Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. október 1943
ALÞYÐUBLAÐIÐ
iBœrinn í dag.l
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
Apóteki.
ÚTVARPIÐ:
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 1. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fréttir.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar
inn Guðm. stjórnar): a)
Forleikur að óperunni Brúð
an frá Númberg eftir Adam
b) Ilmvatnsdansinn, lagafl.
eftir Popy.
20.50 Minnisverð tíðindi. (A. Th.).
21.10 Hljómpl.: Oktett fyrir blást
urshljóðfæri eftir Stravinsky
21.30 Spurningar og svör um ísl.
mál (Björn Sigf. mag.).
521-0 Fréttir.
Dagskrárlok.
Bæjarstjórnarfundur
er í dag. 7 mál eru á dagskrá, að
•eins fundargerðir bæjarráðs og
nefnda.
Verðlagsbrot á fsafirði.
Nýlega hafa eftirgreindar verzl
anir á ísafirði verið sektaðar sem
hér segir f,yrir að selja kartöflur
of háu verði: Kaupfél. ísfirðinga,
sekt og ólöglegur hagnaður kr.
200.00. Verzl. Páls Jónssonar, sekt
og ólöglegur hagnaður kr. 70.00.
Þvottakvennafélagið Freyja
heldur bazar í Góðtemplarahús
inu föstudaginn 22. okt. n.k. Verð
ru bazarinn opnaður klukkan 2 síð
degis þann dag.
(__■' •»' 1 “5
RÚSSLAND
Frh. af 3. síðu.
in út í tilefni * ráðstefnunnar
fyrr en að henni lokinni. Rúss-
ar leggja mikla áherzlu á þad,
að möndulveldin muni vcrða
fyrir sárum vonbrigðum, er í
ljós komi, hversu ráðstefnan
muni giftusamlega takast.
Fregnir bandamanna í gær létu
þess getið, að Anthony Ei-n
og Cordell Hull hefðu átt við-
ræður við de Gaulle á leið si ivi
til Moskva.
Domutöskur,
Dömuhanzkar,
fóðraðir og ófóðraðir, einnig J
BARNASOKKAR og
HOSUR nýkomið.
Unnur
(horni Grettisgötu ©g
Barónsstígs).
Húsmæðravikan.
Frh. af 2. síðu.
,i(Kvenfélag Alþýðuflokksims
hefir eins og það hefir getað,
reynt að hafa starfsemi sína
senj fjölbreyttasta og hagnýt-
asta, svo að konur hefðu gagn
af því og heimili þeirra að starfa
í félaginu.
Húsmæðravikan, sem við höf
um nú ákveðið að efna til fyrir
félagskonurnar er þó það
stærsta, sem við höfum ráðist í.
Fyrirkomulag vikunnar verð
ur á þessa leið:
Á mánudags- og þriðjudags-
kvöldið verður matreiðslu-
kennslusýning undir leiðsögn
ungfrú Rannveigar Kristjáns-
dóttur kennara við Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur. Á miðviku-
dagskvöld verður fyrirlestur og
leiðbeiningar um heilsuvernd og
flytur Sigurður Sigurðsson
berklayfirlæknir erindið. Á
fimmtudagskvöld verður fyrir-
lestur um uppeldis- og skólamál
og sér Jón Sigursson skólastjóri
um það kvöld, á föstudag flytur
Skarphéðinn Jóhannsson hús-
gagnaarkitekt erindi um híbýli
og híbýlabúnað.
Við væntum þess að þátttaka
verði almenn en þátttökuskír-
teini kosta 5 krónur fyrir vik-
una, einnig er hægt að kaupa
sig inn á einstök kvöld."
AMERISKAR
KARMANNASUNDSKÍLUR |
nýkomnar
H.TOFT
SkóIavorðastíH 5 Sími 1035
9 saumakonur sekt-
aðar fyrir brot á verð-
lagslöpnum.
EH t>ÆR ÁFRfiA &LLAR
TVT ÝLEGA hafa eftirgreindar
* saumakonur hér í bæ ver
ið sektaðar um kr. 500 fyrir
brot á verðlagslögunum:
Kristín Halldórsdóttir og Sig
ríður Lovísa Guðlaugsdóttir;
eigendur saumastöfunnar Fix,
Jóhanna Ottóson, eigandi sauma
stofu Henny Ottóson, Kristín
Arnbjörg Bogadóttir og Soffía
Guðbjörg Þórðardóttir, eigend
r saumastofunnar Kjóllinn.
Ester Ebba Berteskjold Jónsdótt
, Dýrleif Ármann, Guðrún
Arngrímsdóttir og Ásta Þórðar
dóttir.
Eftir upplýsingum, sem Al-
þýðublaðinu hafa borizt, hafa
allar þessar saumákonur ákveð
ið, að áfrýja dómnum.
Þjóðleikhúsið
(Frh. af 2. síðu.)
ins. Um það hefir Félag ís-
lenzkra leikara eftirfarandi til-
lögur fram að bera:
Að aðskilin verði listræn
starfsemi stofnunarinnar frá
öðrum rekstri hennar, þannig:
1) Alþingi eða ríkisstjórn ráði
framkvæmdarstjóra, er hafi
með höndum fjárreiður leik
hússins, og framkvæmdir,
er þar að lúta.
2) Að kosið verði fimm manna
leikhúsráð, er stjórni list-
rænu starfi leikhússins. í
ráð þetta skulu starfandi
leikarar við leikhúsið velja
þrjá menn úr sínum hópi.
Ríkisstjórn einn mann, er
hafi áhuga og þekltingu á
leiklist og bókmenntum.
Auk þess eigi framkvæmda
stjóri sæti í ráðinu. Leik-
húsráð kjósi síðan formann,
er hafi á hendi allar fram-
kvæmdir listræns eðlis.
Svo sem hér er nú málum
háttað, teljum vér að fyrir-
komulag sem þetta mætti vel
fara, enda hefir það víða verið
reynt og gefizt vel. Ætti með
þessu að mega tryggja það, að
fjármálastjórn leikhússins og
listræn stjórn þess verði í hönd
um hæfustu manna-sem völ er
á, en samstarf þessara aðila þó
mjög náið eins og sjálfsagt er.
Annað meginatriði varðandi
rekstur leikhússins er ráðning
fastra leikara. Teljum vér
nauðsynlegt að fyrst í stað verði
ráðnir fimmtán leikarar: Níu
karlmenn og sex konur, og
liggja þessar ástæður til, meðal
annars:
Á leikhúsum er algengast að
æfingar hefjist kl. 10—11 f. h.,
og standi til kl. 4—5 e. h. —
Síðan eru leiksýningar og und-
irbúningur þeirra frá kl 7 — ca.
11 e. h. Yrðu fastráðnir leikar-
ar færri en hér er lagt til, mundi
afleiðingin verða sú, að taka
yrði í flest leikrit svo og svo
marga leikara utan leikhússins,
sem þá yrðu að sinna öðrum
störfum til kl. ca. 5—6 e. h., 'og
gætu því ekki komið til æfinga
fyrr en eftir þann tíma. Með
öðrum orðum, hinir fastráðnu
leikarar yrðu því að miklu
leyti verklausir fram að þeim
tíma. Er augljóst, hvílíkur hem
ill þetta yrði á störfum leikhúss-
ins.
Veizlan á Sölbaugum
leikin aífur.
fúT ÝNINGAR á Veizlunni á
Sólhaugum eru nú aftur að
byrja og verður fyrsta sýning
annað kvöld. Sýningar á Veizl-
unni gátu ekki haldið áfram
í vor, þó að mikil aðsókn væri
stöðugt — og munu því margir
fagna því að sýningar hafa
verið teknar upp að nýju.
VIKUR
HOLSTEINN
EINANGRUNAR-
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTDR PÉTDRSSON
Glerslipun & speglagerð
Sími 1219. Hafnarstræti 7, ]
Fldsvoðinn
Frh. af 2. síðu.
I kjallaranum, þar sem eld-
urinn kom upp, mun hafa ver-
ið unnið að framköllun á ama-
törfilmum.
Klukkan 22.45 var slökkvi-
liðið búið að ráða niðurlögum
eldsins.
Hafnarfjörður: Kvenfélag Alþýðuflokksins
heldur hlutaveltu nk. sunnudag. Konur þær, sem ætla að
gefa muni til hlutaveltunnar geri svo vel og komi þeim til
undirritaðra — ekki seinna en á morgun:
Ásta Guðmundsdóttir, Suðurgötu 33. Sigríður Benjamíns-
dóttir, Selvogsgötu 16. Guðrún Nikulásdóttir, Öldugötu 19.
Ögn Guðmundsdóttir, Lækjargötu 28. Valgerður Brynjólfs-
dóttir, Hverfisgötu 9. Þuríður Pálsdóttir, Austurgötu 38.
Sigríður Erlendsdóttir, Kirkjuveg 10.
Alþýðuflokksfólk! Konur og karlar! Styrkið hlutaveltuna.
Eiðrofsiðlið rætt
á
Með fimmtán fastráðnum
leikurum ætti hins vegar að
mega halda uppi hindrunar-
lausu starfi við æfingar og
annan uhdirbúning leiksýn-
inga, leiksýningar, kennslu
leikaraefna o. fl„ í stuttu máli
starfa markvíst og einhuga að
því, að gera þjóðleikhúsið að
þeirri menningarmiðstöð, sem
allir góðir menn óska að það
verði.
Að svo komnu máli sjáum
vér ekki ástæðu til að gera ítar
legar tillögur um einstök atriði
varðandi rekstur leikhússins,
svo sem ráðning fastra leikara,
enda yrði það, meðal annars,
hlutverk væntanlegs leikhús-
ráðs.
í samræmi við ály)<tun gerða
á framha-ldsaðalfundi Leikfé-
lags Réykjavíkur þann 3. októ-
ber 1943, beinum vér þeirri á-
skorun til alþingis, að það nú
þegar skipi fimm manna milli-
þinganefnd, er leggi fyrir næsta
alþinigi ákveðnar tillögur um
stjórnarfyrirkomulag og rekst-
ur þjóðleikhússins, og eigi Fé-
lag íslenzkra leikara tvo full-
trúa í þeirri nefnd, en Leikfé-
lag Reykjavíkur einn. Leikhús-
ráð verði síðan myndað, eigi
síðar en á hausti komanda.
Fallist alþingi á ofangreirid-
ar tillögur vorar leggjum vér
það til, að fulltrúar leikara í
væntanlegu leikhúsráði verði
að þessu sinni kosnir af Félagi
íslenzkra leikara.“
Frh. á 7. síáu.
var lin og ósköruleg og var
langt frá því að rök hans
væru sannfærandi.
Eysteinn Jónsson tók til máls,
þegar Ólafur hafði lokið máli
sínu. Hann benti Ólafi á, að
margar vikur væru liðnar síðan
hann og Hermann Jónasson
hefðu istaðfest ummæli Tímans
iiim þetta efni. Kvað hann sér
þykja leitt. að Ólafur skyldi
nú bæta gráu ofan á svart með
því að lýsa þessi ummæli ósönn.
Hins vegar væri það auðvitað,
að það væri vita tilgangslaust
fyrir þá að standa hér hvor
framan í öðrum og segja eins
og kerlingarnar: „Klippt var
það, skorið var það.‘
En fyrst Ólafur hefði kos-
ið þá leið að færa líkur fyrir
sínum málstað, þá kvaðst
Eysteinn * mundi gera það
einnig. Skýrði hann þá fyrst
frá því að Ólafur hefði unnið
heitið síðla kvölds 17. jan.
1942, eða nánar til tekið kl.
12,25. Eysteinn benti á undir
tektir Jakobs Möllers undir
frumvarp Alþýðuflokksins
um kjördæmamálið. þegar
það var til 1. umræðu. En
Jakob tók því mjög fálega.
Eigi hefði heldur, sagði Ey-
steinn, verið mótmælt þeim
ummælum Alþýðuhlaðsins,
að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði keypt frestun bæjar-
stjórnarskosninganna því
verði að fallast ekki á neinar
hreytingar á kjördæmaskip-
uninni, enda væri það nú upp
lýst með ummælum Árna frá
Múla, að þessu hefði ekki
fengizt mótmælt af hálfu
flokksins á sínurn tíma. —
Þessi atriejji og 'ýmis fleiri
þótti Eysteini benda til þess,
að eigi væri ósennileg fullyrð
ing sín og Hermanns um gef-
ið heit í þessu efni.
Ólafur tók aftur til máls, þeg
ar Eysteinn hafði lokið máli
sínu. En ekk-ert nýtt kom fram
í málinu í þessari síðari ræðu
hans.
Finnur Jónsson gerði -stutta
athugasemd við ræður þeirra
Eysteins og ölafs.
Kvað hann nú telja full-
sannaða þá ásökun Alþýðu-
blaðsins, að með þessi mál
hefði verið verzlað á sínum
tíma. Og þessi verzlun væri
frekleg misbeiting valdsins.
Það væri sannarlega að mis
beita valdinu að kaupa frest
un kosninga við því verði að
ætla að hindra framgang rétt
lætismáls. Og það væri
ófyrirséð, sagði Finnur, hvert
framhald hefði orðið á slíku
atferli, ef Alþýðuflokknmn
hefði ekki tekizt að sprengja
þetta samstarf. En fyrir þessa
verzlun hefði þingið allt sætt
stórkostlegu ámæli, þótt ekki
hefðu staðið að henni nema
fjórir verzlunarstjórar.
Lauk 'svo þessum umræðum
þannig, að jafnmikið er á -huldu
og áður um orð(he(Idni Ólafs
Thors.
GJAFIR TIL LÍKNARSTARF-
SEMI SKATTFRJÁLSAR?
Framhald af 2. síðu
greiðendur megi verja á þennan
hát-t.
Enn fremur verður að steja
reglur um það, hvaða starfsemi
eða stofnanir komi tii greina í
því skyni, er að ofangreindir.
Slík undanþága, sem hér um
ræðir, er í skattalögum flestra
menningarlanda.“
Eins og áður hefir verið skýrt
frá liggur auk þ-ess fyrir alþingi
fraumvarp varðandi heilsuhæli
berklasjúklinga og breytingar-
tillaga við það um hvíldarheim-
ili sjómanna.
ÞJóðfrelsisher Júgó-
slava enn í sókn.
Q Ó K N þjóðfrelsishersins
júgóslavneska heldur sí-
fellt áfram og hefir honum eink
um orðið vel ágengt í grennd
við Sarajevo síðustu dægur.
Þjóðfrelsisherinn iðkar eink-
um skæruhernað í átökum sín-
um við herlið Þjóðverja og
leppstjórnar þeirra, og vinnur
innrásarhernum margvísleg
spöll, rjúfa járnbrautir og gera
miklar skemmdir á hernaðar-
og iðnaðarstöðvum hans. í á-
tökunum síðustu dægur hefir
þjóðfrelsishernum tekizt að
granda ýmsum þungahergögn-
um fyrir þýzku hersveitunum,
þar á meðal nokkrum skrið-
drekum.
Vfirdekkjum hnappa
Athugið að málmfestilykkj
an getur ekki bilað.
VERZLUNIN DÍSAFOSS
Grettisgötu 44.
I