Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.01.1936, Qupperneq 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.01.1936, Qupperneq 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ A HÖFUM HEIMSINS. (Frh. af 2. síðu.) . í þessu kemur annar stýrimaður iHi á dekkið, kallar til mín og sPyr hvort nokkuð sé að. — Maður drepinn! svaraði ég °g laut niður til hess að skoða sánið á höfðinu. Eftir nokkrar mínútur var kom- *t>n bæði læknir og lögregla um horð. Lík drengsins var vafið i segldúk og borið í land. Skyndi- yfirhieyisla fór fram, og fcom þá i ljós, að pað hafði verið Norge, sem gneiddi höggið. — Lögreglan iór með hann í land. Kvöldið var dauft hjá okkur Sverge. Við gengum úr einum staðnum i annan og drukkum. Af Itömluni vana heltum við í þrjú glös. Við s'kiftum jafnt á milli °kkar úr því þriðja og drukkum ihjóðir. Sverge tárfeldi mikið; oft fór hann út; ég held til þess að gráta. Ég mefndi það ©kki við ^ann, því sjálfur var ég klökkur lá alt af við gráti, er við dnidíhunj úr þriðja glasinu. Seint urn kvöldið gengum við fangelsisins, þar sem Norge var hafður í haldi. Við gengum “ín og sögðum lögreglumanni, er var þar, að við værum bræður töannsins frá Fort Albert og langaði til að tala við hann. Hanm heitaði þvi fyrst, en 1 dollara- seöill fékk hann til að segja, að ^ þvi við værum bræður hay Þá skyldi hann leyfa okkur að inn til hans snöggvast. ^ið stönzuðum ©kki lengi hjá félaga okkar, því það var eins ogj ^ginn gæti sagt meitt. Við að- eBls horfðum hver á annan og Sláptum á klefaveggina, sem hæði voru Ijótir og skitugir. — fórum við frá honum, eftir hafa látið honum í té allar h*r siganettur og eldspýtur, sem við höfðum á okkur, ásamt 12 hellurum, sem við áttum báðir Ui samans. Dagimn eftir klæddumst við verge þeim beztu fötum, sem við áttum til, og eftir að við höfð- 1101 lestað okkur með 30 pökkum a* sígarettum, fulla 10 kg. máln- ^hgadós af ávöxtum og alls konar hðrum mat, sem við keyptum af ^ytanum, röltum við í land. Við- beint til fangelsisins og "^Vnr að koma inn til Norge. 01111 Þóttist vera hinn kátasti, glaðnaði heldur en ekki yfir hdnum, er við færðum honum naa^tln í málningadósinni og síga- ^Jturnar. — Við sögðum honum, a hann yrði að láta sér liða f^^kga, þótt hann yrðieitthvað | ^ögelsinu, sem varla gæti orðið Þvi bæði guð og menrt V®SSU' að þetta högg hans hefði 7 Kínuerskir stúdentar í fararbroddi gegn yfirgangi Japana. Japanir hafa ráðist inn í Kínia. og það er fyrirsjáanlega tilgang- ur þeirra að leggja alt Kíniaveldi undir sig, ef mögulegt væri. Með- al annars til þess hafa þeir kom- ið af stað svokallaðri sjálfstæð- ishreyfingu meðal norðurrfkj- anna, en ef norðurrifcin tækju upp sjálfstjóm og slitu samvinnu við aðalstjóm Kínaveldis, þýddi það ekkert annað en að Kínaveldi væri liðað í sundur og Japönum opnuð leið til að brjóta Kínverja undir sig, en það er draumur þeirra. Kínverskir stúdentar hafa gerst að miklu leyti foringjar þeirra, sem berjast hatramlegast gegn yfirgangi Japana og hafa miklar óeirðir orðið víöa af þeirna völdum. Nýlega hófu þeir göngu frá Nanking til Norður-Kína, og eru þeir á þeirri göngu, þegar þetta er ritað. Hér á myndinni sjást kínverskir stúdentaf íkröfa- göngu í Nanking, og bera þeir flögg með ýmsum áletrunum. verið hrieinasta slysni. — Svo dró- um við upp úr vösum okkar 120 dollara og fengum honum. Pað vom allir þeir peningar, sem við Sverge höfðum átt til góða, og skipstjórinn hafði með ánægju látið okkur fá þá, er hann vissi að Norge voru ætlaðir þeir. Eftir að við höfðum talið kjark hver í annan og ákveðið að hitt- ast í New York að 7 mánuðum liðnum, eða ef það ekki gæti. gengið, þá í Rio de Janeiro að 14 mánuðum liðnum — kvöddum við þennan góða, en ógæfusama félaga ökkar. Við vomm ‘komnir norður undir Porto Rioo. Fort Albert var þung- lur í sjónum, en skreið samt á- fram með 12 mílna hraða. Stilli- logn var, loftið heitt og mollulegt. Himininn var blýgrár og svo var og alt umhverfið; það hafði verið það i tvö siðustu dægur. Veður- Skeytin spáðu fellibyl á næst- unni, og nú var verið að ganga frá öllu sem bezt um borð: Líf- bátamir vom festir með aukafest- um, alt lauslegt tekið af dekkinu og jámhlemmar settir fyrir alla glugga og flestar dyr. Kl. var að ganga 12 á mið- nætti. Við Sverge sátum inni í herberginu, sem ég haföi til um- róða, og töluðum um Norge. Ann- að slagið dreyptum við á whisky- flösku, sem stóð á borðinu. Við vissum, að ekki gat liðið á löngu þar til veðrið skylli á, því sjórinn var farinn að ókyrrast, svo skip- ið valt töluvert. Þannig leið tíminn, þar til 8- glas var slegið (kl. 12) og ég þurfti upp að stýrinu; þar áti ég vörð til kl. 4. — Aður en ég fór upp á stjómpallinn bauð ég Sverge „góða nótt“ og hann mér „góða vakt“. Við bjuggumst ein- mitt við að fellibylurinn Skylli á á þeirri vakt, er var að hefjast. Ég hafði ekki staðið nema einn klukkutíma við stýrið, er djöfull sleit sig lausan. Fyrst komu nokkur smá, snögg vindþot, eins og til að tilkynna komuna. Svo heyrðust ógurlegar drunur og eldingar hentust um himinhvolfið lengst út við sjón- deildarhringinn; þar næst kom hann, þessi voldugi konungur vindanna. Hann fcom með þeim ofsa og hamstola tryllingi, að Fort Albert, mörg þúsund tonna full- lestað skip varð eins og títill hörpudiskur á hafinu. Vindurinn lagðá stkipið á hliðiina og þeytti því í hálfhning hvað eftir annað, þó svo ég legði fult á stýrið. Skipstjórinn fcom þjótandi upp á stjómpallinn og fcallaði, að nú ætlaði þó djöfull í algleyming. Eftir klukkutíma hafði veðrið náð hámaxfci sínu. Það var eins og himinn og jörð væru að farast Tröllslegir sjóar skullu yfir skip- ið, með ofsa-grimd og hmttalegu afli. Það söng óg kvein í ölhí, regnið var svo þétt og stórgert, áð það var engu líkana en að helt væri úr fötu. Eldingamar þutu yfir alt himinhvolfið, og þnunurnar og spiengingarnar, vom svo ógurlegar, að ekki var nokkur leið að heyra til sjálfs sin, þó maður kallaði — hvað þá til annara. Um nóttina var mörgum þús^ undum fata af olíu dælt í sjóinn, til þess að létta á skipinu, og það þrauíkaði storminn af. Daginn eftir var himininn heið- skýr, fagurblár og brosandi. Það var eins og hann vildi leggja blessun sína yfir laskað skip og þneytta áhöfn, að ógleymdu haf- óm, sem nú leið áfram í spegil- sléttum og lokkandi, þungum öldum. — En langt, langt niðri S djúpinu lá Sverge — síðasti raun- vemlegi vimir minn — og svaf svefni dauðans. — Hafið bafði krafist fórnar um nóttina. Sfcrifað í dez. 1935. Dagtir Austm.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.