Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 3
ALÞlÐUBLAÐIÐ -'E* RANSKI blaðamaðurinn heiTa K. var látinn rannaaka ,,1-eynd armál BerlínarbiD.rgar“. Berlín er lastabæli: kokain, morfin, hias- i chisch. Herra K. gengur um ALex- anderplatz. Maður á að gizka 24 ára kemur á móti honum. Alt í ’einu dettur hann. Hann diettur snögglega og án þiess að giefa mokkurt hljóð frá sér. Hann er föíur í andliti og buxurnar bans lerú stagbœttar. Lögnegluþjónn reynir að reis;a hann á fætmr. — Það þýðir ekkert. Maðurinn hníg- «r niður á stieinlagða götuna. Hr*. K. ispyr: „Áfengi, ieiturlyf?‘“. Lögriegluþjónninn svarar kæru- •Leysislega: „Hungur." Einni klukkustund síðar sér blaðamaðurinn, að ung kona hníg ur meðvitundarlaus niður á gang- stéttina í Unter den Lindien. Það verður uppistand. Það korrar í konunni og svitinn sprettur út á «nni hennar. Eigandi gullsmíða- öúðarinnar — þunglyndur ístriu- belgur, — brosir háðslega: „Hún notar eiturlyf! .... tÁ: Skyldi hana í raun og wru ::svirna?“ Herra K. er óróLegur. Hv-ers vegna datt hún á götuna? ístru- beigurinn hlær uppgerðarhlátri: „Hún gerir það til þess að fá brauð. . . .“ Mannfjöldinn dreifir sér. Herra K. er alveg ruglaður. Síðla um fevöldið, þegar hann er á heimleið frá „Nakadu,‘“ sér hann ennþá ‘bvar maður liggur á götunni. — Það er öldungur. Líkami hans ©ngist í krampaflogum. Maður jneð gleraugu segir: „Hann er máttla'us.“ Þegar hierra K. kemur heim á hótelið, ritar hann í Vaisabók sína: „Hungur í Bierlín. . . .“ i Gremjulega rífur hann blaðið , úr bókinni, bögglar það saman og Lekur til starfa síns: „Mér heppnaðist að uppgötva HeyniLega ópíumholu. . . Alt þetta var 18. febrúar 1932. í febrúar 1932 voru 6 128 000 • Skráðir atvinnúlausir í Þýzka- landi. Eftir hagfræðilegum upp- lýsingum frá alþjóðaverkamálar Bkrifstofunni eru 24 000 000 at- vinmileysingjar í heiminum. Heimurinn er stór. í þessum , fstóra heimi er smábær, sem Steiesr Ibeitir. Bærinn er í Austurríki og Atendur við ána Ems. Umhverfið ©r dásamlega fagurt. Gotnesk Itirkja, sem stendur opin. Bíla- verksmiðja, sem er lokuð. íbúar bæjarins eru 22 þúsundir. Þar af ©ru 18 þúsundir atvinnulausar og 15 þúsundir svelta. Rúmfötin og Sibnnudagaskórnir eru slitnir fyrir löhgu. Sumir liggja hálfnaktir í fnnmum hilum, aðrir reika um Ilja Ehrenburg: hinar töfrandi götur. í bænum ef ekkert brenni, ekkert Lós, ekk- ert brauð. Mannleg tunga er ólwot in. Málfræðingarnir segja-, að 500 orð nægi til daglegrar notkunar. Ibúarnir í Steier hafa ekkiart að gera við 500 orð. I hinni von- lausu martröð, sem hvílir yfir- bænum, eins og þokan yfir Ems, komst að eins að eitt stutt og ein- falt orð: „Brauð!“ Mr. Andrew var í Kína 1928. Þar voru þurkar. Eftir þjóðvegin- um liðu hálfdauðar vofur. Öðru hvoru námu þær staðar og hnigu til jarðar. Meðfram vegin- um voru sverir trjástofnar. •— Mennimir höfðu etið bæði blöð og börk. Umboðsmenn föluðust eftir kionum handa pútnahúsurr um. Þeir buðu 50 œnt um árið og brauð að auki. En það voru alt of margar ungar konur. Þær, sem ekki komust að, dóu á þjóÖveg- inum, og villihundar nöguðu hold frá beini. Mr. Andrew skýrði frá því, að strax yrði að hefjast handa um hjálp. „Sendið brauð. Fólkið hrynur niður af hungri.“ Þetta var hungursneyðin 1928. Árið 1931 var aftur hungursneyð í Kína. Nú var þaÖ ekki vegna þurka, heldur vegna vatnsflóða. Séra H. Johnson, sem nýlega heimsótti Jang-Tse-dalinn, segir svo frá: „Við komum inn í fjölda af hreysum. Handfylli af höfmm, berki og leir var það eina, sem fólkið hafði til þess að nærast á. Fólkið selur börn sin. Drengir em seldir á 6 dollara, en stúlkur: komast upp í 10.“ Séra Johnson bætir við: „Ef eklri koma hingað kom- birgðir og það strax, þá vofir hungurdauðinn yfir hundraðum þúsunda manna.“ Ungverjaland er þakið bleik- um ökmm. Hvítir uxar em á beit um grasvellina. I Ungverja- landi deyja mennirnir úr hungri. 1 sveitaþorpinu Dissel eru 105p íbúar. Þorpið er umkringt af frjó- sömum ökmm og engjum, þar sem hvít naut eru 'á beit. 6. maí 1932 handtók lögreglan í Dissel 6 bændur. Glæpamenn- irnir höfðu grafið upp hræ úti á engjum og étið það. Bömin dóu af því, en fullorðna fólkið hélt lífi. Við yfirheyrslumar játuðu hinir handteknu: „Við ætluðum einu sinni að lofa börnunum okk- ar að borða sig mett.“ Ameríka er hreykin af dollur- um sínum, hveiti og trú. 8 millj- ónir atvinnuleysingja reika um hinar sléttu og löngu götur. Þeir em hungraðir. Þeir eiga hvorki hveiti né dollara. Þeim verður að nægja trúin. I næturstofú við Beverly búa 880 manns. Þeir eiga hvergi heima. Presturinn heldur ræðu: „Vor guð er borg á bjargi traust!“ Svo bætir hann við vingjarnlega: „Við skulum syngja saman einn sálm!“ Hinir 880 þegja. Presturinn syngur; hinir þegja. Presturinn spyr: „Hvers vegna syngiö þið ekki, vinir mínir?“ Þá umlar í einum af hinum 880: „Við getum ekki :sungið; við höfum ekkert fengið að borða.“ Aftur tekur þokan og hinar sléttu, löngu götur við þeim. Hvergi er handtak að gera. Betl er bannað. Dauðinn er glæp- ur. Þannig gengur það á Spáni, í sveitunum í Estrúmadura. Mað- ur nokkur skríður eftir jörðinni. Það er þjófur. Hann ætlar sér að stela. Það er hvorki gimstein- ar né peningar, sem hann hefir hug á, heldur ávextir. — Trén í skóginum eru hvorki eign bændanna né drottins allsherjar. Hertoginn í Ornachuelos á þau. Hann á 506 000 hektara af landi. Bóndinn skríður eftir jörðinni. Hann ætlar að stela ávöxtum. Mennirnir borða ávexti, þegar brauð er ófáanlegt. Bóndinn á konu og átta börn. I tvo sólar- hringa hafa þau ekki bragðað mat. Varðmaðurinn skýtur. Glæpamaðurinn fellur dauður til jarðar. Konan og börnin fá enga ávexti. Þau fá að eins líkið — sem er blóðugt, með óhreinar, brotnar tennur. Konan setur klaufalegt smástryk á pappírinn. En Petro, fjögurra ára snáðinn, skilur ekki hvers vegna rnóðir hans grætur. Hann skilur ekki hvers vegna eru til ókunnugir menn með skínandi þríhyrnda hatta. Unz nóttin skellur á held- ur hann áfram að kveina: „Mig langar í mat.“ í Karpatafjöllunum hafa menn veitt því eftirtekt, að ungbarna-i dauðinn fer vaxandi. Fyrir nokkr- um dögum var hafí til sýnis í Prag brauð, sem bændurnir í Verchovina lifa af. Brauðið líkist leir. Það er búið til úr hismi og steyttum trjáberki. Læknamir í Prag hafa mikinn áhuga á því að rannsaka þetta karpatiska brauð. Þeir segja að það sé heilsuspill- andi. Mennirnir æpa: „Brauð!“ Þeir æpa í stórborgunum og smáum sveitaþorpum; á steingötunum í Bellevilles og Neuköln; meðfram bryggjunum í London og Ham- borg', í' ysnum í New-York, eg í þögn gresjanna; í Kína og Chile, í Kongoríkjunum og Póllandi Brauð! Brauð! Mennirnir stela. Þeir eru settir í fangelsi. Svo eru þeir látnir lausir, fil þess að deyja frjálsir. Mennirnir drekkja sér, hengja sig, opna sér æð eða skrúfa frá gasinu. Þeim er bjargað til þess að þeir geti dáið skikkanlegum og heiðarlegum dauða. Þannig deyja mennirnir. Nýir menn fæð- ast. Hagstofurnar senda magn- aðar tölur út um heiminn. Lækn- arnir lífga þá drukknuðu. Fanga- verðirnir hringla í lyklunum * — bæði í kvikmyndunum og í líf- inu sjálfu. En hinir, sem lifa, hrópa: „Brauð! Bröd! Pane! Bread! Pain! Brot!“ í Rómaborg er haldin alþjóða- ráðstefna. Á ráðstefnunni eru mættir fulltrúar 46 ríkja: sendi- herrar, ráðherrar og lærðir menn. Ráðstefnan hefir staðið í fleiri daga og fulltrúarnir endurtóku þreyttir sama smáorðið: „Brauð! Brauð!“ Þó má maður ekkihalda að þeir séu hungraðir — þeir eru stjórnmálamenn. Þeir em angraðir af hinni óheyrðu neyð, að það er ofmikið af brauði til í heiminum. Milljónir manna svelta einungis af því að það er ofmik- ið til af brauði. A borðinu liggur skjalahylki með tölustöfum. Langar raðir al (Frh. á 7. síðu.) Haltihætii. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn ré’tti kaffikeimor haldi sér. Þefta heflr G. S. kaffl- bætir tekist. Munið aS biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svDíot engan. Reynið sjalf. Reynslan er ólýgnusL

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.