Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.07.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBL' *)IÐ Föstudagur 9. júlí 1943 ■tjarnarbíöB Kona mikilmennis. (The Great Man’s Lady) Áhrifamikill ameríkskur sjónleikur. Barbara Stanwyck Joel McCrea Brian Donlevy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hel rto Í|||Í» \ 53eo MARK TWAIN var eitt sinn á ferðalagi, og í sama járnbrautarklefa var sölumað- ur og prestur. Twain reyndi að blunda, á meðan sölumáðurinn var að rabba við prestinn, sem sýndi hina kristilegu þolinmæði og einstakt langlundargeð. „Hver er munurinn á asna og presti?“ spurði sölumaður- inn. „Það veit ég ekki,“ sagði presturinn. „Jú, presturinn er með kross um hálsinn, en asninn ber krossinn á bakinu“ sagði sölu- maðurinn. Mark Twain reis upp við dogg, leit á sölumanninn og sagði: „Vitið þér, hver er munurinn á asna og sölumanni?“ „Nei,“ sagði sölumaðurinn. „Ekki ég heldur,“ sagði Mark Twain og lagðist til svefns. BISKUR hermaður, sem var í herþjónustu fjarri ætt- landi sínu, fékk bréf frá konu sinni, þar sem hún skýrði hon- um frá því, að vegna stríðsins yrði hún að stinga upp kartöflu garðinn sjálf. „Gerðu það ekki, Bríet,“ skrifaði Pat um hæl. „Eg faldi byssurnar þar.“ Bréfið komst ekki í gegnum ritskoðunina og skömmu síð- ar komu hermenn og rótuðu um öllum garðinum. En byss- ur fundu þeir engar. Bríet skildi ekkert í atferli hermannanna, en fám dögum síðar fékk hún stutt og laggott bréf frá Pat: „Nú geturðu sett niður kartöflurnar.“ -------U CxAUtvp otj liontt houvt ■ Qfbriudwú) Lei»/i,sohib arleifar og matvara, sem aldrei hafði verið hagnýtt, hrúgaðist upp þangað til fýlan af því varð óþolandi. Þá var því fleygt. Anna kom lítið við sögu hvað heimilisverkunum viðvék. Hún máftti ekki leggja það á sig vegna hjartasjúkdómsins og þarmablæðinganna. í stað þess helgaði 'hún sig einvörðungu hinum háleitari áhugamálum sínum. Hún tók nú einnig að sækja námskeið og fyrirlestra við háskólann. Og brátt kom að því, að hún gat ekki dulið sig þess, að einn prófessoranna að minnsta kosti var hálft um hálft ástfangihn af henni. Hvað snerti hreinlæti á heimilinu var engri áætlun fylgt. Þó að upphæð sú er Anna fékk til að framfleyta heimilinu, hefði hækkað mjög, og væri ekki lengur í neinu sam- ræmi við áætlaðar tekjur Her- berts, var hún stöðugt í pen- ingavandræðum. Negri, sem istundaði nám við háskólann, þvoði upp matarílátin og vann með því fyrir mat sínum. Ó- hreinindi og ryk safnaðist fyrir hvarvetna á heimilinu. Einstaka sinnum kom það fyrir, að Anna klæddi sig í gamlan morgun- slopp, batt klút um höfuð sér og réðst til atlögu gegn skítn- um með sóp og tusku að vopni. Hún fór um húsið „eins og felli- bylur“, svo að notað sé hennar eigið orðalag. Eftir að hafa lát- ið til sín taka á þennan hátt, varð henni enn tíðræddara um þarmablæðinguna en áður. Hún sagði að það „blæddi úr sér eins og nýslátruðu svíni“, og hægða teppan ylli sér mjög miklum ó- þægindum. — Þvotturinn var einnig vanræktur meðan hægt var. Hvergi var ætlaður stað- ur fyrir óhreint tau. Því var fleygt hingað og þangað, inn í skápa, í geymsluna, á hina ó- líklegustu staði um allt húsið. Að fjórum til sex vikum liðn- um, þegar ekki varð lengur hjá því komizt að þvo stórþvott, hófst æðisgengin leit um allt húsið eftir óhreinu taui. Aldrei kom það fyrir, að allt fyndist. Þess vegna varð sífellt að bæta við lökum og handklæðum. Anna fjölyrti mjög um það, að eins og allir vissu, þá væri hún til fyrirmyndar hvað reglusemi og þrifnað snerti. Þess vegna gæti hún alls ekki skilið, hvern- ig hlutirnir hyrfu með jafn dul- arfullum hætti og raun væri á. 'Hún fór jafnvel að draga heið- arleik negrans í efa. En til þess að sýna frjálslyndi sitt í verki var hún vön að umgangast hann með lítilsvirðandi vinsemd. Ein stöku sinnum fannst óhreint tau af því að megna ólykt var farið að leggja af því. En drjúgur hluti af því fannst ekki fyrr en heimilið var leyst upp. Herbert varðveitti sjálfur handa sér nær föt til skiptanna og sex baðhand klæði, til þess að verða ekki sam dauna sóðaskapnum á heimil- inu. Hann fór sjálfur með tau sitt til þvottakonu og sótti það aftur. Þjónustu hafði hann enga á heimilinu. Aðbúnaður hans sjálfs var líkastur því, að hann byggi í vanhirtu matsöluhúsi. Til endurgjalds fyrir þetta hlut skipti varð hann svo að sjá allri fjölskyldunni farborða. Þegar hugur Herberts hvarfl aði síðarmeir til þessara ára, sem þrátt fyrir allt höfðu verið svo fljót að líða, kom honum gjarna í hug lítið atvik. Það var í rauninni hlægilegt, enda þótt það hefði valdið honum marg- háttuðum óþægindum. En hon- um virtist það táknrænt fyrir heimilið í Central City. Það var honum skýring á því, hvernig munnmæli og goðsagnir verða til. 'Hver hefði, án þess að þekkja Önnu og Vilasfjölskyíd una, getað sagt söguna af Tidd les og niðjum hennar. Tiddles var hvítur kettlingur, sem Eilen hafði fundið og haft heim með sér. Að nokkrum mán uðum liðnum var Tiddles full- vaxin köttur. Hún var stór og vel vaxin, þokkasæl og töfrandi í fasi, hljóðlát í meydómi sín- um, en þó var það eitthvað í fasi hennar, sem minnti á hina verðandi móður. Það leið heldur ekki á löngu þangað til hún uppfyllti það hlutverk sitt að gefa nýjum einstaklingum líf. En þrátt fyrir það, að Anna og dætur hennar ætluðu næstum því að ganga að Tiddles dauðri með atlotum sínum, þá átti hún sér þó engan samastað vísan, þegar til þess kom að hún æli afkvæmi sín. Henni var hvorki búinn beður í hlýrri körfu né ætlaður staður í afviknum krók. Hún ól því afkvæmi sín á mottu í borðstofunni. Kettlingarnir voru þrír og Eilen gaf þeim nöfn. Herbert kom með hóg- væra uppástungu um að drekkja þeim hið snarasta, en því var imjótmælt á ,hinn kröfgugasta hátt. Deyða þessar elskulegu verur, sem voru yndislegri en allt annað? Eftir einn einasta hálfan mánuð mundu þær vekja óblandinn fögnuð allra. — Þef ur af köttum breiddist smám saman út um allt húsið. Litlu krílin klifruðu upp og niður stigana, gengu örna sinna í öll- um krókum og kimum, léku list ir sínar í hillum, á borðum cvg í rúmum. Eftif að þeir hættu að nærast á móðurmjólkinni, voru þeir síemjandi af sulti. Einstaka sinnum var troðið í þá mat um- SSS NÝJA Biö MM& Man er glaðlpd. („What’s Cookin“), Andrews Sisters. Gloria Jean Leo Carrillo Jane Franzee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. fram þarfir. Síðan fengu þeir hvorki þurrt né vott dögum sam an, Luella tók sig einstaka sinn um til og gaf þeim og hreinsaði jafnvel stundum eftir þá óþverr ann, þegar óþefurinn í húsinu keyrði úr hófi. En allt í einu hætti hún þessu algerlega og lýsti því yfir, að það væri Eilen sem ætti kettina. Andmæli Her berts stoðuðu ekkert. Kettirnir voru yndislegir. Ýmsir af ná- grönnunum vildu fá kett- lingana, en það var svo erfitt að skilja þá við sig. Svona liðu vikur og mánuðir. Herbert fékk leyfi til að læsa vinnuherbergi sínu, til þess að útiloka kettina frá því. S GAMLA BIÖ BS ,Ár vas alda‘ (One Million B. C.) CAROLE LANDIS VICTOR MATURE LON CHANEY, jr. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3V2— 6V2: HUGLAUSI DREKINN Walt Disney-mynd. í lengri tíma hafði enginn dirfzt að stíga fæti niður í kjallarann. Og nú bar svo við, að einn kettl ingurinn jók kyn sitt, áður en hann varð fullvaxinn. Fjölgaði köttunum enn við það um þrjá. En hvað þessir nýfæddu kettl- ingar voru dásamlegir! Herbert var skýrt frá því, hversu áhrifa mikil sjón það hefði verið, þegar Tiddles kom dóttur sinni til hjájlpar meðVm á fæðingunni stóð. Nú var hann beðinn að sýna bara örlitla þolinmæði. Von bráðar yrðu allir kettirnir gefnir burtu af heimilinu — að Tiddles undanskilinni . . Ja — að vísu hafði Bronson haft mik ið uppáhald á einum kettlingn- '&oui/rux/rimou HELJARSTÖKKKÐ var að senda Eysteini Erni merki. en Eysteinn var að færa sig úr ullársloppnum og búa sig til að stökkva. „Torzó á að fara fyrst!“ æpti Jói. „Vertu rólegur!11 æpti Vilmundur sýningarstjóri. Sá, sem fyrstur yrði til að stökkva yfir, fengi þúsund krónurnar. Og hann ætlaðist til þess, að Eysteinn Örn fengi þær. \ Eysteinn Örn var nú kominn úr sloppnum. Hann hljóp um til þess að liðka sig fyrir stökkið. Svo tók hann tilhlaup og stefndi á stökkpallinn. Mannfjöldinn hélt niðri í sér and- anum. Hinn frægi langstökkskappi var nú að leggja í hið mikla stökk — stökkið, sem enginn haifði reynt að þreyta árum saman. Mundi honum takast það og að vinna þúsund krónunar, — eða mundi honum bregðast bogalistin og hann steypast niður í gljúfrið eins og Torzó? Hann nálgaðist pallinn óðum. En í sama vetfangi stóð maður við hlið honum. Það var Torzó! Eysteinn Örn herti á sprettinum. En Torzó var á- kveðinn í því að láta ekki hafa sig að ginningarfífli aftur. Og hvað Sem leið hæfileikum Eysteins sem langstökks- manns, þá þóttist Torzó vita, að hann hefði ekki roð við sér í hlaupi. Torzó komst á pallinn, þegar Eysteinn Örn var 3 faðma frá honum. Hann hafði full komið jafnvægi á sér og hóf sig á loft með fæturna saman. i AP Fealutes r LL OVERUOO< THAT CEMARK THIS TIME/ IP THEV AREN'T CAPTUEED IN 24- HOURS.WE MOVE TWIS POST TO ANOTHER gsg® POSITION / f0m NOT 2®™ ’siNCE THEV.,. ESCAPEO PROM vou / p=c: THAT EEMINDS 1 me... vou HAVEN'T CAUOHT THE PRISONECS k--I VET ? 1— X MAKE THE REGULATIONS HÉRE ! X SHOULD ADVISE VOU. VOUNG MAN , TO <EEP VOUR MOUTH SHUT AND DO VOUR ------- WORK/ IT’S STALEMATE THIS TIME / I'DON’T SUPPOSE VOU’D LIKE THE AUTHORITIES TO KNOW THAT VOUR WIFE HAS LEPT THE NURSES’ QUARTERS AND IS LIVING HERE WITH VOU IN. PEPIANCE OP RE6ULATIONS/ ■foe-Nif l/AT7T*i MYNDA SAGA WOLF: ÞaS er þá kaup kaups. Ég býst varla við að þú viljir að yfirvöldin komizt að því, að.konan þín er farin úr hjúkr unarsveitinni og býr hjá þér, gagnstætt fyrirskipunum. TODT: Eg gef fyrirskipanir hér, og ég skal ráðleggja þér að halda þér saman, ungi maður og vinna þín verk. TODT: Það minnir mig á, að þú kefir ekki náð föngunum enn. WOLF: Nei, ekki síðan þek komust undan frá þér. TODT: Eg skal láta þessi orð þín eiga sig í þetta skipti, en ef þeir finnast ekki innan 24 klukkuetunda, verðum við að fiftja þessa- bækistöð á nýjan stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.