Alþýðublaðið - 20.07.1943, Page 4
ALÞYÐUBLAÐBÐ
Þriðjudagur 20. júlí 1943»
fUjnjöttblaMÖ
Útgefanði: Alþýðuflokkurinn.
Bitstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og'
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Sjálfstæðið, sem ðeir
ætia okkir.
Þ AÐ fer ekki hjá því. að
að töluverðum óhug hafi
slegið á þjóðina við sum þeirra
blaðaskrifa, sem síðustu vik-
urnar og daga hafa birzt í
sambandi við umræðurnar um
sj álf stæðismálið.
Síðan í vor hefir því verið
haldið að henni af Ólafi Thors,
Jónasi frá Hriflu, forsprökkum
kommúnista og öðrum álíka
leiðtogum, að nauðsynlegt sé,
að ganga frá „tafarlausum
sambandsslitum“ við Dani, ef
við eigum ekki að láta tækifær-
ið til þess að verða sjálfstæð
þjóð ganga okkur úr greipum.
Óllum skynsamlegum rökum á
móti slíku óðagoti í sjálfstæðis-
málinu á þessari stundu hefir
verið vísað á bug. Hinar sjálf-
kjörnu sjálfstæðishetjur hafa
látið það sem vind um eyru
þjóta, þótt bent væri á,
hversu litlu nær við værum
því, að vera raunverulga sjálf-
stæð þjóð, þótt við gengjum
frá formlegum sambandsslitum
við Dani, meðan við höfum yfir
okkpr erlent setulið. Á það
hefir heldur ekki verið hlustað,
þótt varað væri við þeim álits-
hnekki, sem við myndum hafa
af því meðal frændþjóða
okkar á Norðurlöndum, að
nota neyðarstund dönsku
þjóðarinnar til þess að segja
formlega og endanlega skilið
við hana án þess að virða hana
svo mikið sem viðtals. Þvert á
móti hefir verið hafinn hinn
óviðurkvæmilegasti áróður
gegn frændþjóðum okkar á
Norðurlöndum í sambandi við
þetta mál og heróp verið hafið
um það, að við þurfum að
„slíta hin gömlu kúgunarbönd
við Norðurlönd“, eins og Jónas
frá Hriflu var svo smekklegur
að orða það í grein í Degi á
Akureyri fyrir nokkru síðan.
En nú síðustu dagana hafa
enn ný kjörorð heyrst úr her-
búðum sjálfstæðishetjanna.
Eftir að Jónas frá Hriflu hafði
fyrstur ymprað á því, að í stað-
inn fyrir „hin gömlu kúgunar-
bönd við Norðurlönd“ kæmi
aukin samvinna við hin engilsax
nesku stórveldi, boðar Yísir nú
daglega, að við séum „á vestur-
íeið“. Og „þótt hér búi norræn
þjóð“, skrifaði hann skömmu
fyrir helgina, „sem lotið hefir
kúgunarvaldi frændþjóða
sinna ,réttlætir það á engan
hátt, að landið sé talið með
Norðurlöndum. .... Verði það
talið til nokkurs landaflokks, er
eðlilegast að telja það á áhrifa-
svæði hinna enskumælandi
þjóða, þótt þjóðin, sem landið
byggir, sé Engilsöxum ef til
vill fjarskýldari en norrænum
þjóðum, sem vafalaust má þó
deila um.“ Og í öllu falli:
„Vestrið stendur ennþá opið
fyrir þá þjóð“, segir Vísir,
,sem meinað er um rétt í austri;
og sú völ veldur engri kvöl.“
Þannig heldur nú áróðurinh
áfram dag eftir dag fyrir því
að slíta tenglin við frændþjóð-
ir okkar á Norðurlöndum og
hverfa inn í hinn enskumæl-
Slgmrjén A. Ólaffsson:
Slysahætta verkalýðsins.
IYFIRSTANDANDI heims-
' styrjöld höfum vér íslend-
ingar orðið að færa fórnir í
stórum stíl með tilliti til mann
fjölda og þess, að þjóðin er ein
af þeim fáu, sem eru hlutlaus-
ar í styrjöldinni. Eins og
vænta mátti eru það sjómenn
vorir, sem eru í fremstu víg-
línu. Styrjöldin hefir því fyrst
og fremst hitt þá. Hér skulu
ekki rakin þau sorglegu slys,
sem orðið hafa síðan styrjöldin
hófst. Alþjóð eru þau kunn. Haf
ið umhverfis landið var á
fyrsta ári yfirlýst sem styrjald-
arsvæði af Þjóðverjum. Þeir
hafa því sannarlega látið at-
hafnir fylgja, orðum. Engin
fleyta, sem fer nokkuð út fvrir
landsteinana, getur talizt ör-
ugg. Við höfum misst skip af
öllum stærðum, allt niður í lít-
inn mótorbát, sem enginn er
til frásagnar um, hvernig far-
izt hefir. Það er ráðizt á þau
úr lofti, af kafbátum og tund-
urdufl reka um allan sjó. Svo
virðist sem hættan sé fyrir
hendi í hverju skipslengdar-
skriði.
Síðasti atburðurinn af þessu
tagi er árásin á Súðina 16. júní
síðastliðinn. Um hádaginn kem
ur hrægammur úr háalofti, eng
inn skipverja á sér neins ills
von. Hver maður, sem á þilj-
um er, er bundinn við sín venju
legu störf. í einu vetfangi
rignir yfir þá skothríðin eins og
þéttasta haglél. Sjö menn sær-
ast, þar af tveir til ólífs, sumir
hinna mjög hættulega. Sprengj
um er kastað að skipinu, sem
springa örfáa metra frá því,
með þeim afleiðingum að skip-
ið skelfur sem strá í vindi.
Botnlokurnar bila og sjórinn
fossar inn í skipið. Ekki er útlit
fyrir annað en að það sökkvi
eftir skamma stund. Skipshöfn-
in bjargast í skipsbáta. Veður
er gott og sléttur sjór, og 24
sjómílur til næsta lands. Út-
iendir fiskimenn, er voru á
næstu slóðum, koma á vett-
vang og flytja fólk til lands og
draga hið sökkvandi skip til
næstu hafnar með aðstoð nokk
urs hluta skipshafnarinnar. í
þessu tilfelli munar litlu að
mestur hluti skipverja, ef þá
ekki allir, farist. Þannig er í
stórum dráttum sagan um hina
síðustu árás, sem íslenzkt skip
hefir orðið fyrir. Margar árás-
artilraunir hafa verið gerðar
við ströndina, sem ekki hefir
orðið tjón af, nema í eitt skipti,
er árásin var gerð á togarann
„Vörð”, sem varð einum manni
að bana.
I byrjun styrjaldarinnar var
sjómönnum ljós sú hætta, gem
beið þeirra, ekki einvörðungu
við siglingar milli landa, held-
ur einnig við fiskveiðar og sigl-
ingar við strendur landsins.
Stéttarfélög sjómanna í Reykja
vík og Hafnarfirði hófu þá þeg-
ar baráttu fyrir auknum örygg-
isráðstöfunum til bjargar
mannslífum, hækkuðum slysa-
Fftirfarandi grein,
sem fjallar um brýnt
fægurmál, ekki sízt fyrir
sjómenn landsins, birtist í
nýútkomnu hefti af tímariti
Alþýðusambandsins „Vinn-
unni“, og hefir Alþýðublaðið
prentað hana upp úr því með
Ieyfi bæði höfundarins og
ritstjórans.
og dánartryggingum svo og á-
hættuþóknun á hættusvæðinu.
Fyrirmyndir í þessum málum
fengu félögin frá Norðurlönd-
um, en sjómenn þeirra gerðu
strax og styrjöldin hófst sínar
kröfur um þau mál. Þessi bar- ,
átta hefir borið þann árangur, !
að allar, eða sem sagt allar til-
lögur stéttrfélaganna í örygg-
ismálum hafa nú ve.rið lögfest-
ar og stríðstryggingar gagnvart
slysum og dauða sömuleiðis. í
árslok 1940 ákvað þáverandi
félagsmálaráðherra, St. J. St.,
að hafið umhverfis landið
skyldi skoðast sem hættusvæði
og þar með voru slys, sam-
kvæmt reglum stríðstrygging-
arlaganna, einnig bætt, ef þau
urðu við strendur landsins.
En það verður að segja
hverja sögu eins og hún geng-
ur. Undirtektir útgerðarmanna
um áhættuþóknun í siglingum
við ströndina voru mjög þung-
ar. Hættan var ekki talin mik-
il, jafnvel ekki meiri en í
Reykjavíkurhöfn. Áhættuþókn-
un í þeim siglingum tökst ekki
að fá komið í kring fyrr en á
árinu 1942, en öryggisreglum
og tryggingum skyldi fylgt frá
upphafi. Fiskimenn eru nú all-
ir stríðsslysatryggðir, enda við-
urkenndi síðasta alþingi rétt-
mæti þeirrar stefnu með nokkr
um breytingum á stríðsslysa-
tryggingarlögunum, skýrara á-
kvæði gagnvart fiskimönnum á
spnáskipum en áður hafði tekizt
að fá komið á.
Nú munu menn af eðlilegum
ástæðum spyrja: Eru þær ör-
yggisvarnir fullnægjandi, sem
gerðar hafa verið?
Ég vil svara þessu frá mín-
um eigin bæjardyrum.
Öryggisvarnir gegn morðtól-
um nútímans verða sennilega
aldrei fullnægjandi, svo að
þau drepi ekki fleiri eða færri
á skipi, sem ráðst er á. Hins
vegar hefir • mörgum verið
ljóst, að ýmsar varnír eru tald-
ar sjálfsagðar meðal þeirra
þjóða, sem styrjöldina heyja,
en sem við höfum ekki fyrir-
skipað. Meðal sjómanna voru
skiptar skoðanir um það, hvort
skipin skyldu vopnuð. Margir
trúðu lengi vel á hlutleysi
þjóðarinnar 'í ófriðnum og þau
merki um hlutleysi, er skipun-
um er skylt að viðhafa. Þetta
olli því, að tillaga um að lög-
andi heim. Þetta er þá sjálfstæð
ið, sem við eigum að öðlast og
okkur ríður svo mikið á, að við
megum ekki einu sinni bíðá eft-
ir því, að geta talað við hina
gömlu bræðra- og sambands
þjóð okkur!
Það er enginn furða, þó að
óhug slái á þjóðina við slíkan
áróður mitt á meðal hennar.
Hún viil vera sjálfstæð þjóð í
framtíðinni og er ráðin í því,
að skilja við Dani, eins og boðað
hefir verið í samþykktum al-
þingis frá 17. maí 1941 að
gert verði, þegar tímabært
þyki. En hún ætlar sér ekki að
skilja við Dani til þess að slíta
þá líftaug, sem tengir hana við
hinn norrrænu stofn, og hverfa
inn í hinn enskumælandi heim.
Hún veit ,að hún er og verður
að halda áfram að vera norræn
þjóð, í náinni samvinnu við
frændþjóðirnar á Norðurlönd-
um, ef sjálfstæði heíinar og
þjóðerni á að verða nokkuð
nema nafnið tómt í framtíðinni.
Og þess vegna mun hún þakka
fyrir gott boð, að láta ginnast
til þess, að hrasa að nokkru
því í skilnaðarmálinu við Dani,
sem gæti orðið til þess að fjar-
lægja okkur frændþjóðunum á
Norðurlöndum og auðvelda
hinum nýju Vesturheimsagent-
um fyrirætlanir þeirra.
bjóða vopnun skipanna var
ekki gerð. Ég hefi ávallt verið í
hópi þeirra manna, sem aldrei
trúðu á, að skipum vorum yrði
sýnd vægð af hálfu nazista á
grundvelli hlutleysis þjóðar-
innar í ófriðnum, enda hefir
reynslan sannað það sorglega,
að sú skoðun var rétt.
Þrátt fyrir þetta hafa all-
mörg skip verið búin léttum
vopnum. En vopn þessi, hinar
svonefndu hríðskotabyssur,
virðast ekki koma að fullum
notum gegn nýjustu flugvél-
um. Það er því skoðun margra,
að öll stærri skip vor ættu að
vera útbúin loftvarnabyssum,
en hin smærri léttari vopnum,
og að vörð ætti að hafa við
byssuna nótt og dag, þegar skip
er á siglingu. Hygg ég, að þetta
væri rétt leið, ef við verður
komið. Þá ber að fylgja strangt
þeim reglum, að björgunarbát-
arnir séu ávallt til taks, ef eitt-
hvað ber skyndilega að hönd-
um. Mér er tjáð, að útlend skip,
sem sigla hér við land, hafi
,,lífbáta“ sína uppi tilbúna að
renna þeim á sjó, en ekki fasta
í stólum. Ég er ekki viss um,
að íslenzk skip fylgi stranglega
þessum reglum. Getur það þó
haft mikla þýðingu, ef um
skyndilega árás er að ræða, við
björgun mannslífa. Þá ættu
gúmmíbjörgunarbúningar að
fylgja hverju skipi, stóru og
smáu, nægilega margir, svo að
hver maður um borð hafi sinn
búning. Skip Eimskipafélags
Islands munu öll hafa þessa
búninga nú, og eftir því sem ég
Auglýsinyar,
sem birtast eigaj
Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnarí
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrir ki. 7 að kvðidi.
Sfmi 4SHS®
bezt veit, munu allmargir tog-
araeigendur vera að afla sér
þeirra einnig.
Skipaskoðun ríkisins, sem
hefir framkvæmd allra örygg-
ismála á sjónum, ber að sjálf-
sögðu að fylgjast vél með öll-
um nýjungum á sviði björgun-
armála og koma þeim í fram-
kvæmd að áskildu samþykki
stjórnarvaldanna. Margar ráð-
stafanir, sem gerðar eru til ör-
yggis nú á tímum, eru þess eðl-
is, að það er einungis á valdi
sérfróðra manna að skapa regl-
ur um þær og hvernig þeim má
koma á.
Það mundi ekki talinn Ijóður
á ráði slíkrar opinberrar stofn-
unar, að hún hefði noknurt
frumkvæði um þessi mál.
Mér er ljóst, að þessar ábend
ingar eru ekki tæmandi og eru
fremur til þess gerðar að vekja
menn til umhugsunar um hvað
til varnar megi verða manns-
Frh. á tí. síöu.
IKUBLAÐEÐ ISLAND.
sem kom út í gær, birtir
grein eftir Árna frá Múla, þar
sem heimsókn Stimsons, her-
málaráðherra Bandaríkjanna,
og ummæli hans við íslenzka
blaðamenn eru gerð að umtals-
efni í sambandi við sjálfstæðis-
málið og þær umræður, sem nú
eru uppi um það. Árni segir:
„Blaðamennirnir báru fram fá-
einar fyrirspurnir, þar á meðal
hvað ráðherrann teldi um mikil-
vægi íslands fyrir Bandamenn.
Svaraði hann, að ísland væri mjög
mikilvæg bækisföð. „Þess vegna
erum við hér,“ sagði Mr. Stimson.
Þetta svar amerísk'a hermála-
ráðherrans var hispurslaust og
drengilegt. Vi® íslendingar gerum
okkur almennt fulla grein fyrir
því, að það var ekki þjóðarinnar
vegna, heldur hernaðaraðstöðu
landsins, að hinir vestrænu vernd-
arar lögðu leið sína hingað. Við
lítum á þetta sem eina af hinum
margvíslegu afleiðingum styrjald-
arinnar, sem við verðum að sætta
bkkur við.
Hitt er svo *ánnað mál, þegar
farið er að veifa herverndarsamn-
ingnum við Bandaríkin sem sönn-
unargagni um aukið frelsi og full-
veldi íslenzku þjóðarinnar. Þetta
hefir ein af aðal sjálfstæðishetjum
okkar, Bjarni Benediktsson, látið
sig hafa, og þykir mörgum furðu-
lega langt gengið í hæpinni mál-
færslu. Því um atburði þá, serri
lógu að því, að beiðst var her-
verndar, mun flestum íslending-
um þykja bezt á því fara, að „um
það sé talað sem fæst“ þegar
sjálfstæði landsins er haft á oddi.
En með þessu telur Bjarni
Benediktsson að íslenzkt sjálfstæði
hafi komizt hæst. Ólafur Thors
var svo hrifinn af þessum póli-
tíska tvífara sínum, að hann taldi,
að Bjarni hefði sagt „seinasta
orðið“ í sjálfstæðismálinu, og
Morgunblaðið hefir ekki fundið
nógu .sterk orð til þess að lýsa
hrifningu sinni yfir þessu nýja
evangelíum sjálfstæðisins.
Bandaríkin og Bretland hafa
viðurkennt fullveldi og' sjálfstæði
landsins, segir Bjarni Benedikts-
son; eftir að herverndarsamning-
urinn var gerður, er hér ekki
lengur um neitt hernám að ræða.
Með öðrum orðum, við erum svo
sjálfstæðir, frjálsir og fullvalda
sem frekast verður á kosið, að
dómi sjálfstæðishetjunnar miklu,
— Bjarna Benediktssonar!
Þarf að ræða þetta nánar? Nei,
allir geta séð, hvaða andi svífur
hér yfir vötnunum. Bjarni Bene-
diktsson hefir verið háskólapró-
fessor í ríkisrétti. í skjóli þess
segir hann þjóð sinni, að beiðni,
sem gerð er undir erlendu her-
námi, um hervernd, sem komin
er að landinu, sé öruggasta sönn-
unargagnið um frelsi hennar og
sjálfstæði. Heldur Bjarni kannske
að ameríski herflotinn hefði snú-
ið við, ef alþingi hefði ekki „borið
gæfu til“ að biðja um verndina?
Landið hefði verið jafn þýðing-
armikið eftir sem áður. Og „þess
vegna erum við hér“, segir her-
málaráðherra Baridaríkjanna.“
Já, það finnst nú fleirum en
Árna frá Múla vera dálítið kyn-
legt, þegar hinn fyrrverandi
prófessor í ríkisrétti er að reyna
að telja mönnum trú um. að
við höfum aldrei verið sjálf-
stæðari en síðan hið ameríkska
setulið kom hingað. En hvaða
(Frh. á 6. síðu.)