Alþýðublaðið - 25.09.1943, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 25.09.1943, Qupperneq 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 25. sept. 1943. 0 fTiARNARBlðm Bréfið iriii: LETTER) Áhrifamikii amerísk mynd sftir sögu W. Somerset Maugham’s. Bette Davis, Herberí Marshail, James Stephanson. Sýning kl. 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. SERKJASLÓÐIR (Etoad to Morocco) Amerssk gaman- og söngva- mynnd. Bing Crosbie Bob Hope Dorothy Lamour Sýnd kr. 3, 5, 7 A.göngum. seldir kl. 11 f. há KÖLSKI TEKUR í NEFIÐ. Þetta var skömmu eftir að púðrið var fundið upp. Kölski var á gangi úti í skógi og mætti par veiðimanni með byssu sína. „Hvað ertu nú með þarna, lags- maður?“ spurði kölski kumpán- .ega. „Það er nú tóbakspontan mín,“ svarar veiðimaðurinn. „Þú getur þá gefið mér í nefið,“ segir kölski. „Víst er svo,“ seg- ir veiðimaðurinn, setur byssu- hlaupið upp að nefinu á Kölska og hlypir af. Djöfsi lét sér ekki bregða en hnerraði all- hraustlega. „Það er annars skrambi sterkt tóbakið þitt, mað ur minn,“ sagði hann svo og labbaði burtu. * * * Það eru til ágætar konur, sem aldrei gefa neitt, en leyfa að taka allt. Georges Docquois * # PENINGAR ERU GÓÐIR Allt fæst fyrir peninga, segja menn, en norska skáldið Ámi Garborg var á annarri skoðun. Hann sagði: „Fyrir peninga fæst matur, en ekki matarlyst; inntökur, en ekki heilbrigði; sængurföt, en ekki svefn; lærdómur, en ekki vit; skart, en ekki ánægja; fé- lagi, en ekki vinur; þjónn, en ekki tryggð; hægir dagar, en ekki rósemi. Hýðið af hlutunum fæst fyrir peninga en alloft ekki kjarninn.“ hampa þessu fyrir framan nefið á mér eins og beitu. Hann held- ur að hann geti lokkað mig til sín með þessu. Finnst þér það ekki töfrandi? Ofurlítið barna- barn og framtíðar heimili? Hann virðist vera áhyggjufull- ur að vita okkur fyrir handan hafið, þó að hann segi það ekki, blessaður drengurinn. — Geturðu ekki í huganum séð hann sitja kófsveittan og 'titrandi í biðstofu fæðingar- stofunnar, meðan Judy er að fæða? Ef ég væri betri móðir en ég er, myndi ég vera þar hjá honum og þurka af honum um svitann, hélt hún áfram og reyndi að vera fyndin. Hún þráði að komast heim til eldri drengsins síns, og hún hafði þráð það lengi. Martin var góð- ur og traustur piltur. Allt varð slétt og fellt um leið og hann tók það í traustu og far- sælu hendurnar sínar. Stund- um reyndi Marion að líta á lífið frá sama sjónarhóli og hann, en henni tókst það ekki. En hve Martin myndi finnast tilfinningar hennar síðustu árin hlægilegar, hugsaði hún með talsverðri sjálfsásökun. — Minnist hann nokkuð á, að Ameríka fari í stríðið? spurði Mikael óþolinmóður. — Nei, hann minnist ekkert á stríðið. Þeir virðast ekki gera sér verulega ljóst, hvað er raunverulega í veði. Hann seg- ir, að viðskipti gangi vel, jafn- vel þótt markaðurinn sé fremur tregur um þessar mundir, sagði Marion. Hún sneri blaðinu á hlið, til þess að lesa meira. Martin hafði þann skrýtna sið að pára með blýanti eina eða tvær línur, er fjölluðu venjulega um ein- hverjk smáfréttir, sem hann blygðaðist sín fyrir að skrifa á ritvélina sína. — Hér segir hann, að við ættum að koma heim, og ég eigi að skella á rassinn á þér fyrir að skrifa sér ekki oftar, sagði hún að lokum og stundi við. — Jæja, svo að markaður- inn er tregur. Það var og, sagði Mikael. — Blessaður litli Babbit! Er ekki gaman að eiga að minnsta kosti einn son, sem ekki er að velta fyrir sér vandamálum lífsins? — Það er að minnsta kosti rólegra, svaraði hún. — Tvö börn af þremur þannig gerð er kappnóg. En ég býzt við að Martin álíti, að ég velti fyrir mér vandamálum lífsins. — Mikael var hættur að hlusta á hana. Hann var að hugsa um allt annað. Marion gat séð það á andliti hans. Þeir voru hættir að skjóta í þorpinu og voru farnir heim til hádegisverðar og tíminn leið, og hún hafði ekki sagt honum frá Kristófer enn þá. — Börnin í myllunni ætla að jarða Neró í dag, sagði hann að lokum. — Ég lofaði þyí, að ég skyldi hjálpa þeim til að taka gröfina og flytja ofurlít- inn ræðustúf. Hann reigði höf- uðið ofurlítið og horfði upp í sólina án þess að depla augum. Tvo síðustu mánuðina hafði Dr. Konráð æft hann í þessu í þrjátíu sekúntur í einu, og Mikall hafði gaman áf að reyna styrkleika augnanna. — Myndirðu vilja fara til Bandaríkjanna, áður en að herð ir hér? spurði hann. Þetta var skyndíárás, og móðir hans hrökk við. — Myndir þú vilja það? spurði hún? —Ég vil ekki, að þú bíðir hér einungis mín vegna, sagði hann, ef það er það, sem bind- ur þig, sagði hann. — Ég mundi hafa minni áhyggjur, ef þú fær ir með fyrsta skipi og kæmir þér undan. En þú veizt, að ég get ekki farið með þér. Já, Marion vissi það. — Gæt- irðu það ekki? spurði hún, en það var engin samfæringarkraft ur í röddinni. Hann hristi höf- uðið og starði enn þá á sólina. Andlit hans var miklu dekkra en hár hans, veðrað af fjalla- lofti, snjó og fjólubláum geisl- um. — Nei, mér myndi líða illa að vera fyrir vestan og lesa í blöð- unum ástandið í Evrópu. Ég get hugsað mér fyrirsagnirnar og útdrættina úr aðalefni frétt- anna, sagði hann og reyndi að vera ekki of alvarlegur. — Mundu, hvað Pixie sagði um tónverkin mín í skóla. — Þetta er allt of líkt tónlistarmenningu Evrópumanna. Það er svo. Þú hefir ekki getað gert úr mér Ameríkumann, þó að þú hafir lagt þig alla fram við það. Ég er fæddur í Evrópu, og í Evrópu á ég heima, hvernig sem á því stendur. Tökum eplið. Það er öðruvísi á bragðið og öðruvísi í útliti, ef það er ræktað hér. — Það kann að vera lítið og súrt og ormsmogið, en mér finnst það samt betra á bragðið, ef það er ræktað hér. Líttu á þetta, sagði hann, laut niður og tók lófa- fylli sína af mold. Hún var dökk og rök, mjúk og safarík. Hún var ekki girnileg ásýndum, en Mikael horfði á hana hrifinn. — Líttu á þetta, lyktaðu af þessu, sagði hann. •— Þetta er öðruvísi mold, gömul mold. Það er evrópsk mold. — En hvað um Renate? — Já, hvað um hana? — Myndi þig ekki langa til þess að sjá hana bráðum aftur? Mikael brosti mildilega fram- an í móður sína. Hvað hefðirðu í huga? spurði hann. — Hjóna- band eða lækningu? Auðvitað ■ NÝIA BIO S Bæjarslúðrið. Stórmynd með ROLAND COLMAN, JEAN ARTHUR, GARY GRANT Sýnd kl. 6.30 og 9. Bönnuð fyrir börn yngri en 14 ára. Tvífarinn. Kl. 3 og 5: (So you won’t Talk?) með skopleikaranum JOE E. BROWN. Aðgm. seldir frá kl. 11 fh. GAMLA BIÓ HB í annað sinn. „The Philadelphia story” Cary Grant — Katharine Hepburn, James Stewart, — Ruth Hussey — John Howard — oland Youog. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning M. 3.30—6.30: Herlæknirinn. Army Surgeon. langar mig til þess að sjá Renate Og þú veizt hvers vegna. Þú veizt, hvers vegna mér geðjast svo vel að henni. Það er vegna þess, að hún er Evrópumann- eskja eins og ég, jafnvel þótt hún eigi heima í Ameríku. Það er einmitt það. Hann fór aftur að horfa á sól- ina. — Á vissan hátt er mér hollara að sjá ekki Renate of fljótt, sagði hann. — Gleymdu því ekki, að hún er aðeins seytj- án ára. Við skulum geyma þessi mál þangað til þetta stríð er úti, ég 'hefi tekið próf og friður er kominn á. Veröldin er ekki heim ur ástarnnar eins og nú standa sakir. Renate var stjúpdóttir Klöru, og Marion hafði hjálpað þeim undan, þegar Austurríki var innlimað. Hún hugleiddi, hvort Renate væri enn, eftir tveggja ára dvöl í háskóla 1 New York, eins evrópsk og Mikael virtist álíta að hún væri. —Dr. Konráð segir, að ég mundi geta farið til Lauranne í haust og haldið áfram námi, það er að segja, ef Svisslendingar verða þá ekki komnir í stríðið, sagði hann. — Að minnsta kosti get ég ekki farið núna. Mér myndi finnast það líkt því að hlaupast á brott frá móður minni veikri, bætti hann við. — Vertu nú ekki að gera þig; of hátíðlegan, litli grobbari, sagði hún. — Ef við verðum hér of lengi, koma Martin og Johnnie sennilega hingað til okkar í hermannabúningum. — Mér myndi þykja gaman að því aðtaka þátt í bardagan- um, sagði hann hugsandi. —- Gallinn er bara sá, að ég veit ekki fyrir hvern ég ætti að berjast né fyrir hverju. Eg, mundi ekki vita, hvað væri rétt eða hvað væri rangt. Mér kem- ur það svo fyrir sjónir, að allir hafi á röngu að standa. Ég vildi, að ég hefði aldrei farið til Banda ríkjanna. Þá myndii, ég vera nazisti núna og ekki vera með STENE SLEGBJA „Enda þótt við getum ekki annað en dáðst að því, hvern- ig hinn ungi hnefaleikamaður MacLean hefir háð hnefa- leikakeppnir sínar undanfarið við Kerry Killer, Buller og fleiri hnefaleikamenn í þungavigt, efumst við um, að hann. sé líklegur til þess að verða næsti hnefaleikameistarinn. Þegar hann keppir við Grogan með vinstri hnefann mun hann mæta manni, sem er fyrsta flokks hnefaleikamaður og kann íþróttina til fullnustu. Dans Steina sleggju mun. ekki koma honum að neinu gagni gegn hinum rólega og óbifanlega styrkleika Grogans, og við búumst fastlega við því, að maðurinn frá Yorkshire vinni einn frægan sigur enn þá með hinum þekktu vinstri handar höggum sínum úndir kjálkabarð andstæðingsins.“ — Ja, svei, hreytti Jack út úr sér um leið og hann fleygði frá sér blaðinu. — Gaman þætti mér að sjá þennan uppskafnihgsritstjóra og segja við hann fáein vel valin orð.. Jack var reiður. Og var það furða? Fram að þessu hafði hann aldrei verið sleginn í rot í hnefaleikakeppni, og hann treisti sér fyllilega í hildarleikinn. í bræði sinni gekk hann niður að höfninni, þar sem Nippi hafði leigt handa honum rúmgóðan sal til æfinga. IT’S THE ENC5/ TIM2 ' POR ME TO RING DOWfsJ TWE CURTAIN AND VAIMI9H...WITHOUT A - -ti. LAST BOW/ C\É THE ÖERMANS ARE BREAKINS/ OUR KVS MAVE CAUGHT TMEM/ OUR CAVALRY WILL Þjóðverjarnir eru að hörfa, riddararokkar Þetta eru þá lokin? Það er komin tími til að láta tjaldi og hverfa, án þess að kveðja.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.