Alþýðublaðið - 03.10.1943, Síða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1943, Síða 2
ALÞYÐUBLA0IÐ Sunnudagur 3. október 1943.. fjHÉ * „Lénharður fógeti“ X.eikritið Lénharður fógeti var frumsýnt s.l. miðvikudagskvöld undir leikstjórn Haralds Björnssonar og fékk góðar viðtökur. Grein um frumsýninguna kemur hér í blaðinu á þriðjudaginn kemur. Myndin hér að ofan er úr einu atriði leiksins og sjást þar: Lénharður (Har. Bj.) og Guðný á Selfossi (Svava Einarsd.). Vaxandi pátttaka í láms- flokkam Beykiavikir. Flokkunum hefir fjöflgað úr 20 í 28. Þátttakendur eru nú alls 270 talsins. Stórmikilli aukningu Laxárvirkjunarinnar lokið fyrir áramóf. 4000 hestafla véla- samstæða er komin. ■\T Ý stórmikil aukning er nú -*■ ™ 1 undirbúnúingi á Laxár- virkjuninni, sem gefur Akur- eyri rafmagn, en þar hefir, ekki síður en hér í Reykjavík, verið mikill rafmagnsskortur svo að horft hefir til stórra vandræða. Ný 4 þúsund hestafla véla- samstæða til fyrirhugaðrar aukningar á Laxárvirkjuninni er nú komin til landsins og má því telja fullvíst að stækkun stöðvarinnar verði fullgerð á þessu ári. Akureyrarblaðið „Dagur“ segir svo um þessa aukningu á raf magnsstöðinni: „.. er nú unnið að því, að styrkja brýr og vegarkafla á leiðinni frá Húsavík til Laxár- fossa, til þess að takast megi að flytja þyngstu stykkin til stöðv- arinnar. Umbætur á bæjarkerf- inu hafa og farið fram í sumar. Hefir helzt hamlað þeim, að æ erfiðara reynist að útvega leiðslur og annað nauðsynlegt efni. Með stækkuninni, sem nem- ur allt að 4000 hestöflum, er „túrbína“ Laxárvirkjunarinn- ar fullnotuð, en eins og kunn- ugt er, voru byggingar og aðr- ar framkvæmdir við Laxá þeg- ar í upphafi miðaðar við vænt- anlega stækkun virkjunarinnar. Höjgaard & Schultz hafa gert nauðsynlegar teikningar að hinum nýju framkvæmdum og munu hafa yfirumsjón með verkinu. Fé til framkvæmd- anna, 23/á milljón króna, hefir Landsbankinn lánað og mun það nægilegt til stækkunarinn- ar og umbóta á bæjarkerfinu.“ ÞÁTTTAKA Reykjavík- inga í Námsflokkum Reykjavíkur er stöðugt vax- andi. Námsflokkastarfsemin var sett í fyrrakvöld og er að- sóknin að ,jþeím miklu meiri en nokkru sinni áður. Hefir forstöðuhaðurinn, Ágúst Sig- urðsson magister orðið að margskifta flokkunum — og hefur þeim verið fjölgað úr 20 upp í 28. Innritaðir nemendur eru 270 að tölu og hver nemandi tekur — þegar meðaltal er tekið, þátt í þremur námsgreinum.Kennar- ar við námsflokkana eru 12 og eru ■ kendar flestar algengar gagnfræðinámsgreinar, en auk þeirra starfa sérstakir flokkar í lestri bókmennta, garðrækt og handavinnu stúlkna. Námsflokkarnir hafa fengið inni í barnaskóla miðbæjar. Þar hafa þeir fjórar kennslustofur til umráða á kvöldin og er kennt samtímis í þeim öllum, nema hvað ein stofan er stund- um notuð til samlesturs. Það stendur NámsflokkUnum ,mjög fyrir þrifum hversu erfitt er með húsnæði fyrir þá, virðst full þörf á því að námsflokkarnir fái hið allra fyrsta annað og betra húsrúm og virðist ekki síst þeirra vegna vera nauðsyn á því að hraða byggingu hinnar fyrirhugu æskulýðshallar. Þar ættu náms- flokkarnir að starfa. Hér er um mjög þýðingarmik ið mál að ræða. Sú námsaðferð sem námsflokkarnir starfa eft- ir er sprottin upp frá almúgan- um sjálfum — og hefir náð geysimkilli útbreiðslu þar sem menningin er komin á hæst stig eins og til dæmis á Norðurlönd- um. Bókasala Menntaskólans verður opin á mánudag kl. 6—7 e. h, Stúdentar og eldri nemendur skólans eru beðnir um að koma einkum með eftirtaldar bækur. Dansk Litteratur eftir Agerskov og Rördam, Fornaldarsagan,Miðalda- sagan, allar latínubækur, sem kenndar eru í skólanum, Kemi efir L. J. Ring, Fysiologi, Biologi. Berklavarnadagurinn : 280 púsnndir krðna eru ná í Vinnnhælissjóði. En miklu meiri fjárupphæð verður að fást áður hafizt er handaum bygginguna BERKLAVARNADAGURINN er í dag. Samband berkla- sjúklinga efnir til fjársöfnunar um land allt til stofn- unar vinnuhælis fyrir berklasjúklinga. Fimm undanfarin ár hefir verið efnt til slíkrar fjársöfnunar og eiga berklasjúklingar nú í vinnuhælissjóði um 280 þúsundir króna. , En það er langt frá því að þessi fjárupphæð nægi til þess að koma upp fullkomnu vinnu- hæli, enda hafa peningar fallið mjög í verði. Veltur því á miklu um framtíð málsins að al- menningur haldi áfram að styðja það með fjárframlögum. Raunveruleg barátta gegn einni verstu svipu þjóðarinnar, berklunum, byrjaði ekki fyrr en nokkuð seint, eða um sama leyti og Vífilsstaðahælið tók til starfa 1905. Var það meðal ann- ars reist fyrir sameiginlegt átak allra landsmanna. Hið sama má segja um Kristneshælið fyrir norðan, alþjóð lagði þar fram ríflegan skerf. Árangurinn hefir líka orðið glæsilegur — og sýnir að með auknum hælum og betri aðbúð við þá, sem tekið hafa þessa illu veiki, má takast að bjarga miklu. En berklasjúklingar fyrst ög fremst — og raunar þjóðin öll hefir lengi fundið til þess, að tilfinnanleg vöntun væri á heimili, þar sem berklasjúk- lingar, sem fengið hefðu bata, gætu hafið starf sitt, eftir sjúkrahússvistina —- og fengið þar að nýju leikni í algengum störfum, styrkt sig þar við virk störf við framleiðslu — og náð þar þeim líkamlega styrkleika, sem er þeim nauðsynlegur til þess að þeir geti að nýju tekið þátt í atvinnulífi þjóðarinnar. Það hefir verið eitt mesta vandamálið í baráttunni gegn berklunum, að fjölda margir sjúklingar, sem hafa útskrifazt af hælunum, hafa svo að segja hvergi átt höfði sínu að að halla — og hafa því oft á tíð- um, jafnvel eftir skamma hríð, vegna slæmrar aðbúðar orðið aftur að knýja á dyr heilsuhæl- anna. Úr þessu á hið væntan- lega vinnuhæli að bæta. Og það eiga landsmenn að styrkja í dag með því að kaupa merki dagsins og blað sambandsins, en í því er mjög mikinn fróð- leik að finna um baráttuna gegn berklunum. Vegna styrjaldarinnar haín ýmsar áætlanir um stofnun vinnuhælisins frestazt. Enn er ekki búið að ákveða stað fyrir það —- og heldur ekki í heild um rekstur þess. Nefnd starfar að þessu atriði málsins og eiga sæti í henni Vilhjálmur Þór ráðherra, Haraldur Guðmunds- son alþingismaður, Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjórn ar Reykjavíkur, Sigurður Sig- urðsson berkalyfirlæknir og Oddur Ólafsson læknir. Samband berklasjúklinga hefir skrifstofu í Lækjargötu 10 B. — í dag hefir það bæki- stöð sína í Kirkjustræti 2 (Berklavarnarstöð ,,Líknar“), og eru allir, sem vilja vinna að sölu merkjanna og blaðsins, beðnir að koma þangað. Reyk- víkingar! Styrkið þetta mál — eins höfðinglega og undanfarin ár. Dregið verðnr í bðs hapfldrætti Langar aesskirbjn á íöstn- dagion kemnr. GeHglð í hús i das til að selja happdrættismiða. e AMKVÆMT ÁÆTLUN ^ á að draga í húshapp- drætti Laugamesskirkju á fösetudaginn kemur. Er jþegar mikið selt af happ- drættismiðum, en enn vantar þó herslumuninn til þess að forstöðumenn happdrættisins séu fyllilega ánægðir með ár- angurinn. Nú hefir happdrættisnefndin safnað saman her manns til þess að gera innrás í bæinn í dag og næstu daga með happ- drættismiðana og er þess vænst að almenningur taki þessum liðsmönnum Laugarnesssóknar vel, en þeir eru ungir og gaml- ir, karlar og konur. Happdrættishús Laugarness- kirkju stendur við Langholts- veg 41 og er hið vandaðasta. Það er hár kjallari og ein hæð. Á hæðinni eru þrjár rúmgóðar stofur, eldhús og bað og innri og ytri forstofa. í kjallaranum, sem enn er óinnréttaður er hægt að hafa 2 herbergi rúmgóð og eldhús, eða þrjú einstaklings herbergi. Það er og þvottahús og geymslur. Hefir mjög vel verið vandað til hússins. Sansæti blaðananna fyrir Skila Skúlason O LAÐAMENN héldu Skúla Skúlasyni ritstjóra sam- sæti í fyrrakvöld af tilefni 25 ára afmælis hans. Skúli Skúlason var marg- hylltur af stéttarbræðrum sín- um, en hann svaraði — og sagði meðal annars að blaða- maðurinn ætti að vera leiðsögu- maður fólksins — og skylda hans væri að þjóna sannleikan- um í hvívetna. Skúla Skúlasyni barst mikill fjöldi skeyta. Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund annað kvöld í Iðnó. Sigurður Einarsson flytur erindi, en auk þess verður rætt um félags- mál. Frá lögreglúnni: Bifreið stolið, inn- brot, ðrekstnr ekið ð lítitttt dreng. IFYRRINÓTT var stolið fólksbifreið hér í bænum, Crysler R. 1607. Auglýsti lög- reglan eftir henni í gær. Nokkru síðar fékk lögreglan tilkynningu um að bifreiðin væri fundin. Stóð hún á Berg- þórugötu, lítið eitt skemmd. í fyrrinótt var brotizt inn í geymslukjallara í húsi við Hringbraut og stolið þaðan töluverðu af kartöflum. Þá rákust þrjár bifreiðar á í fyrrinótt fyrir innan bæ og skemmdust nokkuð. Klukkan 8 í gærmorgun ók bifreið á 10 ára gamlan dreng sem var á reiðhjóli á Lækjar- götu. Drengurinn meiddist nokkuð og var hann fluttur í sjúkrahús. Bifreiðin ók burtu án þess að bifreiðarstjórinn skipti sér af drengnum. En númer bifreiðarinnar náðist. Ný útgáfa. Kvæði og sögur eftir Jóhann G. Sigurðsson. TLT ÝLEGA er komin á mark- •I » aðinn ný útgáfa af hinni góðkunnu bók Jóhanns Gunn'- ars Sigurðssonar, Kvæði ög sögur. Bók bessi hefir verið gersamléga ófáanleg í íjölda mörg ár og mjög eftirsótt, enda hefir skáldhróður Jóhanns Gunnars verið miklum mun meiri með þjóð vorri en ætla hefði mátt, ef miðað er við það, hversu skömm ævi hans varð. Jóhann Gunnar fæddist upp á Snæfellsnesi og átti hvorki til auðugra né voldugra að telja. Hann þótti bráðge) og snemma sýnt, að hann bjó yfir miklum hæfileikum. Hann kom ungur í latínuskólann í leykjavík. En skólanámið mun ekki hafa orð- ið honum til veri-’legrar ánægju. Olli því hvorttveggja, að þroski hans var meiri en skólanem- endanna yfirleitt og námið því lítt við hans hæfi, og svo hitt, að þegar í skóla tók að þjá hann sjúkdómur sá, er síðar lagði hann í gröfina löngu fyrir aldur fram. Jóhanni auðnaðist að ljúka námi í latínuskólanum þrátt fyrir heilsuleysi og fjárskort. Hóf hann nám í prestaskólan- um, en varð að hætta því að fám mánuðum liðnum, því að þá brást héilsan alveg. Komst. hann aldrei til afturbata síðan og andaðist loks í maímánuði 1906, aðeins 24 ára gamall. Jóhann hóf snemma að yrkja ljóð og rita sögur. Ber allt það, er hann lét eftir sig af því tagi, vitni um fágaðan smekk, ágæta hæfileika og mikla vandvirkni. En skáldverk hans bera glögg merki þeirra örlaga, er honum voru búin. Þau eru slungin ang- urværum trega og þjáning. Jóhann Gunnar er þjóð- kunriúr sem skáld óg rithöfund- ur, þótt ekki sé til eftir hann nema þessi eina bók, er gefin var út að honum látnum. Og hann hefir ávallt verið sérstak- lega hjartfólginn íslenzkum bókavinum. Veldur því vafa- laust hvorttveggja, snilldar- bragðið á verkum hans og dap- (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.