Alþýðublaðið - 17.10.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.10.1943, Blaðsíða 6
! m um fyrirætlanir um að ljúka sambandsmálinu á vanefnda- grundvelli af hálfu íslendinga og talið, að úm ótvírætt þjóð- réttarbrot væri að ræða, ef horf ið er að því ráði. Aksel Möller notar orðið „Misligholdelse“ í tilvitnun þeirri, sem Bjarni hefur eftir honum og þýðir Bjarni það með orðinu ,,vanefndir“, en um það er sama að segja og hugtökin „Violation of treaties“ og „Ver- tragsverletzung“ að öll gera þau ráð fyrir réttarbroti eða sök af hálfu þess ríkis, sem í hlut á, m. ö. o. það verður að fyrir- liggja saknæmur verknaður eða vanræksla af hálfu þess aðila, sem ekki uppfyllir samninginn, en bæði Bjarni Benediktsson og aðrir, hafa viðurkent að um slíkt væri ekki hægt að saka Dani. / IV. Ég hefi í þessum tveimur greinum rakið skoðanir þessarra itveggja heimskunnu þjóðréttar- fræðinga til þess að þeir sem vilja hugsa hleypidómalaust um sjálfstæðismálið, gætu sjálfir gert sér grein fyrir því hvort riftunarréttur íslands á sam- bandslögunum, með skírskotun til vanefnda af hálfu Dana, væri jafn ótvíræður og skýlaus samkvæmt kenningum þjóð- réttarfræðinga og hingað til hefur verið haldið fram. Ég hefi ekki hirt að rekja hugleið- ingar Bjarna Benediktssonar sjálfs um þetta efni, því eins og hann segir réttilega í Þing- vallaræðunni, hafa þær vitan- lega „enga þýðingu“. Til þess að nokkurt vit væri í því fyrir íslendinga að beita riftunarréttinum þyrfti hann að vera hafinn yfir allan þann efa, eða þjóðarnauðsyn íslendinga að bjóða að hann væri notaður. En hvorugt er tilfellið. Virðingin fyrir samningum og óaðfinnanleg framkoma í garð annarra þjóða, smárra sem stórra, eru hin einu vopn, sem smáþjóð eins og íslendingar hafa í viðskiptum sínum við aðrar þjóðir. Það væri beinlín- is þjóðhættulegt að framkvæma athafnir, sem gætu gefið hið minnsta tilefni til þess að ásaka íslendinga um brot á gerðum samningum. Við getum ekki með neinni sanngirni búist við því, að haldnir verði gerðir samningar við okkur, ef við ekki sjálfir virðum gerða samn- inga við aðra út í ystu æsar. Við vanefndaleiðina er tvenns konar áhætta. Hún byggist ekki á algjörlega ótvíræðum og óum deilanlegum réttargrundvelli. Og ef við förum hana eigum við á hættu, að verða stefnt fyrir gerðadóm, þar sem við eigmn úrslitin undir öðrum en okkur sjálfum. í því felst alltaf nokk- ur áhætta, jafnvel þótt málstað- urinn væri góður. Hins vegar eigum við tvær öruggar leiðir: Leið hins frjálsa samkomulags við Dani, þegar frjálsar viðræður verða mögu- legar. Þeir sem til þekkja og halda því samt fram, að Danir muni vilja halda í sambandið gegn einróma óskum íslendinga, hljóta að tala gegn betri vitund. En auk þess höfum við hina skýlausu leið sambandslaganna. Hversvegna eigum við þá að tefla á tæpasta vaðið og stefna þjóðarheiðri íslands í hættu? Við vitum það að Danir hafa neitað að fallast á rétt okkar til einhliða riftunar og áskilið sér allan rétt eftir sambands- lögunum. Við vitum það að al- menningsálitið í Svíþjóð er á móti sambandsslitum nú meðan Danir eru í hlekkjum. Við vitum það að bæði þau stórveldi, sem hafa her hér í landinu, og hafa ábyrgzt full- veldi og sjálfstæði íslands eftir stríðið, hafa ráðið eindregið frá því að íslendingar leystu sam- bandsmálið á grundvelli van- efndaréttarins, Bretar hafa ráð 'U.ÞYÐUBLAÐIÐ Framhald af 4. síðn. Hvað segir pjöðarétturinn? ið okkur til að „halda okkur stranglega að ákvæðum sam- bandslaganna“ og Cordell Hull, utanríkisr áðherra Bandarík j - anna, hefir ráðið okkur til að bíða þangað til að sambands- lögin,„án nokkurs efa“, væru úr gildi fallin. En það eru þau ekki fyrr en farið hefir verið eftir uppsagnarákvæðum þeirra sjálfra. Og Jón Krabbe, einn hinn reyndasti maður í íslenzkri ut- anríkisþjónustu og einn af þeim grandvörustu og mætustu mönnum, sem ég hefi átt því láni að fagna að kynn- ast, hefir með alvöruþunga þess manns er hefir að baki sér meira en aídarfjórðungs reynslu og starf að utanríkis- og alþjóðamálum, varað íslend- inga við því að rifta sambands- lögunum á grundvelli vanefnda- réttarins. íslendingar eru í dag, meir samhuga en nokkru sinni áður um aðalatriðið í afstöðunni til Dana, að stofna óháð og full- valda íslenzkt lýðveldi; engin hjáróma rödd hefir heyrzt um þetta um langan tíma. Þurfum við að rjúfa hina þjóðlegu ein- ingu um málið þegar svo er, til þess að fara leið, sem stór hluti íslendinga vill ekki fara, af því hann telur það brjóta í bága við þá forsjálni og gætni, sem íslendingar verða að sýna í viðskiftum við aðrar þjóðir, og auk þess við réttar dreng- skaparreglur? Úr Anzilotti: Vöikerrecht. Bls. 343. 1. Omöguléiki á fullnægingu. Það er almennt viðurkennt, að ómöguleiki á fullnægingu, er ber að höndum óviðbúið, slítur samningnum; svo mundi t. d. vera um samning, er ætti við land, sem kynni af völdum ófriðar að hafa gengið undan ríki þvf, er hlut á að máli. Lögfræðilega séð er fullnæg- ing þá ómöguleg, ef aðilum kemur saman um að svo sé eða færðar hafa verið sönnur á það á annan hátt, sem heimill er að alþjóðalögum; um allar deil ur því viðvíkjandi má nota regl ur þær, er lúta að jöfnun deilna þjóða á milli. Það er skýringaratriði að sjá, hvort ó- möguleiki á fullnægingu um stundar sakir valdi samnings- lokum eða aðeins fresti fram- kvæmd samningsins; leiki efi á verður að ætla hið síðartalda. Bls. 353—4. Það er að vísu rétt, að aftan við gerðabók fyrsta fundar ráð stefnunnar (þ. e. í London 1871) var bætt hátíðlegri yfir- lýsingu undirskrifaðri af um- boðsmönnum allra þjóða, þar með talið Rússlands, er hljóðar sem hér greinir: „. .. .Ríkin viðurkenna, að það sé undir- stöðuregla þjóðaréttarins, að ekkert þeirra geti leyst sig und an skyldum samkvæmt samn- ingi, né breytt ákvæðum hans, nema með samþykki samnings- aðila á grundvelli vingjarnlegs samkomulags“. Yfirlýsing þessi er ásamt með þeirri staðreynd, að samningnum frá 1856 var með sáttmálanum frá 17. marz 1871 breytt á þá lund, sem Rúss land óskaði, af sumum talin formleg og skýlaus höfnun á clausula rebus sic stantibus. En sé yfirlýsing þessi tekin í réttu hlutfalli við atvik þau, er á undan gengu, og við hinn póli- tíska tilgang, sem reynt var að ná með henni, sér maður, ef mað ur vill halda sér að raunveru- leikanum, að það væri rangt að sjá meira í þessu en fordæmingu á Rússlandi vegna þessa eina sér staka atviks. Um fram allt Verð ur maður að gefa gaum að því, að hin rétta meginregla, sem verið er að staðfesta með þess- ari yfirlýsingu og hljóðar uppá það, að ríki geti ekki að eigin vild, eingöngu með því einu að bera fyrir sig breyttar kringum stæður, leyst sig frá skyldum, sem það hefir gengizt undir, er ekki ósamrýmanleg við clau- sula rebus sic stantibus. Rétt- urinn til þess að bera fyrir sig þessa grein sem ástæðu fyrir afnámi samninga, er allt annað en réttur til þess einhliða að skera úr því, hvort þær kring- umstæður séu fyrir hendi, sem ef til væru, heimiluðu að bera fyrir sig greinina. Það er þessi réttu^, en ekki greinin sjálf, sem hafnað er í Lundúnagerða bókinni. Bls. 356. Ef dregið er saman í heild má segja, að nákvæm prófun á framkvæmdarvenjum leiði að eftirfarandi niðurstöðum: 1. Ríkin hafa, enda þótt þau marg sinnis hafi játað sig undir meg- inreglur, er gætu sýnst ósam- rýmanlegar clausula rebus sic stantibus, ekki neitað því, að þessi regla gildi almennt, held- ur þvert á móti aðeins véfengt, að það mætti heimfæra hana upp á það einstaka tilfelli, þar sem menn vildu bera hana fyrir sig. 2. Samkvæmt þjóða- réttarvenjum er ekki heimilt að uppsögn á samningi byggð á clausula rebus sic stantibus, sé þvinguð fram einhliða af ríki því, sem vill beita henni; þvert á móti þarf að hafa við- urkenningu hinna ríkjanna, er undirrituðu. 2. Reglan um óbreyttar kring- umstæður. (Die Clausula rebus sic stanti- * bus). Bls. 357—9. Niðurstaðan um það, hvort í vissum tilfellum sérstakar á- stæður hafi af aðilum verið gerðar að samkomulagsgrund- velli samningsins eða einstakra ákvæða, sem í honum felast, fer eftir staðreyndunum; orsök og tilgangur samningsins, gild- islengd hans, möguleikarnir á því að aðilar innan tiltekins frests geti sagt honum upp eða ekki, ásamt eðli og þýðingu kringumstæðnanná og breyt- inga þeirra, er orðið hafa, eru helztu frumatriðin að úrlausn þeirrar spurningar. Ef um er að ræða samning, sem segja má upp á tilteknum tímum, er að jafnaði ekki heimilt að bera fyrir sig regluna (þ. e. rebus sic stantibus), vegna þess, að ef samið hefir verið um upp- sagnarrétt, merkir það að jafn aði, að aðilar hafi sjálfir séð fyrir og sett reglur um þær að- ferðir og leiðir, sem hver þeirra eigi að nota til þess að losa sig undan samningsskyldunum vegna beyttra kringumstæðna; hið mótsetta hlýtur að eiga við um samning, sem gerður hefir verið til langs eða ótakmarkaðs tíma, og án þess að komið hafi verið sér niður á uppsagnar- frest. Sérstaklega flókið er mál ið, ef um er að ræða samning, þar sem aðeins er gert ráð fyrir uppsagnarrétti öðrum samn- ingsaðila til handa og ekki líka hinum. Það veltur alltaf á því, hvort kringumstæðurnar, sem breytzt hafa, hafa verið gerðar að samningsskilyrði af aðilum; í þessu er fólginn mismunurinn milli clausula rebus sic stanti- bus sem réttarlegs hugtaks (réttargrundvöllur undir af- námi samninga) og endurskoð- unar og breytingar á samning- um, sem fara fram á grundvelli frjáls samkomulags aðila á milli, og hinar helztu pólitísku ástæður til ekki geta orðið metnar samkvæmt réttarleg- um meginreglum (sbr. Þjóða- bandalagsreglugerðina 19. gr.). Ef svona er á litið, hrekur clau- sula rebus sic stantibus alls ekki meginregluna um virð- ingu fyrir samningum; hún á því alls ekki skilið þá gagnrýni, sem hún hefir orðið fyrir vegna þessa viðhorfs; þó verður að bæta því við, að því fer fjarri, að reglan nái til allra þeirra breytinga, sem verða á kring- umstæðum og valda því, að endurskoðun og breyting gild- andi samninga gerist æskileg eða jafnvel nauðsynleg til þess að forðast deilu. 3) Hver sker úr því, hvort skilyrði þau séu fyrir hendi, sem nauðsynleg eru til þess að samningsaðili geti borið sig clausula rebus sic stantibus? Svo sem rannsókn á tilfell- um þeim, sem komið hafa fyrir í reyndinni, leiðir í ljós, lúta vandkvæði þau og mótstaða, sem kveðið hefir verið upp úr með, þegar hingað til hefir ver- ið borið við clausula rebus sic stantibus, ekki svo mjög að gildi reglunnar í sjálfu sér, heldur þvert á móti að kröfum þeim, sem stundum hafa verið gerðar, til þess með einhliða athöfn að ákveða að og hve- nær henni verði beitt. Að svo sé, er líka fullkomlega eðlilegt, því enda þótt víst sé, að breyt- ing á raunverulegum kringum- stæðum geti valdið ógildingu samnings, þá er þó ekki hægt að setja aðilum í sjálfs vald að úrskurða einhliða, hvort slík breyting hafi orðið eða ekki, og hvort og með hvaða hætti samn ingnum skuli slitið. Það er að- eins hægt að greiða úr þessari spurningu, eins og sérhverri spurningu, sem rís út af skýr- ingu samninga, svo að bindandi sé þjóðaréttarlega, með sam- komulagi, sem gert er beint milli aðila, eða, ef slíkt sam- komulag ekki tekst, með gern- ingi, er þjóðarétturinn veitir jafnt gildi, t. d. gerðardómsúr- skurði. Ef einn aðila ber nú fyrir sig clausula rebus sic stantíbus til þess að leysa sig undan samningi, og aðrir aðilar viðurkenna 1 réttmæti þessarar kröfu, þá er ekkert við því að segja; komi aðilum aftur á móti ekki saman um þetta, þá gildir skoðun og vilji eins aðila jafn- mikið og annars; þá er um milli þjóðadeilu að ræða, sem jafna verður eins og allar aðrar deil- ur þeirrar tegundar. Af þessu leiðir þó ekki, að slit samningsins stafi hér af gagnkvæmu ósamkomulagi. Að ilinn, sem ber fyrir sig clausula rebus sic stantibus, er ekki að bjóða upp á samning, heldur að halda fram rétti með þeim hætti, og hinir aðilarnir viður- kenna með vörn sinni eða neita að skilyrði séu til að koma þeim rétti fram; ósamkomulagjð, ef það er til, er hér um spurning- una, hvort réttur sá, sem hald- ið hefir verið fram, sé til eða ekki, og því, eins og kallað er, spurning um skýringu samn- ingsins. En af þessu leiðir mjög þýð- ingarmikla ályktun um fram- kvæmdir. Ef samningur hefir að geyma gerðardómsákvæði, eða ef aðilar á einhvern hátt hafa skuldbundið sig til að leggja deiluatriði um skýringu þess samnings í gerð eða fyrir hinn fasta alþjóðadómstól (og Sunnudagur 17. október 194$. það á alltaf við um þau ríki, sém samkvæmt 36. gr. reglu- gerðarinnar um hinn fasta al- þjóðadómstól hafa fallizt á kjörfrelsisákvæðið um skyldu- dómsvald dómstólsins), þá verð ur að fela jöfnun deilunnar um það, hvort clausula rebus sic stantibus geti átt við í þessu tilfelli eða ekki, annaðhvort gerðardómstóli þeim, sem gert er ráð fyrir, eða hinum fasta alþ j óðadómstóli. 3. Þegar annar aðilinn fullnæg- ir ekki samningnum. (Die Nichterfiillung des Vertrag durch eine de Parteien). Bls. 359—60. „Ef annar aðilinn fullnægir ekki samningnum, þá hefir það' eitt ekki í för með sér brottfall samningsins, heldur öðlast hinn aðilinn rétt til að rifta samn- ingnum, þ. e. hann lýsir yfir því, að hann telur sig leystan undan skyldunni til að halda samninginn. Viljanum til að skylda sig til hinnar lofuðu greiðslu er lýst vegna gagn- greiðslunnar, og það er því al- veg rökrétt að slá fastri þeirrí reglu, að ríkin hafi eigi einnig viljað skuldbinda sig í því til- felli, að gagngreiðslan fellur niður, en auðvitað er aldrei úti- lokað, að hægt sé að sanna, að gagnstæður vilji hafi verið fyr ir hendi. En samningarnir faíla eigi af sjálfu sér úr gildi, held- ur leiðir af einhliða vanefnd annars aðila, að hinn öðlast ein ungis rétt til að ákveða, að samningurinn sé fallinn brott, og þá með því, að hann lýsir sig leystan undan skyldunni til að fylgja þeim samningi, sem ekki var fullnægt; en hann hefir einnig fullkominn rétt til að ákveða, að samningurinn skuli gilda áfram, og í stað þess að velja brottfall samningsins, krefjast fullnægingar af gagn- aðila og eftir atvikum bóta fyrir tjón það, er hann hefir beðið. Af þessu leiðir, að á með an það ríkið, sem rétt til þess á, hefir eigi lýst yfir vilja sín- um til að losna frá samningn- um, þá stendur samningurinn í gildi og heldur öllum áhrifum sínum. Auðvitað verður yfirlýs ingin um viljann til brottfalls samningsins að koma fram inn- an hæfilegs tíma frá samnings- rofum (Vertragsverletzung), en ef ríkið, sem réttinn á, bíður lengi, og einkum ef það heldur áfram að fullnægja samningn- um að sínu leyti, þá verður að álykta af því, að það hafi afsal- að sér rétti sínum. Með einföld- um mótmælum gegn samnings- rofum (Verletzung des vertrags) er riftingarréttinum hvorki beitt né hann áskilinn. Sumir höfundar vilja greina á milli verulegra og ó- verulegra ákvæða samninga og takmarka réttinn til rift- ingar samningnum við þau tilvik, þegar brotið er á móti hinum fyrrnefndu; en ekki er hægt að sjá, hver annar en sá aðili, sem fyrir vanefnd hefir orðið, gæti réttara dæmt um hlutfallslega þýðingu mismun- andi ákvæða samningsins, enda má eigi missa sjónar á því, að samningsskuldbindingin tekur jafnt til allra ákvæða samnings ins og gerir þau jafnskuldbind- andi. Einmitt af þeirri ástæðu, hefir einhliða vanefnd eigi af sjálfu sér í för með sér ógild- ingu samningsins, heldur er þeim, sem fyrir henni verður, í sjálfsvald sett, hvort hann kýs ógildingu eða áframhald samn- ingsins. Auðvitað ,geta aðilar samið svo um, að rof (Verlet- zung) á tilteknum ákvæðum samnings hafi eigi í för með sér rétt til að rifta öllum samn- ingnum.“ ÓlbreiSið AlbvSubiaSiS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.