Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Síða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Síða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 í ........... ] Ur bréfakörfunni. Kaldabras. Hér á landi hafa gengið munnmæli um einstaka menn, sem áttu að kunna kaldabras, þ. e. festa saman járn án þess að eldbera það. Þetta var helzt eignað framúrskarandi hag- leiksmönnum eða þeim, sem framúrskarandi þekkingu höfðu í járnsmíði. En svo var með kaldabras sem marga aðra kunnáttu, að það þótti ekki „einleikið“, var með öðrum'orð- um unnið með tilstyrk djöfuls- ins, særingum illra anda eða öðru óguðlegu athæfi. Það var víst, að aðferðin var leyndar- mál, sem þeir, er þektu, létu aldrei uppskátt. Sumir menn efuðust þó um að kaldabras væri annað en ímyndun ein. En hinir voru samt æðimargir, og eru jafnvel til enn, sem trúðu að það ætti sér stað. Það var einu sinni sagt um Baldt, sem var yfirsmiður við Alþingishúsið, að hann hafi far- ið með hamra, fleyga og önnur járntæki, sem brotnuðu við vinnuna, í smiðju og komið með þau heil eftir skamma stund, án þess að eldmerki sæ- ust á járninu. Hann átti að hafa kunnað kaldabras. Svipaðar sögur hafa heyrst um járn smið einn, sem nú er í Reykja- vík. Það er ekki líklegt að kalda- bras hafi átt sér stað áður á tímum, en nú á tímum geta menn brasað saman kalt járn með heldur einfaldri aðferð. Til þess er notuð efnablanda, sett saman úr 6 hlutum brennisteins og 6 hl. blýhvítu móti 1 hl. bu- ris (borax). Þessi efni eru svo hrærð út í sterkri brennisteins- sýru. Sýran er borin í sárin, sem saman á að brasa, og járnið sett undir mikið farg. Eftir vikutíma eru samskeytin eins traust og heilt járn væri. * A (við strokufangann): — Ertu sloppinn úr gildrunni? F: — Nei, — ég setti bara annan í staðinn minn. A: — Og hvern þá? F: — Fangavörðinn. Kl. 11 á Þorláltsmessukvöld. Viðskiftam. (við kaupm.): — Mér finst engin aðsókn hjá yð- ur; það er þá dálítið líflegra hjá stéttarbróður yðar þarna vesturfrá. Kaupm.: — Jú, það skil ég; þangaS koma unglingar og landeyður til þess að hlusta á negrasöngva og Bramínagarg. En hingað kemur fólkið til þess að verzla. Einn af gestunum við bónd- ann: — Hvaðan hafið þið feng- ið þessa fallegu könnu? Bóndinn: — Hún er „bestelt". Konan: — O-nei, hjartað mitt, hún er pöntuð! Bóndinn: — Hvaða vitleysa, blíðan mín, hún er „bestelt“. Grobb. 1. málari: — Ég málaði mynd svo eðlilega líka vetrarhjarn- inu, að þegar ég hengdi hana upp í herberginu mínu, „féll“ hitamælirinn um 10 stig. 2. málari: — En ég málaði í fyrra mynd af Grími gamla kaupmanni svo eðlilega og „lif- andi“, að ég hefi orðið að raka hana á hverjum morgni síðan. Að finna áttirnar af vasa- úrinu. Haldi maður úrinu þannig fyrir sér, að litli vísirinn bendi á sólina, bendir lína sú beint í suður, sem dregin er frá mið- punkti skífunnar út að ummáli hennar mitt á millí hans og töl- unnar XII. DÆMI: Þegar klukkan er VI að morgni, heldur maðurinn úrinu þannig, að litli vísirinn bendi á sólina, mun þá lína sú, sem dreg- in er frá miðpunkti skífunnar að tölunni IX, sýna hvar suður er. Sé klukkan VI að kvöldi og litla vísinum bent á sólina, stefni línan, sem dregin er frá miðpunktinum til tölunnar III, beint í suður. Ath. Þessi regla gildir ekki nema því aðeins að úrið sé rétt, — að þegar kl. er XII á hádegi, þá sé sól beint í suðri. Þegar Dumas bauð sig fram til þingmensku. Alexander Dumas, eldri, skáldið fræga, bauð sig einu sinni fram til þingmensku og tók fram sem meðmæli það, sem hér fer á eftir: Sem rithöfundur hafði hann starfað í 20 ár og unnið jafnan 10 klukkustundir á dag, sam- tals 73.000 stundir og ritað á þeim tíma 400 bindi af skáld- sögum og 35 sjónleika. Við skáldsögur hans höfðu setjarar unnið sér inn 264.000 franka, prentarar 528 þúsund, pappírs- salar 633.000 franka, bókbind- arar 120.000, bóksalar 2.400,- 000, verzlunarmiðlarar 1.600.- 000, umboðssalar 1.600.000, um búðamenn 100.000, lánabóka- söfn 4.580.000 og dráttlistar- menn 28.600 franka. Alls höfðu sögur hans, yfir þessi 20 ár, veitt 692 mönnum stöðuga at- vinnu með 3 franka kaupi á dag. Sjónleikarnir höfðu verið leiknir 100 sinnum til jafnaðar. Á þeim tíma höfðu leikhússtjór ar unnið sér inn 1.400.000 fr. leikarar 1.2500.000, skrautgerð- armenn 210.000, búningasalar 149.000, leikhúseigendur 700.- 000, aðstoðarleikarar 350.000 brunaliðsmenn 70.000, viðarsal- ar 70.000, klæðskerar 50.000, olíusalar 525.000, pappasalar 60.000, söngmenn og hljóðfæra- leikarar 157.000, fátækrasjóðir, (í skatti) 630.000, auglýsinga- menn 80.000, þvottakonur 10.- 000, eftirlitsmenn 140.000, hár- hirðumenn 93.000, vélfræðing- ar 140.000 og vátryggjendur 60. 000, alls 6.184.000 frankar. — Sjónleikarnir höfðu á tíu árum veitt 1450 manns atvinnu. — Skáldið eyddi sjálfur milljón- unum jafnótt og hann vann sér þær. Þegar hann dó, lét hann eftir sig rétta 20 franka, sem hann hafði fengið lánaða hjá syni sínum rétt áður. Merkileg málaferli. Þess er getið í gömlum annál- um dönskum, að í Vébjörgum var einu sinni svo mikill rottu- gangur að firnum sætti. Var margs við leitað að vinna rott- unum mein, en ekkert dugði. Þá var það að kerling ein fór til yfirvaldanna, og sagði að eina ráðið til að útrýma rottun- um væri það, að fara í mál við þær, og stefna þeim fyrir lög og dóm. Þetta þótti óskaráð og stefnu- vottar voru þegar látnir birta rottunum málsókn. Þegar málið kom fyrir dóm- stól var engin rotta mætt og þótti viðbúið að dómur þeirra yrði harðari fyrir þá sök. En málsverjandi þeirra færði þá vörn fyrir þær, að við réttar- stefnurnar hefði þetta orðið hljóðbært og allir kettir bæjar- ins fengið vitneskju um það, lægju þeir í launsátrum og hefðu mikinn viðbúnað. Væri því ekki að búast við að rott- urnar gætu mætt fyr en þessir féndur þeirra væru allir af dög- um ráðnir. En þótt vörnin væri góð, voru rotturnar samt dæmd ar útlægar úr Vébjörgum „óal- andi og óferjandi . . . . “ Og þó ótrúlegt þyki, hurfu þær ger- samlega úr borginni eftir þetta og gerðu ekki vart við sig um langan aldur, segir sagan. í stiftskjalasafninu í Vébjörg um er enn til handrit af dómi sem kveðinn var upp í Álssókn um í Hundastaðahéraði 26. ág- úst 1711. Dómarinn hét Níels Níelsson frá Halvarðsskógi. — Hann dæmdi rottur og mýs til að vera á burtu úr þorpinu, „frá ökrum þess, engjum og endi- mörkum innan hálfsmánaðar“ með mörgum öðrum fyrirmæl- um, og sést af því, að þesskonar málaferli hafa í raun og veru átt sér stað. Prófessor nokkur í læknis- fræði endaði fyrirlestur sinn í kenslutíma með því að ávarpa nemendur sína þannig: „Varist að lofa of miklu. Ég þekti einu sinni læknir, gæddan miklum hæfileikum. Hann var rétt ný- búinn að taka báðá fæturna af sjúkling sem hann lofaði því, að skyldi komast á fætur aftur að tveim vikum liðnum.“ * A. Mér er sagt, prófessor, að þér hafið öll nýju tungumálin á valdi yðar. Prófessorinn: Öll nema tvö, konunnar minnar og tengda- móður. Mifiiist merkis- dasa í tífi yðai með pví að láta taká af yður nýja ijósmynd á Ijósmyndastofu SíðBrðar dfiðnmiidssonar Lækjargötu 2. Sími 1980 Heimasími 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.