Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Síða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Síða 6
6 A.LÞYÐUBLAÐID framkvæmdanefndarinnar, urð- um steinhissa. Ég spurði Musso- lini um álit hans á þessu her- ibragði gegn flokknum. Hann svaraði, að það tæki því ekki að minnast á það. „Veistu ekki, að andstæðmgar okkar láta einskis ófreistað?“ Svo bætti liann við: „Láttu þetta sem vind um eyrun þjóta“. Svo reyndi hann að leiða athygli mína að öðru og sagði: „Hefirðu séð, hvað blöðin segja um þig?“ Hann sýndi mér greinarstúf með alls konar baknagi um mig. Daginn eftir sögðu auðvalds- blöðin beinum orðum, að Musso- lini væri höfundur orðanna, er blaðið í Bologna vitnaði í. í vikutíma neitaði hann því, að hann hefði haft nokkuð með Bolognablaðið að gera, en neit- anir hans voru ekki eins ákveðn- ar og greinar hans. Til þess að taka af allan vafa, var kallaður saman aukafundur í framkvæmdanefndinni. Ég fór á fundinn með sömu lest og Mussolini. Hann fór þegar í stað að tala um það, hvernig auð- valdsblöðin dirfðust að fara niðrandi orðum um mig. „En láttu þér á sama standa“, sagði hann. Það var snemma morguns. Ég hafði ennþá ekki lesið morgun- blöðin. Annar meðlimur fram- kvæmdanefndarinnar kom inn í herbergið. Hann var mjög dap- ur í bragði. Án þess að líta á Mussolini sagði hann við mig: „Hefirðu lesið „Avanti“ í morg- un?“ „Nei.“ „Og Mussolini hefir ekki enn- þá sagt þér frá grein sinni?“ Ég greip blaðið og sá að Mussolini hafði skrifað grein, l!llllllllllill!lllfll|[|]|l!;illlllllli!!liillílll!llllimi[i!l!l Bétta, Hjúka gljáano fáið þér að eins með Mána-bóni. sem sannaði alt, sem auðvalds- blöðin höfðu sagt um hann. Hann gekk frá stefnuskrá flokksins gegn stríði, sem hann hafði allra manna ákveðnast varið áður. ítalir áttu að grípa til vopna með bandamönnum. Ég snéri mér að Mussolini og sagði: „Höfundur þessarar greinar á ekki heima í flokki sosialista. Hann á að vera á víg- stöðvunum eða á geðveikra- hæli“. Iiann svaraði með einu af sínum sjúklegu vígorðum: „Öll framkvæmdanefndin mun á- reiðanlega hallast á mína skoð- un“. Við álitum að Mussolini hefði ekki haft nægilegt mótstöðuafl gegn stríðshrifningunni. Við vorum sammála um, að hann gæti ekki lengur verið meðlim- ur framkvæmdanefndarinnar eða í ritstjóm „Avantis“. Bacei, formaður frámkvæmda nefndarinnar sagði við hann: „Hvemig stóð á því, að þú minntist ekki á þetta við mig. Við sjáumst þó á hverjum degi“. Lassari, ritari nefndarinnar, sagði: „Hvers vegna dróstu þig ekki til baka, þegar þú sást frarn á, að þú gast ekki fylgt stefnuskrá flokksins ?“ Verkamaður frá Turin sagði: „Ég er nú bara venjulegur verkamaður. En er þetta ekki sá sami Benito Mussolini, sem æsti bændurna og verkamenn- ina í Romagna gegn Afríku- stríði?“ Ég tók síðast til máls: „Ég aðvara þig Mussolini! Þú ætlar að svíkja stétt þína og flokkinn, sem keypti tþig úr andlegri og líkamlegri eymd og volæði. Þú ætlar að svíkja sosialismann, sem hefir gert úr þér þyltinga- mann og gefið þér hugsjónir til að lifa fyrir“. Hann svaraði engu orði, en horfði í gaupnir sér. Aðeins þegar ég talaði, leit hann upp og horfði á mig hatursaugum. Þannig hefir hann sennilega litið út, þegar hann ætlaði að myrða gömlu konuna í skemtigarðinum fyrir mörgum árum síðan. Ég kendi í brjósti um hann, þrátt fyrir svik hans. Ég man ennþá eftir kvöldinu, þegar ég sá hann fyrst í Lausanne. Hann var jafn eymdarlegur og þá. „Félagar!“ sagði ég. „Áður en við skiljum, vil ég að við gefum Mussolini gjöf. Á meðan hann er að leita sér atvinnu, verðum við að sjá honum og fjölskyldu hans fyrir lífeyri“. „Ég vil engan lífeyri“ sagði hann ergilegur. „Ég mun áreið- anlega fá vinnu sem múrari. 6 frankar á dag eru nóg handa mér“. Svo hækkaði hann róminn: „En ég get fullvissað ykkur um eitt. Ég mun aldrei tala eða rita neitt, sem kemur í bága við flokkinn. Heldur brýt ég pebn- ann minn, eða sker úr mér tung- una“. Viku seinna hitti hann félaga sína frá Milano. Þeir tilkyntu honum, að það ætti að reka hann úr flokknum. „Mér er sama, hvað þið seg- ið“, sagði hann. „Ég verð altaf sosialismanum og flokknum trúr. Þið getið rifið í sundur flokksskírteinið mitt ,en sosial- ismann getið þið aldrei rifið út úr hjarta mínu. Hann er of rót- fastur til þess“. Við vissum ekki þá, hve mikil svikin voru. Við komumst að því seinna hjá herra Massino Rocca, blaðamanninum, sem fyrstur birti svik Mussolinis við flokkinn. Ilann lýsti því, hvernig Mussolini, á meðan han var rit- stjóri „Ávantis" og reit grein- ar á móti stríði, hefði í einka- samtölum við ýmsa menn látið í íjósi, að hann væri hlyntur því, að ítalir færi. í stríðið. Hann hafði fariö til útgefanda „Resto del Carlino“, dagblaðs í Bologna og boðist til að breyta afstöðu sinni til stríðisins, ef hann yrði ritstjóri. — Málinu var vel tek- ið. „Meðan hann var ennþá í rit- stjórn „Avantis“, segir herra Roeca, „og hafði lofað því, að skrifa aldrei eða tala gegn flokknum eða blaðinu, fór hann til Genf, til þess að reisa lán til útgáfu blaðsins „Popolo d’Italia“ sem hann gerðist rit- 'stjóri og eigandi að. Tveim vik- um seinna, kom „Popolo d’Italia“ út. Þar með voru svikin orðin lýðum ljós. Þegar Mussolini gaf fram- kvæmdanefndinni loforð um [)að, að skrifa aldrei e'ða tala gegn flokknum. heldur vildi hann brjóta pennann eða skern úr sér tunguna, haföi hann í vasanum loforð um peningalega aðstoð til þess að stofna blað í því augna- miði að ráðast á flokkinn og sos- ialismann. Þetta er sagan um Benito Mus- solini. Því miður skilur heimur- inn ekki fyrr en inú, og það er of seint, hvað það 'kostar að veita manni völd, sem byggir allan stjórnmálaferil sinn á svikum. Eins og hann sveik flokk sinn og félaga, svo mun haim nú einnig svíkja hvem þann, sem treystir honum. Hnefateikurinn í Yankee Stadium. JOE LOUIS. MAX BEÁR. 24. september síðast liðinn keptu hnefaleikararnir Max Baer og blöikkumaðurinn Joe Louis í Yankœ Stadium. Áhorfendur voru um 90 þúsundir. Max Baer, fyrrum heimsmsist- ari í hnefaleik bjóst við sigri. sínum, en svo fór þó ekki. Louis sigraði hann,' í 4. lotu með hægri- handarhöggi undir hökuna. Joe Louis er aðeins 21 árs gam- all og kepti sem áhugamaður í 54'leilkjum. Þar af vann hann 50. Fyrsta leiik sinn sem áhugamaðttr ikepti hann 1. júlí í fyrra og sigr- aði þá Jack Kraken i 1. umferð. Síðan hefir hann stöðugt sigrað. í nóvember barðist hann við Stan- ley Poreda og vann hann í hálftfi lotu. Nú hefir hanu unnið sér rétt til að berjast um heimsmieist- aratignina við Braddodí. SENDIÐ Sunnudagsblaðinu skemtilegar ferðasögur, frásagnir af merkileg- um atburðum og afreks- fólki. enn þá eina! Þú hefir ékki kynst kreppunni ena þá. Nei, ág nota Mána og kemst hjá öllum hugleii- iagum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.