Alþýðublaðið - 18.09.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 18.09.1943, Side 4
« ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 18. september 194S tFtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Mjólkurverðið. FÁTT er það, sem menn geta orðið á eitt sáttir um, nú á þessum síðustu og verstu ó- einingartímum, þegar mönnum getur nú ekki einu sinni komið saman um það, hvort mjólk hækkar eða lækkar í verði í út- sölu, hafandi þó skýfer og á- kveðnar tölur til að styðjast við. Mjólkin kostaði í vor kr. 1,75 líterinn, en var lækkuð, að til- hlutun þess opinbera í kr. 140 og var mismunurinn greiddur af tekjum þeim, er fékkst með 'hinum svokallaða verðlækkun- arskatti. Samkvæmt upplýsing um þeim, sem fjármálaráðherra gaf í fjárlagaræðu sinni, nam sú uppbót 35 aurum í maímán- uði, en 25 aurum eftir það, og var sá mismunur gerður með hliðsjón af hinni hækkuðu vísi- tölu. Verð það, sem mjólkur- skipulagið því fékk, var kr. 1,75 fyrir maí og kr. 1,65 eftir það, enda þó mjólkin kostaði kr. 1,40 til neytenda. Að halda því fram að neyt- endur háfi greitt kr. 1,75, eins og Þjóðviljinn gerir, og hér sé því ekki num neina hækkun að ræða, er því eins og hver önnur bábilja, til þess eins fram sett að dylja hinar raunverulegu af- leiðingar af samkomulagi sex manna nefndarinnar, af því að kommúnistar áttu þátt í því; því sá hópur manna, sem greiðir verðlækkunarskattinn, er ekki sami sem kaupir og neytir mjólk urinnar. Þar er um annan og alveg óskyldan hóp að ræða. Þeir, sem greiða verðlækkunar skattinn, eru mest fyrirtæki og stríðsgróðamenn og getur jafn- vel örlað þar á mjólkurfram- leiðendum, eins og Halldóri í Háteigi. Sízt af öllu eru það barna- og verkamannafjölskyld urnar í Reykjavík, sem greiða verðlækkunarskattinn, en þær eru hinsvegar hávaðinn af mjólkurneytendunum. Og þó að í hinum hópnuum finnist mjólk urneytendur, verður það með engum rétti sagt, að mjólkin hafi raunverulega kostað kr. 1,75, heldur 1,40. Alþýðublaðið skýrði því ná- kvæmlega rétt frá, er það sagði að mjólkurverlagsnefnd hefði á kveðið að hækka útsöluverð mjólkurinnar úr 1,40 í 1,70. Eftir að sú ákvörðun mjólk- urverðlagsnefndar var gerð. á- kvað ríkisstjórnin að útsöluverð ið skyldi vera kr. 1,45, en ekki 1,70, og skyldi mismunurinn gréiðast af ágóða þeitn, sem fæst með áfengis- og tóbaks- hækkuninni. * i Tíminn lætur svo, sem mjólk urverðið hafi raunverulega ver ið lækkað og Þjóðviljinn virð- ist vera á sama máli. En verðið var 1,40 og verður nú 1,45, til neytenda. Það var með uppbótinni 1,65, og verður nú 1,70. Hvar er þá lækkunin? Ætli að fleirum verði ekki leit að henni, en Alþýðu- blaðinu? Og til þess að fegra sem mest Séra Sigfns og istralfa. ÞÁ ER NÚ komið þriðja bréfið, sem séra Sigfús skrifar sjálfum sér í Þjóðvilj- anum og titlar sig þar „herra ritstjóri“, eins og áður. Nú hef- ir guðsmaðurinn fengið flugið, því nú bregður hann sér á gandreið sinni ekki skemmra en suður til Ástralíu. Ennþá eru það ólukkans ,,kratarnir,“ sem standa eins og kökkur í hálsi Sigfúsar. Hann er sýnilega orðinn í standandi vandræðum með „helv. .... kratana.“ Hann vill nú endilega verða einhvers .konar krati aftur, en ekki þó íslenzkur krati, því það er ekki hægt, heldur einna helzt Ástralíukrati — eða eitthvað þess háttar. Yarla getur hann hugsað sér að vera „danskur krati“ eins og t. d. Hedtoft Hansen, sem Þjóðviljinn kall- ar ,,ölbruggara.“ Þá vill hann alveg áreiðanlega ekki vera „sænskur krati,“ því hann fór úr Alþýðuflokknum á sínum tíma, af því að Alþýðuflokkur- inn taldi rétt að beita líkum sóknaraðferðum og sænskir kratar höfðu notað, en Sigfúsi var allra verst við sænska krata. Varla kemur til mála að hann vilji heldur vera ensk- ur krati, eins og t. d. Herbert Morrison, sem bannaði blað kommúnista í Englandi meðan vináttan var milli Hitlers og Stalins, — sá „blöv. . .. fas- ÍStÍ.“ .- Séra Sigfús er sýnilega í standandi vandræðum með sjálfan sig og allt sitt „krata“- stand, og grípur því til gamla úrræðisins, — þess, sem hann hlaut í vöggugjöf, loddaralist- arinnar, og í henni er séra Sigfús sæmilega fimur. Ekki ert þú svo heimskur, Sigfús minn, og því síður svo illa menntaður, með . sjálft guðfræðiprófið upp á vas- ann, að þú vitir það ekki, að verkalýðsflokkar allra landa eru tvenns konar: sósíaldemó- kratiskir og kommúnistiskir. Sósíaldemókratarnir vilja fara leið þingræðis og lýðræðis til þess að ná marki sínu, en kommúnistarnir vilja fara þá leið, að sundurc?rafa þjóðfélög- in og bylta svo öllu um í blóðugri byltingu. Þetta veit ég nú að þú veizt. Þú kenndir þetta a. m. k. meðan þú varst í Alþýðuflokknum, hvort sem þú nú hefir lært það í guð- fræðinni eða ekki. Hér á landi, eins og alls staðar annars staðar hefir þessi skipting verið. Það veizt þú manna bezt, því þú hefir verið sjálfur í báðum flokkunum. Og eins og ég minnti þig á í fyrra bréfi mínu, fórstu úr Alþýðu- flokknum, af því hann var of sósíaldemókratískur fyrir þig, of líkur sams konar flokkum á Norðurlöndum og í Eng- landi. Þú veizt það líka, að ílokkunum, þó eins séu í eðli og starfgaðferðum, eru gefin mismun^ndi nöfn í heima- löndum sínum, eftir því, sem þar þykir bezt henta. Þannig heita t. d. sams konar flokkar „Arbeiderparti“ í Nöregi, „Socialdemokratisk Parti“ í Danmörku og Svíþjóð, og „Labour Party“ í Englandi. Þessir flokkar á Norðurlönd- um og í Englandi byggja á sams konar grundvelli og Al- þýðuflokkurinn hér, frelsi, þingræði og lýðræði, og því eru þeir hliðstæðir honum. — Þegar því flokkar, hliðstæðir Alþýðuflokknum hér, eru nefndir í erlendum fréttum eða frásögnum, er rétt að nefna þá sama nafni og hliðstæðan flokk hér, ef til er. Svo hefir ávalt verið gert í AlþýðUblað- inu, óg það eitt er rétt, af því það villir engan. Nákvæmlega sömu reglu hefir verið fylgt um kommúnistaflokka og íhalds- flokka allra landa, er þeir hafa verið nefndir. Alþýðuflokkurinn í Ástra- líu, sem þú dvelur svo mjög við í bréfi þínu í gær, er sósí- aldemókratískur flokkur. Hann er því alger hliðstæða Alþýðu- flokksins hér, þó að hann sé kallaður Labour Party þar, -— eins og á Englandi, og það breytist ekkert við það, þó Al- þýðuflokkurinn hér sé lítill og megi sín ekki mikils, en Al- þýðuflokkurinn í Ástralíu sé stór og fari einn með stjórn. Eg veit þú skilur þetta, Sig- fús minn. En ég skil ekki vel, af hverju þér er allt í einu orðið svona umhugað um að Alþýðuflokkurinn hér setji hvorki blett né hrukku á bræðraflokka sína erlendis. — Þeir hafa þó ekki verið svo mikilsmetnir áður í dálkum Þjóðviljans. Varla getur á- stæðan verið sú, að flokkur „ölbruggarans“ Hedtoft Han- sen, og flokkur „sósíal-fasist- ans“ Herberts Morrison séu nú nokkru betri orðnir en þeir í áður voru. Hins vegar get- ur heldur ástæðan tæplega verið sú, að Curtin og kratar hans j Ástralíu, sem í | stríðsbyrjun tóku þátt í að | banna kommúnistaflokkinn | þar í landi og hafa nú lýst því yfir, að þeir ætli, að styrjöld- inni lokinni, að útrýma öllum einræðisflokkum, falli þér svo vel í geð. „En ég veit þó af hverju þú j ert að þessu brölti, Sigfús ! minn. Og ég veit að vísu, að þú veizt það sjálfur, en það má bara ekki segjast í Þjóðviljan- um. Ástæðan er þessi: Úti á íslandi hefir verið búinn til vinstrifl., sem í fæðingunni hlaut rangt nafn, þar sem hvert orð var blekking: „Sameining- arflokkur alþýðu — Sósíalista flokkur.11 Flokkurinn er nefni- lega stofnaður til sundrungar alþýðunni, en ekki til samein- ingar, og hann er ekki sósíal- istaflokkur, heldur kommún- istaflokkur. Þessi flokkur er svo illa settur, að hann á sér enga hliðstæðu, og ekki sam- leið með neinum þeim flokk- um í lýðræðislöndum, sem nokkurs eru megnugir. í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Eng- landi, Ástralíu, Sviss og víðar eru það eintómir „kratar“, sem verk kommúnista í sex manna nefndinni og gylla niðurstöður hennar, heldur Þjóðviljinn því ákveðið frám, að mjólkurneyt- endur greiði nú kr. 1,70 fyrir mjólkurlítrann í stað 1,75 og sé hér því um lækkun að ræða én ékki hækkun. Eftir þeim kokkabókum að dæma, sér blað ið ekki aðra mjólkurneytendur en þá, sem neyta tóbaks og á- féngis, en þeir greiða þá hækk- un eins og áður segir. Það eru skrýtnir mjólkurneytendur það, sem Þjóðviljinn hefir fyrir aug um og flest þykir nú orðið til- tækilegt sex manna nefndinni til afsökunar, þegar gripið er til slíkra rölcsemda sem þessara! En í þessu máli er annað, sem mjólkurneytendur og jafnvel framleiðendur einnig spyrja um. Eins og kunnugt er ber að greiða framleiðendum kr. 1,23 fyrir mjólkurlítrann frá 15. þ. m. að telja. Til þess að ná þess ari upphæð telur hin vísa mjólk urverðlagsnefnd, að selja þurfi mjólkina á kr. 1,70. Hér er mik- ill mismunur á ferðinni, 47 aur- ar, og vekur það að vonum undrun manna. hve hann er hár. Hér er um annað og stærra mál að ræða, sem sannarlega væri ástæða til að taka til nán- ari athugunar. jKaupum témar flöskur j | fyrir hækkað verðr i s £ 1 sömu tegundir og áður. Mottaka í \ | Nýborg alla virka daga, nema( 1 laugardaga. í I \ | Afengisverzlun ríkisins. \ z V stjórna alþýðuhreyfingunni. — „Sósíalistaf lokkurinn11 svokall- aði hér á ekki samleið með neinum nema kommúnistum í Rússlandi og afleggjurum þeirra erlendis, en sökum nafnbreytingarinnar og blekk- ingastarfseminnar, sem reka þarf, og sem þér er sérstak- lega falið að annast í þessum viðrinisflokki þínum, verður að reyna að nudda sér líka eitt hvað upp við einhverja aðra en Rússa til þess. Það verði ekki alltaf greinilegt, að viðrinis- flokkurinn með blekkinganafn- ið sé ekki algjörlega sama Rússadulan og kommúnista- flokkurinn áður var. Þetta er aðalástæðan. Sakir gamallar vinsemdar hefi ég nú reynt að leiðrétta meinlegustu villurnar í þess- um þrem bréfum þínum. Vit- anlega verður eitthvað út- undan hjá mér, því villurnar eru svo fjarskalega margar. En af hverju ertu með þessi skrif? Er nú Bjarni borgarstjóri aftur orðinn hræddur við Al- þýðuflokkinn? Heldur hann kannske, að „sóknin mikla,“ sem þið hófuð í félagi gegn Al- þýðuflokknum sé að fjara út? Heldur hann kannske að fólk- ið sé nú farið að grilla eitt- hvað gegnum svika og blekk- ingavefinn, sem þið eruð að spinna — þú, — Bjarni og Kveldúlfur? Eg veit ekki. Þii veizt þetta betur en ég. En heldurðu að það væri nú samt ekki ráðlegast, Sigfús minn, að reyna að fara að forða sér yfir í næsta skip? Maður veit aldrei hvenær gat kann að koma á kommadugguna — og þú hefir þá skipt um skiprúm fyrr. Með vinsemd. Gamall flokksbróðir. TIMINN spyr í aðalritstjórn- argrein sinni í gær: Á byggðin í sveitum að aukast? í svari sínu við þeirri spurn- ingu segir hann meðal annars: „Þegar rætt er um aukna byggð í sveitum landsins, heyrist því ekki ósjaldan hreyft, að slíkt sé hin mesta fásinna, því að þegar sé framleitt meira af landbúnaðar- vörum en markaður sé fyrir. Stefnan í þessum málum hljóti því að vera sú, að frekar eigi að minnka byggðina í sveitunum en auka hana. Þessari kenningu þarf að mót- mæla og það knöftuglega. Hún er algerlega byggð á því óeðlilega bráðabirgðaástandi, sem nú ríkir. Séu þessi mál nokkuð athuguð með tilliti til framtíðarinnar, verð- ur hið gagnstæða uppi á teningn- um. hverfur alveg. Verzlunin dregst stórkostlega saman. Sjávarútveg- urinn mun sennilega geta aukizt eitthvað og ýms iðnaður í sambandi við hann, t. d. skipasmíðir, ent hinn þröngi markaður, sem haim bjó við fyrir styrjöldina, ætti að vera okkur vísbending um, að treysta ekki um of á hann. Nálægð fiskimiðanna er okkur ekki held- ur eins mikils virði og áður, þv£ að bættur og stærri skipakostur, sparneytnari vélar og nýjar verk- unaraðferðir bæta aðstöðu útlend- inga til lengri sjósóknar. Iðnaður, sem ekki er tengdur sjávarútvegi eða landbúnaði, verður aldrei teljandi atvinnuvegur hér á landi. Þess vegna verður að stuðla að verulega aukinni byggð í sveitun- um, ef tryggja á næga, örugga at- vinnu og skapa aukinni héimila- fjiölgun nauðsynleg skilyrði.“ Um allan heim eykst þeirri kenningu fylgi, að lándbúnaðar- framleiðslan þurfi að stóraukast, eftir þessa styrjöld. Hundruð millj. manna hafa fengið ónógt viður- væri, vegna skorts á landbúnaðar- vörunum. Úr þessu þarf að bæta. Hér á landi myndi aukin neyzla landbúnaðarvara einnig bæta við- urværið stórkostlega. Mjólkur- ' framleiðslan þyrfti að tvöfaldast, ef fullnægja ætti eðlilegri þörf landsmanna fyrir mjólk, smjör og aðrar mjólkurvörur. Svipað má segja um garðávexti og grænmeti. Landbúnaðurinn þarf því mikið að eflast til þess að getá ‘ fullnægt eðlilegri innanlandsþörf. Það er öllum ljóst mál, að eftir styrjöldina skapast hér stóífellt atvinnuleysi, ef ekkert verður að- gert. Hernaðarvinnan, sem hefir veitt þúsundum manna atvinnu, Það er vissulega margt rétt í þessum ummælum Tímans. En það nægir ekki að stofna ný- býli og fjölga heimilunum í sveitunum. Það verður að reka sveitabúskapinn á þann hátt, með þeim aðferðum og þeim tækjum, að hann geti framleitt mjólkina og garðávextina í framtíðinni víð því verði, sem landsfólkið getur greitt. Ann- ars er þýðingarlaust að tala um aukna byggð í sveitunum. íaskur J ^ hæ.sta verði. | iFiúsgagnavinnustofa n ) BiMnfsgötu SÖ, l

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.