Alþýðublaðið - 07.08.1943, Page 3
3
ILaugardagur 7. ágúst 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Bandamenn fylgja eftir sigrum sinum:
last I Kha irkov, 8, 1 terii
Þeir lögðu á ráðin. 1
Eisenhower yfirhershöfðingi Bandamanna í Norður-Afríku og
Cunningham yfirflotaforingi Bandamanna á Miðjarðarhafi,
eru þeir tveir menn, sem mest hafa lagt á ráðin um innrás
Bandamanna á Sikiley. Fóru þeir til Malta og stjórnuðu inn-
rásinni á Sikiley þaðan. Myndin hér að ofan er tekin af þeim
þegar þeir koma frá borði á herskipi því, sem þeir voru um
borð í þegar þeir fylgdust með árás flotans á Pantellariu áður
en eyjan gafst upp.
BandarikjameDn faka
Mnnda á Nýjn Georgiu.
MACARTHUR yfirhershöfðingi Bandamanna á Kyrra-
hafjSívígstöðvumam tilkynnti í dag að Bandaríkja-
menn hafi tekið Munda á Nýju-Georgiu. Hinn þýðingar-
mikli flugvöllur þar væri í höndum Bandamanna.
Sókitin byrjaði
fyrir 3 dogum.
Þjóðverjar bíða
mikið afhroð á und
anhaldinu tii Bry-
ansk;
RÚSSAR gáfu út aukatil-
kynningu í kvöld, þar
sem sagt er að herir
þeirra hefðu hafið sókn til
Kharkov fyrir þremur dög-
utn og fyrsti árangur þeirrar
sóknar hafi verið fall Byelgo
rod, sem sagt var frá í gær.
Rússar sækja fram á 75
km breiðri víglínu og hafa
sótt fram á þessum þremur
dögum 25—60 km. Rússar
hai'a tekið járnhrautarbæ,
sem er aðeins 40 km frá
Kharkov'. í þessari sókn hafa
Rússar alls tekið 150 bygða
staði eru sumir þeirra þýð-
ingarmiklar samgöngumið-
stöðvar.
Þá minnast Rússar í herstjórn
artilkynningu sinni í kvöld á
sókn þeirra til Bryansk en þang
að hörfa þýzku herirnir, sem
voru hraktir frá Orel. Segja
Rússfir hafa sótt þarna fram
um 6—10 km í gær og tekið
mikilvægan járnbrautarbæ
nokkuð fyrir norðvestan Orel
um 100 km. frá Bryansk
í öðrum fréttur frá Moskva
er sagt frá því að þýzku her-
irnir sem hörfa frá Orel til Bry-
ansk veri fyrir gífurlegu her-
gagnatjóni og megi hvarvetna
sjá á undanhaldsleið þeirra
urmul eyðilagðra hergagna og
brennandi skriðdreka og bif-
reiða. Þjóðverjar verða einnig
fyrir miklu manntjóni á flótta
sínum því Rússar sendi fram
léttvopnaðar hersveitir, sem
ráðist á þær frá hlið og krói inni
einstakar herdeildir og hafi þeir
tekið þúsundir þýzka fanga,
sem enn hafa ekki verið kastað
tölu á.
Þá lýsa fréttaritarar í Rúss-
landi því hvernig Rússar tókn
Byelgord í gær. Fyrst hafi þeir
sent fram könnunarflokka til
þess að kanna varnir Þjóðverja.
Síðan hafi verið sendar fram
hersveitir tíl þess að rjúfa skörð
í jarðsprengjusvæðin. Síðan
hafi stórskotaliðið hafið skót-
hríð á borgina og áhlaupa flokk
ar ruðst fram.
Þjóðverjar gáfu í dag út
skýrslu um gífulegt manntjón
Rússa í sókn þeirra á Orel og
Byelgorodvígstöðvunum að und
anförnu.
Rússar svörðu þessari skýrslu
Þjóðverja í kvöld með því að
birta skýrslu um manntjón Þjóð
verja og er þar sagt að 110 þús-
und Þjóðverjar hafi fallið í
bardögunum á rúmum mánuði
og 12418 teknir til fanga hinns-
vegar segjast Þjóðverjar hafa
tekið yfir 6® þúsund rússneska
fanga á þessum tíma.
Sænska kafbátnnto
lllven náð npp.
STOKKHÓLMUR.
ÆNSKA útvarpið sagði ný-
léga, að sænska kafbátn-
um Ulven, sem sökkt var í apr-
íl síðastliðnum, hafi nú verið
náð. Minningarathöfn var hald
in í Gautaborg um hina látnu
sjómenn að viðstöddum vanda-
mönnum og yfirmönnum sjó-
hersins.
Útvarpið sagði enn fremur,
að sérfræðingum hefði einnig •
tekizt að finna orsök slySsins.
Kafbáturinn rakst á tundur-
dufl. Rannsókniu í apríl síðast-
liðnum leiddi í ljós að Þjóð-
verjar hafa lagt tundurduflum
í sænskri landhelgi, þar sem
„UIven“ sökk.
Útvarpið vitnar í dagblaðið
Social-Demokraten í Stokk-
hólmi, þar sem það segir að
Þjóðverjar hafi ekki varað
sænska sjómenn við að koma á
tundurduflasvæðið, sem brýtur
í bága við alþjóðalög.
Enn fremur vitnar það í
Social-Demokraten og segir, að
svar Þjóðverja við mótmælum
Svía í apríl síðastlðinum færi
heim sanninn um það, að tund-
Bardagarnir á Nýju Georgiu
byrjuðu 30. júní s.l. og hafa að
minnsta kosti 1700 Japanir
þegar fallið í þeim bardögum.
Nokkrir einangraðir herflokkar
Japana verjast enn á eynni, en
herforingjaráð Japana er fíúið
í burtu til annarrar eyjar.
Með töku Munda fá Banda-
menn þý,ðingarmikla bækistöð
á suðvestur Kyrahafinu. Geta
þeir auðveldlega gert þaðan
loftárásir á aðalbækistöð Jap-
ana á því svæði, Rabaul á Nýja
Bretlandi.
Göbbels hefir skýrt írá því
að konur og börn hafi verið flutt
frá Berlín vegna ótta við loít-
árásir á borgina.
• * *
Göring hefir verið í Ham-
borg til þess að kynna sér á-
standið í borginni. Kom beint
frá bækistöðvum Hitlers á
austurvígstöðvunum.
urduflum hafi verið lagt fyrir
utan hina þriggja mílna land-
helgi Svía og rekið inn fyrir
hana. Social-Demokraten gerir
athugasemd við þetta og segir:
„Þetta getur ekki staðizt með
tilliti til stöðu strandarinnar og
vindsins.“
Miklar loftárásir
gerðaráborgina
Bandamenn tóku
tvo bæi í fyrradag.
8HERINN fylgir eftir
• flótta þjóðverja eftir
strandveginum frá Catania
til Messina og á eftir ófarna
um 75 km til þeirrar borgar.
Hersveitir 8. hersins, sem
sækja fram innar í landinu
og tóku Paterno hafa nú
18 km af veginum, sem ligg-
ur meðfram Etnaf jalli á valdi
sínu.
Á miðvígstöðvunum þar sem
7. her Bandaríkjamanna og
Kanadamenn sækj fram mæta
þeir mjög harðri mótspyrnu
Þjóðverja, þeir sóttu þó nokkuð
fram s. 1. sólarhring og tóku
bæinn Misterbiðano. Harðast er
barist við bæinn Troina, þar
sem Bandaríkjamenn sækja
gegn Þjóðverjum. Eru þer um
10 km frá þeim bæ. 8. herinn
hefir tekið Galliano.
Bandamenn hafa s. I. sólar-
hring gert mjög harðar loftár-
ásir á Messina. Wellington flug-
vélar gerðu næturárás á ýms
hernaðarmannvirki í borginn,
fljúgandi virki gerðu loftárás í
björtu á borgina og beindu ár-
ásum sínum aðallega gegn höfn
inni. Var nokkrum skipum sökkt
og mikið tjón varð á ýmsum
hafnarmannvrkjum. Eru þetta
taldar mestu loftárásrnar sem
Bandamenn hafa gert á Messina
til þessa. Lithning flugvélar
fylgdu virkjunum en' Þjóðverj-
ar sendu engar orustuflugvélar
fram og loftvarnarskothríð
þeirra var heldur veik.
Messina er eini hafnarbær-
nn, sem Þjóðverjar hafa á valdi
sínu, sem þeir gætu notað til
þess að flytja her sinn og her-
gögn frá yfir til Ítalíu. En litl-
ar líkur eru taldar fyrir því að
þeim takist það vegna þess að
flugher Bandamanna er á stöð-
ugu sveimi yfir Messinasundi
og hefir sökkt mörgum skipum
fyrir Þjóðverjum.
Loftárásir hafa einnig verið
gerðar á staði Ítalíumegin við
Messinasund.
Finnsk alþýða práir
frið.
NEW YORK.
TRÍÐSFRÉTTARITARI
Associated Press, John H.
Colburn, sem nýlega er kom-
inn til Stokkhólms frá Finn-
landi, segir í frétt, sem hann
sendi til New York Herald Tri-
bune: „Tveir af hverjum þrem
Finnum þrá frið nú þegar.
Þýzkir hermenn í Finnlandi
nema nú um 80 000. Hersveit-
ir þeirra hafa aðsetur sín í
Lapplandi, og á Petsamo-land-
svæðinu í Norður-Finnlandi, og
lítils háttar flugher og flota í
Suður-Finnlandi.
Raymond Clapper:
Loftsðkn mnnknýja
Itali til nppgjafar.
VEGNA ÞESS AÐ HIN nýja
stjórn á Ítalíu notaði ekki
tækifærið,
sem við gáf-
um henni
með því að
draga úr loft
árásum okk-
ar á Ítalíu til
þess að
semja frið
liggur ekki
annað fyrir Bandamönnum
en að hefja miklar loftárásir
á landið.
Við aðvöruðum ítali með
flugblöðum í byrjun fyrstu
árásar okkar á Rómaborg.
Síðan gerðu flugvélaar árás-
ina í björtu án þess að nokk-
ur veruleg mótspyrna væri
veitt. Frá Sikiley geta Banda
menn nú ge^t miklu öflugri
loftárásir á Ítalíu heldur en
þeir hafa gert frá Norður-
Afríku.
LOFTÁRÁSIR Bandamanna á
Ítalíu hafa nú þegar haft þau
áhrif að ítalir vilja gefast
upp.
Ef ítalir halda þeir geti
unnið á tímanum þá er það
misskilningur. Eins og Banda
menn tilkynntu ítölúm fyrir
nokkru geta þeir gefist heið-
arlega upp. Vissulega er
engin ástæða til þess að veita
neinar undanþágur. Ósigur
Italíu virðist óumflýjanleg-
ur.
ÞAÐ KANN AÐ VERA að slag-
orð okkar ,,skilyrðislau upp-
gjöf“ hafi hrætt suma menn
í Róm frá því að fara fram
á vopnahlé. Þess vegna hafa
Bq.ndamenn notð orðið „heið-
arleg uppgjöf“. En ég sé ekki
að mikill mismunur sé á
þessu.
STJÓRN BADOGLIOS hefir
það hlutverk að koma Ítalíu
út úr stríðinu. Allar fréttir,
sem berast frá Ítalíu bera
það með sér að ítalir heimta
að bundin verði endir á þátt-
töku Ítalíu í styrjöldinni og
þessar kröfur almennings
munu enn vaxa þegar Banda
menn hefja loftárásir sínar
gegn Ítalíu, sem munu gera
Itölum lífið enn erfiðara en
Mussolini nokkru sinni gerði
þeim það.
ÍTALIR ERU HAMINGJU-
SAMIR að hafa tækfæri til
þess að hverfa aftur til hins
frjálsa heims. Hernám Sikil-
eyjar hefir verið fagnað af
íbúunum þar.
Það er þýðingarmikið
hvernig haldið er á stjóm-
inni meðan verið er að skapa
aftur jafnvægi í löndum
sem Bandamenn hernema.
Eg held að Bandmenn hafi
farið rétt að á Sikiley þegar
þeir völdu mann eins og
Charles Poletti til þess að
hafa stjórnina á hendi. Hann
er ekki hermaður heldur
reyndur embættismaðgur í
Ameríku og er sjálfur af
ítölskum ættum og talar
ítölsku ágætlega.