Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.11.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.11.1936, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 vel launaða og þokkalega starfi. En úr því ég minnist á þetta, þá vil ég taka það strax fram, að fæðið var alveg sérstaklega gott þarna, þennan tíma, sem ég idvaidi í námunum, og sama kvað hafa verið allan þann tima, sem þarna var unnið. T. d. þegar leið á vorið höfðum við á borð- um lax frá Laxamýri og bjarg- fugl frá Mánáreyjum, hvort- tveggja hið mesta lostæti. Og þrátt fyrir það, þó við hefðum svona gott fæði, þá varð það hreint ekki mjög dýrt, enda vor- um við lausir við dýran yfir- bryta. Um vinnuna er það að segja, að hún var fremur ánægjuleg og hreint ekki erfið. Kl. ,7 á morgn- ana var gengið suður i námuna, en þangað var 5—7 mín. gengur, Pg siðan var tekið til starfa. Sumir boruðu holur inn. í bergið til að undirbúa dinamit-spreng- ingu, en aðrir fóru að aðskilja kol frá grjóti, sem hafði verið losað daginn áður, en þriðji hóp- urinn gekk að vögnunum og fór að flytja burt úr námunni ýmist kol eöa grjót. Vagnarnir gengu eftir spori, sem lá úr námunni og fram á uppfyllingu. Hallaði spor- inu hæfilega mikið, svo að mjög auðyelt var að renna vögnum Jjessum niður, og voru jafnvel 'stundum hafðir á þeim hemlar. Grjótinu var steypt fram af upp- fyllingunni, en kolunum jSteypt í þar til gerða gryfju. Vandasamasta verkið er að að^ skilja kolin frp grjótinu. Varð að taka hvern lausan mola í hendi sína og kljúfa hann með handexi. Síðan var kolablaðinu kastað til annarar handar en grjótinu til hinnar. Gæði kolanna voru mjög undir því komin, 'hvernig ]>etta verk var leyst af fiendi, erada voru valdir til þess trúverðugustu mennirnir. Megin- ^iluíi þess, sein Josað var, var ein- úngis grjót, en að: pins lítill hluti fiol. Var þetta því geysiieg vinna, að koma öllu þvi grjóti á burtu, íem þarna losaðist, Kolin voru flutt burt á sama hátt og grjótið, ^g fylgdu 2—4 menn hverjum ífagni, Venjulegast var það mesta erfiðið, að koma vögnunum tóm- um,eftir sporinu upp í oámuna, því þeir voru afar-þungir eða 400 Trund tómir. Venjulega gengu 2 til 4 vagnar allan daginn. Þó ekki væ.ri búið að vjnna tiema 10 mánuði þama, þegar ég. kpm, vajr búið að grafa mörg ag löng göng inn í bergið, og spilað undir með stórtrjám. Síundum, þegar vinnu var Iokið $ kvöldin, gerði ég það mér til gamans, að fara könnunarferðir inn í göng, þessi með carbid- lampann. minn í hpndinnú því allir höfðum við carbiddampa. En þó hafði ég aldrei þolinmæði til að kanna öll þessi göng, enda var oft erfitt að komast áfram fyrir grjóti, sem ýmist hafði ver- tð skilið eftir eða hrunið úr berg- tnu. Og svo var víða mikill leki, sem gerði umhverfi þetta enn þá Ömurlegra. Ég var því jafnan þeirri stundu fegnastur, þegar ég komst aftur undir bert loft. Eins og ég hefi áður tekið fram var yfirleitt gott að vinna inni í námunum. Það eina, sem telja mátti til óþæginda, var lekinn. Tært bergvatnið streymdi lát- íaust niður úr berginu á mörgum 'stöðum, svo tæplega varð komist voru þeir með illkvitnislega stríðni og kvefsni hverir um aðra. Og þetta gekk látlaust dag eftir dag og viku eftir viku. Enda þótt ekkert væri meint með þessu Venjulega og þeir væru jafngóðir kunningjar eftir sem áður, þá fanst mér þetta afar leiðinlegt, 'með því líka að ég var alveg ó- vanur slíku. Þetta varð líka ó- sjálfrátt til þess, að mér varð hldrei eins hlýtt til slíkra starfs- félaga. Af þessum ástæðum kynt- ist ég minna Sunnlendingunum, en sóttist hins vegar mjög eftir að hlýða á sagnir og skrítlur Norðlendinganna, og verða mér sumar slíkar sagnir ógleymanleg- Charles Bandelaire: ..........‘ " 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 Dauði fátæklinganna. Dauðinn bezt oss huggar. Það er hann, sem lífið bætir. Hann er takmark lífsins, sú von, sem kveikir eld, sú guðaveig, sem fjörgar oss og ferðamahninn kætir og færir honum þrek að reika fram á hinzta kveld. í gegnum storm og dimma hríð á háum heiðadrögum hann himinhvolfið lýsir við draugalega storð; hann er sæluhúsið fyrirheitna í fomum helgisögum. Vér fátæklingar setjumst þar við réttum þakið borð. Hann er engill svefnsins, er með seíðnum töfraslag sæta drauma vekur eftir kvalafullan dag, Dg hann er sá, er hreiðrar rúm hins hrjáða förumanns. Hann erfjarlægt stjömublik og drottins dýrðaróður, hið dulda, horfna ættarlaud og fátæklingsins sjóður, og dyr, sem standa opnar til ókunns himnaranns. 8 8 8 8 8 8 í 8888888888888888888888888 hjá því að blotna nokkuð. Virt- ist engin bót vera að því að úinna i oliufötum eða sjóklæðum, þvi þá blotnaði maður af svitan- um. Þarna skorti ekki hitann, svo ’heppilegast var að vera sem allra minst klæddur. Mér er óhætt að fullyrða, að þarna var unnið mjög vel. Mig minnir, að við verkamennirnir vær.um 30 til 40 íengst af þann tima, sem ég var þarna, — bæði Sunnlendingar og Norðlendingar — og var sam- komulag hið bezta, enda þótt margt sé ólíkt með {>eim. Norð- lendingar voru yfirleitt mjög spaugsamir, fyndnir og gaman- samir. Flestir þeirra kunnu ó- grynni af sJtritlum og gaman- sögum, fornum og nýjum, og voru flestar þsirra þannig; að þær særðu engan. En Sunnlend- • tL; •’ mgar voru í mesta máta ólíkir Norðlendingum. — Þeir voru að Vísu gamansamir, en gamansemi þeirra .var á aðra Iund. Hún gekk Tnest út á að seera aðra, helzt þá, Sem á hlustuðu. Og sírv á milli ar. Mest sóttist ég efíir að hlýða á sagnir af ýmsum þeim, sem Unnið höfðu við námuna áður en ég kom, en vora nú famir. Þarna heyrði ég t. d. í fyrsta skifti nefndan Odd Sigurgeirsson ‘ninn sterká af Skagánum, sem að rninsta kosti allir Reykvíkingar kannast við. Af honurn heyrði ég ýmsar skemtilegar sögur. Með- al annars um viðureign hans við isbirnina, sem gengu hvarvetna í land á útnesjum norður þar þennan vetur. Annan mann heyrði ég Iíka oft minst á, og var hann nefndur Gunnar Espólin. En það stendur eins ú með þennan mann og Odd hinn sterka. Þeir eru báðir sagðir alþektir í höfuðstaðnum og nafn- kendir hvor í sínum flokki, svo 'ekki er viðeigandi enn — eftir tæplega 20 ár — að fara að segja sögur af þeim, svo merkum mönnum. — Ég heyrði mikið 'rætt um fleiri menn, sem þarna höfðu unnið. T. d. var oft og áaörgum sinnum minst á Bjama hokkurn Benediktsson. En þann tnann hefi ég aldrei heyrt nefnd- án síðan, og léikur forvitni á áð vita hvort hann er nú lífs eða liðinn. Eftir frásögnum að dæma, var Bjarni þessi einstak- íir snillingur í peningaspilum, og var talið, að honum fataðist aldrei. Það var fullyrt af mörg- Um, að hann hefði grætt svtt íið segja í hvert einasta skifti, sem hann greip í sp.il, en það toun hafa verið nokkuð oft, því spilafýkn námumanna þessaravar þjóðkunn. Peningaspil var afar- mikið iðkað í námunum. Ekkí einungis á meðan Bjarni þesst dvaldi þar, heldur og allan tím- ann frá byrjuu til hins síðasta. DAGLEGA var spilaður „Lan- der“. Er það drjúgt peninga- spil og hættulegt, þó ekki sé beinlínis hægt að telja það til f járglæfra. — En . um helgar og þegar meira. var við ; haft, þátl var spilað fjárhættuspil, sem nefnist „21“. Valt þá oft á tug- úm og hundruðum, það sem fór úr einum vasanum í annan. Aldrei heyrði ég þess getið, aú fymefndur Bjarni hefði haft svifc, ‘í frammi við spilamenskuna. Og einmitt þess vegna stór-furðaði; alla á hinni miklu spilaheppni bans, og var mörgum getum að ’því leitt, hvað. henni hefði vald-; ið. Talið var, að hann hefði grætt< stórfé þennan vetur. Þá heyrði ég þess getið, að beztu spilamenn iHúsvífeinga, hefðu þrisvar skorað' á hann að spila við sig og hugs-' að sér að jafna um hann. Bjami kvað hafa tekið ódeigur áskorun-' úm þessum og unnið — unnið í öll skiftin.og það meira að segjai talsvert fé samtals. Á meðan ég dvaldi þarna í námunum, var haldið uppteknum hætti og spilað. Næstum daglega, var spilaður „Lander" og um helgar „21“. En nokkuð var far- ið að draga af spilakeppninni,' svo að ekki spiluðu nema eitt eöú tvö „partí“ í einu, enda vorn mestu spiíamennirnir farnir. Um helgar gerðum við okkur fleira til skemtunar en að spila.. Stundum fóðrum við til Húsa- víkur, ýmist á bát eða gangandi. Þángað var tveggja tíma gangur. Ein slík ferð er mér sérstáklega' minnisstæð. Á Hús*avík átti að iúra fram knattspyrnukappleikur á milli Húsvíkingá og Tjörnes- inga. Nokkrir lögðu af stað gang-' ándi, en aðrir fengu sér bát og hugðust áð sigla og verða fljót- ári með þvi að leiði virtist vera1 gott. Ég man það, að mér þótti álit- legra að fara með bátnum. Við lögðium af stað kl. 8 um. kvöldið- Frh. á 6. síöu-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.