Alþýðublaðið - 05.10.1943, Page 6

Alþýðublaðið - 05.10.1943, Page 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ i"Vi.L1; .. Flotadansinn. Ameríski sjóliðsmaðurinn, sem myndin er af, hefir land- gönguleyfi, og notar það til þess að fá sér einn dans. Það er sérstakur dans, sem hann dansar, og er kallaður flotadans. Minjar um liðna tíð. HANNES A HORNINU Frh. af 5. síðu. tíma — og þó aðeins með því að bálkynda í þeim stöðugt, þá er það reginmunur og að láta konur, böm og unglinga hafast þar við að vetrarlagi.“ „OG SVO ER ANNAÐ: Hvaðan kemur þetta fólk, er það ekki að vikja fyrir rellu-kerlingum t. d. eins og þeirri sem tók 2ja herb. íbúð í stúlkustofu og straustofu, eða að innræti til jafns við tvær aldraðar konur sem búa með 2 köttum í fjölda herbergja? Hvað eru margar villumar, sem standa og hafa staðið hálf auðar í hálft til heilt ár t. d. í suðurhluta Norður- mýrar og víðar? Eg sá fyrir ári þrjú læknisvottorð, sem lutu að því, að 2ja ára tápmikill drengur, ósjúkur með öllu, þyldi ekki íbúð þá sem foreldrar hans höfðu, en hún var 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í 5 ára gömlu, húsi í Norðurmýri.“ „VOTTORÐIN VORU NOTUÐ til þess að koma úr húsi ekkju með 5 börn, með þeim afleiðingum að nokkru eftir 2ja til 3ja vikna tjald- vist í húsagarði veiktist flest fólk- ið og elsti drengurinn, sem var aðalfyrirvinna fjölskyldunnar, dvelst nú á Vífilstaðahæli.“ „VÆRI EKKI RÉTT að athuga í tæka tíð hverskonar bagga bæj- arfélagið er að biiída, sér ef til vill um ókomna framtíð með þessari „hóp-fyrirkomu“ hins illa stæða fólks? Er ekki kominn tími til þess að segja „kattarkerlingum“, „raf- magnsrullu maddömun“ frá því í fullri alvöru og einlægni hvaða afleiðingu eigingirni þeirra og sér- gæðingsháttur getur haft og hlýtur að hafá a þessum néyðaftímurh.“ „ÚT FRÁ ÞESSU ATHÆFI hlýt- ur að spretta sjúkdómar, siðspill- ing, glæpir. Fyrr enn várir verða afleiðingarnar komnar í einu eða öðru formi yfir höfuð sekra og saklausra. Hið fína fólk ætti að gæta sín, þótt „helvíti skuldi þú sæmdarkrans, sem dysjuðum lygara dugir“ er alls óvíst að krýn ingin fari fram á hátíðlegan eða hjartkæran hátt.“ ÞAÐ ER EKKI óeðlilegt, þó að ástandið í húsnæðismálunum veki gremju, reiði — og harðyrði — En hér svíður í gömlu sári — sem við höfum sært okkur sjálfir vegna skilningsleysis. Viðvíkjandi gagn- rýni á hreinsunartækjum nýju bæjarhúsanna, vil ég segja það, að þeir, sem til þekkja, munu ekki vera bréfritaranum sammála. HVAÐ SEGJA HIN BLtolN? Frh. af 4. siðu. telja þá tilgátu rétta að óreyndu máli, en hitt er líklegra, að kommúnistar þykist nú sjá fyrir endalok styrjaldarinnar, og vilji ryðja rússneskum áhrifum braut í tæka tíð, en reyna að sama skapi að draga úr vinsældum Breta og Bandaríkjamanna. Þetta getur einnig haft sína þýðingu hér, enda er vitað að kommúnistar líta svo á að eina sáluhjálplega leiðin fyr- ir þessa þjóð sé að fá þriðja her- veldið — Rússa — inn í landið, til þess að skapa einskonar áhrifa- jafnvægi milli stórveldanna á þessari hernaðarlega mikilvægu eyju. Gera kommúnistar ráð fyrir að áhrifavald Rússta kunni einnig að ná hingað til lands, og verði bar- áttu flokksins hér til framdráttar, og er þá ekki ónýtt að búið er að undirbúa í tæka tíð, það sem verða vilff Þannig lítur nú Vísir á starf- semi kommúnista. En það hindr ar hvorki, að hann né Morgun- blaðið velji þá sér að banda- mönnum í sjálfstæðismálinu, og bjóði þjóðinni upp á forystu þeirra í því! i"....... ; Kjartan Jóhannesson, fyrrum organleikari við Frí- kirkjuna hér, er fimmtugur í dag. Hann dvelst nú að Ásum í Gnúp- verjahreppi og kennir söng og orgelleik í Árnes- og Rangárvalla- svslum.’ » Frh. af 4. síðu. kúgunina og óréttlætið hafa ná kvæmlega sömu áhrif á okkur og það jafnvel í miklu ríkari mæli. Og éf svo er, sem ég efast ekki um, þá vakna aðrar spurn- ingar: Haldið þið að minjaleysi okkar muni ljóma yfir framtíð okkar? Hvernig lifir þú, einstakling- urinn, sem stendur í miðri lífs- baráttunni Þú hefir lifað í nokkra áratugi og háð þína baráttunni? Þú hefir lifað í og vinnur fyrir framtíðina, en hver er aðalstyrkur þinn? Að- alstyrkur þinn er reynslan, sem þú hefir fengið á liðnum árum. Þú byggir á henni. Þú lærir ekki aðeins af því, sem vel hefir tekizt. Þú lærir alveg eins og jafnvel miklu meira af því, sem illa hefir farið, og þér hefir mistekizt. Það, sem á við um einstaklinginn, á alveg eins við um alla þjóðina. Minningar þínar um smáatburði í lífi þ.ínu eru þér nauðsynlegar og dýr- mætar. Minningar úr sögu þjóð arinnar eru henni líka dýmæt- ar og nauðsynlega. Suma minningar okkar ís- lendinga fylla okkur stolti og gleði, aðrar fylla okkur gremju og sárri sorg, sem skapa okkur, einmitt þess vegna, baráttu- þrek, dirfsku og framtak til að vinna að beinni vegi og bjartari degi en áður var. Að mínu viti er þetta líka í hug hins norska skálds, þegar það horfir í grárri morgun- skímunni yfir rústir Lundúna- borgar. Borgin var full af göml um minnjum, gotnesk guðshús, stoltar styttur, fögur söfn. Rústir þeirra særa miklu sári um ókomnar aldir. Hvað skap- ar þessi sviði hinni brezku þjóð? Haldið þið, að hann skapi fyrirlitningu á minjunum. sem voru lagðar í rústir? Nei. Hann skapar þjóðinni nýtt þrek, meiri kraft og meira víðsýni. Og nú kem ég eiginlega að efni þessa spjalls míns um dag- inn og veginn. Það er sagt, að fáar þjóðir eigi eins dýrmætan sögulegan arf og við íslending- ar. Þetta er rétt. Fornókmennt- irnar eru það dýmmætasta, sem við eigum og okkar mikla arf- leifð. Undanfarið hafa staðið miklar deilur um útgáfu Íslend ingasagna og í því máli hafa gengið dómar. An þess að ég vilji fara að blanda mér í þær deilur vil ég taka það fram, að ég er andvigur hinni nýju út- gáfustefnu á íslendingasögun- um. Ég vil engar úrfellingar á þeim, engar breytmgar. Ég vil hafa þær eins og kynslóðirnar hafa lesið þær á kvöldvökunum í baðstofunum meðan veðrin næddu á súðunum og skaflinn lagðist að glugganum. Þá kveiktu þær þann eld, sem bezt logaði og bezt yljaði, og þó að eldar logi nú víðar en þá og meiri ylur sé, þó að híbýli okk- ar séu nú stærri og betri en þá og skaflarnir lægri, þá þurfum við sannarlega á eldi sagnanna okkar að þalda og þeim yl, sem hann gefur. Ef þessar minjar verða lagðar í rústir þá verður það okkar verk en ekki ann- arra. Ef við berum ekki virðingu fyrir sögulegum minjum okkar þá erum við um leið að grafa undan okkur grunninn, sem við stöndum á. Þá mun verða lítið úr framförum okkar, þá mun menning okkar verða hol- grafin og feyskin. Þá munum við ekki snúa brjóstum okkar gegn nýjum og bjartari degi. Og mér finnst, að okkur sé ákaflega ábótavant í þessu efni. „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur“ kvað Jónas Hallgrímsson. Og nú — hvað segjum við í dag? Þó að þingkjörin nefnd, skip- uð þremur ágætum mönnum, hafi á undanförnum árum unn- ið fyrir Þingvelli, þá er þar á- kaflega mörgu ábótavant. Kirkj an er í niðurníðslu, eins og gamall hjallur. Hún er skáld- ótt og skellótt, eitt hið fyrsta sem við komum auga á og. ber við brekkur Lögbergs eru snúru staurar og blaktandi þvottur, ganggötur og troðningar liggja um búðarústirnar, út með vatn- inu er allt sundurtætt og þar hafa risið upp alls konar kumb- aldar. Ég hef aðeins talið fátt eitt, því að ef á að tala eða skrifa um Þingvelli og meðferð þeirra þá er það efni í heila bók. Eða Skálholt. Hafið þið kom- ið að Skálholti? Þar ber ekkert svip þeirra tíma þegar Skálholt var einn helzti öndvpgisstaður á landinu. Þar er svað og for, kjúkurnar skína berar í tröðun- um í rigningum, kirkjan er ■ snúrustaur, sjálf er hún verri en hjallur. Hún er ómessufær að dómi biskups og gluggar eru að detta úr henni, hún hrynur þá og þegar. Undir gólfi hennar liggja steintöflur biskupanna og skólamannanna brotnar og skemmdar, þær halda áfram að molna. Kirkjugarðurinn er æp- andi svívirða, um vanrækslu og vanhirðu þeirrar kynslóðar sem nú lifir. Leiðin eru týnd og þar með minningarnar um mikla menn — og hætt er við að minn ingarnar um störf þeirra og stríð hverfi um leið. Við eigum að byggja Skálholt upp, halda við minningum staðarins í móti þeirra tíma sem við lifum á nú. Við eigum að stofna þar mikið menntasetur, byggja þar kirkju í líkingu við þá sem var á dög- um Brynjólfs biskups. Ég mundi fagna því ef farið yrði að tillögum biskups og annarra beztu manna íslenzkrar kirkju og skálholt yrði gert að miklu kirkjulegu mennta- og fræða- setri. Ég hef einu sinni komið að Hólum. Ég kom utan úr óveðr- inu og hraðanum, lítill maður og veikur í trúnni, en þegar ég kom inn í kirkjuna breyttist svipur alls. Mér fannst ég stíga inn í fortíðina. Áhrifin, sem ég varð fyrir voru ekki fyrst og fremst tignun þessarar fortíðar, heldur minningin um stríð þeirra, sem hér höfðu starfað og strítt, barizt fyrir framtíð- inni og lagt grundvöll að nýjum tíma. Mér fannst, að koman í kirkjuna yrði mér hvatning til að vinna vel að mínu starfi fyrir núlifandi fólk og með því fyrir framtíðina og börnin, sem nú eru að fæðast og enn eru ó- fædd. Ég hygg, að þannig muni fleirum fara, sem stíga inn í Hóladómkirkju. Ég fagna því, að Skagfirðingar hafa hafið undirbúning að því, að minnast Jóns Arasonar árið 1950, og ég vænti þess, að þjóðin öll taki málaleitun Skagfirðinga vel. Ég hef rætt allmikið um kirkjur í sambandi við þetta spjall mitt um dýrmætar minj- ar, sem við eigum að bera virð- ingu fyrir og varðveita. Þetta er eðlilegt. Kirkjan er eitt elzta menningartæki okkar. Að vísu Þeir verkamenn, sem eiga inni orlofsfé hjá ameríska setu- liðinu, þurfa að hafa sótt það fyrir 15. október nk. Eftir þann tíma verður orlofsfé ekki kræft hjá setuliðinu. Nánari upp- lýsingar verða gefnar í skrifstofu félagsins. # DAGSBRÚN. Þriðjudagur 5. október ÍS43L Anglýsingar, sera birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera * komnar tU Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvðlði. Sfmii 490». hafa verið lægðir í baráttu- sögu hennar. Þannig er um állt. Stundum hefir hún verið vígi fáfræði og heimsku, en oftar hefir hún lýst eins og skínandi stjarna. Hún hefir verið breysk eins og mennirnir, en alltaf SQtt fram skref fyrir skref éins og þeir. Við metum og dæmum, eftir því viti, sem okkur er gefið og þeirri menntun, því víðsýni, þeirri mannúð og frelsisþrá, sem við höfum öðlazt. Við lít- um um öxl, lærum af reynsl- unni, varðveitum minjarnar — og byggjum upp nýja framtíð samkvæmt reynslu aldanna, baráttuárangri þeirra, sem báru uppi fortíðina og sköpuðu sögu okkar. Og ég treysti nútíma-íslend- ingum til þess að geta dæmt rétt, notfært sér það bezta úr sögunni, til þess að gera líf framtíðarinnar bjartara og feg- urra, svo að allir njóti réttar síns, að enginn sé troðinn und- ir, að allir fái þá menntun, sem þeir kjósa og eru menn til að njóta og að lífsöryggið verði annað og meira en það var á dögum Stóradóms og annarra niðurlægingartímabila í sögu okkar. Ef við gleymum minjum okkar, þá höfum við numið' staðar — og þar með einnig gleymt skyldum okkar við fram, tíðina. Norsku sjó- mennirnir. Frh. af 5. síðu. hann var á leið á stóran sjó- mannafund. En smám saman tókst að lægja storminn og um þessar mundir er Sjómanna- sambandið eini félagsskapur ó- breyttra norskra sjómanna í Améríku. Á þennan hátt halda norsku verkalýðssamtökin starfi sínu áfram sjómönnunum og land- inu til nytja. Einnig hefir Al- þýðusambandið norska frá því haustið 1941 getað haldið á- fram starfi utan Noregs. Bæði formaður Alþýðusambandsins, Konrad Nordahl, og varafor- maðurinn, Lars Evensen, sluppu á furðulegan hátt úr landi. Konrad Nordahl hefir nú tekið við stjórn Lundúnaskrif- stofu Alþýðusambandsins, þar sem höfuðverkefnið er að við- halda samhenginu í starfsemi verkalýðssamtakanna. Starf- semi skrifstofunnar nær einnig til upplýsingastarfsemi meðal Norðmanna og bandamanna um þátt norska verkalýðsins í bar- áttunni gegn nazistunum. Heima beið norska verkalýðs- hreyfingin ósigur með fánann í fulla stöng. Erlendis bera norsku sjómennirnir fánan fram unz hann blaktir aftur yfir norskri mold.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.