Alþýðublaðið - 18.09.1943, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.09.1943, Qupperneq 6
Chiang Wei Kuo, höfuðsmaður er yngsti sonur Chiang Khj Sheks hershöfðingja Kínverja, og Joseph W. Stilwéll, sonur Stilwells hershöfðingja, sem stjórnar her Bandaríkjamanna í Kína, hittust fyrir nokkru í Chungking, þar sem þessi mynd var teikin af þeim. ALÞYOUBLAÐir __ Framferðiósiðvandra nnglinga. ÞAÐ ER EKKI af neinni geðvonzku eða hneigð til þess að sverta náungann, að ég rita þessar fáu línur. Eg hefi aldrei áreitt menn að fyrra bragði. En mér er annt um heiður þjóðarinnar. Og það verður að stinga við fótum og hafa betri hemil á götuskrílnum en gert hefir ver- ið. í kaupstað þeim, sem ég á heima í, er afarmikið um snjó- kast á vetrum. Börn og ung- lingar reyna að hitta í höfuð fólks, sem er á gangi. Eldra fólk, sem er höfuðveikt, þolir þetta illa. Ég sá eitt sinn síð- asta vetur strák hitta einn rit- stjórann í bænum með harðri kúlu, er skall á hægri vanga hans og fyllti eyrað: Var skeyti þessu svo fast skotið, að mikill hluti þess sat fast. Maðurinn leit ekki við, hélt leiðar sinnar með stóiskri ró. Þetta átti víst að sýna hetju- dáð, að þola prakkarahátt án þess að þykjast verða hans var. Þetta er órétt uppeldisað- ferð. Píakkarar þurfa að fá dá- litla refsingu til þess að bæta ráð sitt. „Húseigandi“ ritar nýlega pistil um að foreldrum eða for- ráðamönnum barna eigi að refsa (sekta og borga) fyrir skemmdir af völdum barna. Það er vitanlega rétt. En hitt veit þessi ágæti maður ef til vill ekki, að sumum foreldrum er vel vært þó þörn þeirra geri öðrum illt, og jafnvel gleðjast er þörn þeirra viðhafa skríls- hátt, er vera á öðrum til sví- virðingar. Ljúga jafnvel með köldu blóði, svo börn þeirra losni úr klípunni. Skal ég nefna dæmi þessu til sönnunar. Hjón, er búa hinum megin götu; er ég bý við, eiga 2 stráka, sem hafa gert ýmsar ,,kúnstir“. Hjá mér hafa þeir t. d. brotið nokkrar rúður. Eitt sinn ætlaði einn kennimaður landsins að setjast við borð hjá mér og drekka kaffi, sem ekki er í frá- sögur færandi. Þá kom eitt skeyti frá öðrum stráknum, er braut rúðu rétt framan við andlit prestsins. Mér þótti skömm að þessu, að láta sjá að ég byggi innan um þvílíkan skríl. Annað skipti kom kúla inn um gluggann og braut rúðu í smátt. Saumakona var nýrisin á fætur frá vinnunni. Ef rúðu- brotin hefðu lent í andliti Laugardagur 18. september 1943 Uppi á öræf- um íslands. Frh. af 5. síðu. fell og ferðin sóttist vel, þar til við komum að brekkunum, þar sem farið er niður á láglendið. Eftir skamma stund vorum við komnir niður af hálendinu, þar sem allt hafði verið þakið snjó, niður á mýrar, þar sem næstum var snjólaust. Aðeins á stöku stað voru fannir í brekk unum, eins og hvítir dreglar nið ur á mýrarnar. Við urðum nú að fara yfir snjólaus svæði og skapaði það okkur mikið erfiði. Við tókum það ráð að fara nokk uð hærra, þar sem við gátum notað skíðafæri og eftir það gekk ferðin vel til kvölds, en þá breyttist veðrið og þegar við tjölduðum um kvöldið var kom in níðdimm þoka. Sama veðrið var daginn eftir. Ferðin suður sóttist hægt en örugglega. Sandá var var vatnsmikil og straum- hörð og það tók okkur nokkurn tíma að koma farangri okkar yfir hana. Snjórinn minnkaði eftir því sem sunnar dró og síðustu kílometrana á leiðinni heim að Hólum, sem er efsti bærinn urðum við að fara yfir auða jörð. Þar leigðum við vagn og hest og ókum sleðanum þá 10 km., sem eftir voru niður að Geysi. Oræfaferðinni var lokið. Á- ætlunarbifreiðin flutti okkur síðan til Reykjavíkur. Við er- um allir fjórir ánægðir með ferðina og erum við beztu heilsu eftir þetta átta daga ferðalag í öræfunum. VIKÚR HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTUR PÉTURSSON Glerslfpnn & speglagerð Símí 1219. Hafnarstræti 7. HANNES Á HORNINU Frih. af 5. síðu « inn. Ég sé ekki að höfðingjarnir setji nú neinn svip á Reykjavík. Það eru aðrir sem gera það“. ÞAÐ ER GAMAN að þessu bréfi. Gamli maðurinn finnur að Reykja vík er mikið breytt frá sem hún var og þó að hann leiti að höfðingj unum þá finnur hann þá ekki. Við eigum líka svo marga höfðingja hérna í höfuðstaðnum orðið. Þeir eru orðnir svo margir að þeir eru næstum því í meirihluta. Hvað kall ar gamli maðurinn höfingja? Sam- kvæmt hans áliti er Kiljan og Þór bergur höfðingjar, að ég nú ekki tali um Pálma Hannesson og Sig- urð Thoroddsen. Alla þessa menn er hægt að fá að skoða í krók og kring dags daglega. Ég er þó ekki að hvetja fólk til þess að safnast utan um þá til að skoða þá. Ég sá mann sem var að skoða Þórberg um daginn á Hverfisgötunni- og Þórbergur tók til fótanna og flúði. Hann var ekki höfðinglegur þá, enda getur fjandmaður hrökkáls- ins varla verið höfðinglegur. „JÁ. ÞAÐ ER ákaflega margt breytt í Reykjavík. í gamla daga strunsuðu höfðingjarnir niður miðja Bakarabrekkuna og Austur- stræti og allir viku úr vegi. Nú verður Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson, þegar þeir eru að leiðast heim til sín í miðdagsmatinn að bíða eins og kolaboxkarlinn á horn inu eftir því að strákur úr Grafn ingnum, sem stendur borðalagður á miðri götunni, hleypi þeim yfir hana. OG SVO ER ÞETTA með fötin. Það er ekki von á góðu þegar ösku hreinsunarkarl getur gengið í sams konar fötum og milljónerar og ráð herrar. Eg segi fyrir mig að ég er í hreinustu vandræðum með að þekkja höfðingjana frá hinum. Þetta er einhvern veginn ekki eins og það á að vera. Það þarf annað hvort að merkja höfðingjana eða þá hina. VATNIÐ er enn sama áhyggju- efnið. Kona á Laugarveginum inn arlega skrifar mér og lýsir vand- ræðum sínum. Segir hún að vatn- ið komi rétt augnablik á daginn og sé þetta að verða óþolandi ástand. Hannes á horninu. HROSTI gott og ódýrt gripafóður, fæst hjá H. f. Ölgerðin Egiil SkallagrimssoB. Regnkápur á börn og unglinga. Lifstykkjabúðin h. f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. hennar, hefðu af því hlotizt miklir áverkar. En rúðusagan, sem ég greini nú frá, sannar lygina, er foreldrar og aðstand- endur viðhafa sínum elskalegu prökkurum til hjálpar Eitt sinn var brotin rúða í íbúð minni á þeirri hlið húss- ins, er veit að húsi áðurnefndra drengja. Er litið var úv, sást enginn. Þó töldum við það á- reiðanlegt, að þaðan hefði rkot- ið verið. Var aðeins annar drengjanna heima. Og töldum við hann sökudólginn. En þá var vinnukona í húsinu send til þess að sanna hans „alibi". Hú.. kvað hann á þeirri stund j hafa verið að hræra í grauta.’j ).' ! En það þótti okkur næsta ótrú- legt. Síðar komumst við að því frá dreng, er var hjá „prakkaranum“, að har.n haíði skotið í' rúðuna gegnum opinn glugga. Þess vegna sást hann ekki. Þessa rúðu lét ég borga. En síðan hatar faðir drengj- anna mig. Góð uppeldisfræði! Þessir drengir og ýmsir fleiri hafa verið á svarta listanum hjá lögreglunni. En hvaða býðingu hefir það? Ef sagt er frá nýju prakkara- striki dóna, þá er svarið: „Hann er á svarta listanum.“ Er. það er hægt að gera þá viturlegu ráðstöfun, að meina slíkum börnum að fá trúnaðarstörf. T. d. neita að þeir séu sendlar o. s. frv. En það einkennilega skeður, að í þessum bæ eru margir drengir sendlar, er ver- ið hafa á „svarta listanum“. Er þetta ekki smekklegt? — Garg á eftir fólki, uþpnefni og klám er mikil ánægja sumra illa inn- S SHefi $ ir af ennþá nokkrar birgð- gúmmískóm S leikfimiskóm, á kr. 3.75. — ^ Spartaskó á 6.50. — Smá- S harnaskó, ódýra. — Kokka- S sínur. — Ullarhosur o. m. fl. S s Gúmmískógerð \ Austurbæjar, ^ Laugaveg 53 B. Slúlka Gott kaup. ( ' S rættra drengja. En sá eða sú, sem átelur börn fyrir þetta, er af aðstandendum barnanna tal- inn vitlaus, brjálaðuþ o. s. frv. Það er gamla sagan um það, að krákan slettir saur á svan- inn. Ég sný nú til höfuðstaðarins, þar sem ég er nú. Nýlega tal- aði ég við f jölskyldu í húsi einu hér. Er talið barst að skríls- hætti á götum úti, sögðust kon- urnar kvíða fyrir vetrinum. Ein sagðist vera höfuðveik og óttast snjókúlur ,í höfuðið. Skríllinn er þegar búinn að fá þau völd, að heiðarlegt fólk óttast hann. Hvílík reginskömm fyrir þá, sem eiga börnin, og þá, sem þeirra eiga að gæta og uppala. Ég er ekki ánægður með þessa hlið okkar háttlofuðu „menningar“. Því gerir lögreglan ekki meira í þessu efni? Nýlega gekk ég inn í Laugavegsapó- tek. Þar voru 4 strákar að hamast í vængj ahurðunum og létu illa. Stúlka bað þá ósköp meinleysislega að hætta þessu, en þeir héldu áfram. Ér ég gekk út, rak ég þá út og sagði þeim að þannig höguðu sér eng- ir siðaðir menn. Þeir fóru með góðu og „brúkuðu engan kjaft“ eins og kallað er á götumáli. Það verður ekki hægt að kalla oss íslendinga menningar- þjóð, ef börn og unglingar eru látnir magnast ár frá ári í skrílmennsku. Framkoma þeirra við setulið- ið er einnig víða mjög ábóta- vant. Börnin hrekkja hermenn, sníkja hjá þeim. Og einstöku barn steiur frá þeim. Veit ég dæmi alls þessa. Þetta er orðið langt mál. En ég hefði kosið að mega hafa það tíu sinnum lengra. Kennari. V * S s S S s S V s 5 s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s s s S Móðir og sonur. Mynd þessi er af Michael prins syni hertogans af Kent, sem fórst í flugslysi s. 1. vetur. Móðir hans er með hann á mynd inni, sem tekin var á eins árs afmæli prinsins. Hann er 7. í röðinni, sem erfingi brezka konungsdómsins. Roosevelt for- seti var skírnarvottur hans og er hann fyrsti meðlimur brezku konungsfjölskyldunnar, er hefir amerískan guðföður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.