Alþýðublaðið - 18.09.1943, Page 2
ALÞYÐUBLAÐIt)
Laugardagur 18. síeptember 194S-
Kaupa íslendingiar eignir
hersins aðllstriðinu loknu?
' ■■ ■" ■ ♦ "
Þriggja manna nefnd skipuð til aO hafa milli
gðngu um petta mái efJár kaupunum verður.
Fyrirspurn Haralds Guðmunds-
Uppbætnrnar:
Loðin svðr Sjálí-
stæðisins og Fram-
sóknar við bréfi
ar.
| rikisstjórnariQn
SJÁLFSTÆÐISFLOKK
URINN og Framsókn-
arflokkurinn hafa nú báðir
svarað tilmælum ríkisstjórn-
arinnar til þingflokkanna
um að þeir veiti samþykki
sitt til þess að því fé, sem
ríkissjóður fær í aðra hönd
við verðhækkun tóbaksins,
megi verja til.þess að greiða
niður afurðaverðið með fjár-
framlögum úr ríkissjóði.
) Áður höfðu bæði Alþýðuflokk
urinn og Kommúnistaflokkur-
inn svarað þessari málaleitun
algerlega neitandi.
■Svör hinna flokkanna beggja
eru hinsvegar mjög loðin.
Sjálfstæðisflokkurinn svarar:
„Ut af bréfi hæstvirts fjár-
málaráðherra, dags. 9. þ. m.,
vill Sjálfstæðisflokkurinn taka
fram það, sem hér fer á eftir:
1. Flokkurinn telur rétt, að
væntanlegur tekjuauki af
hækkun álagningar á tóbak og
áfengi renni beint í ríkissjóð,
og verði því fé ráðstafað með
sama hætti og öðrum tekjum
ríkissjóðs.
2. Auk þess, sem skiftar eru
skoðanir um það, hvort í 4. gr.
1. nr. 42 frá 13. apríl 1943, felist
ótakmörkuð heimild handa
ríkisstjórninni. án afskipta al-
þingis, til greiðslu úr ríkssjóði,
til þess að halda niðri verð-
lagsvísitölunni, telur flokkur-
inn ekki geta komið til mála
að neyta þeirrar heimildar, þótt
ótvíræð yrði talin, meðan al-
þingi situr, án þess að form-
legt samþykkt þessi komi til
á ný.
3. Flokkurinn getur hinsveg-
ar sætt sig við, að fyrst um sinn,
þar til alþingi hefir unnist
iími til að taka formlega á-
kvörðun í því efni, verði varið
fé úr ríkissjóði til þess að lækka
verð á kjöti og mjólk eftir 15.
þ. m., svo að vísitölu fram-
færslukostnaðar verÖi haldið í
kring um 250 stig, enda leiti
stjórnin tafarlaust úrskurðar
alþingis um það, hver.su lengi
slíkar greiðslur séu intar af
hendi.“
Svar Framsóknarflokksins eru
svohljóðandi:
„Út af bréfi fjármálaráðu-
neytisins til Framsóknarflokks-
ins, dags. 9. þ. m., þar sem ósk-
að er yfirlýsingar frá flokkn-
um, að hann samþykki, að fé
það, sem ríkissjóður fær með
verðhækkun á tóbaki, er nýlega
hefir verið ákveðin, verði notað
til verðlækkunar á kjöti og
mjólk á innlendum markaði eft-
ir 15. þ. m., vill Framsóknar-
flokkurinn taka þetta fram:
, Vitað er, að verð landbúnað-
arafurða á innlendum markaði
'vérðúr ákvéðíð með tilliti til
þess, að meiri hluti alþingis-
manna hefir nú tjáð sig því
samþykkan, að verðuppbætur
(Frh. á 7. síðu.)
sonar á alþingi i gær.
....—♦
p.YRIRSPURN HARALDS GUÐMUNDSSONAR til ut-
anríkisráðherra varðandi eignakaup af setuliðinu hér,
var borin upp og rædd á fundi efri deildar í gær.
Að aflokinni framsöguræðu Haralds svaraði utanríkis-
ráðherra, Vilhjálmur Þór, fyrirspurninni. Skýrði hann frá
því, að þriggja manna nefnd hefði verið skipuð til að hafa
með höndum milligöngu þessara mála þegar þar að kæmi.
Haraldur kva,ð vitaskuld ekki
unnt að vita neitt um, hvenær
styrjöldínni kynni að íjúka, né
heldur hvort svo kynni að fara,
að eignir setuliðsins hér yrðu
fluttar á aðrar vígstöðvar. Eigi
að síður teldi hann ástæðu til
þess, að mál þetta væri athugað
nú þegar. Vera mætti að ýmis-
legt af eignum þeim, er hér
væri um að ræða, fengist keypt
ar. Og sennilega mætti ná hag-
felldum kaupum, ef ríkisstjórn
in tæki upp samninga við her-
stjórnina.
Þá vék flutningsmaður nokk
uð að því, hvaða eignir hann
teldi, að hér væri einkum um
að ræða, og voru þær þessar:
1. Jeep-bílar. Af þeim hafa
þegar verið keyptir tveir fyr
ir forgöngu landlæknis. Fleiri
tegundir bíla kvað flutnings-
maður og koma til greina,
svo sem láðs- og lagarbíla.
2. Vinnuvélar ýmiskonar.
svo sem jarðýtur, kranar og
mokstursvélar fyrir vegagerð
ir og hafnir.
3. Bifreiðaverkstæði, við-
gerðavélar og áhöld, flotkví
til viðgerða á smærri skipum.
4. Þvottahús, frystihús, alls
konar rafmagnsvélar og smá
rafstöðvar.
5. Sjúkrahús. rúm, hjúkr-
unargögn, áhöld og lækninga
tæki.
6. Hermannabraggar ag
ýmiskonar hús, járn, sement,
timbur o. fl.
Haraldur hvað ástæðu til að
ætla, að færu kaup á þessum
eignum fram, án milligöngu
ríkisstjórnarinnar, þá mundu
nokkrir menn hyllast til að
kaupa það eitt, er líklegt væri
að mætti selja aftur með hagn-
aði. Eina ráðið til að fyrirbyggja
slíkt brask væri, að ríkisstjórn-
in hefði forgöngu um þetta og
fyrirbyggt yrði, að slík við-
skipti ,og þessi gæti farð fram
nema fyrir millgöngu hennar.
Svör ráðtaerra.
Að lokinni ræðu Haralds Guð
mundssonar hvaddi Vilhjálmur
Þór utanríkisráðherra sér hljóðs
og fórust honum orð á þessa
leið:
Ríkisstjórnin bar fyrir all
löngu síðan þá ósk fram við
herstjórniha að ef til þess kæmi,
að hernaðaryfirvöldin selji eitt
eða anpað af efnivörum, áhöld-
um eða húsum, þá yrði slík sala
gerð eingöngu fyrir milligöngu
ríkissjórnarinnar eða umboðs,
manna, sem hún tilnefndi. Var
þessum tilmælum strax vel tek-
ið og var formlega fallizt á
þetta og staðfest með bréfa-
skriftum um miðjan ágúst s.l.
Þessi ósk ríkisstjórnarinnar
var fyrst og fremst framborin,
til þess að tryggja það, ef til
sölu kæmi, að það sem selt væri
kæmi þeim til góða, sem þörf
hefðu fyrir og án þess að verzl-
unarálagning þyrfti að koma til.
Ætti með þessu fyrirkomulagi
að verða komið í veg fyrir
brask.
Ríkisstjórnin hefur fyrir
nokkrum dögum skipað þriggja
manna nefnd til þess að hafa
með höndum milligöngu þess^
ara mála þegar til kemur. 1
nefndinni eru:
(Frh. á 7. síðu.)
Nýja dýrtiðarnefndiii:
Algýðnsambandið m Bðiaðarfé-
lagið svara ríkisstjðrninni.
Alþýðusambandið hefir þegar tilnefnt
menn í nefndina, en Búnaðarfélagið
gerir það ekki fyr en eftir helgina.
ALþýðusamband ís-
LANDS og Búnaðarfélag
íslands hafa nú svaráð þeim til-
mælum ríkistjórnarinnar að
skipa fulltrúa í nýja sex manna
nefnd til þess að athúga mögu-
leika fyrir því að lækka dýrtíð-
íná, og haf'a bæði tjáð sig réiðu-
húin til þess.
Búnaðarfélagið skrifaði ríkis-
stjórninni í gærmorgun og til-
kynnti að það ipyndi verða við
tilmælum hennar, en gæti hins
vegar ekki tilnefnt fulltrúa sína
í nefndina nú þegar, þar sem
ekki værí hægt að ná saman
fundi í stjórn Búnaðarfélagsins
vegna fjarveru sumra, stjórnar-
meðlimanpa úr bænum. Hins-
vegar var ságt að fulltrúar feún-
aðarfélagsins í nefndinni yrðu
i tilnefndir strax eftir hélgina,
I Stjórn Alþýðusambandsins
(Frh. á 7. síðu.)
Hneykslið fullkomnað:
handjárna $ig!
Hafa skuldbundið sig skrifiega til
að vera með uppbótum á útfiuttar
landbúnaðarafurðir án þess að málið
hafi verið athugaðeða rætt í þinginu!
TÍMINN,“ sem út kom í gær upplýsir að meirihluti
þingmanna hafi nú tjáð sig því samþykkan að verð-
uppbætur verði greiddar úr ríkissjóði á útfluttar land-
búnaðarvörur.
Um þetta hafa engar opinberar umræður orðið á al-
þingi enn, og getur „Tíminn“ því ekki átt jftð annað en að
meirihluti þigmanna hafi þegar látið handjárna sig í þessu
máli á bak við tjöldin með því að skrifa undir hina hneyksl-
anlegu skuldbindingu um að vera með uppbótum á útfluttar
landbúnaðarvörur, sem gengið hefir verið með á milli þing-
manna undanfarna daga.
Er það alveg einstakt hneyksli að meirihluti þingmanna
skuli láta hafa sig til slíks, áður en málið hefir verið tekið
til athugunar eða umræðu í þinginu.
Ekki eru enn kunn nöfn þeirra þingmanna, er svo háðug
lega hafa látið fara með sig og þingið, en vitað er þd, að
það eru allt Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn.
Ekkert verktall ð
EIIiheimiliBO.
Samningar voru undirritaðir
í gær.
EKKI kemur til neinnar
vinnustöðvunar starfs-
stúlkna hjá Elliheimilisinu
Grund. Verkfallið hafði verið
boðað í dag, en í gær tókust
samningar. Höfðu samningaum
leitanir staðið yfir nokkurn
tíma, en þessa viku hefir málið
verið í höndum sáttasemjara.
Helstu ákvæði samninganna
eru þessi:
8 stunda vinnudagur, lág-
markskaup 120 kr. á mánuði,
eftirvinna kr. 1,65 á klst., næt-
urvinna kr. 2,20 á klst. — Þetta
er grunnkaup.
Auk hins fasta kaups hafa
stúlkurnar ókeypis fæði, hús-
næði, ljós, hita, vinnuföt, rúm-
fatnað o. s. frv. Sumarleyfi er
6—19 dagar. eftir starfsaldri,
veikindadagár 45 á ári með
fullu kaupi — og uppsagnar-
frestur er IV2 mánuður af
beggja hálfu.
Samningarnir gilda til næstu
áramóta.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
gerðir eru samningar um kaup
og kjör starfsfólks á Elliheim-
ilinu.
Walterskcppnin:
Brslitakaþpleifenrini
ð morgnn fei. 5.
Milii Vals o| K. R.
S IiÐASTI knattspyrnukapp-
leikur ársins verður háður
á morgun kl. 5.
Þetta er úrslitakappleikur-
inn í Waltherskeppninni og
keppa KR og Valur um siguir-
launin.
Dómari verður Guðjón Ein-
arsson.
Rúða brotin í
sýningarglugga.
UM tvöleytið í:gær var brot-
in , rú.ða í sýningarglugga
'-erzlunarinnar. Féldur h.f. í
Austurstræti. Kona nökkur kom
að máli við afgreiðslustúlkur
verzlunarinnar og- kvaðst hafa
séð, þegar rúðan var brotin.
Tvð bífreiðaslys:
Tveir litlir drengír
meiðast.
U'M fimrn leytið í fyrradag
var 7 ára gamall drengur
að fara út úr áætlunarbíl í Foss
vogi. Ætlaði hann að ganga
þvert yfir veginn, en í sama bili
ók vörubifreið framhjá. Var3
drengurinn fyrir bifreiðinnL
Marðist hann og tognaði í
vinstra öklalið og skrámaðist á
höfði.
14. þ. m. varð 7 ára gamall
drengur fyrir bifreið á Baróns-
stígnum á móts við Njálsgötu.
Kastaðist hann í götuna og
missti meðvitund. Hlaut hanu
nokkur meiðsl en þó ekki hættu
leg.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Messað á morgun kl. 2. Séra
Jón Auðuns.
Kona þessi var á hraðri ferð og
fór hún án þess að afgréiðslu-
stúlkwrnar fengju vitneskju um
nafn hennar og heimilisfang.
Nú mælist rannsoKnarlögregl
an til þess, að kohan hittí lög-
regíuna að máli og gefi henni
bær upplýsingar, er hún kann
að hafa.