildi hafast eitthvað að — meira en að sitja kyrr í bátn- um. Um leið og báturinn tók ) niðri, hljóp ég út úr og fór fast á eftir þeim, sem áttu að rjúfa gaddavírsgirðingarnar. Það, sem fyrst lá fyrir mér og mönnum mínum, var að eyði- leggja steinsteypt vígi, sem var uppi á nokkurra feta hárri hæð um 50 faðma frá ströndinn. Ég held ég hafi gengið þrjú skref þegar fyrsta kúlan hitti mig. Það er alltaf talað um það, að byssa hitti eða hæfi mann, en það er ekki rétt orða- lag. Byssukúlur skella á mönn- um eins og þung högg. Maður finnur ekki til sársauka fyrst í stað. Þær deyfa mann svo, að hann getur ekki greint, hvort hann er særður — eða með hverju hann er særður. Þessi kúla hitti mig ofarlega í hægri öxlina og varpaði mér til jarðar. Ég rotaðist ekki, en varð ruglaður og átti bágt með að átta mig. Einn manna minna kom að mér í þessum svifum. Ég kall- aði til hans: „Haltu. áfram! Mér líður vel!“ Ég veit ekki, hversvegna ég sagði þetta við hann. Eg vissi ekki, hvernig mér leið. j Mér lókst að rísa á fætur. Svo þreifaði ég með vinstri hendinni á hægri öxlinni á mér. Ég fann, að hún var rök. Ég leit á höndina á mér og sá, að hún var alblóðug. Það leyndi sér ekki, að mér blæddi mikið. Ég náði í tösku mína með sárabindum, sem bundin var við vinstri mjöðm mér. Ég hélt á henni og horfði á hana um stund, og svo hugsaði ég með mér: „Hvernig í ósköpunum á ég að fara að binda um öxlina á mér með vinstri hendinni?“ Allan þann tíma stóð ég svo að segja uppréttur á strand- ræmunni, sem lá undir skot-, hríð úr fallbyssum, vélbyssum og rifflum. 1 annað skipti, sem kúla hitti mig komst ekkert annað að en hugsunin um skot- ið. Ég' hugsaði ekki um annað en það, hvort ég væri í einu lagi eða ekki. En þegar ég fann, að ég gat ekki náð til töskunnar með sárabindunum, áttaði ég mig til fulls. Ég held, að þá hafi aginn og þjálfunin komið að góðu haldi. Ef óþjálfaður maður hefði átt í hlut, mundi han hafa látið eðlishvötina ráða, grafið holu í sandinn, skriðið niður í hana og lagzt þar fyrir með lokuð aug- un. En agi og þjálfun gerðu mér kleift að halda áfram göngu minni. Ég sá, að virkið stóð enn óhaggað. Ég hóf árásir á það frá hlið með hópi af her- mönnum mínum.“ Menard ofursti þreifaði á rauðri rák á hægri kinn sér um það bil hálfum þumlungi frá auganu. „Næsta kúla,“ sagði hann „hitti mig um hálfri annarri mínútu síðar. Þá fann ég til mikils sársauka, því að hún brenndi mig inn að beini og reif með sér holdflyksur. Ég þreifaði á kinninni með handarbaki vinstri handar. Það er einkennilegt, að menn skuli alltaf þreifa ósjálfrátt með hendinni á þann stað lík- amans, sem verður fyrir skoti. Ég fann, að ég kom í opið sár, eins og rifnað hefði út frá öngli. Ég beygði mig eins mikið nið ur og ég gat og hélt áfram för minni. Við vorum komnir um 15 faðma -frá ströndinni, þegar ég sá, að einn manna minna engdist sundur og saman í sand inum fyrir framan mig. Hann var höfuðsmaður að tign og einn af beztu vinum mínum. Við höfðum verið saman í Indlandi, Hong Kong og Singapore. Hann hélt báðum höndum um magann. Það var einn af verstu stöðum að fá skot í, því að erf- (Frh. á 6. síðu.) Tvö bréf um garða, skemmdarvarga og varnir gegn þeim. Húsameistari ríkisins um garðinn sinn og „frú Sigrún“ um áhyggjur garðeigenda. G FEKK TVÖ BRÉF strax í gærmorgun út af pistli mín- um um garðinn við Skólavörðu- stíg 35, — og annað þeirra var frá Guðjóni Samúelssyni, húsa- meistara ríkisins. Mér líkar vei tónninn í því, betur en tón annars manns, sem ég hef stundum birt svolítið um, og hann alltaf reiðst ákaflega. Bréf húsameistara er á þessa leið: „ÉG VARÐ MJÖG undrandi, er ég las pistil þinn um garðinn minn. Ætlar þú að fara að ýta undir þá, sem bókstaflega gera manni ó- mögulegt að prýða kringum hús sín? Eg bjóst ekki við því af þér, því ég hef skilið pistla þína á þann veg, að þú styddir að bæjar- prýði og umgengnismenningu.“ „ÉG GET SAGT ÞÉR ÞAÐ, að ég hef gert mjög margar tilraun- ir til að koma upp fallegum garði við hús mitt, en þessar tilraunir hafa alltaf mistekizt. Unglingar hafa klifrað yfir garðinn, troðið á blómunum og brotið niður. Ég hef beðið með góðu og talað við unglingana, stundum hafa þeir tekið því vel, en stundum alls ekki. Átti ég að gefast upp við að prýða kringum hús mitt? Átti ég að láta skemmdarandana segja mér fyrir verkum? Átti ég að hafa moldarflag við hús mitt í stað blómagarðs?“ „ÉG VAR EKKI Á ÞEIRRI skoðun. Og þegar allar tilraunir reyndust áráangurslausar, greip ég til þess, sem mjög er notað, til dæihis í Englandi, að ■ gera garð- mn ókleifan, — ég lét steypa glerbrot í hann — og setja vír á hann — og nú fær garðurinn að vera í friði.“ „ÉG SEGI HINS VEGAR: Bezt væri að ekki þyrfti að grípa til slíks. Bezt væri að umgengnis- menning ungra og fullorðinna væri svo góð, að engar slíkar varn ir þyrftu um fagra staði. Eh hvað skal gera, þegar menning- una skortir? Finnst þér, Hannes minn, nóg af fögrum görðum í Reykjavík? Álítur þú, að þeir, sem vilja eyðileggja allt slíkt eigi að fá að ráða? Hvort villt þú heldur, að upp komizt margir fal- legir garðar, þó að það þurfi að setja um þá virkar varnir, eða að svaðbælin kringum húsin haldi áfram að standa óbreytt?“ MÉR FINNST NÆSTUM ÞVÍ, eftir lestur þessa bréfs húsa- meistara, að ég hafi gert honum rangt til í gær. Eg hef sjálfur reynslu fyrir því, hversu erfitt er að verja blóma og trjágarða — og ég viðurkenni, að þeg'ar ekki er hægt að verja þá á annan hátt, þá verði að grípa til annarra ráða, já, jafnvel glerbrota og gaddavírs. HITT BRÉFIÐ ER FRÁ frú Sigrúnu. Það er svohljóðandi: „Eg held, Hannes minn, að ég hafi aldrei verið ósammála þér fyrr en í dag. Eg hef staðið sjálf — og maðurinn minn — í stöðugu stríði við stráka, sem hafa æ ofan í æ eyðilagt garðinn okkar, sem okk- ur þykir undurvænt um — og við Frh. á 6. slðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.