Alþýðublaðið - 05.09.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.09.1943, Síða 5
Suimudagur 5. september 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ Heimsstyrjöld í fjögur ár STRÍÐIÐ er nú búið að standa í fjögur ár. í tilefni af því birtir Alþýðublaðið í dag og á þriðjudaginn vfir- litsgrein um það, sem því hefir borizt frá hinum sama, þekkta rithöfundi, sem við hver misseraskifti hefir skrifað yfirlitsgreinar í blaðið um stríðið og ávalt hafa vakið hina mestu athygli. IYFIRLITI ÞVl, er hér fer á eftir, skal fyrst getið helztu atburða í styrjöldinni á síðasta missiri. Því næst skal sýnt fram á, að möndulveldin eru nú kom- in í svipaða aðstöðu og banda- menn voru í eftir hina fyrstu stórkostlegu sigra möndulveld- anna, þegar þeir virtust eiga ó- sigur vísan. Þá skal og sýnt fram á, hvers vegna svo hlaut að fara. Vér skulum þá fyrst athuga helztu atburði síðasta missiris. Höfuðatriðin verða þá þessi: Tunis, Sikiley, hrun ítalska fas- ismans. Þjóðverjar bíða ósigur í sókn sinni á austurvígstöðv- unum, og Rússar hefja sigur- sæla gagnsókn, sem þeir halda enn áfram. Kafbátahernaður Þjóðverja fer út um þúfur. Loftsóknin gegn Þýzkalandi og ítalíu færist í aukana. Sam- hliða þessu verða Japanir fyrir ýmsum skakkaföllum, þó að þau séu ekki í eins stórum stíl. Þeir verða að hörfa á Suður- Kyrrahafssvæðinu og eru hraktir á brott frá Aleutaeyj- um. Bretar, Bandaríkjamenn og Kínverjar vinna nokkuð á í Kína og Burma. * VÉR skulum fyrst athuga Tunisstyrjöldina. Fyrir missiri voru bardagar að hefj- ast í Tunis, eftir að Rommel hafði orðið að hörfa úr ný- lendum ítala í Norður-Afríku. Hann tók sér stöðu í Suður- Tunis með her sinn og fékk liðsauka frá ítölum. Var þar gott til varnar í Marethlínunni svonefndu, sem líktist Maginot- línunni um margt. I Mið- og Norður-Tunis voru til varnar þýzkar og ítalskar hersveitir, ..sem höfðu verið fluttar frá Sikiley eftir innrás banda- manna í Algier í nóvember 1942. Þar var einnig gott til varnar, og í nokka mánuði gátu mönd- ulhersveitirnar haldið velli. Þá fóru bandamenn að vinna á, hægt í fyrstu, en síðan með æ meiri hraða, og að lokum brustu allar vonir möndulhersveitanna, fyrr en flestir höfðu talið lík- legt. Það var önnur Stalingrad, og er því stundum nefnd ,,Tunisgrad“. Siðferðilega séð var þessi ósigur miklu verri fyr- ir möndulveldin en ófarirnar við Stalingad. í Stalingrad gáf- ust upp leifar hers, sem var langþjáður af hungri og kulda, um tveir þriðju hlutar her- mannanna voru fallnir og engin von sigurs eða undankomu. I Norður-Tunis gefst upp her, sem var ágætlega vopnum bú- inn, hermennirnir óþreyttir og hefðu getað haldið uppi skipu- legri vörn vikum saman. Hér verður að leita sálfræðilegra skýringa. Framundan möndul- hersveitunum, sem þjappað er saman á Bonskaga, var hafið, þar sem brezki flotinn var alls ráðandi, en flugher banda- manna hafði alveg yfirráð í lofti yfir skaganum, svo að þýzkar og ítalskar flugvélar sáust þar varlá. Þetta hefir vafa laust vakið þá tilfinningu hjá hermönnum möndulveldanna, að þeirra eigin herstjórn hefði þegar gefið upp alla von um þá, en sú tilfinning hefir alger- lega lamað baráttukjark þeirra. Að líkindum hefir einnig endur- minningin um Stalingad haft nokkur áhrif. Eftir að bandamenn höfðu þannig öðru sinni í styrjöldinni unnið stórsigur á landi hófst á- rásin á Sikiley, eftir vandlegan undirbúning og hertöku smá- eyjanna milli Afríku og Sikil- eyjar. Þessari baráttu lauk nú nýlega eftir 38 daga bardaga með því, að bandamenn náðu þessari stóru og mikilvægu eyju á vald sitt. Með því voru skapaðar nýjar vígstöðvar í Ev- rópu. Þá kom og í ljós, að strandvarnir ,,Evrópuvirkisins“ eru ekki ósigrandi. Bandamönnum kom hér að góðu haldi reynsla sú, er þeir höfðu aflað með „strandhögg- um“ sínum, þar sem beita þarf jöfnum höndum flota og land- her og oft einnig flugher. Þýzku hermennirnif (um 5 herfylki alls) vörðust miklu betur á Sikiley en í Tunis. Börðust þeir af harðfylgi til hins síðasta, en ítölsku hermennirnir veittu aft- ur á móti litla eða enga mót- spyrnu. Þetta hrun ítalska hers- ins ásamt stríðsþreytu ítölsku þjóðarinnar (sem raunar átti mestan þátt í upplausninni í hernum) og vaxandi mótspyrna fólksins gegn hinu ríkjandi stjórnskipulagi, leiddi til þess, að Mussolini veltist skyndilega úr valdasessi'. Þá var einnig af- numið þegar í stað hið fasistiska stjórnskipulag, sem ríkt hafði á Italíu um 21 árs skeið. Það hvarf úr sögunni, án þess að fasistar veitu viðnám, og í stað þess kom stjórn Badoglios mar- skalks, em að vísu er ekki fas- istisk, en þó einræðisstjórn. Hin nýja stjóm lýsti því yfir, að hún myndi halda stríðinu á- fram í bandalagi við Þýzkaland. Það má þó teljast fullvíst, að Italir geta ekki haldið stríðinu lengi áfram úr þessu. ítalska þjóðin er algerlega lömuð eftir stríðsævintýri Mussolinis, og mótspyrna verkamanna í iðnað- arborgunum miklu eykst stöð- ugt. Við þetta bætast hinar gíf- urlegu loftárásir bandamanna á Italíu og yfirvofandi innrás þeirra á ítalíuskagann sjálfan. ítalir hljóta að gefast upp áður en langt um líður. Ekki verður enn sagt með vissu, hvaða afstöðu Þjóðverjar muni taka til uppgjafar ítala. Margir halda, að þýzki herinn muni verja Norður-Italíu vegna hins mikilvæga hergagnaiðnað- ar, sem þar er. Aðrir halda, að hann muni hörfa allt að skörð- um Alpafjalla, þar sem mjög er gott til varnar. Nú þegar hafa BiVreiðarstJórl getur fengið þægilega atvinnu. Pola Negri á ný Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins merkt: „Ný $ beifreið1 Þjóðverjar hertekið hafnarborg irnar Triest og Fíúme við Adríahaf. ÞETTA var um ástandið í Suður-Evrópu. En ekki hefir gengið betur fyrir mönd- ulveldunum á austurvígstöðv- unum á 8. missiri stríðsins. Að vísu fjaraði vetrarsókn Rússa smámsaman út. Þjóðverjar gátu jafnvel hafið gagnsókn í vor hjá Kharkov og Bielgorod > með miklum aragrúa skriðdreka. En þessi sókn stöðvaðizt eftir átta daga, þó að Þjóðverjum yrði dá- lítið ágengt í fyrstu. Síðan hefir frumkvæðið verið hjá Rússum. Þeim hefir tekizt að vinna hina mikilvægu boi'g Orel, og Khar- kov er faílin í hendur þeirra. Mikilvægast af öllu er þó hitt, að jafnvel Þjóðverjar hafa orð- ið að viðurkenna, að Rússar standi þeim framar, hvað mann afla og vígbúnað snertir. Þetta er ekki af því, að hinar nýju vígstöðvar Evrópu bindi mikið aí þýzjíu herliöi. Bandamenn hafa sjálfir skýrt frá því, að aðeins örfá þýzk herfylki hafi barizt í Afríku og á Sikiley, en að Þjóðverjar hefðu enn um 190 herfylki á austurvígstöðvunum. Rússar verða því enn að bera hita og þunga stríðsins á landi Astæðurnar til yfirburða Rússa hvað mannafla og vígbúnað snertir eru (auk þess að íbúar Rúslands eru fleiri en Þýzka- lands) þessar helztar: Rússar þurfa enn sem fyrr aðeins að berjast á einum samfelldum víg stöðvum. Þjóðverjum hefir ekki tekizt að fá Japani til þess að skapa Rússum nýjar vígstöðar með því að ráðast á Síberíu. Þjóðverjar eiga aftur á móti vígstöðar alls' staðar. Þeir verða að vera viðbúnir að verja alla Evrópu, jafnvel þótt ekki sé gerð innrás. Ólgan í herteknu löndunum bindur æ meiri her- afla fyrir Þjóðverjum aulc S,- S.-sveitanna, borgarastyrjaldar- hersins, sem verður að mestu leyti.að hafa í Þýzkalandi sjálfu. Síðast, en ekki sízt hefir stríð- ið í Rússlandi kostað Þjóðverja afarmiklar mannfórnir — og kostar enn. Rússar segja, að nokkrar milljónir þýzkra her- manna hafi fallið á austurvíg- stöðvunum. Þó að þær tölur séu ef til vill of háar, er enginn vafi á því, að manntjón Þjóð- verja í Rússlandi er gífurlegt. Jafnvel þótt Þjóðverjar grípi til algerrar herkvaðningar og kveðji fyrstu árgangana til vopna, er ekki lengur hægt að fylla í skörðin. Og enn mikil- vægara er hitt, að þessir nýju hermenn hafa hlotið minni þjálfun en hinir eldri og standa þeim ekki á sporði. Þó er ekki vafi á því, að siðferðisþróttur og baráttuþrek þýzku hermann- anna í Rússlandi er enn óbugað. Það má m. a. ráða af því, að Rússar segja sjaldan frá því, að þeir taki marga þýzka hermenn til fanga. Fyrir nokkrum vikum gáfu þeir út yfirllit um bardag- ana við Orel og Bielgorod. Seg- ir þar, að um 100 000 Þjóðverj- ar (nú 300 000) hafi fallið, en 5000 verið teknir til fanga. Yið þetta er það að athuga, að á hverja 100 000 hermenn, sem falla, særast 1 200 000. Þjóð- verjar munu hafa flutt flesta þá hermenn, sem voru ekki al- varlega særðir, með sér á und- anhaldinu. Þessir 5000 fangar hafa að líkindum verið her- menn, sem voru svo alvarlega særðir, að Þjóðverjar gátu ekki flutt þá með sér. Þjóðverjar hafa því ekki enn beðið annan Stalingradósigur á austurvíg- stöðvunum. * Aðstaða MÖNDULVELD- ANNA í sjóhernaðinum er einnig óhagstæðari en áður. Að Framhald á 6. cí@u. Hin fræga kvikmyndaleikkona Pola Negri, sem ekki hefir leik- ið í kvikínynd í 11 ár er nú byrj uð að leika á ný í Hollywood. Hún sést til vinstri á myndinni vera að ræða við leikkonuna June Havoc. •✓•✓•✓•yíy*. gegn siglingum bandamanna á- fram. En þó að hernaðaraðferð- ir kafbátanna taki sífelldum framförum, hafa varnirnar gegn kafbátunum tekið framförum að sama skapi. Eins og stendur virðast varnirnar vera öflugri en ,,úlfahópar“ (réttara væri í rauninni ,,hákarlahópar“) kaf- (Framh. á 6. síðu.) Um húsnæðisvandræðin og bölið, sem af þeim stafar. Eftirtektarvert bréf frá konu BLÖÐIN voru í gær aS skrifa um bráðabirgðahúsnæði, sem húsaieigunefnd hefir fengið von um að geta útvegað. Þau hafa einnig skýrt frá því, að nauðsyn- legt sé að gera endurbætur á þessu húsnæði, svo að það geti talizt þol- anlega íbúðarfært. Það mun gleðja marga, ef möguleikar opnast fyrir því, að þeir þurfi ekki að leysa upp heimili sín eða að búa í skúrum eins og búningsklefum íþróttavall- arins eða álíka kofum, eins og gert var í fyrra, þó að ótrúlegt sé og næsta óskiljanlegt EN ÞAÐ ER jafn furðulegt, að mitt í'öllu peningaflóðinu og alls- nægtunum skuli ríkja á einu sviði einhver sárasta og hörmulegasta neyð, sem getur dunið yfir mann- eskjuna, að eiga hvergi höfði sínu að að halla. En þannig hefir nú verið ástatt í Reykjavík í tvö und- anfarin ár og er enn. Þetta hefir haft ægilegar afleiðingar: heimili • hafa sundrazt, heilsa fjölda margra hefir bilað, uppeldi barna hefir farið út um þúfur — og margs konar óhamingja, sem aldrei verð- ur hægt að ráða bót á, hefir dun- ið yfir tugi heimila. ÉG HEFI FENGIÐ nokkur bréf um þessi mál. Eins og eðlilegt er, liafa bréf þessi oftast nær verið þrungin af gremju og ásökunum til einstakra stofnana og einstakra manna. Margar þessar ásakanir og köpuryrði hafa verið óréttmæt, því að það er ekki af viljaleysi eða kæruleysi nú, að húsnæðislaust fólk fær ekki húsnæði, heldur er syndin eldri. Ástæðan er sú, að meiri hluti bæjarstjórnar neitaði að gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en allt var orðið of seint. ÞA® HEFIR VERIÐ BARIZT fyrir því á undanförnum 20 árum, að Reykjavík hagaði sér eins og höfuðborgir annarra landa og þá fyrst og fremst Norðurlanda, að byggja og byggja, litlar, ódýrar og góðar íbúðir, sem síðan væru annað hvort leigðar út eða seldar, en aldrei var neitt gert. Afleiðing- una þarf ekki að benda á. Hún er augljós öllum, sem augu hafa og eyru. Skammsýnin hefir skapað hörmungarnar. ÉG ÆTLA NÚ að taka eitt bréf og birta. Lýsir það hörmungunum og örvæntoingu hinna húsnæðis- lausu betur en flest þau bréf, sem og örvæntingu hinna húsnæðis- er það þó látlaust og hógvært, en. einmitt þess vegna áhrifameira. Bréfið er frá Halldóru Jei^sen og er svohljóðandi: „MIG LANGAR til að skrifa þér nokkur orð um húsnæðisvandræð- in. Við hjónin erum búin að vera húsnæðislaus síðan í nóvember 1942. Við leituðum á náðir húsnæð isráðunauts, og var ekkert hús- næði að fá annað en búningsher- bergin á íþróttavellinum. Við vorum þar í mánuð ásamt fleirum, sem líkt var ástatt fyrir“. „SVO KOM að þeim degi, að all ir skyldu fá húsnæði og urðum við fyrir því, að fá litla stofu í Suður- pólunum. Þar inni þurftum við að elda og geyma mat.iog yfirleitt hafa allt inni í þessari stofu. Loftið var svo óheilnæmt að marga nótt- ina gátum við ekki sofið“. „VIÐ GERÐUM þá tilraun og leituðum til heilbrigðisnefndar og varð hún vel við bón okkar. Nefnd in kom og leit á stofuna. Svo kom héraðslæknirinn og lét hann okk- Fraaáhalá á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.