Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 09.08.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐDBLAÐIÐ HJÁ HITLER Frh. af 2. sí'öu. á priðja. pláss og sagði, að hún vildi ekki láía sietja sig í blöðin. Við gátum ekki séð húsin, sem erlu 100 hæðir af pví þaö var svo agalega mikil þoka. Þegar við komum í land vár a'skaplegur hasar. Allir vo;ru að hlaupa jg stökkva eins og þeir værtu band- þreifandi- vitlausir. Það var svo agalega pirrandi. Menn. sögðu: „Hérna, frú, bíll" og: „Hvert á að fara, frú?" Við fórum á. Iroquois Hotel, og allir biðu eftir okkur, og þei;r sem gátu ekki beðið, höfðu skrif- að okkur á miða. Lillian og Doro- thy Gish sendu okkur skeyti og buðu okkur velkomin til Ameríku og kveðja frá öllum, og Elmer Rice og fjölskylda hans sendi okk- ur líka skeyti og þau buðu okkur líka velkomin. Svo við vorum vist velkomin til Ameríku. Dyravörðurinn á hótelinu var svartur og a'skaplega kurteis, og hann lofaði okkur að fara upp og niður með sér í lyftunni. — Stofupían kallaði okkur „hunang", og þegar hún hló, voru tennurnaff í 'henni svo agalega hvítar. Hún var líka svört. Guð, að láta -kalla sig hunang! Það er „míel'" á frönsku og „Honig" á þýzku, og það er sætt mauk, sem haft er ofan á brauð. Það var agalega pirrandi á þessu hóteli. Þegar maður horfði út um gluggana, gat maður ekki séð' himininn, og alstaðar voru stóiiar öyggingar. Það var ekki hægt að sjá neinn garð eða port þegar maður horfði út um glugg- ana. Alstaðar voru háar bygg- Ingar og aldrei nokkumtíma á æfi okkar höfðum við séð aðra eins byggingu og Empire State bygginguna. Maður getur staðið á götunni fyrir framan hana, og maður verður að passa sig að Hta nnnnnnnnnnnn Atelier Psmpdarar hafa. ávalt forystuna í smekklegri Ijósmynda- framleiðslu. Mimið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Líjósmyiidastofa Sigurðar Guðmundssonar, Joekjargötu 2, Keykjavík. mmunnnnnrmn ekki of hátt upp, því að þá getur maður hálsbratnað. Aldrei nokk- umtíma höfðum við séð eins maigt fölk og á götunum. Það er svo agalega margt fólk í New York. Og ekkert fólk söng eða mariséraði, og allir voru svo aga- lega neiðir i framan á götunum. Mamma sagði, að það væri krepp- an. Kneppan er eitthvað ssm gerir mann svo leiðan, og svo fær mað- ur ekkert að gera og svo verður maður að fá peninga hjá forset- anum, >og þá skammast maður sín jg verður svo feiminn- Jónsi gat hvergi fundið kóngs- höllina, en þá fengum við að vita, að það er enginn kóngur í Ameríku, en bara forseti, sem er stjórinin, og hann á heima í hvíta húsmu i Washingtjn, D. C. Apótekin í Ameríku eru skritin. í Berlín eru þau kölluð „Apo- theke" og þau selja bara meðul. t Ameríku getur maður fengið rjóma-ís í. apótekunum og brjóst- sykur og sígaœttur og kiem og leikföng 'Og fióaduft og visku- stykki til.að þvo diskana og næst- um alt mögulegt. Maður getur líka fengið meðul. Við fórium í bíó með mömmu. Ja, guð, að hugsa sér hvað sýnt var á bíóinu! Getið þið! Ræn- ingjar! Og þeir skutu sjálfa sig með byssum og voru hlæjandi, og kona var bundin með kaðli! Jónsi fór að skæia, og Ríkki varð hrædd ur, jg ég, Patíenoe, hélt höndun- um fyrir andlitinu, og mamma sagði: „Við skulum fara héðan. Að hugsa sér að sýna börnum þennan óþverra!" En öll börn- in klöppuðu saman lófunum og æptu og þótti a'skaplega gaman. í Berlín mundi börnum ekki vera leyft að sjá svjna mynd. Rikki sagði: „Þarna sjáið þið! Sagði ég ekki, að það væri fult af ræningjum í Ameríku, sem alt af værii að skjóta?" Og þeir skutu lögreglurnar, og lögnegl- umar vom kmjssbölvandi og skutu á móti, og bílarnir öskr- uðu „bö-bö-bö“ og steyptust fram af björgum, og það var svakalegt. Við vorurn kófsveitt á höfðinu. Fimm góðir vinir. Þau áttu heima í Lyngby. Ei- rikur var ekki kominn bieim úir kaupstaðnum. Erna var orðin ó- róleg og sendi samhljóða skeyti til fimm vina þeirra: — Gistir Eiríkur hjá þér í inótt ? Svar óskast strax. Rétt eftir að skeytin voru send, kemur Eiríkur hieim. Stundar- fjórðungi seinna kemur síma- sendillinn með fimim skeyti, öll samhljóða: - Eiríkur gistir hjá méir í nótt. Nýtt amerískt leynifélag Nýtt amerískt leynifélag virð- ist hafa verið stofnað nýlega, Kona ein kom fyrir rétt í Wil- mington í Norður-Carolina og liafði einkennilega sögu að segja um framkomu félagsmanna. Þegai’ hún tók af sér hattinn kom það; í ljós, að höfuð hennar hafði verið nauðrakað, og í hvirflinum hafði hún rauðmálað- an ki’oss. Svo skýröi hún frá grímuklæddum körlum og kon- um, sem píndu fólk, sem að þeirra áliti væri ósiðlegt. Réttvísin hefir komist á snoðir um það, að foringi þessa leyni- legar félagsskapar sé sveitaprest- ur frá Clarendon í Norður-Caro- lina. Æsir hann meðlimi safnaðar síns til þessara hermdarverka. Fimm manneskjur úr sókninni háfa orðið fyrir barðinu á þess-' um félagsskap og hlotið hina herfilegustu útreið. Ákærandin sagði, að hún og dóttir hennar hefðu verið sóítar heim af 18 mönnum og konum í hvítum fötum og með stóra hatta á höfðinu. Mæðgurnar voru afklæddar niður að mitti og barðar með ölum. Að því loknu voru þær ámintar urn að bæta ráð sitt og sækja sunnudaga- skólann. Peningar vaxa á tijánuœ. íbúarnír í Donbridge í Tennes- see i Ameríku ráku upp stór augu hérna um daginn, þegar skógarvörðurinn kom heim með fullar hendur fjár. Hann kvaðst hafa verið á sinni venjulegu eftirlitsferð um skóginn og fund- ið seðla í greinum trjánna. Þaö var svo mikið þar af peningum, að hann hafði ekki komist með alt með sér. Allir borgarbúár, sem vetiingi gátu valdið, flýttu sér út í skóginn tii þess að lesa peninga af trjánum. Svo var skipuð rannsóknarnefnd, og átti hún að komast að þvi, hvernig gæti staðið á þessum peningum. Konist hún fljótt að raun um, hvernig í málinu lá. Ræningjahópur hafði ráðist á póstvagn, sem var á leiðinni til borgarinnar Charlotte með 80 000 dollara. Ræningjarnir höfðu bundið vagnstjórann og aðstoðar- mann hans, náð peningunum og grafið þá i skóginum, til þess að geyma þá þar fyrst um sinn. Var riú farið að grafa, og fann lögreglan mörg seðlabúnt. Álíta menn, að ræningjarnir hafi í flýt- inum gleymt að grafa eitt búntið, og hafi vindurinn feykt seðlunum upp í trén. Ræningjarnir hafa aldrei leitað að ránsfeng sinum; áhættan var of mikil, og lögreglan leitar þeirra árangurslaust. Smyglaiinn sat fastor skolpræsinu. Frá Brússel hefir borist ein- kennileg saga um smyglara. Gerðist þessi atburður nýlega nálægt iandamærum Frakklands og Belgiu. Dag nokkurn um hádegisbilið var slökkviliðið kvatt út, og er það kom á kvaðningarstaðinn, sá það manntetur koma hlaupandi út úr porti einu. Veifaði hann bréfi i hendinni, lét þaö svo falla á jörðina, snaraði sér á bak á mótorhjóli og var allur á bak og burt. Þegar bréfið var opriað var þar tilkyhning um það, að maður sæti fastur í skolpræsinu á stað. sem tiltekinn var I bréfinu, og hefði setið þar í marga klukku- tíma. Slökkviliðsmennirnir óku á staðinn og einn þeirra skreið inn í ræsið. Hann heyrði neyðaróp lángt innl í ræsinu, en komst ekki alla leið til mannsins, sakir þess hve ræsið var þröngt, og hann vildi ekki festa sig líka. Það voru því ekki önnur ráð til þess að bjarga manninum en að grafa upp leiðsluna. Var þegar í stað hafist handa, og eftir fjögurra klukkutíma erfiði náðist maðurinn úr ræsinu. Hafði hann verið þarna í 14 lriukkutíma, og þótti þetta heldur leiðinlegur dvalarstaður til langframa. Við nánari rannsókn kom í ljós, að maðurinn var vínsmygl- ari. í rörinu fundust margir brennivínsbrúsar, sem smyglarinn hafði reynt að koma inn yfir landamærin á þann hátt að draga þá gegn um ræsið. Smyglarinn vár fluttur á sjúkra- hús og er sagður á batavegi eftir þessa hrakninga. ASþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 aura. Franskbrauð heil á 40 au- — hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 auxa. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur all8 konar, rjómi og ío. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.