Alþýðublaðið - 25.09.1943, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1943, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 25. sept. 1943» ur á sambandsslitum Vilja ekkl láta ganga farmiega frá skiinaði við núveraadi aSstællsir Islendiaga og fiðana. . s TVÖ HUNDRUÐ OG SJÖTÍU ÁHRIFAMENN úr öllum flokkum, búsettir í þrem- ur stærstu kaupstöðum landsins Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri, sendu alþingi í •fyrradag svo'hljóðandi áskorun í sambandi við afgreiðslu sjálfstæðismálsins: „Vér undirritaðir alþingiskjósendur í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði skorum á hið háa alþingi að ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Dan- mörku, að óbreyttum þeim aðstæðum, er íslendingar og Danir eiga nú við að búa.“ Undir þessa áskorun hafa skrifað, eins og sagt var, 270 áhrifamenn úr öllum flokkum: háskólaprófessorar, prestar, læknar, lögfræðingar, hagfræðingar, skáld og listamenn, útgerðarmenn, kaupsýslumenn, kennarar og skólastjórar, trúnaðarmenn ýmissa samtaka, svo sem verkalýðsfélaga og menningarsamtaka. svo og forgöngu- menn á ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins. Undirskrifta undir áskorun þessa mun, að því er blaðið veit bezt, ekki hafa verið leitað meðal almennings. Hún er fram komin fyrir samtök einstakra áhrifa- manna. , Áskorunin, ásamt nöfnun þeirra, sem undir hana hafa skrifað, er birt á fjórðu síðu blaðsins í dag. iWðBsanbaodið efoir tii nðraskeiðs fyrir sarabandsf élaea Alþýðusamband ís- LANDS hefir ákveðiS að 'efna til námskeiðs fyrir meðlimi sambandsfélaga í nóvember. í ráði er, að þetta námskeið standi yfir frá byrjun nóvem- ber og fram yfir miðjan desem- ber og kennsla fari fram á kvöldin. Þessi tilhögun er sjáan- lega til'þess gerð að verkamenn sem stunda vinnu hér í bænum, geti notið kennslunnar. Svona námskeið á vegum verkalýðssamtakanna eru vel þekkt úr sögu flestra eða allra helztu menningarlanda, en Al- þýðusambandið hefir eigi, svo kunnugt sé, lagt út á þessa braut fyrr. Þó mun það hafa haldið uppi námskeiði haustið 1939—’40. Á námskeiðinu verður tekið til meðferðar: saga verkalýðs- hreyfingarinnar, saga vinnu og framleiðslu, Vinnulöggjöf, al- þýðutryggingar, praktiskt fé- lagsstarf o. s. frv. Enn fremur verða fyrirlestr- ar fluttir í sambandi við nám- skeiðið og frjálsar umræður hafðar í sambandi við það. Ðanski sendiherrann og frú hans taka á móti gestum á morgun, sunnudag, kl. 4—6 af tilefni af- mælisdags Kristjáns konungs X. Ármenningar og þeir aðrir, sem hafa muni á hlutavéltu Ármanns, eru beðnir að koma þeim í í. R. húsið á laugar- dag. Opið verður frá kl. 1 e. h. Hallgrímsprestakall. Messa kl. 2 á morgun í Austur- bæjarskólanum, séra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 11 f. h. barnaguðs- þjónusta, séra Jakob Jónsson. 1 Nesprestakall. / Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2% á morgun. Séra Jón Thorar- ensen. Skipnlag og yfir- stjórn í Bveragerði. Frnmvarp Jónasar Jónssonar. J)NAS JÓNSSON hefir lagt fram á alþingi frumvarp til laga um skipulag og yfirstjórn jarðeigna ríkisins á hverasvæð inu í Ölfusi. Segir svo í frumvarpinu: „Jarðeignir ríkisins á hvera svæðinu austan Varmár í Ölf- usi, Reyki, Reykjahjáleigu, Reykjakot, Velli og Kross, má ekki selja, nema samkvæmt lagaheimild, og ekki leigja ein stökum mönnum né fyrirtækj- um, hvorki heilar jarðir, lóðir né hlunnindi, nema til 5 ára í senn. Mannvirki, sem einstak- ir menn eðafélög kunna að reisa samkvæmt þessari heim ild á 'framannefndu landi, falla til ríkisins, verðlögð eftir síð- asta fasteignamati, þegar leigu tíminn er útrunninn og ríkið vill nota þann hluta eignarinn ar, sem þannig hefir verið leystur,til sinna þarfa. > 2. gr. Þriggja manna nefnd hefur með höndum, undir um- sjón ráðherra, stjórn framan- greinda fimm jarða, sem kall- ast Reykjaeign.’ í þessari nefnd eiga sæti forstöðumað- ur Garðyrkjuskóla Islands, rektor Menntaskólans í Reykjavík og fulltrúi frá ríkis stjórninni. Þegar reist hafa verið sjúkrahús eða almennar mannúðarstofnanir á jarðhita svæðinu milli Reykja og Reykjakots, skal fomaður þeirra eða einn úr þeirra hópi, ef stofnanirnar eru margar, taka sæti í stjórn Reykjaeign- ar í stað fulltrúa ríkisstjórnar- innar. Nefndarmenn skipta sjálfir með sér störfum og taka ekki laun fyrir þátttöku sína í stjórn Reykjaeignar. 3. gr. Reykjaeignin, þar með talið sléttlendið vestanVarmár, frá Grýtu að Reykjakotslandi, ef ríkið kaupir það síðar, skal jafnan haldast sem ríkiseign og vera notað fyrir ríkisstofnanir til almenningsþarfa. Skal þar fyrst um sinn ætla rúm þrenns konar stofnunum: Garðyrkju- skóla íslands, elli- og barnaheim (Frh. á 7. síðu.) Menntaskólinn settur ídagkl.2 Um 300 nemendur i vetur. "jyrENNTASKÓLINN verður settur klukkan 2 í dag. Um 300 nemendur sækja skól ann í vetur og er hann meira en fullskipaður, eftir því sem Pálmi Hannesson rektor sagði Alþýðublaðinu í gær. Er svo mjög áskipað í skólann ac5 tvískipta verður nokkru af kennslunni. Sú breyting verður á kennaraliði skólans að Björn Guðfinnsson getur ekki verið við skólann vegna veikinda, en í hans stað koma tveir nýir kennarar Bjarni Einarsson og Jón Guðmundssón. írfr listamenn sýna verk sín sameiglnlega Freymóöur Jóhannesson og Barbara og Magnús Arnason. ÞltÍR LISTMÁLARAR opna sameiginlega málverka- sýningu í Listamannaskálamur 1. október. Listamennirnir eru hjonin Barbara og Magnús Árnason og Freymóður Jóhann esson. Á sýnipgunni munu verða yfir 100 myndir. Barbara og Magnús Árnason sýna hvort um 40 myndir, meðal verka þeirra verða tréskurðarmyndir. vatns- litamyndir, teikningar O'g högg- myndir. En Freymóður Jóhannesson mun sýna um 35 myndir. Urslitaleikur ' í Walterskeppninni miili K. R. og Vals, er frestað var síðastliðinn sunnudag, fer fram á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. árið 1940 era komnar nl Margskonar fróðleikur um heilsufar,. hreinlæfismái, þrifnað og fleira. Heilbrigðisskýrsl- UR landlæknisskrifstof- unnar fyrir árið 1940 eru komn ar út, er þetta mikið rit og hef ir inni að halda margskonar fróðleik. I skýrslunni segir m. a. „Dánartala ársins er 9,9%c og vitund hærri en árið fyrr, en þá var hún lægri en unokkrnsinni áður. (97%c) Ungbarnadauðin er 35,9%c og lítið minni en næst liðið ár <37.3%c), en minnstur hefir hann orðið 28.3%, (1938). Berkladauðinn, er nú 0.9%o og aðeins meiri en síðast liðið ár, en þá var hann í lágmarki (0.8%c). Dauði úr krabbameini er aftur lítið eitt minni l,3%o (1.4%c). Barnkoman er nokkru meiri en 3 undanfarin ár, og er það í fysta skipti síðastliðinn áratug, að láít, hefir orðið á fækkun fæðinga.“ Þá segir ennfremur í skýrsl- unni: „Fólksfjöldinn á öllu landinu í árslok 1940 var 121.579 (120.264 í árslok 1939) — Lif- andi fæddust 2480 (2331) börn eða 20.5%o (19.4%o). Andvana fæddust 5 börn. Manndauði á öllu landinu var 1200 menn eða 9.9%c. — Hjónavígslur voru 799 (706) eða 6.6%c.“ í skýrslunum e]r kafli um húsakynni og þrifnað og segir það meðal annars: , ,Byggingarf ramkvæmdii stöðvuðust að miklu leyti á ár- inu vegna hernaðarástandsins, en verkafólk flykktist í at- vinnu til Reykjavíkur og ann- arra setuliðsstöðva, 'þrengdi þar að fólki, sem fyrir var, og bjó margt við lítil og léleg húsa kynni. Var ekki ótítt, að að- komufólk fengi að liggja margt saman á gólfinu í dag- stofum fólks yfir blánóttina, og ekki dæmalaust, að menn hefð ust við í þvottakjöllurum og álíka vistarverum, en gisnir og lítt upphitanlegir sumarbú- staðir urðu eftirsótt vetrarhí- býli. Ekki hefir skort á, að læknar og heilbrigðisyfirvöld hafi varað við heilbrigðishættu af þessu ástandi, en slíkt hefir ýmist litla áheyrn fengið ann- arra valdamanna, eða við ekk- ert hefir verið ráðið. \ Flestum læknum þykir seint miða í þrifnaðarátt og nefna einkum til salernaleysi á mörg um heimilum í sveitum og lúsina, sem enn er alls ráð- andi. Það er táknandi fyrir trú vorra tíma á almætti ríkis- stjórna, sem einhlítt sé að varpa öllum áhyggjum sínum á, að húsmæðrum, sem ofbýður lúsin í byggðum sínum, dettur ekkert tiltækilegra í hug en gangast fyrir ávarpi til heil- brigðisstjórnarinnar um að hún geri út stjórnarleiðangur til að leita landsfólkinu lúsa og og þrífa byggðirnar. Hefir jafn vel verið undir þetta tekið af sumum læknum. Víst væri heil brigðisstjórnin ekki of góð til þessara athafna, ef fram- kvæmanlegar væru og líklegar til að bera árangur. En því miður verður ekki talið, að slíku sé að heilsa. Það er mál fyrir sig, að kunnandi starfsliðs er algerlega vant til slíkra stór ræða, en ef til væri og í ráðizt, mundi kostnaður af alls herjar tilraun til að lúshreinsa alla þjóðina nema hundruðum þús- unda, ef ekki milljónum. Hitt er óefnilegast, að engin lík- indi eru til, að slík alls herjar Frh. á 7. síðu. Pormóðsslyslð: Osiðráðanleger or- sakir vaida gví að ranasðkoiBBi er ekki Iokið. Yflrlýsing frá slóáóml Reykjavíhur. ALÞÝÐUBLABINU barst I gær yfirlýsing frá þeim þremur mönnum. sem skipaðir voru til þess að hafa á kendi rannsókn Þormóðsslyssins síð- astliðinn vetur. Er yfiriýsing þessi fram kom- in af ítrekuðum fram komnum fyrirspurnum um það, hvernig rannsóknin gangi. Yfirlýsing þremenninganna er á þessa leið: „Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir, sem skipum sjó- og verzlunardóm Reykjavíkur vi'ð rannsókn á ■ Þormóðsslysinus taka fram, að af óviðráðanleg- um orsökum er þeirri rannsókn. kki fullkomlega lokið. Allt það, er fram kemur við rannsókn þessa, sem fram fer fyrir lukt- um dyrum, er og verður sent. atvinnu-, og samgöngumála- ráðuneytinu, sem fyrirskipaðí rannsóknina, og ber þess vegna að snúa sér þangað um upplýs- íngar varðandi þetta mál. Reykjavík, 23. sept. 1943. Arni Tryggvasonl Hafsteinn Bergþórsson. Jón Axel Pétursson.“ Brpjólfar vitnar á ðipingi. Fékk tækifæri til gess i sambandi við sbattfrelsi klrkjntaappdrættanna. ÚNDIR voru í báðum deiM um þingsins í gær. í efri deild urðu einkum umræður um frumvarpið um að undan- þiggja frá álagningu tekjuskatts dg útsvars vinninga í happ- drættum kirknanna í Reykja- vík, Hallgríms- og Laugames- kirkju. Frumvörp þessi voru til 2. um ræðu. Fjárveitinganefnd hafði klofnað um málið. Lagði meiri hlutinnn til, að frumvarpið yrði smþytkkt, en minni hlutinn (ikommúnistinn) að það yrði fellt Framsögumaður meiri hlutans var Magnús Jónsson, Brynjólf- •ur Bjarnason geri grein fyrir sinni afstöðu. Brynjólfur talaði oft og lengi um þetta mál. Kvaðst hann vera á móti þjóðkirkjunni og þvi ekki keta greitt atkvæði með neinskonar stuðningi við bana. Hann virtist líta svo á, að hér (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.