Alþýðublaðið - 18.09.1943, Side 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 18. september 1943
WE'RE GOINIC AFTER
THAT PLANE/THEN WE’l
COME BACK AND FINIÍ5H
S~-T THIB ONE/ 1-?
HE'S PULLING AWAY/
muet be out of ^
AMMUNITION / J§
OUCH/ X’M OUT
Tr OF AKSMO.,.;
iTJARNARBIOgfi!
Bréfið
(THE LETTER)
Áhrifamikil amerísk mynd
sftir sögu W. Somerset
Maugham’s.
Bette Davis,
Herbert Marshall,
James Stephanson.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
12 ára.
A: „Það sannast á þér mál-
tækið, að mikið vill meira“.
B: „Ekki er það nú alltaf. Hef
irðu nokkum tíma fengið tví-
bura?“
* * * *
ÓTRÚLEGT EN SATT!
BREZKIR hirðsiðir banna —
eða svo var það a. m. k. — að
menn ,sem ekki voru konung-
bornir, sitji meðal konungætt-
aðra manna, þótt allir sitji að
sömu máltíð. Það verður að vera
ofurlítið bil milli þeirra kon-
ungbornu og hinna ótignu.
Þannig máttu Lorne lávarður^
tengdasonur Victoriu drottning
ar, ekki sitja við hlið konu sinn
ar við matborð, þegar þau voru
í opinberu samsæti eða í heim-
boði í Windsorkastala.
* * *
SÁ, sem eignast konu, eign-
ast gersemi, og hlýtur náðar-
gjöf frá drottni.
- Salómon.
* ❖ *
BIBLÍUSKÝRING.
EINU SINNI voru tvær kerl
ingar á bæ. Að afloknum hús-
lestri um jóláleytið segir önn-
ur þeirra upp úr eins manns
hljóði: „Hvað hét hún móðir
hans Jesús?“ — ,Hún hét María‘,
segir hin. „Og ekki hét hún
María“. — „Hvað hét hún þá?“
segir hin. „Og veiztu ekki hvað
hún hét móðir hans Jesús; hún
hét Finna“. — „Finna?“ sagði
hin. „Víst hét hún Finna, heyr-
irðu ekki hvað sungið er í sálm-
inum:
í því húsi ungan svein
og hans móðir finna; . .
hét hún þá ekki Finna?“ — Lét
kerling áldrei af sínu máli um
það, að hún hefði heitið Finna.
* * *
VELDU þér ekki aðra sem
eiginkonu en dóttur góðrar móð
'ur.
straumi örlaganna
Hvern fjandann drekkurðu
barn?
Fyrst hrökk ég við, en svo
fór ég að hlægja. Það var eins
og Pepi Jerabeck hefði sagt það.
— Mig væmir við því, sagði
stúlkan, ekki get ég að því gert.
Það minnir mig alltaf óþægi-
lega á það, sem smábörn gera í
bleijurnar sínar. En það skiptir
engu máli.
— Mér þykir það líka, sagði
um sagði ég hljóðlátlega. Það
voru alltaf að fæðast ný og ný
börn í fjölskyldu minni, Lengi
'hafði ég vonast eftir að eignast
litla systur. En ég hafði látið af
þeim óskum eftir að hafa orðið
þess áskynja, hvað mamma yrði
á sig að leggja áður en af því
gæti orðið.
— Mér þykir það líka, sagði
stúlkan. Eg á agnarlítánn
frænda, hann er aðeins sjö man
aða gamall. Þú hefir áreiðan-
lega aldrei séð neitt fallegra en
hann.
Þetta var mjög athyglisvert
og frábrugðið því venjulega.
Hún átti lítinn frænda en ekki
liitlá frænku. — Hvað heitir
hann? spurði ég.
— Salvator Benvenuto Ama-
deos, svaraði stúlkan. Það
hljómaði eins og skrítla.
— Það er einkennilegt nafn á
litlum dreng, sagði ég. Það er
eins og nafn á erkihertoga.
— Þau stafa frá föður hans,
sagði stúlkan. Hann ér sonur
Hoyot greifa.
— Svo! sagði ég eins virðu-
lega og mér var unnt. Ert þú
þá aðalborinn?
— Aðalborin, það er nú svo!
Systir mín hefir verið í tygjum
við hann síðastliðin fimm ár,
svaraði þessi undraverða stúlka
eins og ekkert hefði í skorist.
Þak hússins féll ekki niður
yfir okkur eins og ég átti þó
fastlega von á. Ég féll heldur
ekki dauð niður úr sæti mínu.
En ég roðnaði svo ógurlega, að
það var engu líkara en að kinn-
ar mínar myndu springa vegna
innibirðis hita.
— Ætli það sé sami greifinn
og ók yfir þvottakonuna okkar?
gat ég loks stunið upp.
— Mjög sennilegt, svaraði
stúlkan. Hann lætur sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. En mér
fellur vel við hann. Hann er allt
af að gefa mér eitthvað. Sjáðu,
þetta gaf hann mér. Hún lyfti
upp hendinni og sýndi mér arm
band með allskonar dinglum-
dangli á. — Hvað heitirðu?
spurði hún. þegar ég hafði virt
fyrir mér armbandið æðistund
með ódulinni aðdáun.
— Marion, Marion Sommer,
svaraði ég.
— Leggurðu hart að þér?
^spurði hún og benti á hylkið
utan af fiðlunni,sem ég hafði
lagt á stól við hlið mína. Aldrei
hafði barn spurt mig þessarar
spurningar fyrr.
— Mjög hart, svaraði ég
hreykin. — Ég æfi mig fimm til
sex klukkustundir daglega á
fiðluna og tvær klukkustundir
á píanó. Svo er það tónfræðin,
tónlistarsagan og fleira og
fleira----- ,
Stúlkan fitjaði upp á nefið.
Ég legg líka hart að mér, sagði
hún — Ég er að læra að dansa
eins og það er kallað. Þar
lappabrjóta þeir mann með ein-
tómum þrældómi. Ég verð að
æfa átta stundir á hverjum
degi. Á kvöldin tekur svo
skyldustarfið við. — Hefirðu
nokkurn tíma komið í söng-
leikahúsið? -
— Þúsund sinnum, sagði ég.
Ég hefi komið þar að staðaldri
síðan ég var barn. Ég er alveg
villt í að horfa á óperur.
— Áigætt, þá hlýtur þú að
hafa séð mig, sagði hún, ekki
ólíkt því, sem dulbúinni drottn-
ingu mundi hafa farizt, ef hún
hefði ætlað að ljósta upp tign
sinni. — Ég er Klara Balbi.
Vissulega hafði ég séð Klöru
Balbi. En maður varð að láta
sér jafn títt um Söngleikahúsið
eins og ég til þess að bera
kennsl á hana. Hún var í hópi
þeirra unglinga, sem hafðir
voru þar til aðstoðar. Hún hafði
leikið hertogann af Brabant í
Lohengrin og dreng Vilhjálms
Tell í óperettu Rossini. Nafn
hennar stóð síðast í leikskránni,
en það var hennar eigið nafn.
sem þar stóð svart á hvítu.
Hún var ómótmælanlega hluti
af þeirri veröld sem í mínum
augum var umlukin sérstæðum
töfraljóma. ,
— Ég lýk prófi frá Tónlistar-
skólanum á þessu ári. Vel má
vera, að ég komi fram á próf-
hljómleikunum. Næsta haust
fer ég í leiðangur með fiðluna
mína. Þetta lét ég mér um
munn fara, enda þótt minning-
in um Mózarthljómleikinn ylli
mér ennþá sárra kvala.
— Ég verð að fylla fimmtán
árin áður en ég fæ lokið mér
af, sagði Klara hugsandi. Það
eru of margir gamlir stríðshest
í ballettinum, hélt hún
áfram. Þeir beita.öllum brögð-
um til þess að yngri kraftar
þoki þeim ekki úr vegi. En
Nicki má sín nokkurs. Og hann
hefur lofazt #til að greiða fyrir
mér alveg á næstunni. — Það
er Hoyot greifi, sem ég á við.
Systir mín er ein af sólódöns-
urunum og hún er ekki nema
tuttugu og ens. Móðr mín var
einnig dansmær, svo að þetta
er í blóðinu. Heldurðu að þú
hefðir viljað fara inn á þessa
braut?
Nú var ég í miklum vanda
stödd. Annars vegar var kurteis
in, hinsvegar sannleikurinn.
SS NÝJA BIO
Fjandmenn
þjóðfélagsins
(MEN OF TEXAS)
Söguleg stórmynd.
Robert Stack,
Jackie Cooper,
Anne Gwynne,
Leo CarriIIo.
Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9
Börn fá ekki aðgang
Aðgöngumiðasala
hefst kl. 11 f. hád.
GAMLA BIO
Ðr helprgreipnai.
M.G.M. kvikmynd gerð eftir
skáldsögu Ethel Vance’s
„ESCAPE“.
Norma Shearer,
Robert Taylor.
Sýnd klukkan- 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára
Framhaldssýning 3¥2—6V2:
TUNDURSKEYTA-
BÁTURINN
(Torpedo Boat).
Richard Arlen,
Jean Parker.
Það var f jarri mér að vilja særa
tilfinningar Klöru Balbi eða
eyðileggja þennan dásamlega
kunningsskap, sem hér var að
myndast. En að hinu leytinu,
hvaða kunningsskapur var
þetta, ef ég neyddist til að
Ijúga að henni eins og þeim
fullorðnu?
— Mér hefði fundizt það dá-
samleg tilhugsun, þegar ég var
barn, svaraði ég að lokum gæti
lega. En nú finnst mér ekkert
til um það. Það er of gamaldags
Það þreytir mig. Það er alltaf
það sama. Það minnir á spiladós
ina í albúminu, sem alltaf leik
ur sama lagið í hvert skipti, sem
hún er dregin upp.
— í hvaða albúmi? spurði
Klara.
Ég leysti úr því. Til þessa
hafði hún ekki komið óvingjarn
lega fram við mig, þótt nokkurs
yfirlætis gætti í framkomu henn
ar. En skyndilega breyttist við-
mót hennar. Það var eins og
henni hlýnaði um hjartaræturn
ar og athygli hennar yxi.
— En hvað þú ségir þetta
skemmtilega, sagði hún hugs-
andi og undirfurðuleg. — Það
er líka eins og ég hafi alltaf
þráð einhverja tilbreytingu í
danzinum. Ég man alltaf það
ramakvein, þegar ég sýndi
kennslukonunni minn dans,
sem ég hafði að öllu leyti búið
til sjálf.
— Hvers konar dans var það?
spurði ég.
— Þú mundir ekki skilja það,
þó að ég reyndi að útskýra það,
svaraði Klara. — Hefirðu nokk
urntíma heyrt nefnda ísadora
Duncan?
—Þessa berfættu? Ég hef les
ið um hana í blöðunum, svar-
aði ég. — Hún hlýtur að Vera
brjáluð. Hún notar víst ekki
einu sinni lífstykki.
Munnur Klöru var nú eins
VfKINGURINN.
Lúguhlerarnir á Sæfáknum urðu fyrir skoti og tætt-
ust sundur. Hálfeyðilögð fallbýssa valt um koll og olli tals-
verðum skemmdum. En Vofuræninginn lét ekkert á sig fá
og skipaði að herða skothríðina.
Stórsigla Blöðsugunnar varð nú fyrir skoti og hallað-
ist gífurlega. Von bráðar féll hún alveg með reiða og segl-
um. Fullkomið öngþveiti varð á þiljum.
En það var síður en svo að þorrin væri vörn sjóræn-
ingjanna. Svarta Ike var vel ljóst, að nú barðist hann fyr-
ir lífi sínu. Hann æpti fyrirskipanir sínar til skipshafn-
arinnar. Fallbyssurnar á framþyljum helltu kúlnaregni yfir
Sæfákinn. Enn á ný reyndi Blóðsugan að freista undankomu.
Vofuræninginn vissi, hvað Svarta Ike bjó í brjósti. Og
honum stóð ekki algerlega á sama. Náttmyrkrið nálgaðist
óðum. Ef sjóræningjarnir fengju staðist sókn hans þangað
til myrkrið skylli yfir, mátti svo fara, að þeim auðnaðist
að komast undan og finna felustað.
— Við verðum að ganga millr bols og höfuðs á þeim,
félagar! hrópaði Ned skipstjóri. — Við fáirm aldrei aftur
hvílíkt tækifæri og þetta! Við megum ekki undir neinum
kringumstæðum gefa þeim færi á að sleppa brott í skjóli
náttmyrkursins!
Sjóorustan geysaði enn um hálfrar stundar skeið með
HOW TO CHAWGE A
l/ULTURE INTO A DEAD
PIGEON IN ONE EA6V
BURST„.READy„.AIM.
MYNDA-
SAGA.
Cottridge. Það er erfitt að
breyta gammi í dauða gæs í
einni svipan. Það er bezt að láta
hann hafa það, sem ég á. Þetta
tókst ekki og búinn með skot-
færinn.
Þýzkur flugmaður: Hann held
ur í burtu, Hann hlýtur að vera
búinn með skotfærin. Við skuÞ
um fara á eftir þessari flugvél
(bendir á flugvél Lusyu). Svo
getum við farið til baka og gert
út af við við hina.