Alþýðublaðið - 28.09.1943, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. sept. I94SC:.
HAFNARFJQRÐUR
Stúlka
S
s
s
s
s
s
s óskast í árdegisvist á heimili
S
s
s
Olafs Böðvarssonar.
Sími 9220.
S
Kaupið
s s
S nýslátrað trippakjöt á haust \
S markaðnum í Reykhúsinu og )
* látið okkur reykja. ^
REYKHUSH)
Grettisgötu 50.^
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
Leiti, sem steig þar fyrstur á land,
en Bjarni ekki, og hefir því enga
myndastyttu hlotið fyrir hæversku
sína. Þótt svo sé nú ástatt með
menntun mína og lærdóm allan
— um gáfnafarið þarf eigi að
taka mikið fram: Það segir til
sín. — Þá vildi ég nú minnast á
framfarírnar, sem orðið hafa á
málfari vor íslendinga síðan skól
arnir komu tiT sögunnar, með öll
um sínum prófessorum, gerfi-próf
essorum, dósentum og gerfi-dós-
entum, eða þá blöðin og útvarpið,
allir og öll láta oss sjá og heyra
hinn merkilega stílmáta sinn og
málfar í enn göfugri mynd og
glæsilegri en þeirri, er forfeður
mínir og frá-afar kenndu mér og
öðrum tossum fyrr á tímum.“
Nú ER ÞAÐ NÆRRI undantekn
ingarlaust, að allir þessir hálærðu
menn segja og rita: Hann er á skrif
stofunni (ekki í henni) — Hví
ekki þá einnig að segja á kirkj-
unni — á réttinum (hann situr á
réttinum)? Það er heldur fallegt,
að sitja á rétti annarra manna og
ekki lætur það illa í eyrum að
segja: Hann fór á kirkju, á leik-
hús, á réttirnar, á eftirleit, á þang
fjöru, á skipsrújn, á skóla, á bón-
.orðsför,á samsæti, á brúðkaups-
veislu o. s. frv. Menn fara á allt,
en ekki í neitt; þeir fara á sal, á
salinn, en ekki í hann.
„HVERNIG YRÐI MÖNNUM
VIÐ, ef sagt væri um Thorsarana
að þeir væri allir komnir á sveit,
þótt aðeins hefðu þeir brugð-
ið sér upp að Lágafelli (í sveit)
til að tala við hann föður sinn um
það, sem gengur og gerist á skrif-
stofum þeirra? Þeir væri í sveit, en
ekki á sveit. Hvernig væri að
benda löðrum á, að hitta forsætis-
ráðherrann uppi á stjórnarráðs-
húsi? Hvar væri hans þar að leita?
Uppi á húsþakinu eða mæninum.
Vitanlega mætti leita hans þar, en
venjulega tel ég að hann finnist
í húsinu, en ekki á því í skrif-
stofunni ,en ekki á henni, í póst-
húsinu, en ekki á því.“
„MENN SEGJA, að engir fari
nú á sölvafjöru; réttar er að segja,
að þeir fari ekki í sölvafjöru. Hitt
er er rétt, að menn gangi á fjörur,
(á reka o. s. frv.‘ Sjá menn nú
ekki hversu andstætt það er, að
segja á, í stað þess að segja í, þar
sem hvort þetta á við? Hvernig er
hugdettum þeirra og hugkomum
varið í þessum efnum? Hafa þeir
ekkert lært um þessa hluti,, eða
eru þeir svona kærulausir um
meðferð síns eigin móðurmáls? Er
það þetta, „ylhýra málið,“ sem
þeir eru að monta sig af, að þeir
kunni betur en sauðsvartur almúg
inn hérna upp í Rauðhólahverfi-
inu?“
FRÉTTIR ÚR „RÉTTUM: Ölfus-
réttir og Skeiðaréttir voru fyrir
helgina. Svartnætisfyllirí á körl-
um og konum, slagsmál og djöfla-
skapur!
Hannes £ hominu.
Hin svo kallaia sameining ð Skureyri.
(Frh. af 4. síðu.)
ert verið eftir honum farið,
heldur hefir taxti Verklýðsfé-
lagsins verið alltaf viðurkennd-
ur af atvinnurekendum og eftir
honum farið. Þó er rétt að geta
þeirrar einu undantekningar
frá því sem hér hefir verið sagt,
en hún er sú, að atvinnurek-
andi einn hér í bæ, sem hefir
um 20 verkakonur í sinni þjón-
ustu, hefir aldrei viljað semja
við Verklýðsfélag Akureyrar,
en hefir hins vegar greitt það
kaup, sem félagið hefir sett eða
samið um við aðra atvinnurek-
endur. Forstöðukona Einingar-
innar gekk á fund þessa atvinnu
rekanda og bauðst til að semja
við hann um kaup þessara
kvenna fvrir 20 aurum lægra
á klukkustund en Verklýðs-
félag Akureyrar hafði í taxta
sínum fyrir þessa vinnu, og
unnið hafði verið fyrir áður á
þessari vinnustöð. Atvinnurek-
andinn gekk eðlilega að þessum
kostaþoðum, og samdi í fyrsta
sinn á ævinni um kaup og kjör
verkakvenna sinna við þennan
kvenleiðtoga í verkalýðsmál-
um. Nú hefir þessi atvinnurek-
andi í annað sinn komizt undir
samningayfirsæng Elísaþetar,
og se'mur nú um að engin verka
kona fái vinnu hjá sér nema
hún sé í' þessum þokkalega fé-
lagsskap, sem samið hefir af
henni 20 aura kaup á klst. síð-
astl. 3 ár. En þá kemur upp úr
kafinu að aðeins 3 af.20 höfðu
launað Elísabetarfélaginu hug-
ulsemina og greiðviknina við
atvinnurekandann, með því að
gerast þar félagar. Hinar 17
kunnu ekki að meta svona
greiðvikni.
Var það gjört til þess að
kveða niður „sundrungardraug
inn“ að sá félagsskapur, sem
hér hefir verið skýrt frá, var
tekinn inn í Alþýðusambandið,
þvert ofan í lög Alþýðusam-
bandsins, eins og frá hefir verið
skýrt áður? Telur sambands-
stjórn það hlutverk sitt að
lyfta undir svona félagsskap, en
sparka í það félag og svívirða
— eins og nánar verður lýst
síðar, sem lyft hefir þungu
Grettistaki fyrir verkakonurn-
ar á Akureyri á undanförnum
árum? Skorað er á sambands-
stjórn að svara þessum spurn-
ingum eða hafa ella maklega
skömm af þeim afskiptum, er
hún hefir haft af málefnum
kvenna hér.
Þessi félagsskapur Elísabetar
Eiríksdóttur hafði haldið sér
utan Alþýðusambandsins af
sömu hvötum og þau félög, sem
klufu sig út úr sambandinu
meðan kommúnistar höfðu þar
ekki yfirhöndina. Það er því
síður en svo, að stjórn állsherj-
arsamtaka verkalýðsins í land-
inu eigi vangert við þann félags
skap, sem aldrei hefir viljað
leggja honum liðssinni Verk-
lýðsfélag Akureyrar telur sig
eiga þar meiri kröfur á hendur
stjórn Alþýðusambandsins eft-
ir 10 ára starf innan allsherj-
arsamtaka stéttarfélaganna.
Verður þá vikið nánar að
róginum og lýginni um Verk-
lýðsfélag Akureyrar, sem birt
er í nefndri grein „Vinnunnar“
og sem sambandsstjórn ber á-
byrgð á, þar sem hún prentar
hana athugasemdalaust í þetta
rit sitt.
Sem veganesti fyrir þá Sam-
einingar-Jónana, Jón Sigurðs-
son og Jón Rafnsson, í leiðang-
ur þeirra til Akureyrar í þeim
erindum að sameina þau þrjú
félög, sem talað hefir verið um
hér að fram, lætur sam-
bandsstjórn bóka þann boðskap
sinn, „að Verklýðsfélag Akkur-
eyrar verði opnað fyrir öllum
verkamönnum, sem hafa sam-
kvæmt lögum Alþýðusambands
ins og hvers löglegs sambands-
félags rétt til þess að vera þar“
— og er svo í fyrrnefndri blaða-
grein gefin sú skýring á þessum
ummælum sambandsstjórnar,
að í „lögum Verklýðsfélags
Akureyrar sé meirihluta félags-
stjórnar gefið það vald, að úr-
skurða um hvort inntökubeiðni
yrði borin upp á félagsfundi
eða ekki, og meirihluti einnar
nefndar .hafi vald til að víkja
mönnum úr félaginu eftir eig-
in geðþótta.“
„Fyrrnefndum útilokunará-
kvæðum hafði verið miskunar-
laust beitt, með þeim afleiðing-
um, að utan félagsins stóð nú
yfirgnæfandi meirihluti verka-
manna á Akureyri. — Verk-
lýðsfélag Akureyrar var ekki
eins og sakir stoðu, löglegt
sambandsfélag.“
Sennilega er sambandsstjórn
það ljóst, að hún . fer hér í
blaði sínu með rakalausan róg
um eitt þeirra félaga, sem um
10 ára skeið hefir unnið jafn
gott starf fyrir verkalýðshreyf-
inguna í landinu og hvert ann-
að félag, sem staðið hefir innan
Alþýðusambandsins, svo ekki
sé tekið dýpra í árinni.
Hvaða sannanir hefir sam-
bandsstjórn fyrir því, að í
Verklýðsfélag Akureyrar hafi
„útilokunarákvæðum verið
miskunnarlaust beitt með þeim
afleiðingum að utan félagsins
stóðu yfirgnæfandi meirihluti
verkamanna á Akureyri?"
Er þetta nokkuð annað en
rakalausar lygar, bornar fram
í þeim tilgangi að reyna að
réttlæta þau afglöp og lög-
leysu, sem sambandsstjórn
framdi, er hún' vék félaginu úr
Alþýðusambandinu? Hefir sam
bandsstjórn sannanir fyrir því,
að flestir eða allir þeir verka-
menn á Akureyri, sem hafa
staðið utan Verklýðsfélags
Akureyrar, hafi sótt um inn-
göngu í félagið og verið neitað
um upptöku í það? Komi hún
ekki með sannanir fyrir því,
verður hún að hafa maklega
svívirðingu af þeim rógi, sem
felst í hinum tilfærðu um-
mælum, hér að ofan, sem hún
lætur blað sitt flytja um
Verklýðsfélag Akureyrar.
Með lögum Verklýðsfélags
Akureyrar er stjórn félagsins
falið að rannsaka inntöku-
beiðnir þær, sem félaginu ber-
ast og gera tillögur um hvort
innsækjandi skuli tekinn í fé-
lagið. „Að. meirihluti félags-
stjórnar hafi vald til þess að
úrskurða um hvort inntöku-
beiðnir eru bornar upp á félags
fundi, eða ekki“ er tilhæfulaus
þvættingur, enda aldrei komið
fyrir að inntökubeiðnir í félag-
ið hafi ekki verið bornar undir
atkvæði á félagsfundum. Sam-'
þykki félagsfundar og meiri-
hluta stjórnar þarf til þess að
innsækjandi öðlist félagsrétt-
indi.
Þar sem stjórn félagsins var
falið að ganga úr skugga um
hvort umsækjandi átti rétt á
því að vera tekinn í félagið, lá
í augum uppi, að ekki var hægt
að taka menn inn í félagið, —
sem stjórnin upplýsti, að ekki
hefðu rétt til að vera teknir inn
í það.
Til samanburðar við þetta
vald stjórnarinnar skal bent á
það lýðræði, sem sambands-
stjórn heimtaði að tekið væri
upp í Verklýðsfélagi Akur-
eyrar, að 2/3 af einföldum
meirihluta í trúnaðarmanna-
ráði, sem skipað væri 9 mönn-
um, eða alls 4 menn, áttu að
hafa vald til þess að fyrirskipa
verkföll fyrirvaralaust í nafni
félagsins, og án þess að bera
slíkt undir félagsfund. Verk-
föll, sem gátu leitt af sér vinnu
stöðvun víðs vegar á landinu,
þegar samúðarverkföll eru tek-
in með í reikninginn.
Ef slíkir fyrirhyggjumenn og
þeir, er nú skipa meirihluta
sambandsstjórnar, sætu í því-
líku trúnaðarmannaráði, þyrfti
ekki að efast um þokkalegar
afleiðingar af ráðsmennsk-
unni.
Halda þessir einræðisaular,
sem fela vilja 4 mönnum í fjöl-
mennu félagi, það ábyrgðar-
mesta vald, sem nokkurt verk-
lýðsfélag ræður yfir, að það
verði teknar hátíðlega aðfinnsl-
ur þeirra um það, þó meirihl.
stjórnar, 3 menn, geti haft á-
þrif á það, hvort inn í verk-
lýðsfélög eru teknir flugumenn
og landshornalýður, sem kom-
múnistar vilja fylla öll verk-
lýðsfélög, af?
í þau 1Ó ár, sem Verklýðs-
félag Akureyrar hefir starfað
með lítið breytta stjórn, hefir
aldrei eitt einasta atkvæði
komið upp á móti tillögum
stjórnarinnar á félagsfundum,
um inntökubeiðnir, sem félag-
inu hafa borizt, eða nokkur
rödd frá félagsmanni um að til-
lögur hennar væru ekki réttar,
og þó er ekki því til að dreifa,
að ekki hafi verið nægilega
sterk andstaða innan félagsins
gegn stjórninni, til þess að hún
væri vítt í þessum efnum>, ef á-
stæða hefði verið til. í félaginu
hafa verið 30—40 manns, sem
oft hafa verið, eða fyrirliðar
þeirra, með áróður gegn stjórn-
inni, en aldrei treyst sér til að
víta tillögur hennar um inn-
sækjendur í flagiénu. Þessi Sam
einingar Jóna klíka hefir við
kosningar í stjórn boðið fram
sína fyrirliða. Fyrir nokkrum
árum fékk hún 28 atkvæði
innan félaglsins. Nú við síð.-<
ustu kosningar í félaginu fékk
hún 36 atkvæði. Heldur sam-
bandsstjórn, að aldrei hefði
heyrst hljóð úr því horni, ef
framferði félagsstjórnar hefði
verið líkt því, sem hún leyfir
sér að saka hana um, eða telur
hún sér sæmandi, að leika á al-
mannafæri í málgagni sínA.
hlutverk Leitis-Gróu, eða
slíkra kjaftakinda?
Það mun vera átt við dóm-
nefnd í Verklýðsfélagi Akur-
eyrar, þar sem sambandsstjórn
talar í áðurnefndu riti um
nefnd, sem hafi „vald til að
víkja mönnum úr félaginu eft-
ir eigin geðþótta11, en um hana
segir í lögum félagsins:
„Aðalfundur kýs’ 5 manna
dómnefnd til eins árs í senn og
5 til vara. Til hennar skal
skjóta öllúm kærum um brot og
ávirðingar félagsmanna, og
hefir hún æðsta dómsvald í
þeim, að fengnum upplýsing-
um frá hendi kæranda og
kærða.“
Tuttugu til 30 ár eru síðan
að sum verkalýðsfélög á Akur-
eyri tóku upp þá reglu að láta
„dómnefnd“ hafa brotamál fé-
Íagsmanna til meðferðar; hefir
það fyrirkomulag reynzt. ágæt-
lega, því með því eru útilokað-
ar af fundum félaganna um-
ræður um þau mál, sem tíðum
hafa reynzt mikil hitamál og
jafnvel valdið sprengingu í fé-
lögunum. Verkamannafélag Ak
ureyrar hafði þetta fyrirkomu-
lag löngu áður en Verklýðsfé-
lag Akureyrar var stofnað, og
tók Verkíýðsfélag það upp
eftir því. Alllangt er síðan
Goodtemplarreglan tók einnig
upp þetta fyrirkomulag. Eitt-
hvað mun vera af mönnum í
sambandsstjórn, sem tilheyra
Goodtemplarareglunni. Væri
fróðlegt að vita, hvort þeir
teldu dómnefndarfyrirkomu-
lagið jafn háskalegt þar og
fram kemur í riti sambands-
stjórnarinnar.
í tíð Verklýðsfélags Akur-
eyrar hafa 2 mál komið fyrir
dómnefndina. Mál 2 manna,
sem ’ sameiginlega höfðu brotið
lög félagsins, og mál Steingríms
Aðalsteinssonar, sem var rek-
inn úr félaginu á síðasta hausti.
Á sama tíma hefir Dagsbrún
í Reykjavík rekið Jón heitinn
Baldvinsson, með svo miklum
óhljóðum og fíflshætti, að
heyrðist landshomanna á milli,
Kaupum
Blómakðrfnr
háu verði.
BLOM &
ÁVEXTIR |
Kaupam tuskur
[ hæsta verði.
[Húsgagnaviiumstofaii
\ Baldursgota 30.
þann mann, sem meir en nokk-
ur annar maður í landinu
hafði unnið fyrir verkalýðs-
hreyfinguna.
Þau afglöp eru verri en þó
hún hefði rekið 500 óbreytta
liðsmenn úr félagsskap sínum.
Hefði Dagsbrún þá haft dóm-
nefnd, sem f jallað hefði um það
rekstursmál, væri hún enn laus
við þann óþrifablett, er hún
fékk á sig af því.
Á sama tíma hafa 12 þekktir
brautryðjendur verkalýðshreyf
ingarinnar í Hafnarfirði verið
reknir úr verkamanriafélaginu
þar, og þar næst á annað hund-
rað verkamenn, og hefir hvort-
tveggja þetta hneyksli í Dags-
brún og Hlíf verið verið framið
af samherjum meirihluta sam-
bandsstjórnar, eins og hún nú.
er skipuð — svo nefnd séu nokk
ur dæmi.
Það mætti benda sambands-
stjórn á gamla heilræðið: „Tal-
aðu ekki um snöru í hengds
manns húsi.“
(Framhald á morgun.)
HVAÐ SEGJA H3N BLÖÐIN?
Frh. af 4. aíðu*
tíma þjóðarinnar mun engum hafa
dottið slík vitleysa í hug, hvað þá
að að nokkur maður hafi lagt út £
slíkan erindisrekstur ótilneyddur.
Bænaskrá þessi er nú komin
fram og liggur í lestrarsal og
skjalasafni Alþingis, en þaðan.
verður hún ekki aftur tekin.“
Þjóðviljinn skrifar í aðalrit-
stjórnargrein sinni í gær:
„Nokkrir heldri menn hafa sent
alþingi áskorun um að „ganga
ekki frá formlegum sambands-
slitum við Danmörku11 eins og að-
stæður nú eru fyrir íslendinga og.
Dani.
Undarleg áskorun. Erfitt að
segja hvað fyrir þessum fínu
mönnum vakir, sem undir þetta
skjal skrifa.
Ef til vill vilja sumir þeirra
þvo hendúr sínar gagnvart þeim
Stór-Dönum, sem kunna að reið-
ast íslendingum fyrir að vera sjálf
stæðir, þegar þau 25 ár eru liðin,
sem sambandslagasáttmálinn átti
að standa. — Undarlegir íslend-
ingar það.
Þessir konungshollu heldri menn
hafa fengið löngun sinni svalað.
Hendur þeirra eru hreinar af því
að stofna íslenzkt lýðveldi, þegar
hin 25 ár sambandslagana eru
liðin. Þeir yrðu vafalaust allir
gerðir riddarar af Dannebrog, ef
danskir valdhafar eftir þetta stríð
hefðu ekki lært að meta þjóð-
frelsisrétt annarra þjóða jafn mik-
ið og þeir nú meta sinn eigin.“
Eins og menn sjá, skín út úr
öllum þessum ummælum óða-
gotsblaðanna í sjálfstæðismál-
inu hinn logandi ótti þeirra við
áhrif þeirra manna, sem undir
áskorunna til alþingis hafa
skrifað. Eina von þeirra er sú,
að nöfn þeirra verði ekki al-
menningi kunn — að áskorunin
verði ekki aftur tekin út úr
skjalasafni alþingis, eins og Vís-
ir kemst að orði, því að við
kjörborðið hafi, þó enginn und-
irskrifendanna nema eitt at-
kvæði — eins og Morgunblaðið
seg»r! .^,iad