Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.01.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.01.1936, Blaðsíða 2
A L P Ý Ð U B L A Ð 1 Ð 2 Hvítvoðungur í MONTAGUE SILVER, sniöug- asti fjárbrallsmaðurinn og lúmskasti hrekkjalómurmfn í Viest- urríkjunum, stegir við mig einu sinini, pegar við vorum í Little Rock: — Ef einhvern tíma ber svo við, að ])ú missir vitið, Billy, eða verðir of gamall til þess að leiika ærlega á fullorðið fólk, pá farðu »1 New York. í Vesturríkjunum fæðist fífl hverja mínútu, en í New York fæðast fíflin í stórum hópum hverja minútu. Það kem- ur enginn tölu á allan þann sæg. Tveim árum seinna komst ég að raun um það, að ég gat ekki' lengur munað nöfnin á rússnesku sjóliðsforingjunum, og sömuleiðis tók ég eftir nokkrum gráum háT- um ofan við vinstra eyrað á mér. Það var því kominn tími til þess að hlýða ráði Silvers. Ég hélt innreið mína í New Yonk um hádegisbilið og rölti út á Broadway. Þar rakst ég á Sil- ' ver sjálfan, þar sem hann hallaði sér sparibúinn upp að húsvegg og fægði neglur sinar á silki- vasaklút. — Genginn af vitinu, eða kom- inn yfir aldurstakmarkið? spurði ég. ! — Halló, Billy, segir Silver. Það gleður mig að sjá þig. Jú; þeir voru farnir að verða gáfaðri þarna í Vesturrikjunum, og ég ætla að hafa New York sem auka- rétt. Ég veit, að það er illa gert, að hrekkja þetta fólk hér. Það röltir hér fram og aftur um brú- steinana, sifelt hugsandi, og hefir tekki vit eða rænu á neinu. Ég hefi svarið við minningu föður míns, að féfletta e’kki svoleiðis fólk. Hann veitti mér öðru vísi uppeldi, karlinn sá. — Ég hefi þaulskoðað borgina, hélt Silver áfram, og lesið blöðin hvern dag, svo að ég þekki hana betúr en rottan kirkjuna. Komdu með upp á herbergið mitt, og ég skal léggja þér lífsreglurnar. Við skulum vinna saman, Billy, eins og í gamla flaga. Silver dregur mig með sér inn á gistihús. Þar liggja margir mjög sakleysislegir hlutir. — Það er með ýmsu móti hægt að 'komast yfir peningana þeirra, jæssara sveitamanna- hér í höfuð staðnum. En það verður að fara öðru vísi að þeim en við erum vanir. Þeir sjóða ekki hrísgrjón- in eins í Charleston og Halifax. Það skeði hér nýlega, að mað- ur nokkur seldi J. P. Morgan olíumynd af Rocbefeller yngra, og sagði að þetta væri hið fræga málverk Andrea del Sartos af Jó- hannesi skírara ungum. — Sérðu skjalapakkann þarna í horninu, Billy? Það eiu gull- námuhlutabréf. Ég labbaði út einn dag til þess að selja þau, en varð að hætta eftir tvo klukku- tíma. Hvers vegna? Var kærður fyrir að stöðva umferðina. Menn slógust um hlutabréfin. Ég seldi lögreglumönnunum nokkur rís á ieiðinni til lögreglustöðvarinnar; síðan varð ég að taklg þau af markaðinum. Ég vil ekki, að fólk- ið beinlínis gefi mér peningana sína. Ég vil þurfa að hafa ofur- lítið fyrir því að ná þeim. Maður ier þó ofurlítið ærukær. Ég vil láta þá geta upp á bókstafnum, sem vantar í jShiogo eða eitt- hvað því um líkt, áður en þeir fá mér peningana sína. SVO LENTI ÉG I öðru smáæfintýri. Ég tattó- veraði akkeri á handarbak- ið á mér, gekk inn í banka og sagðist vera frændi Dewey‘s aðmíráls. Þeir buðust óðara til að kaupa víxil á hann á þúsund dollara. Samt sem áður þekti ég lekki fornafn jressa „frænda" míns. Þetta segi ég þér til marks um það, hve auðvelt er að kom- ast áfram í þessari borg. Og svo maður ræði um innbrot, þá get- urðu ekki brotist inn nokkurs staðar, án þess að tekið sé á ■ móti þér með kjúklingasteik og eftirmat. — Monty, segi ég, þegar svo- lítið sljákkar í Silver. Það getur vel verið ,að þú lýsir Manhattan rétt, en ég leyfi mér að efast um það. Ég hefi verið hé!r í íborg- linni í tvo klukkutíma, en ég hefi e'kki orðið I>ess var, að í bollun- um væri meira af rjóma en kaffi, eða að áskurðurinn væri þýkkri ien brauðið. Hér sjást hvergi bændur í borginni, sem hægt sé að hafia neitt upp úr. — Þú ert feiminn, Billy. Allir útflytjendur eru feimnir. New York er stærri en Little Rock og það hræðir ykkur, útlendingana. Þú s'kalt áneiðanlega verða all right með tímanum. Ég ásaka ekki fóikið fyrir það, þó það sendi mér ekki peningana sína á vöru- bílum. Ég sé ekkert eftir þvi, að þurfa niður á götuna til þess að sækja aurana. Hverjar bera á sér úlfabæli. Smásaga eftir O. Henry. demantana hér í borginni? Er það ekki Wiimie, kona víntapp- arans, og frúr af hennar tagi. Það er eins auðvelt að snúa á New-York-búann og að bera rós í hneppslunni. Það eina, sem veld- ur mér áhyggju, >er það, að ég eyðileggi vindlana í vestisvasan- um, af því að brjóstvasinn er fullur af hundrað króna seðlum. — Ég vona, að þú hafir á réttu að standa, Monty, segi ég, en samt sem áður hefði ég heldur óskað þess, að þú hefðir látið þér nægja litla búðarholu í Láttle Rock. Ég er hræddur um, að við séum ekki nógu mentaðir til þess að leika á þetta fólk. — Óttastu ékki, segir Silver. Ég þiekki þessa borg, eins og ég veit, að Norðurá er sama og Hud- sonfljót og að Austurá er alls engin á. Trúðu mér! Það er til fólk, sem býr rétt hjá Broadway og hiefír aldrei á ævi sinni séð önnur hús ien skýskafa. — Engar ýkjur, segi ég, veiztu um nokkurt ráð til þess að losa náungann við einn dollar, eða svo, án f>ess að þurfa að leita til frelsishersins, eða fá yfirlið á húsþnepum ungfrú Helene Goulds? — Ég veit um mörg ráð, segir Silver. Hvað áttu mikið af pen- ingum ? — Þúsund dollara, held ég. — Ég hefi tólf hundruð, segir hann; við ruglum reitunum og leggjum í stórt fyrirtæki. Það eiu til svo mörg ráð til þess, að verða milljónamæringur. Ég veit bara ekki, hvar við eigum að byrja. Morguninn eftir hitti ég Silver við gistihúsið, og hann er mjög leyndardómsfullur á svipinn. — Við hittum J. P. Morgan síð- degis í dag, segir hann. Maður hér á gistihúsinu, sem ég þebki, kynnir okkur fyrir honum. Hann er ieinn af vinum mínum. Hami segir, að Morgan hafi gaman af að hitta roenn frá Vesturrikjun- um. — Það er ákaflega vingjarn-. legt af honum, segi ég. Mér þætti gaman að kynnast hema Morgan. — Það væri ekki verra, a& kynnast einum milljónamæringi, segir Silver. Ég verð að játa, að mér geðjast vel að því, hversu New-Yoik-búar eru gestrishir mienn. Maðxuinn, sem Silver þekti, hét Klein. Kl. 3 kom Klein með vini, sinn frá Wall-Stroet inn á her- bergi Silvers, til þess að heilsa upp á okkur. „Herra Morgan" leit út alveg eins og á myndum og hafði göngustaf. — Herra Silver og herra Per- cud, segir Klein. Það virðist hlægilegt, að vera að kynna stærsta auðkonginn okkar . . . — Ó, hættið nú, herra Klein, segir herra Morgan. Það gleður mig að kynnast þessum herrum. Ég hefi mikinn áhuga á Vest- urríkjunum. Klein segir mér, að þið séuð frá Little Rock. Ég held, að ég eigi eina eða tvær járn- brautir þar vestra. Það var þetta með málverkið, segir Morgan. Ég sendi erindreka til Evrópu, til þess að kaupa það. Mér bara datt það svona í hug. (Frh. á 6. síðu.) Verð viðtækjaferllægrajhér á iandi, en [í öðrum löndum álf- unnar. Viðtækjaverzlanin veitir kaupendum’'viðtækja meiri tryggingu umrhagkvæm viðskifti en nökkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir'koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. -igóða Viðtækjaverzlunarinnar er Iögum samkv. eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess ogtil hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er:|Viðtæki inn á hvert heimili. ViðtækjaverzlnB rihisins, Lækjargötu 10 B. Símif3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.