Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.07.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.07.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞ?ÐUBLAÐIÐ Úr íslenzku þjóðlífi: Þegar gesti bar að garði í grein peirri, sem hér fer á eftir, er lýst hvernig gestum var tekið, er að garði bar i sveitum og ýmiskonar pjóðtrú í sambandi við gestkomur áður á tímum. Greinin er einn kaflinn úr bókinni íslenzkir pjóðhœttir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. AÐ hefir Lengi verið <orö á þvi gert, að íslendingiar væru gestrísnir <og enda tækju sér í mein til pess að láia gestum sinum í té. Petta er arfur frá fiomöld, 'jg kannast margir við Geirríði í Biorgardal o. f:l., er nafnkunnir eru frá fomöld fyrir gestrisni sína og híbýlaprýði; skal og til niefna Þorbrand örrek. Prátt fyrir alt baslið og fátæktina, sem víðast var ríkjandi á seinni öld- um, mim því mörguim hafa mátt gefa pann vitnisburð, sem Uno v. Troil gefur íslendingum, að peir gefi gestum af góðum hug pað litla, sem peir hafa, og glieð- in skíni út úr augum þeirra, peg- ar pað er pegið m<eð pökkum. Örfá dæmi eru um svo kvikind- islega nízku, að mönnum hafi verið úthýst að parflausu, nema pá helzt í harðindatíð, pegar menn höfðu ekkert eða lítið sjálf- ir og alt var fult af uppflosniing- um. Og ef einhverjir lögðu pað í vana sinn að úthýsa fólki, pótti pað ekki síður skamniarlegt en önnur meiri broi. Oftast, eða að minsta kosti mjög oft, var pað, að menn fengu ól jós. eða Ijcs merki pess fyrir fiam, ef ges'a var von. Skal hér piess áöéins ge.ið, að hvérjium manni fylgir eitthviað, sem oft skiondrar á undan h onum, ef hann kemur einhvers staðar á bæ, en misjöfln er sú aðsókn, efíir pvi hvað manninum fylgir; ef hon- um fylgir draugur, einhver Mór- mn eða Skotían, pá er aðsóknin jafnan ill, og má finna pess mörg dæmi í pjóðsögum vorum. En ef Katfibætir. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 118 kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibætL Kann svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnust. honum fylgir eitthvað meinlaust, gerir pað engum neitt, en menn geta orðið varir við pað, skygnir séð pað o. s. frv.; pekkja peir ofí fylgjur manna og geía pá sagt fyrir, hver muni koma. Oft setur alt í einu einhvem ónota geispa að einhverjum, eða honum verður hálfflökurt, eða hann get- ur með engu móti haldið sér uppi fyrir svefni dálitla stund. Þetta boðar alt gestkomu. Stundum finna menn undarlega lykt, líkt og af súru sméri eða jafnvel brennivíni: pað er fylgjulykt. Stundum setur kötturinn upp gestaspjót, c: hann sleikir sig að aftanverðu og sperrir læriö hátt upp. Hundarnir bjóða gestum pannig, að peir liggja á maganum á baðistofugólfinu, teygja fram- lappirr.ar fram og leggja trýnið fram á þær. Sjálfsagt er, að peir eiga að snúa sár til baðsíofudyra; segja sumir, að peir leggi trýnið hægra megin fram á lappirnar, ef peir bjóði góðum manni, en vinstra megin, ef sá er miður vandaður, sem í vonum er; en ef peir snúa skottinu til dyra, en hausnum inn að s afni, pá er sagt, að peir bjóði ófrómum <eða pá ópokka. Svo er nú gestaflug- an, s<em er alt af á flökti innan um baðsíofuna, pegar gesía er von, iog ásækir hún oft gríðarlega pann, sem gesturinn ætlar að finna. Ef sérstaklega suðar í katl- inum, pegar kiaffi er hi‘að, má eiga von á gesti í kaffið. Þegar fleira eða færra af pessu vill til á bæ, er áœiðanlega ges:a von. Enda var pá stundum farið að sópa gólfið til vonar og vara og stundum kveikt á eini eða næfrn- kiollu til pess að bæta loftið. SVO kom nú gesturinn. Ef bjart var eða að minsía kiosti ekki dagsett, barði hann prjú högg í bæjarpilið, og putu pá upp allir hundar í bænum með gelti og ó- látum. Ef ekki var fljótlega bomið til dyra, var barið annað sinn og þriðja, en oft heyrðist illa á bæj- um, pó að barið væii, ef göng voru löng og margir rokkar skurkuðu á gólfi. Óhætt var að ganga til dyra, ef prjú voru hcgg- im, en ef pau voru ekki nema eitt eða tvö, pótti pað varasamt, pví að svo börðu draugar og aðrar illar vættir. Þegar út kom, heils- aði komumaður heimamanni með kossi og sagði: „Sæll (eða sæl) vertu“ á undan, en hinn tók kveðjunni og sagði: „Komdu sæll (sæl)-“ Ef meira var haft við eða pað voru vinir eða kunningjar, hafði komunriaður pessi orð: „Sæll og blessaður" <og heilsaði pá með kossi og handafcandi, <og hinn tók undir: „Komdu blessað- ur <og sæll,“ og svo var oft öðrl- um kossi bætt við <og sagt: „og pakka pér fyrir síðast“ o. s. frv. Stundum tóku menn pá ofan húf- una eða höfuðfatið með vrnstri hendi, köstuðu hárinu frá enni sér með dálitlu viðbragði með höfðinu og kystust svo. En ef dimt var orðið eða komið fram á vöku, var að vísu tarið að dyrum á Suðurlandi, en norðanlands og eystra var pá ætíð farið upp á glugga; var par ságt, að engir berðu að dyrum eftir dagsetur nema draugar. Á glugganum var sagt: „Hér sá guö,“ og var pað kallað að guða; peir sem inni voru, tóku pá undir og sögðu: „Guð blessi pig.“ Svo var beðið um að fá að finna einhvern til dyranna. En pað var föst venja, að hafia bæjardyr lokaðar eftir dags-etur. Þegar gestur hafði gert vart við sig, gerði hann venjuleg- ast boð fyrir pann, sem hann átti erindi við, og ef pað var hús- bóindinn sjálfur, bauð hann hon- um pegar að koma inn. Þáði gest- urinn pað jafnan, ef hann mátti vera að pví. Oftast bar hainn er- indið upp pegar, er lrann hitti pann, er erindið var við, nema pað væri pví meira og nrarg- bnotaara. Gestur gekk inn á eftir og var oft leiddur. Þegar gestur kom til baðstofu, kaslaði hann kveðju á fólkið, er hann kom inn úr baðstofudyrunum, og sagði: „Sæl verið pið öll samjan,‘“ eða „Sælt 'Og blessað fólkið," og sv<a gekk hann að hverri mannieskjtt, ungri og gamalli, <og heilsaði með kossi alla leið inn í baðstofuistafn. Svo var honum vísað til sætis og alt af byrjað á pví að spyrje frétta. Gestir og gangandi v<oru lengi einu fréttablöðin á landí hér. QJÁLFSAGT var að veita gest- ^ um góðgerðir, — til pess var peim boðið inn, enda var pað mikið óánægjuefni, ef gastur vildi ekki tefja og páði ekki göðgerðir. Ýmist var haft til góðgerðar spónamatur eðia átmatur <og stundum hvorttveggja og oft kaffi, eftir að pað fór að tíðkast, síðast á 18. öld. Ef borð var til í baðstofunni, var gesturinn sett- ur við pað, annars var matarílátið sett í kné honum. Sumum fanst pá við eiga, pegar góðgerðirnar komu, að segja sern svo: „Þið átt-i uð nú ekki að vera að pessu, — petta var nú hreinn óp,arfí“ o. s. frv. Ef pað var áímatur, sem veittux var, spurði oftast sú, sem mieð hann kom, hvort gesturinn hefðí hnif á sér, og fylgdi pví 'Oftast pað svar, að svo væri, en spónn var alt a? borinn meö spónamat. Áður en gesturinn tók til inatar, signdi hann sig 'ág sagði síðan: „Guðlaun matínn" eða: „Gefið' mér í guðsfriði rnai- iinn,“ og var pá venjulega svar- að: „Guð blessi pig.“ Bæði var nú sjálfsagt að signa sig, áður en tekið var til matar, en svo var (Frh. á 6. siðu ) Atelier Ijósmyndarar hafa ávalt forystuna * smekklegri ljósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyndastofa Sigurðar GuðmundssonaiV liækjargötu 2, Reykjav£k.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.