Alþýðublaðið - 03.10.1943, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.10.1943, Síða 3
Sunnudagur 3. október 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ Hin amerísku S S s s ;sem nú er byrjuð að gera árásir á borgir Suður-Þýzkalands og Austurríkis frá Norður-Af- ríku. Myndin sýnir fljúgandi virki á æfingaflugi yfir Englandi Sum þeirra láta eftir sig gufustróka í loftinu. Eftir sigurinn við Napoii: 5. herinn veitir Þjóðverjum eftirför norður að Volturno. Clark hershöfðingi kominn til Napoli, viðreisnarstarfið hafið. 5HERINN hefir þegar hafið sókn sína í norður frá Napoli. • Clark hershöfðingi hélt innreið sína í borgina í gær. End- urhótastarfið í Napoli er þegar hafið og fagna íbúarnir banda- mönnum innilega. 8. herinn hefir tekið bæina Lucera og San Severo. Er talið að 5. og 8. herinn muni innan skamms ná saman við Volturno- ána, þar sem Þjóðverjar hafa tekið sér nýja varnarstöðu. Badoglio nyadar iiýja stjéra. Sforza greifi fer horðum um hann. TILKYNNT var í gær í fregnum frá bækistöðvum Eis- enhowers hershöf ðing ja, að mynduð hefði verið ný ríkis- stjóm á Ítalíu. Badoglio er for- sætisráðherra hinnar nýju rík- isstjórnar. Ókunnugt er um nöfn annarra ráðherra. Fregnir frá New York í gær greindu frá ummælum Carlo Sforza, sem nú dvelst í Banda- ríkjunum, er hann lét falla í tilefni skipunar hinnar nýju ríkisstjórnar á Ítalíu. Lét hann svo um mælt, að hann myndi aldrei taka sæti í ríkisstjórn, sem mynduð væri af Badoglio eða nokkrum öðrum þeirra, sem átt hefðu minnstu sam- skipti við fasista, enda kvaðst hann þá mundu bregðast trausti milljóna manna á ítal- íu. Carlo Sforza greifi vár fyrr- um utanríkismálaráðherra ítal- íu. Hann er einhver þekktasti stjórnmálamaður ítala, þeirra er störfuðu fyrir valdadaga Mussolini og enn eru lífs. firaziaui narskðlkir yfirher$höfði8gi Mnssoliois. ERLÍNARÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær, að her stjórn hins ítalska liðs, er berð- ist með Þjóðverjum á Ítalíu og lyti hinni nýju stjóm Musso- linis, hefði verið falin Graziani marskálki. 5. herinn hefir enn bætt að- stöðu sína með sókn í norður frá Napoli og höggvið þungt til þýzku herjanna, sem þar eru á undanhaldi. Hægri fylkingar- armur lians hefir einnig sótt fram norðan við Avellino. Býst hann nú til að ráðast yfir Vol- turno-ána, en þar hafa Þjóð- verjar tekið sér nýjar varnar- stöðvar. Veita þýzku hersveit- irnar þó öflugt, viðnám á þeim slóðum og munu leggja ofur- kapp á að verja virki sín þar. Mark W. Clark hershöfðingi, yfirmaður 5. hersins, hélt inn- reið sína í Napoli síðari hluta dags í gær. Napolibúar hafa fagnað her bandamanna mjög, og eru viðtökur þeirra sagðar enn fagnaðarríkari en þær, sem bandamenn áttu að mæta í Tunis, sem þó þóttu eindæmi. Napolibúar hafa orðið að horfa upp á það, að Þjóðverjar fremdu hin ægilegustu spjöll á hinni fögru borg þeirra og bera því að vonum mjög þungan hug til þeirra. íbúarnir í Napoli reyndu að gera allt, sem þeim var auðið til þess að koma í veg fyrir skemmdastarfsemi Þjóðverja með því að slökkva elda og koma birgðum undan og varð þeim nokkuð ágengt. Vinnu- flokkar bandamanna hafa ,þeg- ar hafizt handa um viðreisnar- starf í Napoli og byrja á því.að ná upp skipum, sem sökkt hef- ir verið á höfninni þar. Framsókn 5. hersins til Na- poli var svo hröð, að Þjóðverj- um tókst ekki að koma öllum hergögnum sínum undan og jafnvel ekki að eyðileggja þau. Þess er t. d. getið, að banda- menn hafi náð á vald sitt nokkr- um járnbrauíarvögnum, sem höfðu að geyma varahluta í þýzkar flugvélar. 8. hernum hefir einnig tekizt að bæta aðstöðu sína á austur- ströndinni síðasta sólarhring- inn. Hann hefir tekið bæinn Lucera, 20 km. norðvestur af Foggia. Þaðan er greiðfært til vígstöðvanna við Volturno-ána, þar sem hægri armur áttunda hersins er að leggja til atlögu við hersveitir Þjóðverja eins og fyrr um getur. Áttundi herinn hefir einnig náð á vald sitt bænum San Severo, er stendur við járnbrautina frá Foggia til hafnarborganna við Adríahaf, 30 km. norður af Foggia. Flugher bandamanna á ítal- íu hefur sig mjög í frammi sem fyrr. Gerði hann í gær einkum harðar loftárásir á bæinn For- mia, sem er um miðrar leiðar millum Napoli og Rómaborgar. Þjóðverjar misstu 11 flugvélar í loftbardögum yfir Ítalíu í gær, en bandamenn 13. Hersveitir stríðandi Frakka og annarra bandamanna hafa enn kreppt að Þjóðverjum á Korsíku. Rássum miðar hæqt áfrai Þjóðverjar veita hvarvetna öflugt við- nám á austurvígstöðvunum. -------4—------ SÓKN RÚSSA miðar hvarvetna hægt áfram og veita Þjóð- verjar harðfengilegt viðnám. Þó hefur Rússum tekizt að ná bænum Krichev milli Mohilev óg Gomel, Gera rússnesku hersveitirnar á þessum slóðum hverja árásina af annari, sem Þjóðverjar þó hrinda. Engin úrslit eru enn ráðin í orrustunni um Kiev. Og á svæðinu milli Zaporoshe og Azovshafs verjast Þjóðverjar hersveitum Rússa af mikilli hörku.’ Rússar hafa sótt mjög hægt fram í Hvíta Rússlandi síðasta sólarhring, aðeins náð 15 km. landsvæði á vald sitt þar sem þeim hefir orðið bezt ágengt. Þeim hefir þó tekizt að ná bæn- um Krichev, sem er milli Mo- hilev og Gomel, og geisa harð- ar orustur á þeim slóðum. Þjóðverjar leggja ofurkapp á að halda leiðinni milli Orsha og Gomel, enda væri hersveitum þeirra norður við Ilmenvatn og Leningrad hætta búin, ef Rúss- um tækist að ná henni. Rúss- nesku hersveitirnar í Hvíta Rússlandi gera hverja árás- ina af annarri, en vörn Þjóð- verja lætur lítt bifast. í Moskva fréttum í gær var mikil áherzla \ á það lögð, að Rússar gerðu sér mest far um að treysta aðstöðu sína í Hvíta Rússlandi sem bezt og búast vel um á stöðum þeim, er þeir hafa þegar náð. Regn- tíminn á þessum slóðum er nú genginn í garð, og er landið því mjög torfært. Orustan um Kiev heldur enn áfram, án þess að til úrslita hafi enn dregið. Rússar halda uppi stórskotahríð á borgina sem fyrr, en Þjóðverjar veita harð- fengilegt viðnám. Miklir bardagar eru háðir á svæðinu milli Zaporoshe og Az- ovshafs. Leggja Þjóðverjar mikið kapp á að hindra, að Rússar brjótist þar í gegn, enda væri þá lið þeirra á Krím í bráðri hættu. í orustum við Az- ovshaf töldu Rússar sig hafa eyðilagt 79 skriðdreka og skot- ið niður 59 flugvélar fyrir Þjóðverjum í gær. Fð danskir fiyðing- ar griðland í Svi- HJéð? Sænska stjórnin býOst til að taka við Ðeim. 'T' ILKYNNT var í fregnum frá Lundúnum í gær, að sænska stjórnin hefði boðizt til þess að taka við ölum dönskum Gyðingum, meðan Danmörk væri hernumin. Áður hafði þess verið getið í fregnum, að Þjóðverjar hefðu hafið miklar ofsóknir gegn Gyðingum í Danmörku eins og öllum þeim löndum öðrum, er þeir hafa náð á vald sitt. Sovétstjórnin fær mpd af nodirskrift sinni að gjðf. BRETAR hafa sent rúss- nesku ríkisstjórnlnni aS gjöf málverk af undirskriftum hins tuttugu ára samnings míllum Breta og Rússa. Rússneska stjórnin hefur þakkað gjöfina og komizt þann- ig að orði, að samningur þessi sé hinn merkilegasti og mikilvæg- asti fyrir báðar þessar þjóðir. Loftáráslr ð Hýzkalaod bæði siaoao og vestao! Fljúgandi virki fara frá Norður-'AMku til árása á Suður-Þýzkaland. T OFTSÓKNIN gegn meginlandinu hefir sjaldan verið •*-* harðari en í fyrrinótt. Amerískar flugvélar „fljúgandi virki“ sem hafa bækistöðvar í Norður-Afríku, fóru til árása á Suður-Þýzkaland og Austurríki, brezkar flugvélar réðust einnig til atlögu við Norður-Þýzkaland1 og bækistöðvar Þjóðverja í hernumdu löndunum. Amerísku fljúgandi virkin, i sem komu frá Norður-Afríku, * beindu aðalárás sinni að Mun- chen, hinni mikilvægu sam- göngumiðstöð og borginni, þar sem nazisminn átti upptök sín. Liberatorflugvélar gerðu og harða árás á Wiener Neustadt, sem er skammt suður af Vín, höfuðborg Austurríkis, en þar fer fram mikil hergagnafram- leiðsla, einkum flugvélafram- leiðsla. Brezku flugvélarnar beindu einkum sókn sinni gegn Hagen í Ruhrhéraðinu og gerðu þar mikinn usla, svo og á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi og Nið- urlöndum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.