Alþýðublaðið - 05.09.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.09.1943, Qupperneq 4
ALÞYOUBLAÐIÐ Sunnudagur 5. september 1943: fUþtjðublúðið Útgefanði: Alþýðuflokkurlnn. Itítstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. TvsBflar vígstððvar á SÍÐAN Bretar og Banda- ríkjamenn tóku Messina og öll Sikiley var þar með kom- in á vald þeirra, hafa menn brotið heilann um það, hvar fyrsta innrásin á sjálft megin- land Evrópu myndi verða gerð, hvort það yrði á Ítalíu, Balk- anskaga, eða jafnvel á Ermar- sundsströnd Frakklands. En nú þarf engar bollaleggingar um það lengur. Innrásin er hafin á suðurodda Ítalíu, hinum.mjóa og fjöllótta Kalabríuskaga, beint á móti Messina. Þar með er nú aftur farið að berjast á tvennum vígstöðvum á sjálfu meginlandi Evrópu, en það hef- ir ekki verið gert í þessari styrjöld, síðan í byrjun hennar, meðan Pólland stóð ennþá uppi og fyrstu skærurnar áttu sér stað á vesturvígstöðvunum. Og verður þó tæpast sagt, að um neinar raunverulegar tvennar vígstöðvar hafi verið að ræða, því að bæði Frakkar og Bretar voru svo illa undir stríðið bún- ir, að lítið sem ekkert var bar- izt á vesturvígstöðvunum fyrr en hálfu ári seinna, að Hitler hóf hina ægilegu og örlagaríku sókn sína þar. En þá var Pól- land fyrir löngu fallið í val- inn. Síðan í fyrri heimsstyrj öld- inni hefir sú tilhugsun, að þurfa að berjast á tvennum vígstöðvum á meginlandi Ev- rópu í einu, að lenda þannig milli tveggja elda, verið eins og eitur í beinum hinna þýzku hershöfðingja og nazista, sem á hefndir og heimsyfirráð hugðu Þeir litu svo á að fyrri heims- styrjöldin hefði eingöngu tap- ast vegna þess, að Þýzkaland varð að berjast samtímis í vestri og austrj/, annarsvegar við Frakkland og England, síð- ar einnig við Bandaríkin, hins- vegar við Rússland, og kenndu það misviturri stjórnmálafor- ust þýzku keisarastj órnarinnar, sem ekki hefði haft lag á að halda gamalli vináttu við Rúss- land. Endurtekningu á þessu vildu þeár umfralm ailt forðast og það hefir stjórn Hitlers líka tekizt í þessari styrjöld þar til nú. Vináttusamningurinn, sem hann gerði við Stalin nokkrum dögum áður en styrjöldin hófst gerði honum unnt, að safna svo að segja öllum hinum ægilega her sínum á einum vígstöðvum í senn og sigra þannig hvert landið á eftir öðru. Og engum blandast hugur um, að hann hefði á þennan hátt einnig sigrað Rússland, þegar röðin var komin að því, ef Bretland hefði ekki, þrátt fyrir Dunkirk og þrátt fyrir hrun Frakklands, haldið út af sömu þrautseigju og ávallt áður í sögu sinni á seinni öldum. Jjc ❖ * Rússland fann það þá, þegar á það sjálft var ráðist, hvað það þýddi, að standa svo að .segja eitt uppí á meginlandinu Finnur Jónsson: Þáttur Þórodds Guðmundssouar í kyndaraverhf alllnu á Sigluflrðl Þóroddur guðmunds- SON hefir í Mjölni 11. þ. m. gert kyndaraverkfallið að umtalsefni og sérstaklega af- stöðu mína til þess. Segir Þ. G. í grein þessari, að ef verk- smiðjustjórnin hefði boðið það, sem samkomulag varð um, áð- ur en til verkfalls kom, myndi sennilega aldrei hafa orðið af verkfalli. Af þessu tilefni tel ég ástæðu til að benda á eftirfarandi at- riði. Kyndararnir voru óánægðir með það eftirvinnukaup, sem framkvæmdastjóri greiddi þeim, frá því verksmiðjurnar tóku til starfa þ. 8. júlí. Þeir munu hafa kvartað yfir þessu, en enga áheyrn fengið hjá Þ. G. fyrr en hann snýr sér loks til forstjóra verksmiðjanna í síma þann 26. júlí og skrifar verksmiðjustjórn síðan bréf um málið daginn eftir, þ. 27. júlí. Verksmiðjustjórn var í heild ó- kunnugt um málið þangað til, og það er því fyrst og fremst hins óskiljanlegi, dráttur er varð á málinu af hálfu Þ. G., sem mun hafa valdið óánægju kyndaranna, hvaða afsakanir sem hinn launaði starfsmaður Þróttar kann að færa fram fyr- ir aðgerðaleysi sínu í þessu máli. Og þegar hann loks hefst handa, kemur honum ekki til hugar að bera fram kröfur kyndaranna eða það, sem hann réttilega telur í Mjölni „sann- gjarna lausn málsins“, heldur ber fram nýjar kröfur og stað- hæfir, að LÁÐST HAFI að semja um eftirvinnukaup þró- armanna og kyndara og krefst þess, að þróarmenn fái sama eftirvinnukaup og vindumenn, en kyndarar eftirvinnukaup það, er samkvæmt samningi við verksmiðjurnar skal greiða við uppskipun á kolum. Verksmiðjustjórnin gat ekki fallizt á að gera nýjan samning á miðju rekstrartímabili um það, er hún taldi áður samið um og neitaði einróma að fall- ast á þennan skilning Þ. G. Þá lýsti hann því yfir, að hann myndi fyrir hönd Þróttar leggja til, að málið færi fyrir Félagsdóm. Enginn vafi er á, að ef Þ. G. hefði þegar í upphafi haldið fram upprunalegri ósk kyndar- anna, eða þeirri túlkun á samn- ingnum, sem hann nú viður- kennir „sanngjarna lausn máls- ins“, þá hefði hann fengið um það samkomulag við verk- smiðjustjórnina, en Þ. G. kaus það ekki, heldur har fram kröf- ur, sem enga stoð eiga í samn- ingnum eins og hann er í frum- riti Þróttar og verksmiðju- stjórnarinnar, og hauð að leggja þær undir Félagsdóm, ef ekki yrði samkomulag um þær. Kröfur Þ. G. eru skjalfestar í bréfi hans til verksmiðjU- stjórnar dags. 27. júlí og er hægúr vandi að birta bréf þetta I EFTIRFARANDI GREIN sýnir Finnur Jónsson alþing- \ $ ^ A ismaður fram á, hvernig forsprakki kommúnista á \ Siglufirði, Þóroddur Guðmundsson, ginnti kyndarana í síld- ^ arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði í sumar til þess að gera $ hið ólöglega verkfall með því að telja þeim trú um að ^ Verkamannafélagið Þróttur stæði að baki þeim, en sveik þá \ síðan og lýsti verkfallið félaginu algerlega óviðkomandi. C, í heild, ef Þ. G. gefur tilefni til þess. Því til sönnunar, að vanda- laust var fyrir Þ. G. að fá málið leyst, EF HANN HEFÐI TEKIÐ ÞAÐ UPP Á RÉTTUM GRUND VELLI, má nefna, að verk- smiðjustjórnin bauð kyndurun- um þegar, í því fyrsta, og raun- ar eina samtali, er hún átti við þá, að reikna eftirvinnukaup þeirra eftir mánaðarkaupi, eins og þeir sögðust hafa skilið að þeir ættu að fá upphaflega. En kyndararnir höfðu þá öðlazt skilning Þ. G. á samningnum og vildu ekki við þessu líta. Það verður því eigi annað séð, en að það hafi verið túlkun Þ. G. á samningnum, sem hratt kynd- urunum út í verkfallið, og þessa túlkun sendir Þ. G. verk- smiðjustjórn, að því er hann segir, í umboði Þróttar. Þegar svo kyndararnir eru komnir út í verkfall, gefur Þ. G. yfirlýsingu um að það sé Þrótti óviðkomandi og hverfur alveg frá þeim kröfum, sem hann hafði gert í umræddu bréfi til verksmiðjustjórnar og hlýtur þessi framkoma hans að vekja nokkra undrun, jafnvel hjá þeim, sem þekkja Þ. G. Það er jafn fjarri mér og áð- ur að verja verkfall kyndar- anna, hins vegar verður að virða þeim til vorkunnar að þeir gerðu það, að því var á- kveðið haldið fram af Þ. G.. að engir samningar væri til um eftirvinnukaup þeirra og enn fremur það, að kaupgjalds- samningur sá, er hann hafði látið prenta, liljóðar nokkuð á annan veg en frumrit samn- ingsins, sem er í höndum Þrótt- ar og verksmiðjustjórnar. Breytingin frá frumritinu, sem Þ. G. hafði látið gera í prentun, gat gefið kyndurunum nokkra ástæðu til að álíta, að þeir ættu að fá eftirvinnukaup við kola- vinnu, eins og stóð í útgáfu Þórodds. Kyndararnir höfðu ekki aðgang að frumritinu og gátu því ekki vitað að þar stóð skipavinna við kol, en ekki vinna við kol. Þ. G. mun hafa leynt kyndarana þessari „prent villu“, hver svo sem tilgangur- inn hefir verið með því. Svona er þáttur Þ. G. í kynd- araverkfallinu og er ekki nema von, að hann reyni að leiða at- hygli frá honum, með því að bera mér það á brýn, að ég hafi verið harðastur í verksmiðju- stjórn í garð kyndaranna. gegn hinni ógurlegu þýzku hervél. Og það er oft síðan búið að bera fram kröfur sín- ar við Breta og Bandaríkin, síðan þau bættust við í tölu Bandamanna, um innrás og nýjar vígstöðvar á meginland- inu. Slíkt þurfti þó vitanlega vandlegan undirbúning eftir allt það, sem skeð var. En nú er honum lokið og innrásin á meginlandið hafin. Og þar með er martröð hinna þýzku hers- höfðingja og stríðsglæpamanna, óttinn við stríð á tvennum víg- stöðvum á meginlandi Evrópu í einu, orðin að veruleika. Þeir vita nú, hvað þeirra bíður. Mylla stríðsins á þeim tvenn- um vígstöðvum á meginland-. inu, sem barizt er á síðan á föstudagsmorguninn, kann að mala hægt, en hún mun engu að síður að endingu mala hinn þýzk'a nazisma og hina þýzku hervél nægilega smátt til þess, að úr þeirri átt þurfi ekki að óttast nýja árás á frelsi og sið- menningu þjóðanna í fyrirsjá- anlegri framtíð. Ég dró enga dul á skoðun mína, hvorki við kyndarana né við stjórn og trúnaðarráð Þrótt- ar. Ég hefi oftsinnis dáðst að hraustlegum handtökum sumra kyndaranna í ríkisverksmiðj- unum, við hið erfiða starf þeirra, en samt sem áður taldi ég það skyldu mína að benda þeim á, að verkfall þeirra væri í alla staði ólöglegt og þeim sjálfum og öðrum verkamönn- um við verksmiðjurnar til tjóns. Þetta er í fullu samræmi við opinberar yfirlýsingar Al- þýðusambandsins frá síðasta þingi þess, þegar sambandið skoraði á verkalýðinn að láta niður falla allan smáskæru- hernað, en taka upp skipulagða starfsemi í verkalýðsfélögum til þess að fá bætt kjör sín með heildarsamningum við atvinnu- rekendur. Hitt er svo annað mál, að starfsmenn verkalýðs- félaga geta verið misjafnlega til þess fallnir að leiða hina, skipulögðu baráttu til kjara- bóta, svo vel fari, en félögin ráða sjálf hverja þau velja til þess starfa og getur fólgist nokkur hætta í því fyrir þau, ef til þess veljast menn, sem hugsa meira um flokkslegan á- róður en heildarhag félags- manna. Fullyrðing Þ. G. um að sam- búð verkamanna og verksmiðju stjórnar sé hin versta, og mik- ið verri en sambúð verkamanna við aðra atvinnurekendur, kem ur mér undarlega fyrir sjónir. Verksmiðjustjórnin hefir hin síðari árin a. m. k. venjulega verið á undan öðrum með samn inga um bætt kjör verka- manna, t. d. hækkun á kaupi vegna hins óvenjulega ástands á s.l. ári, og mér vitanlega hafa mjög fáar kvartanir borizt verksmiðjustjórn út af samn- ingum, sem gerðir hafa verið. Er mér því nær að álíta, að þessi ummæli Þ. G. séu raka- laus uppspuni, nema því aðeins að umkvartanir verkamanna tefjist einhvers staðar á leið til verksmiðjustjórnar, eins og um kvartanir kyndaranna, en þá töf er Þ. G. manna bezt kunn- ugt um. Finnur Jónsson. Fonbókaverzlan. \ Þeir, sem kynnu að hafaV hug á að stofna fornbóka-^ ^verzliun, sérstaka, eða sem^ S deild við bókaverzlun sínaÁ geta fengið hjá mér nokkurf hundruð bindi. Fjölbreyttar^, og vel seljanlegar bækur. V Gott verð og greiðslukjör.V Guðm. Gamalíelsson, Lækjargötu 6. Sími 3263$ > t BÚNAÐARRITIÐ er nýkom ið út, 56. árgangur. Það hefir í þetta sinn, meðal margs annars, inni að halda athyglis- verðar hugleiðíngar Steingríms Steinþórssonar búnaðarmála- stjóra um nýbýlamálið. „Mér virðast skoðanir almenn- ings mjög á reiki um framtíð- arskipan nýbýlamála. Margt sem um það er mælt af lítilli þekkingu. Virðist mér að ýmist sé í ökla eða eyru um skoðanir margra í þessum efnum. Fyrir nálægt 10 árum síðan þóttu það skýjaborgir einar, að tala um stofnun þéttbyggðra býlahverfa, sem stofnuð yrðu að einhverju leyti og starfrækt með samvinnusniði. Þeir, sem það gerðu, voru stimplaðir sem bylt- ingamenn, hættulegir eðlilegri þróun. Forgöngumenn í búnaðar- háttum voru þessari hugmynd þá flestir andvígir, ef ekki beint fjandsamlegir. Nú virðist svo skipt um, að almennt sé litið svo á, að allt landnámsstarf sé lítilsvirði, hálfgert kák, nema ráðist sé í framkvæmdir á félagslegum grundvelli — að byggðahverfi verði reist eftir föstu fyrirfram- hugsuðu kerfi. Ég fagna þessum sinnaskiptum að vissu marki. Ef þá má treysta *að hugur fylgi máli Ég hef ávallt verið þeirrar skoð unar og þráfalt bent á það, að okkur bæri að fara þessa leið í landnámsmálum sveitanna, sam- hliða þeirri nýbýlamyndum, sem átt hefur sér stað undanfarið, og einkum er bundin við skiptingu eldri jarða í tvö eða fleiri býli. Hítt ér hin mesta fásinna, að ætla, að nú eigum við að hætta á þeirri leið, sem farin hefur ver- ið síðustu árin í nýbýlamálum,. og hverfa eingöngu að stofnun: byggðahverfa. Eðli og erfðavenj- ur þjóðarinnar breytast ekki á fáum árum.“ Síðar í hugleiðingum sínum. segir búnaðarmálastjórinn: „Það er enginn vafi á því, að* við eigum margt óleyst í sambandi við byggðamálin. — Og þá ekki eingöngu varðandi byggðamál sveitanna, heldur engu síður margt er snertir byggðamál þétt- býlisins, kaupstaða og sjávarþorpa Margt í þessum efnum verður að leysa sameiginlega fyrir sveiíir og. kauptún. Lögin um landnám rík- isins ætlast til þess að samkvæmt þeim sé sameiginlega unnið að þessum málum fyrir sveitir og kauptún. Ég tel að þar sé rétt stefnt, þótt það verði að haga fyrirkomulagi og framkvæmdum nokkuð breytilega eftir ástæðum. Það, sem hér hefir verið drepið á, eru einungis lauslegar bend- ingar um ýmis atriði þetta varð- andi. Hlutverk okkar er hér eins og annars staðar að leita að heppi- legustu leiðunum. Reynsla okkar í landnámsmálum, með stofnun nýbýla fyrir augum er lítil, enda fátt verið afrekað enn «em komið er. En á næstu áratugum verður það eitt aðal viðfangsefni okkar að reisa nýbýli, sumpart einstök nýbýli og sumpart byggðahverfi víðsvegar um landið. Til þess þarf mikið fjármagn og mikla þekkingu og dugnað. Ég vona að hvorttveggja verði til staðar, því að þetta eru einhver allra mikil- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.