Alþýðublaðið - 17.10.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1943, Blaðsíða 3
SunBudagnr 17. október 1943. ALÞÝÐUBLAÐIÐ De Gaulle kannar lið sitt. j Á mynd þessari sést foringi stríðandi Frakka, Charles de Gaulle, kanna lið sitt að Well- I ington Barracks í London. i i 4 Vígstöðvarnar á Italíu: Sókn 5 og 8. hersins miðar hvarvetna stöðugt áfram. 5. berisaEt komiain 20 km. norHaustnr fyrir Capua 8. herima kefir tekið borgina Vimefiaiafura* —.... ♦ SÓKN HERJA BANDAMANNA á vígstöðvunum á Ítalíu miðar hvarvetna örugglega áfram. 5. herinn sækir fast fram á norðurbakka Volturno og hefur tekið bæinn Caiazzo og Amarosi, svo og Cerretochenista, sem stendur um 12 km norðaustur af Amarosi. 8. hernum hefur einnig orðið mikið ágengt síðasta sól- arhrmginn. Hefur h'ann nú borgirnar Vinchiatura og Campo basso á valdi sínu og nálgast Isernia óðum. Hersveitir Clarks sækja fast fram, þrátt fyrir öflugt viðnám þýzka hersins. Eru þær nú komnar þan,gað, sem Caloreáin fellur í Volturno og tekið bæ- ina Caiazza og Amarosi, sem standa 12 og 20 km norðaustur af Capua. Stefna þær hægt en örugglega uppi í hæðirnar norð ur af Capua, þrátt fyrir vask- lega vörn ÍÞjóðverja og hefur hægri armur 5. hersins tekið þar bæinn Cerretochenista, sem stendur um 12 km norðaustur af Amarosi. Jafnframt hefur 8. herinn sótt fram af miklu harðfengi á upplandinu og tekið Vinchia- tura og Campobasso, sem eru miíkilvægar samgöngumiðstöðv ar, og nálgast Isernia óðum. Eftir að hafa náð þessum bæj- um á vald sitt mun sókn 8. hersins til Volturnovígstöðv- anna reynast greiðfær, en hemaðarsérfræðingar og frétta ritarar telja, að ætlun banda manna sé sú, að hægri og vinstri fylkingararmar herja þeirra nái sambandi hvor við annan áður en hin raunverulega fram sókn til Rómaborgar hefjist. AJ fregnum í gærkvöldi imátti ráða það, að viðnám þýzka hersins á Voltumovíg- stöðvunum fer harðnandi, enda þótt framsókn 5. hersins þar miði hið bezta. Þjóðverjar hafa dregið að sér aukið lið á víg- stöðvum þessum og tefla nú fram flugher allverulega, en hans hefir lítt gætt af þeirra hálfu til þessa í átökunum á Italíu. Gerðu þýzkar flugvél- ar í gær margar tilraunir til árása á sóknarsveitir banda- manna svo og á brýr þær, er vinnusveitir bandamanna hafa lagt yfir Volturno. Bandamenn telja, að spjöfl hafi lítil orðið í árásum þessum og segjast hafa skotið alhnargar hinna þýzku flugvéla niður. Hins vegar til- kynna þeir áframhaldandi loft- sókn af sinni hálfu, sem einkum sé beint gegn samgöngumið- stöðvum á leiðinni til Róma- borgar. Hernaðarfræðingar og fréttaritarar telja aðstöðu þýzka herliðsins norðan Vol- turno hina alvarlegustu og ætla að það muni ekki geta veitt bandamönnum viðnám nema skamma hríð. Spá sum ir þeirra því meira að segja, að Kasselring hafi þegar fyrirskipað hersvQÍtum sín- um að láta undan síga vegna þunga sóknar 5. hersins, enda þótt framvarðasveitir Þjóð- verja verjist vasklega.. Sforza kominn til Algier. Mon eioa viðræðnr við stjórn Badoglios. G* FORZA greifi, ítalski stjórn *** málamaðurinn, sem dvalizt hefir landflótta í Bandaríkjun- um á valdaárum fasistastjórn- arinnar á Ítalíu, hefir nú lokið heimsókn sinni í Englandi, þar sem hann ræddi við ýmsa brezka stjórnmálamenn, m. a. Churchill forsætisráðherra og Eden utanríkismálaráðherra. Er Sforza nú kominn til Al- gier, segir í Lundúnafregnum í gær, og mun hann eiga víðræð- ur við ríkisstjórn Badoglios marskálks. ,,, ■ ' Tveir ugir norð- meu skotair. ÝZKIR varðmenn við höfnina í Hellesylt í Mörehéraði hafa skotið tvo unga Norðmenn, og höfðu þýzku hermennirnir áður skot- ið á nokkrar ungar stúlkur á reiðhjólum. Hinir ungu Norðmenn, sem lífið létu, hétu Ásbjörn Tryggvestad, 16 ára gamall, og ívar Tryggvestad, 17 ára. At- burður þessi hefir vakið mikla gremju, og óttast Þjóðverjar í Hellesylt að til árekstra muni koma í tilefni hans. (Frá skrifstofu norska blaða- fulltrúans.) I | ^Austurvigstöðvarnar: ____ Rðssar sækia innlF Riev aö norðan og snnnan. .. . » ' ■ " BálMr aðilar draga að sér araldð lið í Melitopol. .. . ♦ — "O IJSSAR gera hvert áhlaupið af öðru á varparvirki Kiev að norðan og sunnan. Rússnesku hersveitirnr, sem tóku Zaparoshe hraða nú för sinni til móts við lið það, er berst í Melitopol og hafa járnbrautina þangað fullkomlega á valdi sínu. I Hvíta-Rússlandi er barizt af sömu hörku og fyrr og veita Þjóðverjar rússneska hernum enn viðnám í rústum Gomel, en hörfa þó hægt og sígandi undan þunga sóknar þeirra. Rússar eru í tangarsókn gegn* Kiev og sækja að henni af of- urkappi að norðan og sunnan, en Þjóðverjar halda uppi harð- fengilegri vörn. Rússar hafa brotizt inn í yztu varnarvirki borgarinnar og halda uppi grimmilegri stórskotahríð og látlausum loftárásum, en við- nám þýzka | hersins er þar enn óbrotið. Þjóðverjar tefldu fram 100 skriðdrekum og miklu stórskotaliði í átökum þessum í gær, en Rússar töldu sig hafa grandað 67 skriðdrekum þeirra áður en dagur var að kvöldi liðinn. Rússar létu þess og get- ið í fregnum sínum, að Þjóð- verjar hefðu freistað þess að taka með snörpu áhlaupi eyju í fljótinu gegnt Kiev, sem rúss- neski herinn náði á vald sitt fyrir nokkrum dögum, en verið ofurliði bornir. Rússum hefir orðið vel á- gengt í sókn sinni á vestur- bakka Dniepr þar sem þeir brutust yfir fljótið hjá Kre- menchug. Hersveitir þeirra, sem tóku Zaporoshe, hraða nú för sinni mjög suður á bóginn til liðs við hersveitir þær, er berjast í návígi við lið Þjóð- vérja á strætum Melitopol, og er talið, að þess muni skammt að bíða, að Þjóðverjar neyðist til undanhalds þaðan. Það er nú vitað, að í átökunum um Zapor- oshe felldu Rússar að meðaltali 2000 menn af liði Þjóðverja á hverjum sólarhring. Er mjög ömurlegt um að litast í borg- inni. Einnig hefir þess verið getið í rússneskum fregaum, að engin vinna hafi fram farið í verksmiðjum Zaporoshe frá því að Þjóðverjar náðu henni á vald sitt 1941, Báðir aðiljar leggja mikla á- herzlu á orustuna um Melito- pol. Draga Þjóðverjar þar að sér aukið lið, og aukinn liðs- kostur er á leiðinni Rússum til handa með framsókn hersveit- anna frá Zaporoshe. Barizt er enn á strætunum í Gomel, en viðnám Þjóðverja þar talið þverrandi og segja Rússar sig sækja á hvarvetna á vígstöðvunum í Hvíta-Rúss- landi. P REGNIR frá Júgóslavíu •*- herma, að þjóðfrelsisher- inn hafi sótt fast fram síðustu dægur og m. a. tekið borgina Andreavitch í Svartfjallalandi. Miklar orustur eru og háðar við Adenitze í Bosníu. Wendeil Wilkie ræð- ir ntanrikisstefnn Banðarikjanna. \17ENDELL WILLKIE, sem * » var forsetaefni republi- kana við síðustu kosningar, hefir' gert grein fyrir því í ræðu, hver hann teldi að vera ætti stefna flokksins í innan- ríkis- og utanríkismálum í fram tíðinni. í sambandi við afstöðu flokksins til utanríkismálanna komst hánn þannig að orði, að hann teldi, að Bandaríkin ættu að gerast aðili að alþjóðasamn- ingum eftir styrjöldina. Hann kvað sig andvígan samningum milli tveggja stórvelda um við- horf framtíðarinnar, en sagðist álíta, að Bandaríkin, Breta- veldi, Rússland og Kína ættu í styrjaldarlok að bindast öfl- ugum samtökum til þess að tryggja friðinn og skapa far- sæld í heiminum. Pétir keouegir Jágóslavs skipar þrfð ofjs rððherra. T UNDÚNAFREGNIR í gær- kveldi skýrðu frá því, að Pétur konungur Júgóslava hefði skipað þrjá nýja ráðherra í ríkisstjórn sína. Allir hafa hinir nýju ráðherrar tekið virk- an þátt í baráttu hinna júgó- slavnesku ættjarðarvina og er einn þeirra Króati. ítalir tóku hann til fanga eftir hernám Júgóslavíu og héldu honum í fangelsi um hríð, unz honum varð að lokum flótti auðinn og komst af landi brott. ■OOOSEVELT forseti hefir kveðið þannig að orði, seg- ir í fregnum frá Washington, að Bandaríkjamenn sökkvi nú mun fleiri skipum fyrir Japön- um en þeir smíði á sama tíma. Roosevelt upplýsti, að kafbátar bandamanna hefðu á s.l. sex mánuðum sökkt hundrað skip- um fyrir Japönum og hefðu þau samtals verið 30 000 smálestir. Hann tilkynnti einnig, að tala flugvéla þeirra, er gerðu árás- ir daglega á Þýzkaland, væri allt að 850.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.