Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 4
’ACÞÝÐUBCAÐIÐ Maxim Gorki: S10RMB0ÐINN Vindurinn vefur veltandi skýja flókum, yfir blágrá sœvarsvið. Milli sœvar og skýja strauma, flýgur hinn frái stormaboði, eins og elding um niðdimma nótt. Um himininn heyrist hans röski rómur, fiá bláum bárum til bráðfeigta skýja; prútinn hatri og heift ofsafenginna örlaga. Með voldugri sigurvissu veifar hann vœngjunum og fer á fleygiferð, fagnandi gegnum geiminn. Máfar líta hrœddir til himins, flýja öskrandi á haf út, en vilja helst vera á hafsbotni. En stormboðinn sterki, hreykir sér hátt yfir haflöðriö. Hann svijur einn saman. Húmið læðist um himininn, en öldurnar œda og pjóta á móti prumunum. Eldfleygar feykja sér með feiknstöfum yfir híminhvolfið. Öldurötið óskapast í kapp við efldan vindinn, sem faðmar pœr föstum tökum, ans pœr bíða bama við sendna strönd. Bak við hinar protlausu pórdunmr, skynjar hinn skapandi andi, skýjarof hins nýja dags. skýin geta ekki altaf aftrað sólarsýn. En ennþá ýlfrar vindarinn. Þrumufleygar pjóta um pokuloftið. Húmið breiðir yfir sig blœju, sem er blá á lit eins og logínn. Eldingum slœr niður i sœvardjúpíð. Eins og eldslöngur, renna pœr i regin djúp, með leikandi logum. „Stormurínn slitur böndin!“ stormboðinn hreykír sér hátt, um leið og eldíngar æða, og hafið fer hamförum, syngur hann hœrra, en hafrótið, spádómsorð sigrandi lýða: „Send sterkarí storm!u Geir Jónaseon þýddi. Hann hækkar flugið og hreykir sér. Eins og elding, sem œðir áfram. Eins og ör eem er skotið upp i skýin. Hann slœr sœrokið, með svifandi vœngjunum.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.