Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.01.1937, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Einar Sigurfinnsson: Strand á Meðallandsfjörum. ANN 20. janúar 1911 seint um kvöldíð heyrðu menn í aus'tnrhluta Meðallands, að hátt lét í eimflautu. Rétt um sama léyti súust eldblossar, sem brátt urðu að siamfeldu báli. Þetta sást bezt frá Stemsanýrar-bæjunum og Fljótum í sitefnu til suðurs-suð- ausiturs. Bjuggust menn nú til ferðar, pví víst þótti a,ð skip væri að sitrapida og líklegt að menn þyrftu hjálpar við. Frá Efri- og Syðri-Steinsmýri og Efri-FIjótum riðu menn nú sem leið liggur a,ð ferjustaðnum á Eklvatninu hjá Syðri-Fljótum. Þar Sitigu menn í bát, en hestar voru sundlagðir, þó að fros,t væri. Þegar yfir Eldvatnið varkom- ið, var Iagt á hesiana, stigið á bak og haldið til sjávar. Veður var 'kyrt, loft heiðskírt og því ékki mjög dimt, pótt nótt væri. Nokkuð tafði það förina, að broti — þ. e. ísi, sem ekki er heldur var á leirunum (en leir- ur ka’la Skaftfellingar sandfláka, sem grunt vatn er á; sums staðar er það kallað gljá). Þö sóttist ferðin ve,I og innan situndar var komið á vettvang. Einsi og vita mátti, var þarna sitrandað skip — togari. Stóð það á réttum kili sikamt frá landi og fettiéri stafni að. Eldurinn, sem kyntur hafði verið fram á „hval- bak“, var því nær kulnaður. Þar voru nú nokkrir menn, siem sáust allglögt við skin mánans, sem nú var farinn að lýsia. Bátur var rekinn upp úr flæðarmálinu. Þegar landsmenn koimu niður í flæðarmálið, fóir að koma hreyfing á sikipverja. Nokkrir voru ,,í brúnini“, en komu nú fram á. Innan sikamms var kast- að fyrir borð belg, sem Iína var fesit í. Hann barst með öldunum austur og vestur sitt á hvað, þangað til loksins tókst að hand- sama hann. Síðan var dreginn á land gildur kaðall og endi hans traustlega festur um staur, sem grafinn var niður í sandinn. Rendu nú sikipverjar sér hver eftir annan eftir kaðlinum, en þeir, sem í lamdi voru, óðu út í svo langt sem unt var til að taka á móti þeim og hjálpa upp úr flæðarmálinu. Þetta gekk nú alt sæmilega og slysalaust, og komust allir skip- verj’ar, 13 að tölu, ómeiddir á lanid. Einn af skipverjum gaf sig þeg<ar á tal við landsmenn og mælti á íslenzku. Kvtóst hann vera íslenzkur maður, Gísli Odidsson að nafni. Allir hinir væru Englendingar og s,kipið væri enskur togari að koma hing- að í veiðitúr og hefði ekki haft landsýn fyr en alt stóð fast í sandinum. Reyndu þeir þá þegar að setja bátinn út, en hann slitn- aði frá þeim og rak upp í fjöru. Nú var flýtt sér að koma sfrandmönnunum á hesta og lagt af sfað heim til bæja. Jafnframt fór 1 maður af sfað til hrepp- stjóra, til þess að láta hinn vita Um skiprekann. Hreppstjóri var þá Stefán Ingimundarson á Rofa- bæ. Var þangað alllöng leið, því sjrandið var á Syðri-Steinsmýr- arfjöru vestan við Eldvatnsós, en Rofabær er skamt austur frá Kúðafljóti. Strandmönnum gekk allvel að sitja á hestunum, enida var Islendingur gangandi með 'hverjum þeirra til aðstoðar. Ferðin sóttist því vel, og komst allur hópurinn heilu og höldnu að Syðri-Fljótum, sem var næsti bær við strandstaðinn. Urðu hin- ir sjóhröktu menn auðsjáanlega fegnir að koma í húsiaskjól. Þótt þröng væru þar húsiakynni, var hjartarúm húsiráðenda nóg, og þvi fann enginn til þrengsllanna. Strax var strandmönnum veitt- ur beini og öll nauðsynleg að- frlynniinlg i té látin af þeim hjón- um Ásbirni Jenssyni og Sigríði Sveinsdóttur, enda voru þau al- kunn að hjálpsemi og góðvild við alla. Það var orðið áliðið dags þeg- ar hreppstjóri kom og með hon- um nokkrir menn úr vesturhluta sveitarinnar. Tók hann hina venjulegu sikýrslu af skipstjóra, valdi menn til að fara til sýslu- mainnsins, sem þá bjó í Vík, og gerði aðrar ráðstafanir, sem þurfa þóftí. Strandmönnum var skift niður á bæi til gistingar. Nokkra tók hreppstjóri með sér heim til sín. Áður en hreppstjóri fór heim- leiðis, sendi hann 2 menn á strandstaðinn til éftirlits. Voru það þeir Loftur Guðmundsson oddviti iog sá, er þetta ritar. Við lögðum af stað frá Fljót- um um þaö leyti sem aldimt var orðið. Loft var heiðskírt og stjömumar bliikuðu skært og stilt og mynd þeirra endurskein í spegilsléttum ísnum. Veður var kyrt og nokkurt frost. Alt var óbreytt. Skipið stóð því nær á réttum kili og dætur Ránar léku sér dátt við hliðar þess og veittu því þétta en kUHda- lega kossa. En „Ugadale“ virtist lítið sinna áleitni þeirra, heldur stóð hann sem „klettur úr haf- inu“, fastur fyrir og þögull. Við gengum með flæðarmálinu og aðgættum hvort nokkuð væri rekið úr sldpinu, en ekkert slíkt var sjáanlegt. Skipsbátur var á hvolfi uppi á kampinum og unidir honum eitthvaö lítils háttar af dóti, sem á laind hafði komist. Við skriðum undir bátinn tii þess að fá þó ofurlítið sikjól fyr- ir morðannæðingnum, sem nú fór vaxandi. Áður rótuðum við samli upp að borðstokknum öðmm. megin. Eldspítur höfðum við og ofurlítinn kertisstubb. Kveiktum við nú Ijós og höfðum sokka- skifti. Síðan hreiðruðum við um okkur í öðrum enda bátsins. Höfðum við sitt gæruskinnið. hvor, sem við breiddum yfir okk- ur. SvO' slöktum við ljósið og töl- uðum saman. Alt í einu heyrðum við eitt- hvert þrusk úti. Var þvi líkast: sem eitthvað allmikið fyrirferðar- væri dregið eftir frosnum sand- inum. Okkur þótti þetta undar.. legt og fórurn út. Þá þagnaði þruskið og ekkert sáum við, sem hægt væri að setj,a í samband við þefta fyrirbrigði. Aftur skriðum við í skýli okk- ar, 'kveiktum á kertisstúfnum og: léturn nú loga þar til út var- brunnið. Sagði nú Loftur að við skyldum reyna að sofna fram- undir birtinguna, en það vildi' nú ekki heppnast, því fljótt. heyrðist aftur s,ama þruskhljóð- ið, eins og eitthvað væri dregið> mjög nærri bátnum. Við fórum strax út, en alt var við sama og eoga nýlundu var að sjá. Við ganigum austur og vestur eftir kampinum, en urðum einskis vis- ari. Skipið stóð í brimgarðinum sqm áður. Stjörnurnar blikuðu og' morðankaldinn fór vaxandi. Eftir að hafa gengið þannig um stund- arkorn, skriðum við aftur í fylgsni okkar, lögðumst fyrir og töluðumst við. En eir við höfðum legið þannig sem svara myndi hálftíma, heyrðum við eins' og' slegið væri þungt högg á báts- botninn. Varð allhár smellur og eins og söng við á eftir. Undir eins fórum við út og athuguðum vandlega alt umhverfis bátinn, en urðum einskis varir. Gátum við ekki 'skilið hvað valdið gæti öllu þessu eða hverjum brögðum við 0000000000000000000000000 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 US. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Steinn Steinarr: Snjór. Sn,jór, snjór! Briunhvít mjöll! Eins ög lík áf frosnum Ijósum, EÍnsi ög haf af hvíttum rósum hylíur mjöllin sþor þín öll. Vesjlings maðlur, veslin,gs maður! Vísjt ér sorg þín nóg. Þú átt másííei auðnu þína nndir sjnjó. Og þú ratar varla vqginn, vanans troðnu slóð. Og þér rayrdst þralut að þeíkkja þína eigin lóð. Snjór, sjajór! Brimhvit mjöll! Eílns bg Iík af frosnum Ijósum, Eiins ög ha’f af hvítlum rösum hylJur mjöllin sipor þín öll. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0000000000000000000000000

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.