Alþýðublaðið - 01.10.1943, Side 6

Alþýðublaðið - 01.10.1943, Side 6
AO»YÐUBLAÐIÐ Föstudagur 1. október 1943. Nýjar bækur Kolbeinn Högnason í Kolla- firði er löngu þjóðkunnur maður fyrir lausavísur sín- ar, sem eru margar afburða smellnar og hafa flogið um land allt beint af vörum hans. — Hitt hefir ekki öllum verið jafnkunnugt, að Kolbeinn er að minnsta kosti jafnvígur á löng kvæði, og að mörg af kvæðum hans eru með því bezta, sem ort hefir verið á íslenzka tungu. í gær sendi hann frá sér Þrjár EJóðabæknr : ICræklur, Olnbogabörn og Hnoðnagla. Alls um 500 blaðsíður. í Kræklum og Olnbogaböm- um eru kvæðin, en í Hnoðnöglum eru lausavísur hans. Ljóðavinir um land allt munu fagna útkomu þessara bóka. Mandolínkennsíubókin eftir Sigurð H. Briem er komin í bókaverzlanir. Nú geta menn lært að spila á þetta vinsæla og handhæga hljóðfæ'ri. Setningafræði Björns Guðfinnssonar er komin í bókaverzl- anir. Bók þessi hefir áður verið seld eingöngu hjá Rikisútvarpinu, en verður hér eftir seld hjá bóksöl- um um land allt. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR. $ s s s s s s s s s s s s s s > s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s J Fyrsta íslands- byggð. . Frh. af 4. síðu. En ári eða svo seinna en þetta, fóru sumir til Nýja-Skotlands og mynduðu nýlendu þar. Bar Œtosseau-nýlendan ekki barð sitt eftir það, þó nokkrir slædd- ust þangað af þeim er að heim- an komu. Svo var og talsverð- ur útflutningur úr nýlendunni til Pembina í Norður-Dakota árið 1880—1881. Um síðustu aldamót eru aðeins fimm fjöl- skyldur þar eftir. Nöfn þeirra voru: Gísli Tómasson frá Hamraendum í Mýrasýslu (kom 1883); bræðurnir Gísli og Jakob Einarssynir, sem áður eru nefndir (komu 1879), Guð- mundur Ásgeirsson frá Ósi í Strandasýslu (kom 1883) og Ásgeir V. Baldvinson frá Gröf á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, er með fyrsta landnema hópn- um kom þangað. Hann varð póstmeistari á Hekla, og hefir í Almanaki Ó. S. Th. árið 1900 skrifað um þetta landnám; eig- um við honum og Almanakinu upplýsingar um byggð þessa mest að þakka, byggð, sem ekki var fjölmenn nema um lítið skeið, en sem í sögu Vestur-ís- lendinga verður æ merkileg talin, sem fyrsta byggð þeirra í Kanada. í þessum fyrsta stóra vestur- farahópi, sem til Toronto kom, eru margir, sem hér vestra urðu síðar kunnir. En hvað mikið þeir komu við stofnun nýlendunnar í Rosseáu, segir hvergi frá, svo vér höfum séð, en líkindi eru til, að þsir hafi verið þar sumir landnemar og einhvern tíma í byggðinni. — Nöfnin eru: Ólafur Olafsson frá Espihóli í Eyjafirði; Friðjón Friðriksson og Árni Friðriks- son, kaupmenn frá Harðbak í Þingeyjars.; Baldvin L. Bald- vinson; Sigurður J. Jóhannes- son frá Mánaskál í Húnavatns- sýslu; Kristinn skáld Stefáns- son (Tómassonar læknis frá Egilsá í Skagafirði); Jakob Lín- dal frá Miðhópi í Húnavatnss.; Baldvin Helgason frá Gröf á Vatnsnesi; Flóvent Jónsson frá Skriðulandi. En til Milwaukee héldu úr .hópnurn: Þorlákur Jónsson frá Stóru-Tjörnum og synir hans Níels, Jón, Thor- steinn og Björn; Guðm. Stef- ánsson frá Víðimýrarseli og St. G. Stephansson skáld; Eiríkur Hjálmarson [Bergmann frá Laugalandi í Eyjafirði og Pét- ur Thorlacíus frá Stokkahlöð- um í Eyjafirði og margir fleiri. Af öðrum ágætum íslending- um, sem komu vestur á, þessu ári, en ekki í þessum fyrsta hóp, má nefna Jón Ólafsson, séra Jón Bjarnason og Torfa Bjarnason í Ólafsdal, er í hóp Milwaukee íslendingann bætt- ust, og sem mestan þátt áttu í því, að fyrsta íslenzk þjóðhátíð vestan hafs var haldin árið eft- ir 1874. Það ár gerðist einnig sá merkisatburður að íslend- ingar sem þá komu vestur, gerðu sinn merkilega sáttmála við Kanadastjórn um það, að mega halda hér móðurmáli sínu og sem stjórnin gekk hik- laust að. Það er því ekki verið að brjóta nein landslög með því, eins og stundum er hér fleiprað með af íslendingum, að halda íslenzku hér við. Um félagsskap í þessari Mus- kókabyggð, er fátt sagt. En samkomulag var ávallt gott á meðal íbúanna og þrátt fyrir fámennið, stofnuðu þeir lestr- arfélag 1888, og var það starf- rækt langt fram yfir aldamót. í niðurlagi greinar Ásgeirs V. Baldvinssonar, sem áður er getið, er komist svo að orði: Að endingu má geta þess, að þó íslendingar kæmu fátækir og fákunnandi til allra verka til nýlendunnar (í Rosseau), þá hafa þeir þó komist þar áfram miklum mun betur en allur íjöldinn af annarra þjóða mönn um í sömu byggð. Þeir hafa breytt skóglendinu í stóra, vel umgirta akra, og reist kost- bærar byggingar á bújörðum sínum. Og þó þeir allir flytji Blaðamaður i 25 ár: Skúli Skúlason ritstjóri EGAR við Garðstúdentar fórum að tínast á Stúdenta garðinn haustið 1938 urðum við þess brátt varir, að nýr maður hafði bætzt í hópinn um stund- arsakir. Þótt hann væri nýr mað ur á íslenzka Stúdentagarðinum var hann samt gamall í hett- unni, að hann hafði fyrir mörg- um árum dvalizt á stúdenta- garðinum í Kaupmannahöfn,, Regensen. Þessi ungi og gamli Garð- stúdent var enginn annar en Skúli ritstjóri Skúlason, sem nú hefir þraukað við blaðamenn- sku heilan aldarfjórðung. Hann var nú í árlegri eftirlitsferð sinni til Islands og hafði aðset- ur á Stúdentagarðinum fram eftir hausti. Bráðlega tókst góð kynning með þessum þrautreynda Garð- stúdent og öðrum vistmönnum hússins. Hann var höfðingi heim að sækja og virtist alltaf hafa tíma til áð rabba um alla heima og geima víð gest og gangandi. Hann var víðförull og víðlesinn og sameinuðust í honum hið síunga fjör stúdents ins og hin fjörvísa árvekni blaðamannsins. Var því oft gestkvæmt í herbergi Skúla á síðkvöldum. En þegar frá leið tókum við, sem bjuggum við sama gang og Skúli eftir því, þegar við vöknuðum á nóttunni, að ritvélaglamur mik- ið heyrðist frá herbergi hans. Og innan skamms létum við okkur skiljast, hvernig á þessu stóð. Þegar Garðstúdentinn Skúli Skúlason hafði leitt gesti sína til dyra eftir glaðværð og margvíslegar samræður, settist blaðamaðurinn Skúli Skúlason við ritvélina og tók upp starf sitt að nýju. Dálkar „Fálkans“ vildu fá sinn skammt en engar refjar, og jafnframt vann Skúli að bók, er hann hafði þá í smíðum. Þessi fyrstu kynni okkar Skúla rifjuðust upp fyrir mér þegar ég var á leið til hans í fyrradag til þess að spjalla við hann vegna starfsafmælisins. Hann hefir nefnilega gegnt hin- um órólegu og lýjandi störfum blaðamannsins í tuttugu og fimm ár. — Hvernig í skollanum datt þér í hug að byrja á blaða- mennsku? er ein fyrsta spurn- ingin, sem ég ber upp fyrir Skúla. — O, það var tilviljun, bless- aður vertu, svarar Skúli. — Upphafið var það, að Ólafur heitinn Björnsson ritstjóri bað mig þess 1913, að senda ísafold skeyti frá Höfn. Eftir að ég kom heim vann ég svo tíma og tíma hjá Morgunblaðinu milli þess, sem ég vann önnur störf, en á þeim árum vann ég mest að túnamælingum í Rangárvalla- sýslu. Þessum mælingum lauk ég 1918, og 1. okt. sama ár steig ég það örlagaspor, að ég gerð- ist fastur starfsmaður hjá Morg unblaðinu. Eins og þú sérð er ég nú að halda silfurbrúðkaup mitt og blaðamennskunnar, en tilhugalífið var hafið nokkru áður en brúðkaupið fór fram. Hjá Mgbl. starfaði Skúli til árloka 1923 og var Vilhj. Finsen ritstjóri þess lengst af þann tíma, en Þorsteinn Gísla- son þó tekinn við, áður en Skúli fór frá blaðinu. Fréttastofa Blaðamannafé- þaðan, eða hverfi sem íslend- ingar úr sögunni, þá munu lönd þau, er þeir hafa numið, lengi bera þeirra menjar, þjóðflokki þeirra til sóma. Þeir hafa á- unnið sér þann orðstír hér á meðal enskumælandi fólks, að vera duglegir, sjálfstæðir og áreiðanlegir menn“. Skúli Skúlason. lagsins var stofnuð 1924 og verið ritstjóri hans óslitið síðan. Meðan Skúli starfaði hjá Mgbl. kom norskur ferðamanna hópur hingað til lands á vegum norska stórblaðsins Tidens Tegn 1 þeim hópi var ungfrú Nelly Tora Mjölid, og trúlofaðist hún Skúla Skúlasyni í þessari. för. Fór nú að vonum að losna um Skúla hér á landi og fluttist hann því til Noregs 1924, kvænt ist og settist að í Nesbyen í Hallingdal og dvaldist þar til ársins 1927. Vann hann enn að blaðamennsku á þann hátt, að hann sendi ýmsum blöðum fréttir og greinar. Einkum vann hann fyrir Dagbladet í Oslo og Bergens Tidende. En alls mun hann hafa sent um 25 blöðum fréttir og greinar. En ekki bar Skúli alltaf mikið úr býtum í þessu starfi; því að ritlaun inn- heimtust seint og illa. Þó rætt- ist úr því, þegar frá leið. 1927 fluttist Skúli heim aft- ur ásamt fjölskyldu sinni. Stofn aði hann þá vikublaðið „Fálk- ann“ með Vilhjálmi Finsen og Svavari Hjaltested og hefir verið ritstjóri hans áslitið síðan. En 1935 gerðist það, að frú Skúlason veiktist af þrálátri brjósthimnubólgu, og ráðlögðu læknar henni að breyta um loft- slag og flytjast aftur heim til Noregs. Varð það úr, að þau hurfu aftur til ættlands frúar- innar, en hún náði fljótt fullri heilsu. Þar átti Skúli síðan heima og vann enn sem fyrr að blaðamennsku, sendi „Fálkan- um“ allt það efni, sem honum var unnt og skrifaði auk þéss í ýmis skandinavisk blöð (Poli- tiken, Stockholms Tidningen o. fl.). 1929 varð hann fréttaritari Times á íslandi og var það æ síðan meðan hann dvaldist hér á landi. Þótt Skúli væri búsettur í Noregi kom hann hingað á ári hverju og dvaldi hér 2—3 mán- uði síðari hluta árs. Þegar stríð- ið skall á gerðist Skúla ómögu- legt að hafa á hendi ritstjórn „Fálkans", en sitja þó úti í Noregi. Brauzt hann þá heim með „Esju“ yfir Petsamo og hefir dvalizt hér síðan. En þótt Skúlj sé tryggur og sannur son- ur íslands þráir hann það 'heit- ast að komast sem fyrst til Noregs aftur, heim til konu sinn ar og þriggja barna. Eftir heimkomu Skúla var hann kjörinn formaður Blaða- mannafélags íslands og hefir stýrt því með miklum dugnaði, eins og honum er lagið. Starfs- blæður hans minnast þessa merkilega starfsafmælis hans með samsæti í kvöld. Skúli Skúlason hefir öðlazt margháttaða reynslu á löngum blaðamennskuferli. Hann er úr- ræðagóður og afkastamikill og lætur sér fátt á óvart koma. Hann hefir jafnan fylgzt með alúð og athygli með innlend- um málefnum og erlendum og renna því margar stoðir undir l ^ViI kaupa miðann 1 87257 VI happdrætti Hallgríms- ^ kirkju nú þegar. Tilboðið (merkt .,37257“ sendist Al- ) þýðublaðinu fyrir 5. okt. Félagslíf. Í.R.-ingar SKEMMTIKV ÖLD fyrir félaga og gesti verður haldið í kvöld föstudaginn 1. október kl. 5 e. h. í Tjarnar- kaffi. Útiíþróttamönnum, knatt- spyrnumönnum og öllum þeim, sem aðstoðuðu við hlutaveltu félagsins er boðið. Stjórnin. KAUPUM: SELJUM: Húsgögn, eldavélar, ofna, alls- koar o. m. fl. Sækjum, sendum. Fornsalan, Hvergisgötu 82. Símj 3655. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. finna miklu betra skipulag um út- burð blaða heldur en það, sem nú gildir, og er í því fólgið, að hvert blað hefir ungling fyrir sig til að bera í sama hverfið, í stað þess að blöðin sameinuðust öll um að ráða menn í hverfin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ VANTAR marga unglinga til að bera blaðið út, þó að því hafi tekizt undanfarið að koma blaðinu til kaupenda ein hvern tíma dagsins og er það meira öðrum blöðum, sem senda út ann- an hvern og jafn vel þriðja hvern dag. En þetta er alls ekki gott. Blaðið þarf að komast til kaup- endanna á tímabilinu frá klukkan 7,30—9 á morgnana. Vil ég nú mælast til þess að þeir, sem hafa hug á að bera blaðið út snúi sér strax til afgreiðslunnar. Þetta er Íítil vinna en vel borguð — og börn hafa gott af því að hafa eitt hvað starf með höndum. ÁSTA MÍN! ÉG þakka þér bréfið í gær — bréfin þín eru alltaf ágæt. En þetta bréf get ég ekki birt nema þú gefir mér nánari upp- lýsingar. Árás þín er ekki rök- studd, en rökstuðninginn þarf ég að • fá. Skrifaðu mér aftur — prívat — og segðu mér meira. Svo skal ég athuga málið. Hannes á horninu. HVAÐ segja hin blöðin? Frh. af 4. síðu. Ýmsu eru menn nú vanir um málflutning kommúnistablaðs- ins, en sjaldan hafa þó sézt hjá því fávíslegri tilburðir í rök- ræðum en þetta. Það heldur því fram, að hinir 270 mennta- menn, áhrifamenn og forustu- menn á ýmsum sviðum þjóð- lífsins hafi ekki vitað undir hvað þeir voru að skrifa, þegar þeir undirrituðu áskorunina! Trui hver sem vill! þekkingu hans. Ferðamaður er hann mikill og nákunnugur Is- landi, enda starfandi maður í Ferðafélagi íslands um margra ára skeið. Vinsæll maður er Skúli og berast honum því marg ar hamingjuóskir á tuttugu og fimm ára starfsafmæli hans x dag. R. Jöh.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.