Alþýðublaðið - 28.07.1943, Blaðsíða 3
liiðvikudag.ur 2«. júH 19*3»
ALPYÐUBLAOm
c
¥oldugar krðfugöngur
í Milano og viðar.
Ráðist á byggingu blaðsins
„Popolo d’Italia“ í Milano.
AndstæOingar fasismans flytja
ræðnr prátt fyrir berlðgln.
LONDON í gær.
VISSNESKUR FRÉTTARITARI, sem dvelur við ítölsku
landamærin, skýrði frá því í fréttum sínum í kvöld, að
mikill fögnuður ríkti nú um gervalla Ítalíu vegna valda-
afsals Mussolinis. í mörgum borgum hefir fólkið safnast
saman og farið í hópgöngur. í Milano, hinni miklu iðnaðar-
foorg. héldu andfasistar geysi f jölmennan fund, þar sem þeir
fluttu ræður. Ráðizt var á byggingar blaðsins „Popolo d’-
Italia“, sem var eitt helzta blað Mussolinis, og byggingar
þess mikið skemmdar.
Það vekur mikla athygli, að nokkru eftir að Churchill
flutti ræðu sína, var útvarpað á ensku frá Ítalíu, þar sem
sagt var, að Ítalía hafi yfirgefið fasismann og honum kennt
vu um allar ófarir Ítalíu í styrjöldinni. Hann hafi á engan hátt
I
Aðeins endurminning.
í hér um bil 21 ár ríkti Mussolini sem einræðisherra í fornfræga
Palazzo Venetia í Rómaborg. í dag er sú dýrð aðeins endurminn-
ing fyrir hann, en fyrir ítölsku þjóðina ljótur draumur, sem hún
er vöknuð af. Á myndinni sést Palazzo Venetia fremst til vinstri.
Til hægri sést Mussolini á velmaktardögum sínum fyrir stríðið.
'}£ verið þess megnugur að koma þeirri reglu og skipulagi á,
i sem nægt hafi til þess að gera Italíu færa um að taka þátt í
styrjöld þeirri, sem nú væri háð.
Chiirchill segir:
Mussolini er
enn á Ítalíu.
1 ---- i
SAMKVÆMT fregnum fré
Madrid er talið víst að
Mussolini sé enn á Ítalíu. Eftir
að Mussolini ákvað að leggja
niður völdin, tók stórráð fas-
ista ákvörðun um að leita
verndar fyrir ýmsa helztu leið-
toga fasista. Eru þeir nú flestir
hafðir í stofufangelsi undir lög-
regluvernd.
Þegar Þjóðverjum var Ijóst
segir einnig í þessari sömu
frétt, að fasistarnir væru að
missa völdin, skipuðu þeir
Gestapomönnunum, sem þeir
höfðu á ftalíu, að hverfa
heim til Þýzkalands og gera
það helzt að næturlagi eða
að leita á náðir þýzka hers-
ins. Sagt er, að japanskir
starfsmenn og starfsmenn
annarra möndulveldaþjóða
reyni með öllu móti að kom-
ast á brott frá ftalíu, og
standi þeir í stór hópum fyrir
Utan ræðismannaskrifstofur
ríkja sinna.
Urðn kröfnr Hitlers
Mnssollni að falli?
Fyrsta flugvélin, sem farið
hefir úr landi síðan stjórnar-
skiptin urðu á ítalíu, kom til
kom til Madrid í gær. Ekki er
gefið upp, 'hvaða farþegar voru
með þessari flugvél, en þeir
‘hafa gefið fyrstu upplýsingarn-
ar, sem komið hafa frá ítalíu
sjálfri um það, sem á að hafa
valdið því, að Mussolini lagði
avo skyndilega niður völd.
Þeir skýrðu frá því, að
eftir að Mussolini hafi kom-
ið af ráðstefnu sinni með
Hitler, hafi hann kallað sam-
an fund í stórráði fasista og
skýrt ráðinu frá því, að ef
bandamönnum tækist að
leggja undir sig Sikiley, væri
enginn vegur að verja Suður-
og Mið-Ítalíu og undir þeim
kringumstæðum krefðist
Hitler þess, að komið yrði
upp varnarlínu í Podalnum
og allur her og birgðir ítala
flutt þángað. Bandamönnum
yrði síðan látið eftir að sjá
íbúum Mið- og Suður-Ítalíu
fyrir þörfum sínum.
Mussolini sagði, að ekki
væri um annað að ræða en að
fallast á kröfur Hitlers. En
meiri hluti fasistaráðsins
snerist á móti honum og neit-
aði að ganga að þessum kröf-
um Hitlers. Aðeins 6 með-
limir stórráðsins greiddu
Mussolini atkvæði. Fundur-
inn stóð til Aiorguns.
Þessi fundur var haldinn
á aðfaranótt sunnudagsins.
Á sunnudagsmorguninn fór
Mussolini á fund konungs *g
sagði af sér. Þá var það, að
konungurinn fól Badoglio að
mynda stjórn.
Þrátt fyrir samkomubann
Badoglios hafa í mörgum borg-
um verið farnar hópgöngur og
fjarlægir fólk allt af götum og
húsveggjum, svo sem auglýs-
ingar og annað, sem minnir á
fasismann. 1 Milano hefir fólk-
ið rifið niður götuskiltin af
þeim götum, sem fasistarnir
höfðu nefnt eftir sínum mönn-
um, og skýrt þær upp aftir
nöfnum þekktra frjálslyndra
manna og jafnaðarmanna.
Það er talið mjög hættulegt,
að bera á sér merki fasistanna
á götu.
Banðamenn hvetja ítali
til að risa gegn Pjóð-
verjnm.
Útvarpið í Algier hefir út-
varpað áskorun frá herstjórn
bandamanna |í Na(r,ður-jAfríku
til ítala, þar sem þeir eru
hvattir til þes að rísa upp gegn
Þjóðverjum.
í áskoruninni er m. a. sagt,
að þýzku herirnir, sem nú
berjist á Sikiley, eigi ekki ann-
arrar undankomu auðið en eft-
ir tveimur strandvegum á Suð-
ur-ítalíu.
Það er á valdi ítala, að hindra
þessa flutninga. Hvetur her-
stjórnin þá til þess að sprengja
upp brýr á vegum þessum og
reyna á allan hátt að skemma
fyrir Þjóðverjum.
„Mikið hefir verið gert, en
meira er enn ógert,“ segir að
lokum í áskoruninni.
6 kafbátar Breta á Miðjarð-
arhafi hafa að undanförnu
sökkt 3 stórum flutningaskip-
um 1 fyrir möndulveildunum,,
einu olíuflutningaskipi og
fjölda smærri skipa. Var sum-
um þessara skipa sökkt alveg
fast við strendur ítalíu.
Berlr Bandamanna ern reiðobðnir að
ráðast inn á meainland Ítalíu.
Badoglio hefir ekki leitað sam-
bands við Bandamenn.
Þjóðverjar vilja gera ltaliu að vígvelii
LONDÖN í gær.
P HURCHILL flutti ræðu sína í neðri málstofu brezka
^ þingsins í dag, þegar hún kom saman, eins og hafði
verið boðað. Churchill upplýsti í byrjun ræðu sinnar, að
hin nýja stjórn Badoglio á Ítalíu hefði ekki snúið sér til
brezku stjórnarinnar eða neinnar annarrar stjórnar banda-
manna. Myndi því miskunnarlausum árásum haldið áfram
gegn Ítalíu. Hins vegar kvað Churchill brezku stjórn-
ina hafa stöðugt samband við stjórnina í Washington vegna
atburðanna á Ítalíu og Rússum væru tilkynntar allar á-
kvarðanir jafnóðum.
Fasisminn a Ítalíu. er nú hruninn eða er að hrynja, sagði
Churchill. Atburðirnir á Ítalíu geta valdið miklu um gang styrj-
aldarinnar. ítölum hefir boðizt mikilvægt tækifæri, sem þeir geta
notað í sína eigin þágu og einnig bandamanna. Það er allt undir
ítölum komið, hvernig þeir nota þetta tækifæri, því ef þeir kjósa
áfram að vera undir oki Þjóðverja, mega þeir búast við gífur-
legum árásum á allt land sitt, þar til þeir gefast skilyrðislaust upp.
Her bandamanna er reiðubúinn að gera innrás á meginland Ítalíu.
Síðan vék Churchill að Þjóð-
verjum í ræðu sinni. Hann tók
skýrt fram, að Þjóðverjar væru
höfuðandstæðingar Banda-
manna í styrjöldinni og höfuð
markmið Bandamanna að sigra
Þjóðverja. Þjóðverjar hafa enn
öflugan her, sem er enn ósigr-
aður, sem mun vera um 10
sinnum sterkari en her ítala, —
sagði Churchill. „Ef samningar
verða gerðir við Ítalíu, verður
að hafa það í huga að þeir auð-
veldi leiðina til þess að sigra
Þjóðverja.“
Vonir Þjóðverja um að geta
sigrað með aðatoð kafbátanna
fara nú stöðugt minnkandi, en
því má ekki gleyma, að nazist-
arnir þýzku hafa enn sterk tök
á þýzku þjóðinni.
ÞÁTTUR MUSSOLINIS
Churchill rakti síðan nokkuð
framkomu Mussolini og ítölsku
fasistanna í þessari styrjöld. —
Hvernig þeir ráku rýtinginn í
(Frh. á 7. síðu.)
Ern samningamenn
frá Badoglio og páfa
komnir til Portngal?
í NORSKU fréttaútsend-
® ingunni í gærkveldi frá
London var skýrt frá því, að
flugvél frá Ítalíu, sem í voru
erindrekar hinnar nýju
stjórnar Badoglio og páfa,
hafi komið til Lissabon f gær.
Ekki er enn vitað, hver á-
kvörðunarstaður þessara er-
indreka er, en ekki er talið
ólíklegt, að þeir muni eiga að
ná sambandi við Bandamenn
og heyra hjá þeim undirtekt-
imar fyrir því, að Ítalía
j semji sérfrið.
Roosevelt f!;tar
ræön i dag.
Q TEVEN EARLY, einkarit-
ari Roosevelts, skýrði
blaða mönnum frá því í gær í
Washington, að Roosevelt for-
seti mundi flytja þýðingarmikla
ræðu í dag. Ræðan mundi
standa yfir í hálfa klukkustund.
Þá er einnig sagt frá því í
fréttum frá Bandaríkjunum, að
Roosevel t hafi látið svo um
^ mælt, að hann væri mjög á-
nægður með ræðu Churchills
í gær, og hefði Churchill fylgt
stefnu bandamanna um skil-
yrðislausa uppgjöf.