Alþýðublaðið - 01.10.1943, Page 3
Föstudagur X. október 1943,
Rickenbacker nm
rússneska flngberinn
EDWARD V. RICKEN-
BACKER kapteinn bar
mikið lof á rússnesku flugmenn
ina er hann kom aftur heim úr
för til vígstöðvanna, en á
ferðalagi sínu dvaldist hann 21
•dag í Rússlandi.
Rickenbacker komst þannig
að orði, „að rússnesku flug-
mennirnir væru frábærir flug-
menn“, en Rickenbacker var
sjálfur flugmaður í síðustu
styrjöld, rataði í ýmis ævintýri
og gat sér mikinn orðstír fyrir
margar hetjudáðir.
Hann lét þess getið, að sér
hefði gefizt þess kostur að
kynna sér loftvarnir Moskv'a og
kvaðst skilja vel, hvers vegna
Þjóðverjar hefðu ekki gert loft-
árás á hana árlangt. Hann
sagði: „Flugvéla- og loftvarna-
.styrkur Rússa er ótrúlega stór-
fenglegur. Flugvélar og ýmis
konar hergögn frá Bandaríkj-
unum eru mikils metin í Rúss-
landi, enda kunna Rússar vel
með tæki þessi að fara.“ Hann
réðist til farar þessarar sam-
kvæmt tilmælum Henry L.
Stimsons hermálaráðherra.
I| gerð fEotninga-
skipa i D. S. L
f ÍTIL flutningaskip eru nu
smíðuð x tugatali í skipa-
smíðastöð nokkurri í suðurhluta
Bandaríkjanna, segir í fregn frá
Washington. Upphaflega var
svo til ætlazt, að skipasmíða-
stöð þessi byggði “Liberty“-
skip. Liggja nú fyrir heiðnir
um hundrað flutningaskip þess-
arar tegundar og á að hleypa að
aneðaltali tveimur af stokkun-
um þriðja hvem dag.
Þetta verða fyrstu skipin af
þessari stærð, sem enn hafa
verið framleidd til styrjaldar-
nota. Skipin verða 51,80 metr-
ar að lengd með 2,45 metra
ölduskurði og 500 smálesta
þurðarmagni. Á að nota skip
þessi til þess að flytja hergögn
til hafna, sem eru of grunnar
til þess að við verði komið
venjulegum flutningaskipum.
Loftárás á
Bockum.
llnnio á stoðvar Þjóðverja í
Frabblandi og Níðurlðndnm.
BREZKAR flugvélar fóru til
árása á meginlandið í
fyrrinótt og heindu einkum
sókn sinni gegn Ruhrhéraðinu.
Mest árásanna var gerð á
Bockum, einhverja mestu kola-
og járnframleiðsluborg Þýzka-
lands. f Bockum eru tmnin 30%
kola þeirra, sem unnin eru í
Ruhrhéraðinu. í Bockum eru
einnig miklir olíugeymar, og
iðnaðarframleiðsla fer þar fram
í stórum stíl.
f júnímánuði s.l. voru 700
byggingar í Bockum lagðar í
rústir í loftárás Breta.
Aðrar brezkar flugvélar fóru
til árása á stöðvar Þjóðverja í
Frákklándi og á Niðurlöndum.
ALÞYOUBiLAÐIÐ
3
• Rússar halda áfram sókninni
í Hvíta Rússlandi. Sækja þeir
þar fram í.þrem fylkingarörm-
um sem fyrr og stefna til borg-
anna Vitebsk, Orsha og Mohilev
sem hafa verið takmörk sóknar
þeirra í Hvíta Rússlandi frá
því að hún hófst. Voru hersveit-
ir þeirra í gær um 60 km frá
Orsha og um 40 km frá Mohilev
Er framsókn Rússa á þessum
slóðum því hröð, því að víð-
áttur eru miklar í Rússlandi,
svo sem alkunna er, og auk þess
torsótt, því að, þýzki herinn
verst af mikilli hörku.
Rússnesku hersveitirnar hafa
einnig bætt aðstöðu sína við
Gomel. Hafa þær brotizt yfir
Sojfljótið, sem er mikil þverá
Dniepr, norður af borginni.
Rússar leggja mikla áherzlu á
sókn sína til Gomel, enda er
hún mjög mikilvæg borg, og
tefía fram miklum mannafla
og hergögnum í átökunum þar.
Lokaorrustan um Kiev er nú
hafin. Hafa hersveitir Rússa
náð á vald sitt eyju í Dniepr-
fljóti gengt Kiev og halda uppi
ægilegri stórskotahríð á horg-
ina. Hafa þeir hrakið hersveit-
ir Þjóðverja allar af austur-
bakka fljótsins og leggja nú
ofurkapp á að komast yfir það
og ná Kiev hið fyrsta á vald
sitt.
Kremenehug, sem skýrt var
frá í gær, að Rússar hefðu
brotizt inn í, er nú öll á váldi
þeirra. Voru bardaganir um þá
borg mjög harðir og veittu Þjóð
verjar þar harfengilegt viðnám.
Rússar hafa mjög tamið sér þá
herstjórnaraðferð í sókn sinni
að undanförnu að umkringja
borgir þær, er þeir hugðust taka
áður en þeir réðust til atlögu
við þær. En í orrustunni um
Kremenchug breyttu þeir ‘um
sið. Hófu þeir fyrst ægilega
stórskotahríð á borgina og tóku
hana því næst með snöggu og
öflugu áhlaupi. Brutu þeir varn
ir Þjóðverja þar á skömmum
tíma og náðu gervallri borginni
á vald sitt. Kremenchug er mjög
mikilvæg borg og stendur við
Dneipr nær miðrar leiðar mill-
um Kiev og Dniepropetrovsk.
Sókn Rússa á ströndum
Gerðu þær mikinn usla í atlög-
um sínum. Aðeins átta hinna
brezku flugvéla áttu ekki aftur-
kvæmt til stöðva sinna.
Q ÓKN rússnesku hersveit
'K-' anna í Hvíta Rússlandi
miðar vel áfram og beinist
sem fyrr að Vitebsk, Orsha
og Mohilev. Rússar hafa
brotizt yfir Sojfljótið norð-
ur af Gomel og sækja þar
fast fram. Lokaorrustan um
Kiev er hafin og halda
Rússar uppi ægilegri stór-
skotahríð á borgina úr eyju
í Dniepr. — Kremenchug
er öll á valdi rússneska
hersins, og var hún tekin
með snöggu áhlaupi. Miklir
bardagar eru háðir um Meli
topol við Azovshaf.
5. herinn oálgast
Napoli óðum.
Sékis 8. hersiras ©n fiughersiras
heldus* áfrusra.
pT HERINN sækir fram á Napolisléttunni og nálgast
borgina óðum. Síðasta vamarvirki Þjóðverja sunn-
an við Napoli er við Vesúvíus, og er þar nú barizt af mikilli
hörku. Áttundi herinn hefur enn sótt fram á austurströnd-
inni og hefur tekið þar bæinn Monfredonia. Eisenhower
og Badoglio sátu ráðstefnu saman í gær. Loftsókn banda-
manna á Italíu og Korsíku heldur áfram með ágætum
árangri.
VIÐ NAPOLI
Fimmti herinn sækir fram
eftir Napolisléttunni og nálgast
borgina óðum. Þó verjast Þjóð-
verjar enn við Vesúvíus og
sækja bandamenn fast að stöðv-
um þeirra þar eftir að hafa náð
Pompeii á vald sitt. Eru stöðv-
ar Þjóðverja við Vesúvíus síð-
asta virki þeirra sunnan við
Napoli. Hins vegar eru varnar-
skilyrði þar góð, enda verst
þýzka liðið mjög vasklega.
Bandamenn tefla fram miklu
liði í átökum þessum og virð-
ast leggja ofurkapp á sóknina
til Napoli. Var talið í gær-
kveldi, að fimmti herinn hefði
treyst aðstöðu sína vel á þess-
um slóðum í gær.
Azovshafs miðar vel áfram, óg
eru nú miklir bardagar háðir
um Melitopol, sem stendur við I
járnbrautina millum Sevasto- I
pol og Zaporoshe. Veita Þjóð-
verjar þar öflugt viðnám, enda
er þeim ókleift að koma liði
sínu brott frá Krímskaga, ef
Rússum tekst að ná borg þeirri
og járnbraut á vald sitt.
Taka Napoliborgar mun reyn
ast mikilvægur sigur fyrir
bandamenn í sókn þeirra á ít-
alíu. Að sönnu hafa Þjóðverj-
ar nær lagt borgin í rústir —
einkum höfn hennar eins og
getið hefir verið í fregnum að
undanförnu. Hins vegar hefir
löngu sannazt, að vinnuflokkar
herja bandamanna eru í senn
skjótvirkir og gagnvirkir. Hafa
þeir lokið viðgerðum á höfn-
um borgá, er bandamenn hafa
náð á vald sitt, á ótrúlega
skömmum tíma, þrátt fyrir
miklar skemmdri. Bandamenn
munu telja sig það miklu
skipta að hafa sem bezt not af
Napolihöfn og leggja því áreið-
anlega mikla áherzlu á endur-
bætur hennar, er þeir hafa
tekið borgina.
Á AUSTURSTRÖNDINNI
Áttundi herinn heldur áfram
sókn sinni á austurströndinni
eftir töku Foggia og héfir tekið
bæinn Manfredonia, sém er um
22 km. frá Foggia. Leggur
hann mikla áherzlu á að treysta
aðstöðu sína á þessum slóðum
sem bezt. Þjóðverjar láta hvar-
vetna undan síga á vígstöðvum
þessum, en undanhald þeirra er
skipulagt og viðnám þeirra hið
vasklegasta. Beita þeir mjög
stórskotaliði sínu í bardögun-
um og einnig til þess að endur-
skipuleggja hersveitir sínar og
veita þeim sem bezta hlíf á
undanhaldinu.
AÐRAR FREGNIR
Eisenhower og Badoglio sátu
verja borið mikinn árangur.
ráðstefnu saman í gær. Er tal-
ið, að þeir hafi rætt um hern-
aðinn gegn þýzku hersveitun-
um á Ítalíu og sókn banda-
manna þar á næstunni.
Veðurskilyrði voru mun hag-
felldari á Ítalíu í gær en verið
hefir undanfarin dægur. Heldur
flugher bandamanna hvarvetna
uppi öflugri sókn, en þýzks
flugliðs gætir þar ekki, svo að
talizt geti. Hafa loftárásir
bandamanna á stöðvar Þjóð-
Fréttaritarar, sem dveljast
með hersveitum bandamanna á
Ítalíu, kveða þannig að orði, að
hin sex daga orusta um fjöllin
á Salernovígstöðvunum hafi
verið mjög hörð. Segja þeir, að
þýzkir fangar, einkum hermenn
úr Hermanns Görings herfylk-
inu fræga, hafi verið mjög
þjakaðir og örmagna á líkama
og sál. Á tímabilinu 8.—20.
sept. féllu, særðust og týndust
5211 hermenn af liði Breta á
Ítalíu, og Stimson hermálaráð-
hei’ra hefir tilkynnt, að 3500
hermenn hafi fallið, særzt og
týnzt af liði Bandaríkjamanna á
Ítalíu á fjórum dögum, þegar
bardagarnir þar voru grimm-
astir.
Sókn bandamanna á Ko’rsíku
miðar vel áfram og hefur flug-
herinn sig þar einkum í frammi.
Franskur flugher tekur nú þátt
í bardögunum þar, og skutu
franskir flugmenn niður sex
þýzkar flugvélar yfir Korsíku
í gær.
Mynd .þessi er frá Sikiley hinni fögru og sögufrægu eyju, sem bandamenn gerðu innrás í,
er þeir hófu sókn sína gegn ítalíu. Hér sjást íbúar búast á brott, enda var baráttan um
eyjuna hörð og hlutur íbúanna í borgum þeim, sem um var barizt að vonum slæmur