Alþýðublaðið - 28.07.1943, Blaðsíða 4
A
ALÞJÐUBLAÐID
Miðvikudagur 28. júlí 1943»
Vllhjálmur S. Vilhjálmsson;
„í Hólminum — í Hólminum
er skemmtilegt að vera“
' •
Heimsókn í barnaheimili Reykvikiega i StykkishólmL
i
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Um tiveð er deilt?
Þegar morgunblaðið
hefir talið sér það sæm-
andi, að reka erindi Ólafs Thors
í sjálfstæðismálinu með því, að
ráðast á 'hinn ódrengilegasta
hátt á fjarlæga landa okkar í
Kaupmannahöfn og brígzla
þeim um svik við hinn íslenzka
málstað, af því að þeir eru ekki
á línu Ólafs Thors í sjálfstæðis-
málinu, þá þarf enginn að furða
sig á því, þótt það, þvert á móti
betri vitund, brígzli Alþýðu-
blaðinu um það, að sitja á svik-
ráðum við hina yfirlýstu stefnu
okkar í sjálfstæðismálinu — þá,
að skilja við Dani og stofna
lýðveldi hér á landi — af því
einu, að Alþýðublaðið vill
fresta formlegum sambands-
slitum- þar til í stríðslok, að
við getum talað við hina gömlu
sambandsþjóð okkar og skilið
,við hana á drengilegan og sóma
samlegan hátt eins og Norð-
menn skildu við Svía á sínum
tíma, og erum sjálfir orðnir
lausir við hið erlenda setulið úr
landi okkar, þannig, að sjálf-
stæðið og lýðveldið verði eitt-
hvað annað og meira en nafnið
tómt.
Morgunblaðið veit þó vel, að
allir flokkar — þar með einnig
blöð þeirra — stóðu óskiftir að
þeim yfirlýsingum alþingis 17.
maí 1941, að af okkar hálfu
myndi ekki verða um neina
endurnýjun sambandslagasátt-
málans við Danmörku að ræða
og að lýðvéldi myndi vérða
stofnað á íslandi um leið og
sambandinu yrði formlega slit-
ið. Og ekkert hefir síðan kom-
ið fram, sem bendi til þess, að
nokkur flokkur eða nokkurt
iblað hafi hvikað frá þessum
yíirlýsingum. Það er því alls
enginn ágreiningur um það,
'h'vjort vfð digum að skilja
við Dani og stofna lýðveldi á
íslandi — um það erum við ein-
huga. En‘ um hitt er deilt,
hvenæT við eigum að gera
það.
í yfirlýsingum alþingis 17.
maí 1941, sem, eins og áður er
getið, allir flokkar stóðu óskift-
ir að, segir, að við höfum að
vísu öðlast rétt til fullkomins
skilnaðar, hvenær, sem er; en
við teljum það vegna ríkjandi
ástands ekki tímahært, að ganga
formlega frá sambandsslitum
og framtíðarstjórnskipun ríkis-
ins, þó að því verði hinsvegar
ekki frestað lengur en til stríðs-
loka. En í þessu efni hafa viss-
ir menn, og viss blöð óneitan-
anlega hvikað frá yfirlýsingum
alþingis 17. maí 1941 — aðeins
er Alþýðublaðið ekki á meðal
þeirra; hins vegar er Morgun-
blaðið það o^g þeir, sem að því
standa og nú heimta „tafarlaus
sambandsslit“; því að það á-
stand, sem gerði það að verkurn
að alþingi taldi 1941 ekki tíma-
bært að ganga frá formlegum
sambandsslitum, er enn óbreytt:
styrjöldin heldur áfram, hin
gamla sambandsþjóð okkar er
enn undirokuð og við enn með
erlent setulið í landinu.
*
Sem sagt: Sú afstaða, sem Al-
þýðuþlaðið hefir tekið í um-
ræðunum um sjálfstæðismálið
nú, eríeinuogölluí sam-
ræmi við yfirlýsingar alþingis
17. maí 1941. En þrátt fyrir það
leyfir Morgunblaðið sér í
Reykjavíkurbréfi sínu á sunnu-
daginn að ljúga því að lesend-
um sínum, að Alþýðublaðið sé
bara að spekúlera í að fresta
formlegum sambandsslitum nú,
„ef ske kynni með tímanum",
eins og Morgunblaðið kemst að
orði, „að eitthvað það kynni að
koma fram, er gerði það ókleift,
að íslenzkt lýðveldi yrði stofn-
að“! iÞað er svo sem ekki um að
villast hvað hér er við átt. Morg-
unblaðið brigzlar nú Alþýðu-
blaðinu, um það að sitja á svik-
ráðum við sjálfstæðismálið og
vera í hjarta sínu andvígt skiln-
aðinum við Dani, alveg á sama
hátl og það brigzlaði íslending-
um í Kaupmannahöfn um að
hafa svikið hinn íslenzka mál-
stað!
Þegar Morgunblaðið telur sér
sæmandi að fara með svo vís-
vitandi og eitruð ósannindi í
sjálfstæðismálinu, Ólafi Thors
til stuðnings og uppsláttar —
hvað er þá að furða, þó Þjóð-
viljinn sé ekki að vanda vopnin
og brígzli öllum, sem ekki vilja
eins og hann dingla aítan í
Ólafi Thors og Jónasi frá Hriflu
í sjálfstæðismálinU, um að hafa
tekið við fyrirskipunum frá
Dönum og vera erindrekar
þeirra hér. Þeim bjálfum, sem
að honum standa, er að minnsta
kosti þeim mun meiri vorkunn,
en ritstjórum Morgunblaðsins,
að þeir hafa aldrei þekkt annaS
sjálfir en að vera erindrekar
erlends valds hér á landi og
taka við fyrirskipunum frá því,
þannig, að vel mætti vera, að
þeir ættu erfitt með að hugsa
sér nokkra aðra, sem ekki væru
sama aumingjaskapnum og
sömu sökinni seldir!
•
En það vill nú svo vel til, að
í gær, aðeins tveimur dögum
eftir að Morgunblaðið er í
Reykjavíkurbréfi sínu með hin
umræddu, lubbalegu ósannindi
sín um afstöðu Alþýðublaðsins
í sjálfstæðismálinu, viðurkenn-
ir sjálfyr höfnðpáurinn, Ólafur
Thors, í langri grein, sem hann
skrifar í blaðið, að enginn á-
greiningur sé um það, að skilið
skuli að fullu og öllu við Dani
og stofnað lýðveldi, heldur að-
eins um ‘hitt hvenær það skuli
gert. Ólafur Thors segir:
„Stjórnarskrárnefndin lagði
sem kunnugt er einróma til, að
íslendingar skilji að fullu og
öllu við Dani og stofnsetji lýð-
veldi .Er þetta ekkert sögulegt
og ekki annað en það, sem all-
ir bjuggust við .... Um þá
hlið málsins er enginn ágrein-
ingur. Hin nýja .... deila ....
slendur um það, h v e n æ r
þetta lýðveldi skuli stofnað.“
Greinilegar en gert er með
þessum orðum' ÖÍafs Thors í
Morgunblaðinu í gær, er ekki
hægt að löðrunga það.blað fyr-
ir lubbaskapirjn á sunnudaginn,
þegar það var að reyna að ljúga
því að þjóðinni að Alþýðublað
ið væri yfirleitt á móti skilnaði
við Danmörku og stofnun lýð-
veldis á íslandi, af því, að það
hefir mælt með frestun form
legra sambandsslita, eins og
alþingi gerði ráð fyrir í yfirlýs
ingum sínum 17. maí 1941, þar
til í stríðslok, að við getum
aftur talað við hipa gömlu sam
bandsþjóð okkar og skilið við
hana á sómasamlegan hátt og
erum éinnig sjálfir lausir við
erlent setulið úr landinu.
^Kanpnni tnskns* "i
^ hæsta verði.
i t
Húsgagnavinnustofái j
Baldnrsgotu 30.
* \
Reykvískir foreldr-
AR eiga börn í hundraða-
tali á sumardvalarheimilum
víða um land. Engar fréttir eru
iþessum foreldrar eins kærkomn
ar og fréttir af þessum heimil-
um, — börnum þeirra, aðbúnaði
þeirra, leikjum og störfum: —
Þetta er eðlilegt. Foreldrarnir
'hafa sent börn sín til ókunnra
staða til ókunnugs fólks — og
sum barnanna hafa að þessu
sinni farið að heiman í fyrsta
skifti.
Ég var staddur í Stykkis-
hólmi fyrir nokkrum dögum og
ég lagði á það allmikla áherslu
að kynnast sem bezt hinu fagra,
gamla og fræga þorpi, þar sem
svo margt minnir á gamla daga,
vald einokunarverzlunarinnar
o'g ofurvald kaupmanna, við-
leitni manna til að halda uppi
eigin menningu og starf kyn-
slóðanna í svéit og ekki síður
við sjó. Þorpið er fallegt og
umhverfi þess er ógleymanlegt,
ekki síst til hafsins með öllum
sínum mörgu furðulegu eyjum.
Einn morguninn vaknaði ég
við það að ég heyrði barnaradd-
ir syngja:
„í Hólminum, í Hólminum
er skemmtilegt að vera.
Við lærum þar að syngja vel
og leikum okkur ölí að skel.
í Hólminum, í Hplminum,
þar er gott að vera.“
Ég reis upp og leit út urn
gluggann og sá þá hóp lítilla
barna fara í skrúðgöngu upp
eina brekkugötuna syngjandi.
Tvær ungar stúlkur fylgdu
hópnum og heyrði ég ekki bet-
ur en þær syngju með af full-
um krafti.
Þá rifjaðist það upp fyrir mér,
að einnig í Stykkishólmi var
eitt af barnaheimilum sumar-
dvalarnefndar okkar Reykvík-
inga. Mér fanst bera vel í veiði.
Þarna myndi ég fá tækifæri til
að heimsækja eitt starfandi
sumardvalarheimili, en mig
hefur langað til þess undanfar-
in sumur, þó að ekki hafi orðið
af því.
Þennan sama dag fór ég að
skoða bókasafnið í Stykkishólmi
en það er eitt af elstu bóka-
söfnum á landinu og á margar
eldgamlar og fágætar bækur.
Ég náði í Þorleif Jóhannesson
bókavörðinn og bað hann að
sýna mér safnið, sem hann
gerði með glöðu geði. Það er
til húsa á hæstu hæðihni í þorp-
inu og er því miður að mínu
áliti í hörmulegu ásigkomulagi.
Veldur þar mestu um að húsið
er framúrskarandi lélegt, svo
að bækurnar liggja undir skemd
um. Stykkishólmsbúar eiga í
safninu ýmsa dýrmæta muni,
og þeir verða að bregða fljótt
við, ef þeir eiga ekki að missa
þá alveg á næstunni. Bókavörð-
urinn kvartaði líka undan hús-
næðinu.
En þegar við vorum búnir að
skoða húsið og vorum að klungr
ast niður af hæðinni var hrópað
úr öllum áttum: „Afi. Afi“. —
Það var Þorleifur, sem átti
þetta. Öll börnin á barnaheimil-
inu kalla hann afa — óg er sér-
stök saga um það.
Börin voru að leikjum við
barnaskólann, en þar er barna-
heimilið til húsa. Þau ýmist
sátu með skóflur og bifreiðir
og haka og spaða og fötur, eða
þau hlupu um í leikjum. Þau
sem stunduðu byggingarvinn-
una voru að leggja vegi, eða
byggja brýr, búa til ræsi, eða
grafa fyrir vatni, (það eru
miklir erfiðleikar með vatn í
Stykkishólmi), en hin voru .ann-
að hv.ort í eltingaleik eða bolta-
leik. Ég skildi við Þorleif og
gekk upp að barnaskólanum og
hitti þar forstöðukonuna frú
Randí Kristjánsson hjúkrunar-
konu. Ég spurði hvort ég mætti
iíta á heimilið, og tók hún því
vel. „Okkur þykir vænt um,
að blaðamaður lítur á heimilið.
Aðstandendur barnanna vprða
svo fegnir, éf þeir fá einhverj-
ar fréttir af heimilunum.“
Svo sýndi hún mér skólann
frá kjallara lil lofts, en þetta
er einhver allra myndarlegasta
barnaskólabygging sem ég hef
séð í smáþorpi hér á landi. Hús-
ið sjálft er ákaflega vandað,
stofurnar og gangarnir stórar
og rúmar og svo bjartar að ég
varð undrandi. í kjallaranum
eru böð, steypiböð og gufuböð,
geymslur ótrúlega miklar, þar
sem ekki er um heimavistar-
skóla að ræða og yfirleitt allt
sem fullkomnast ,-eftir því sem
gestur getur séð.
Á þessu barnaheimili eru 41
barn úr Reykjavík, 19 piltar og
22 telpur. Flest eru þau ung.
Börnin komu á heimilið 17. júní.
Þegar börnin höfðu verið á
heimilinu í einn mánuð voru
þau raunsökuð og höfðu þau
VÍSIR birti í síðasta sunnu-
dagsblaði sínu athyglis-
verðan kafla úr nýrri bók eftir
Carl J. Hambro, hinn landflótta
forseta norska stórþingsins:
„How to win the peace“ (Hvern
ig vinna á friðinn). Hefir þessi
kafli. bókarinnar alvarlega á-
deilu inni að halda á ýms öfl
innan vébanda hinna engilsax-
nesku stórvelda, sem nú séu
farin að róa að- því að þau skipi
málum í heiminum eftir stríð-
ið eins og þeim sýníst, án nokk
urs tillits til hinna minni
bandamannaþjóða eða smá-
þjóðanna yfirleitt. En núver-
andi forystumenn hinna engil-
saxnesku stórvelda eru þó því
betur fjarri slíkum hugsunar-
hætti, segir Hambro. Hann rit-
ar:
,,í yfirlýsingu sinni um friðar-
takmarkið segja hinir tveir miklu
forystumenn lýðræðisþjóðanna:
„Þeir (þ. e. Roosevelt og
Churchill) virða rétt allra þjóða
til að kjósa sér það stjórnarfar,
sem þær óska að búa við og þeir
óska eftir að þær þjóðir, sem
hafa verið sviptar sjálfstæði sínu
með valdi, öðlist það aftur.“
En Atlantshafssáttmálinn hefir
hvorki verið staðfestur af Banda-
ríkjaþingi né brezka þinginu. Og
það er ekki til neins að neita því,
að margir hinna góðviljuðu og
kunnu karla og kvenna, sem ræða
nú ítrekað opinberlega hina nýju
heimsskipan, sem hinar samein-
uðu þjóðir berjist fyrir, virðast
hafa gleymt skuldbindingum At-
þyngst mjög mikið, sum allt
að 2 kg. Þarna eru 8 síarfs-
stúlkur.
É'g bað forstöðukonuna að
skýra mér frá heimilislífinus
hvernig skipulag þess væri og
'hvaða reglur giltu. Hún sagði
meðal annará:
„Börnin fara á fætur Idukkan
8 á morgnanna. Klukkan 9 fá
þau lýsi, hafragraut, brauð og
mjólk. Að máltíðinni lokinni
fara þau í gönguför og stendur;
hún venjulega í IV2 tíma.
Úr gönguförinni koma þaui
um klukkan 11. Þá þvo' þau sér
og greiða og er haft eftirlit með
því starfi þeirra. Klukkan IIV2
safnast þau saman í dagstofu
heimilisins, en þar br lítið orgel
og þar syngja þau saman í hálf-
tíma. Klukkan 12 borða þau
hádegismat. Klukkan 1 fara
þau út að leika sér. Hafa þau
fengið ýmis konar leikföng frá
Rauða krossinum íslenzka og
Rauða \ krossinum , timeríska.
Meðan þau eru að þessum leik-
um er oft ys og þys hérna í
kringum skólann. Klukkan 3 fá
þau mjólk og rúgbrauð og
heilhveitibrauð ipeð smjöri.
Að þessu loknu fara þau enn
í gönguför og úr henni koma
þau um klukkan 6. Þá verða
þau enn að þvo sér, ,fara í nátt-
fötin sín, brjóta saman fötm
frá deginum og afhenda þau
Krh. a ö. sitVu.
lantsliafssáttmálans. Það er ékki
Inóg að ákafir hugsjónamenn í
hinum enskumælandi heimi reyni
að knýja ríkisstjórnir sínar til að
demba yfir heiminn þeirri skipan,
sem þeir rácSleggja, án þess að
fara þar í nokkru að óskum ann-
arra þjóða, heidur virðist víða
vera tilhneiging' til að gleyma, að
jafnvel þótt styrjöldin, eins og hún
var háð árið 1942, sé fyrst og
fremst styrjöld milli herja, flota,
loftflota og stóriðnaðar stórveld-
anna, þá er í rauninni ekki unx
stórveldastyrjöld að ræða, heldur
er barizt um annað, sem er
miklu þýðingarmeira. Það mundi
tæplega lofa góðu um framtíðina,
ef þeir, sem virðast ákafir af á-
huga fyrir skipaninni eftir styrj-
öldina, hefja verlc sitt á því að
sjást algerlega yfir þau lönd, sem.
mest hafa liðið undir hæliárásar-
ríkjanna og kúgaranna.
Það er farið að bera á vaxandi
tilfinningu um óvissu meðal karla
og kve’nna frá herteknu löndunum.
Það er ekki einungis, að þau verða
þess vör að lítið er gert úr því,
sem þau leggja til styrjaldarrekst-
ursins, eða að það er alls ekki
nefnt af hinni opinberu frétta-
þjónustu, heldur er þeim jafnvel
kunnugt um að skipuð er hver
nefndin á fætur annarri, sem ætlað
er að starfa á meðan millibilsá-
stand ríkir milli styrjaldarinnar og
endanlegrar friðargerðar, og eiga
smærri, þjóðirnar þar enga full-
trúa. Þær krefjast ekki mikils, en
hins vegar hafa þær enga lön^-
un til að verða aðeins hópar
Framhald á 6. síðu.