Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 3
s Fimmtudagur 21. október 1943 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kreml í Moskva. Sóknin á ítaliu : Herír bandamanna hafa tek ið Pignataro og Petaccio. » — ÞJóðverjar vinna skemmdarverk hvarvetna á umdanlialdiBia. FREGNIR frá Ítalíuvígstöðvunum greina frá áframhald- andi sókn bandamanna og undanhaldi Þjóðverja'. 5. herinn sækir sífellt fast fram á miðvígstöðvunum og hefir náð á vald sitt borginni Pignataro um 10 km norður af Capua. Bætir hann aðstöðu sína ávallt í átökunum á þessum slóðum. Hörfa Þjóðverjar undan, en kveikja í bæjum, leggja jarðsprengjur og vinna margvísleg spjöll á undanhaldinu. 8. hernum miðar einnig örugglega áfram í framsókn sinni og tók í gær bogina Pétaccio, sem stendur nær 16 Mynd þessi er af hinni fornu kastalaborg Kreml í Moskva, þar sem sovétstjórnin hefir nú aðsetur. í Kreml er þessa dagana þrí- veldaráðstefnan haldin, þar sem utanríkismálaráðherrar Bret- lands, Bandaríkjanna og Rússlands, Eden, Hull og Molotov sitja á rökstólum ásamt aðstoðarmönnum sínum og ráða r.áðum sínum. Þýzki herinn i Dnieprbngð- unni er í alvarlegri hættn. ♦ ------ Russar loka undanhaldsleiðum hans og hersveitanna suður á Krímskaga. ♦------- FRAMSÓKN RÚSSA á vesturbakka Dniepr miðar örugglega áfram. í afurelding í gærmorgun tóku þeir járnbrautarborgina \Piatikatka, sem 'stendur um 80 km. suðvestur af Kremenchug og nálguðust í gær óðum borgina Krivoirog, sem er nær 125 km. frá Kremenchug. Er her- sveiíum Þjóðverja í Dnieprbugðunni því mjög hætt, þar er undanhaldsleiðir þeirra liggja einkum um þessar tvær samgöngumiðstöðvar. Hersveitir Rússa hafa einnig tekið borgina Visgorod, sem stendur um 15 km norðvestur af Kiev. Er enn barizt suður í Melitopol, og leggja Þjóðverjar ofurkapp á viðnám sitt þar, meðan þeir freista þess að koma liði sínu brott frá Krím Aðstaða þýzka hersins í Dni- eprbugðunni verður nú alvar- legri með degi hverjum. Eftir að Rússar hafa náð á vald sitt járnbrautarborgunum Piatikat- ka og Krivoirog er undanhalds leiðum þeirra lokað, en hina fyrrnefndu þeirra tóku rúss- nesku hersveitirnar árdegis í gærdag og voru þær seint í gærkveldi á næsta leiti við hin- ar síðarnefndu. Veittu Þjóðv. harðfengilegt viðnám í Piatikat ka, en voru ofurliði bornir, og náðu Rússar þar miklu herfangi ■— m. a. 15 járnbrautarlestum hlöðnum hergögnum, 30 skrið- drekum og 170 fallbyssum. — Guldu Þjóðverjar mikil afhroð áður en úrslit þessara átaka voru ráðin. Telja Rússar, að varnir þýzka hersins í Dniepr bugðunni séu gersamlega brotn ar og eigi hann ekki annarra kosta völ en gefast upp eða stráfella, eftir að undanhalds leiðum þeirra hefir verið lok- að, sem ætla má að brátt muni verða með hinni hröðu og hörðu sókn rússnesku hersveit- anna. Grimmilegir bardagar geisa enn í Melitopol. Leggja Þjóð- verjar ofurkapp á að halda henni, sem lengst svo og svæð- inu sunnan hennar, því að tak ist Rússum að rjúfa járnbraut- ina, sem liggur frá Krím, um Perekop, eiga þýzku hersveit- irnar á Krímskaganum engrar undankomu auðið. Eru Þjóðv. mjög í önnum við að flytja lið sitt þaðan brott, því að við- nám þeirra í Melitopol mun óð um fara þverrandi. Rússar treysta aðstöðu sína sem bezt við Kiev og hafa nú tekið borgina Visgorod, sem stendur 5 km. vestur af Dniepr en 15 km. norðvestur af Kiev. Eru Rússar í þann veginn að loka hringnum um hina xornu og frægu höfuðborg Ukraníu. Einnig verður Rússum vel á- gengt norður í Hvíta-Rússlandi, einkum við Gomel og náðu þeir þar í gær 5.000 rússneskum borgurum, sem flytja átti brott til þrælkunarvinnu, úr greip- um Þjóðverja. Þríveldaráðstefnan í Kreml hélt áfram í gær og stóðu fund ir yfir í þrjár stundir. Þess er getið í fregnum bandamanna, að enginn tilkynning verði gef Frh. á 7. síðu. km norður af Termöli. Þjóðverjar hörfa hvarvetna norðan við Volturnoslétturnar upp í hæðirnar, er þar taka við. Framsveitir þeirra veita þó vasklegt viðnám og valda því, að undanhald þýzka hers- ins er skipulegt, þrátt fyrir þunga sóknar 5. hersins. Hefir hann nú náð á vald sitt borg- inni Pignataro, sem stendur um 1Ó km. norður af Capua. Einn ig hefir hann tekið fleiri bæi og þorp í framsókn sinni á þess um slóðum. Bera Þjóðverjar jafnan eld að bæjum og þorp- um á undanhaldi sínu, leggja jarðsprengjur og ráða óbreytt- um borgurum og búpeningi bana. Vinna þeir hermdarvei’k á þessum slóðum eins og hvar vetna annars staðar. Freista þeir .þess mjög að kveikja bál meðfram járnbrautum, svo að þær hyljist reyk og flugmenn bandamanna eigi örðugra með að hæfa þær sprengjum. Einn- ig beita þeir mjög stórskota- liði til þess að torvelda her- sveitum bandamanna eftir- förina. 8. herinn er einnig í sókn á austurströndinni og miðar þar vel áfram. Náði hann í gær á vald sitt borginni Petaccio, — sem stendur um 16 km. norður af Termoli. Einnig eru harðir bardagar háðir á vígstöðvunum hjá Vinchiatura. Þjóðverjar hafa þar gert hverja gagnárás- ina af annarri í því skyni að stöðva framsókn bandamanna, en verið ofurliði bornir í átök- unum og neyðzt til undanhalds. Það er greinilegt, að Þjóð- verjar hyggjast búast um í nýj um varnarstöðvum í hæðunum norður af Volturnosléttunum eftir að þeim varð ekki viðnáms auðið á norðurbakka árinnar. Hins vegar telja hernaðar- fræðingar og fréttaritarar, að sú tilraun þeirra muni reynast árangurslítil, því að herjum bandamanna muni reynast auð velt að brjóta hinar nýju varn ir þýzka hersins í hæðum þess um, enda hafi sókn þeirra norður yfir Volturno verið mun meiri raun. Flugher bandamanna er mjög athafnasamur yfir Ítalíu sem fyrr og réðist hann í gær einkum til atlögu við samgöngu miðstöðvar Þjóðverja á strönd Adriahafsins. Einnig voru harð ar loftárásir gerðar á flugvelli Þjóðverja á eyjunum Krít og Kos í gær. Ógnarstjórnin í Noregi: Tín nýir danðadðmar! Og tveir langvarandi fangelsisdómnr » SAMKVÆMT fregnum frá skrifstofu norska blaðafull- trúans í Reykjavík hafa enn tíu Norðmenn verið dæmdir til dauða. Hafa Þjóðverjar borið þá þeim sökum að hafa rekið erindi óvinaríkis og haft vopn í fórum sínum. Menn þessir eru: Sigurd Jacobsen, Sverre Emil Halvorsen. Olav Österud, Eugen Grönhöld, Kaare Gundersen og Sverre Andersen, allir búsettir í Oslo, Emil Gustav Hval frá Presteröd við Tönsberg, Erling Marthinssen frá Bergen, Christian Fredrik Fasting Aall frá Álasundi og Lars Elias Telle frá Televaag. Einnig hafa Norðmennirnir Theodor Myrvaag frá Myr- vaag og Comelius Ragnar Solheim frá Maalöy verið dæmdir til sjö og fimm ára fangelsisvistar. Er Gayda dauðurí Signor Gayda. ESS HEFIR verið getið í fregnum, að Signor Gayda, sem fyrrum var rit- stjóri Giornale d’Italia og mál- pípa Mussolinis langa hríð sé dauður. Heimildir eru hins vegar ekki sammála um það, hvernig dauða hans hafi borið að hönd- um. Segja sumir, að hann hafi verið tekinn af lífi í uppþoti eftir að Mussolini hafði verið steypt af stóli, en aðrir, að hann hafi framið sjálfsmorð. Áslralíumenn éska efl- ir Innffyfjendum aS styrjöldinni lokinni. Curtin ræddi þessi mál i ræðu í gær. EFND hefir verið skipuð " í Ástralíu, sem hefir það hlutverk með höndum að ann- ast undirbúning þess, að aukn- ir fólksflutningar hefjist til landsins að lokinni styrjöld- inni. Curtin, forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu í tilefni þess, að nefnd þessi var skip- uð og ræddi þar innflytjenda- málið ítarlega. Hann kvað öll rök að því hníga, að nauðsyn bæri til þess, að iðnaðarverka- menn réðust til Ástralíu að ráðnum úrslitum styrjaldarinn ar. Einnig gat hann þess, að gera yrði ráðstafanir til þess, að uppg j af ahermenn og skyldulið þeirra ætti þess kost að fá landsvæði til ræktunar í Ástralíu og þannig gefið tæki- færi til þess að sjá sér og sín- um farborða. Einnig minntist hann þess að fá yrði þeim Ástralíumönnum jarðnæði, er hefðu áhuga fyrir að helga sig landbúnaðarstörfum í framtíð- inni. Curtin lét orð um það falla, að Ástralíumenn gætu ekki vænzt þess að njótavugg- lausrar framtíðar, ef íbúatala landsins ykist ekki og breyting yrði á því ófremdarástandi, að dauðsföll væru fæðingum fleiri eins og verið hefði síðustu árin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.