Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.09.1938, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
honum sinni erfð, hvar við Pét-
ur reiddist og gjörði stórt upp-
hlaup og vildi enn að nýju slá
sinn stjúpföður; var svo tekinn
af yfirvöldum borgarinnar og
færður til Kaupinhafnar, og á
slotsplássinu réttaður, að end-
aðri þeirri oratiu eður sermon,
sem gjörst hafði af innihaldi og
texta þess 4. Guðs boðorðs.
Á árinu áður en eg kom til
Kaupinhafnar voru 3 galdra-
konur brendar í Sælandi. Ein
þeirra, sú hin helzta, hét Marín
Kringsteds, ein ríkiskona, ei
minnist eg þeirra tiltækis.
Einn tima bar svo við 1617
um sumarið, á einum torgdegi,
sem var laugardag, að einn
maður Jens að nafni, sá eð var
nýgiftur einnri frómri dándis-
kvinnu og bjó í Litla Ferju-
stræti í Kaupinhafn, var út-
genginn fyrir borgina um Vest-
urport með einum frómum
borgara og voru að spássera þar
um grundirnar, sem bændurnir
skyldu fram um fara, þeir eð
áttu heima upp á landsbyggð-
inni og tvisvar í hverri viku
komu í borgina upp á torgið,
með allra handa, sem af bónda-
byggðinni plagast að flytja í
kaupstaðina, sem er rúg, malt-
rúg, bygg, þríslags grjón, hveiti,
humal, hunang, smjör, ost
gæsir, andir og margslags fisk
úr ferskum vötnum. Á meðal
annara bænda, sem úr borginni
óku á vögnum, var einn bóndi,
sem nokkuð var drukkinn. —
Þessi ungi borgari, Jens að
nafni, upphóf eftir sinni gam-
alli venju að grýta bændurna
með hestaperum, þar til þessi
drukkni bóndi varð fyrir hans
kasti, hrópi og spottyrðum; en
með því að hann mjög svo
kendi undan hans áköstum og
þar með illa sveið hans hæðni,
og var í þessu óaflátsamur og
með engu móti hirti um hins
annars borgarans umtölur né
afletjan, hljóp úr vagninum
með ryðugan korða, sem bænd-
ur plaga þar án bals liggja láta
hánn með honum í gegn nísti,
hljóp svo á sinn vagn og burt
keyrði. Hinn féll þar strax
dauður niður til jarðar. Borgar-
inn hinn annar bar þessi tíð-
indi inn í borgina, var hann svo
sóttur og innfluttur, og að
morgni greftraður upp á St.
Nikulás kirkjugarði. Hann fékk
eftir sig vont rykti af prestin-
um 1 prédikunarstólnum, hvern
ig hann í ungdómi sínum for-
eldrum óhlýðugur verið. Lýst
var vegandanum með bréflegri
lýsingu en ei eftir runnið af
hans frændum og ei syrgður af
hans kvinnu, við hverja hann
Miilii
Miila
Fyrir nokkru síðan var ríkis- helztu förunautum hans — þar
stjóri Ungverjalands Horthy að- sem þeir ganga fram hjá her-
míráll á ferðalagi um Þýzka- mönnum sem standa heiðurs-
land. Myndin er af honum og vörð.
hafði haturlega breytt, og ekki
af nokkrum manni. Síðan af-
lagðist lengi spott og háðyrði
við bændurna af borgarlýðn-
um.
Item bar svo við einn tíma,
að smápiltar, þeir ér gengu í
þann danska skóla, voru að
leika sér við ráðhúsmúrinn
með sínum pungum um það bil
að klukkan var 4, það er stund
af nóni, og voru nýkomnir út af
skólaherberginu, að tveimur af
þessum unglingum bar til
þrætu, var einn 7 ára en annar
9. Sá yngri þeirra greip sinn
pennahníf og stakk hinn eldri
með til dauða, og strax rann á
flótta. En strax sem þessi at-
burður skeði, og pilturinn var
burtflúinn, barst þvílíkt með
skyndi um borgina svo þys og
ys varð mikið, og það varð sagt
býfógetanum, það er staðarins
sýslumanni. Útsendi hann sína
þénara, sem kallast býsveinar,
og jafnan eru þar komnir, sem
nokkuð illt viðber, að höndla
þennan pillt, sem vígið hafði
framið. Og sem þeir voru á
leið þangað, sem þessi atburður
skeð hafði, þá mætir þessi
ungi sveinn þeim, á því stræti,
er lá út að Vesturporti borgar-
innar, og spyr þá að segjandi:
”Eftir hverju hlaupið þér?“
Þeir sögðu: „Að þeim pilti
þann annan deytt hefir.“ Pilt-
urinn sagði: „Þar hljóp einn
piltur lítill skömmu fyrri, en
þið mættuð mér, og var á mjög
hörðu striki,“ og benti þeim
þangað, af vegi. Senn runnu
þeir þá leið, er hann þeim til-
vísaði, en hann með hægð
komst í flóði annara í gegn
um borgarhliðið, og svo út og
upp á landsbyggðina til eins
bónda, tjáandi honum sína til-
viljan. Skömmu eftir, sem
hann var útgenginn, kom boð til
allra borgarhliða, að enginn
piltur innan 10 ára skyldi út-
gang fá. En með því hann
hafði svo hyggilega undan kom-
izt, varð engin eftirför honum
veitt, heldur skikkað að hjálpa
sér ærlega hvar og hvernig
hann kynni, utan lands og inn
an, að hann kæmi ekki í Kaup-
inhöfn, og lyktar svo hér frá
honum að segja.
Á mínu 6. þjónustuári undir
kónglegu regimenti, skeði eitt
hryggilegt morð skamt frá
Kaupinhöfn á einum prests-
garði, Presturinn hét H.
Söfren. Svo bar við, að
presturinn hafði einn hús-
þénara, ei minnist ég glögt
hans nafn. Hann skipaði hon-
um eitt laugardagskvöld að
kljúfa við til tveggja sunnu-
dagamáltíða, svo sem því erfiði
sunnudagurinn ei vanhelgaðist.
Presturinn eftir máltíð haldna
ásamt sinni ektakvinnu og 5 eð-
ur 6 ára gamallri dóttur og
gjörðri bæn gékk til sængur, en.
2 þjónustumeyjar, er þessum
frómu elskuhjónum þjónandi
voru, staðnæmdust við á með-
an þessi maður hafði ei við lok-
ið tilskikkað erfiði. Presturinn
af meðaumkvun og mann-
gæsku skikkaði annari sinna
þjónustumeyja, að færa hon-
um út könnu fulla af sínu eig-
in öli, til hugkvæmdar, því
hann vissi vel, að þetta kvöld-
verk mundi honum illa geðjast.
Stúlkan gjörði sem henni var
befalað, og strax er hún kom til
hans með ölið út í garðinn,
heilahjó hann hana í einu til
dauða, og sagði hún prestsins
gjalda skyldi. Og nær prestin-
um þótti dvöl hennar yfirmáta
langgæð verða, sendi hann hina
aðra stúlkuna að vita hvað
hennar dvöl valda mundi; gékk
þao fvrir henni á sömu leið
sem fyr það hina skeði. Síðan
gékk þessi morðingi inn í stof-
una að hvílu hjónanna, Prest-
urinn spurði hvað stúlkurnar
(Frh. á 8. síðu.)
Þvottaduft