Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. október 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ EG gekk niður landgöngu- brúna og Helena beið mín fyrir neðan. Ég spurði: „Hvern- ig er Nýja Sjáland?" Helena hrasaði um gangstétt ina. Hún á vanda til þess að taka ekki eftir gangstéttabrún- unum. Hún hrópaði undrandi: „Ég bjóst ekki við því að sjá jþig fyrr en eftir stríð. Verzlun arflotinn hefir þá sínar góðu hliðar, þegar allt kemur til alls, er það ekki? Það er heppilegt, að ég á eftir nokkra frídaga í verksmiðjunni. Þú vissir ekki, að ég er í vopnaverksmiðju, var það?“ Helena í vopnaverksmiðju. Jæja, ég hafði tekið eftir stórri fyrirsögn: „Tíundi hver Nýja- Sjáliandsbúi undir vopnum.“ Það hlaut að þurfa mikinn hluta hinna til þess að fram- leiða þau. „Skipstjóranum líkar vel að koma til Nýja Sjálarids, vegna þess, að hann veit, að á meðan kona hans er á léið að frjósa í hel í Bloomsbury, getur hann lif að hér í vellystingum og borð- að ferskjur og rjóma,“ sagði ég. „Rjómi er ófáanlegur og ferskjur hefi ég ekki séð í háa herrans tíð. Grænmeti er sjald gæft. Og verðlagið — ó, drott- inn minn dýri, verðlagið.“ Við héldum áleiðis til testof- unnar okkar. Fyrir fjórum ár- um hafði hún dálitla hljómsveit og smábrauð, sem bráðnuðu í munninum á manni. Við báðum um te. Te er þjóðardrykkur Ný- sjálendinga. Þegar það kom, setti Helena upp óánægjusvip yfir ljósleitum straumnum úr ketilstútnum, „Það er skammtað. Eins og .allt annað. Eins og klæðnaður, sykur og olía.“ Ég minnist hinna þriggja stóru málsverða, sem nýsjá- lenzka húsmóðirin var vön að framréiða á degi hverjum, — steikt kindakjöt, kökur, heit smábrauð, hvítsíld á vissum árs tímum og við sérstök tækifæri þykk, græn toheroasúpa. Nýsjá lending finnst hann svelta, ef hann fær ekki þrjár stórar mál tíðir á dag, og auk þess kökur með teinu. „Segðu ekki meira. Þetta er •eins í Englandi.“ „Én ég hefi ekkert sagt þér •enn. Hér er ákaflega mikil skipulagning á allri vinnu, al- veg eins og í Englandi. Við megum ekki ferðast lengra en hundrað mílur frá heimkynn- um okkar með járnbrautarlest- um eða almenningsvögnum. Hlutir eins og silkisokkar og andlitskrem eru farnir veg allr- ar veraldar.“ „Hundrað mílna hámark?“ sagði ég, „en þú kemur frá Pal- merston North, er það ekki, og það eru næstum 400 mílur, ef nokkuð vantar þá á það.“ Hún leit upp glettnisleg á svipinn. „Ég notaði pretti. Hen- are, — hann er foringi í land- hernum, — var á hraðri ferð hingað í embættiserindum. Hann átti að framkvæma eftir- lit á nokkrum stöðum í baka- 'leiðinni og hann flutti mig hingað. Hann er indæll náungi, ínnfæddur að uppruna, auðvit- að. Allir hinna innfæddu vina hans eru í hernum. Það var sagt í blöðunum um daginn, að um helmingur þeirra, sem eru af ættum frumbyggjanna, hefðu gengið í herinn. Það er prýði- legt, finnst þér það ekki?“ Hún var mjög áhugasöm. Hún var táknræn fyrir þá kyn- slóð Nýsjálendinga, sem var fædd nógu fljótt eftir braut- ryðjendatímabilið, til þess að hafa heyrt sögur, um forfeður, sem synt höfðu í land frá hval- veiðaskipum, til þess að berj- ast í frumbyggjastyrjöldunum. Ég hafði líka heyrt sögurnar á fyrsta ferðalagi mínu, þegar gestrisni mætti mér þar hvar- vetna. Fólk sagði: „Menn okkar hafa átt ágæta daga hjá ykkur. Forsætisráðherra Nýja- Sjálands. Á mynd þessari sést Peter Fraser, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er hann kom í heimsókn til Bandaríkjanna eigi alls fyrir löngu. Er hann að heilsa Halifax lávarði. sendiherra Breta, en að baki honum stendur Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Maðurinn er stendur Fraser til hægri handar er Nash, sendiherra Nýja-Sjálands í Bandaríkjunum. í Nýja Sjálandi hefir Alþýðuflokkurinn farið með völd frá því fyrir stríð, og hefir óvíða verið um að ræða meiri framfarir á vettvangi félagsmála síðustu árin en einmitt þar í landi. Nýja Sjáland Landið með lægsta ung- barnadauðann. ÞAÐ hefir oft verið talað um Nýja-Sjáland í frétt iinum, síðan stríðið hófst, eylandið suður af Ástralíu, með hina hraustu hermenn og framtakssömu 'þjóð, þar sem jafnaðarmenn hafa ár- um saman verið við völd og skapað meira félagslegt ör- yggi, en þekkt er annarsstað- ar í heiminum, þegar Norður lönd eru undari skilin. Þessi grein um Nýja-Sjá- land er eftir brezka blaðar- manninn Alan Burgess og þýdd er upp úr „The English Digest.“ Við erum ykkur þakklát fyrir það.“ ❖ Svona eru Nýsjálendingar. Veglyndir, gestrisnir. Stundum kannske dálítið óumburðar- lyndir í gagnrýni, sem ekki er neitt undarlegt, þegar þess er gætt, hvílíka erfiðleika þeir hafa orðið að yfirstíga, til þess að byggja ríki sitt upp á hundr að árum. Þeir byggðu það upp með aðeins nokkur hundruð þúsundum brezkra nýlendu- manna og afkomenda þeirra. Jafnvel enn í dag kemst 13A milljón manna ekki langt áleið- is í að nema til fullnustu land, sem er á stærð við Bretlands- eyjar. , Ég hitti Henare daginn eftir. Forfeður hans hafa ef til vill barizt vel með spjótum og öx- um og verið hrifnir af hörunds flúri, en Henare, með mjólkur- kaffilitu húðina og flata nefið, hafði stundað nám í Te Aute Colledge og talaði lýtalausa ensku. Viðifórum yfir sporbrautirn- ar og eftir langa, svarta vegin- um til suðurs, og Helena sagði gagnstætt rökréttri hugsun: „Ég vildi, að við værum að berjast við frumbyggjana núna í stað- inn fyrir Þjóðverja og Japana. Þið vitið, að þeir voru beztu ó- vinirnir. Einu sinni, þegar þeir voru að berjast við Englend- inga við Gata Pan í Turanga, stöðvuðu þeir orrustuna og sendu vistir og vatn til and- stæðinganna.“ * Stjórnir Nýja Sjálands hafa alltaf haft áhuga á félagslegum umbótum. Fimm daga, fjörutíu stunda vinnuvika, var algengt fyrirbrigði fyrir stríð. Þeir settu alþýðutryggingalög í lík- ingu við tillögur Beveridge þegar árið 1938. Þeir hafa ung- barnavernd, sem hefir eftirlit með ungbörnum bæði fyrir og eftir fæðingu og í mörg ár hefir mæðra- og ungbarnadauði þar í landi verið, lægstur í heimi. Það er lýðræði í fyllstu merk- ingu þess orðs. Jafnvel fyrir stríð var þar lagður mjög hár skattur á háar tekjur, til heilla fyrir þjóðarheildina. * Helena sagði einu sinni, að einfaldasta leiðin til þess að gera sér grein fyrir því, hvern- ig Nýja Sjáland liti út, væri að hugsa sér tvö bjúgu lögð frá norðri til suðurs. Það efra dá- lítið kramið um miðjuna og skyldi það tákna nyrðri eyjuna, en hitt það syðra. Borgin Auck- land er nyrzt á Norðureyjunni en Wellington, höfuðborgin, syðst. Christchurch og Dunedin eru með næstum sama milli- bili á Suðureyjunni. Þetta eru nútímaborgir í vexti. Henare brosti. „Við skulmn vera í Rotura í kvöld,“ sagði harm. Ég á skemmtilegar endur- minningar frá Rotura. Þegar ég heimsótti Nýja Sjáland fyrst á friðartímunum, var það aðal- skemmtistaðurinn. Það sauð skemmtilega í hverunum og gos hverir gusu upp í brennisteins- þrungið loftið. Heitir leðjupoll ar gerðu dálítinn hávaða, er gutlaði í þeim. Fjörlegir, inn- fæddir leiðsögumenn, fylgdu okkur, og voru með ýmis tákn og bendingar og höguðu sér á svo frumstæðan hátt, að okkur var nóg boðið að sjá þá í kvik- myndahúsinu um kvöldið í nú- tímaklæðnaði. „Þú veizt það,“ sagði Helena, „strax þegar stríðinu er lokið og ég er laus úr þessari vopna- verksmiðju og eldvarnaliði og öllu slíku þá ætla ég að fara til Suðureyjarinnar og klífa upp á Cook-fjall, jafnvel þó að það geri út af við mig.“ Cook-fjall er yfir 12000 feta hátt, og er eins og risavaxinn toppur úr snjó og gljáandi ís, sem gnæfir langtum hærra en Suðuralpafjallahryggurinn. „Það mun gera það,“ sagði ég. ij: Svona eru nýsjálenzku kon- urnar. Þær klæðast samkvæmt sömu tízku, sjá sömu kvikmynd ir, lesa sömu skáldsögurnar og nota sömu fegrunarmeðul og kynsystur þeirra í Englandi og Ameríku. Þær búa í timbur- húsi með bárujárnsþaki, kæli- skáp, þvottavél og raflýsingu. Þær hafa sína kvennaklúbba, bridgeklúbba og félagssamkom ur. En þegar þær koma í heim- sókn á bóndabæinn, eru þær eins líklegar til þess að fara á hestbak og hjálpa til við að smala sauðfénu og jafnvel hjálpa til við rúnínguna. Þær líta á hina villtu náttúru eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. * Nýja Sjáland hefir svo fjöl- breytt landfræðileg skilyrði, að þar vaxa allar tegundir jurta- gróðurs, frá hitabeltisjurtum nyrzt, til jurta tempraða beltis- ins syðst í landinu. Landið er enn ónumið á mörgum stöðum. Frh. á 6. síðu. Útvarp á hverju einasta íslenzku heimili. Virkasta menningarstofnun þjóðarinnar. Nýungar í dagskránni og efnisvalið. SAMA DAGINN og formaður út varpsráðs kallaði blaðamenn á fund sinn og- skýrði þeim frá fyrir- hugaðri vetrardagskrá, skrifaði ég pistil minn um útvarpið og vetur- inn. Það skrifaði ég áður en ég heyrði upplýsingar formanns út- varpsráðs og fékk að vita, að út- varpshlustendur eru orðnir á 25. þúsundið. Yfirleítt varð ég ánægð ur með þær breytingar, sem út- varpsráð hefir ákveðið að gera á vetrardagskránni, þó að vel megi að vísu koma með gagnrýni. ÖLLUM ER LJÓST, að útvarpið er orðið mesta menningartæki þjóð arinnar, og þegar það er komið inn á hvert einasta heimili í land- inu og hvert mannsbarn hefir tæki færi til þess að hlusta á það, sem það flytur, verður mönnum Ijós- ara, hve stórkostlega þýðingu það hefir, að vandað sé til efnis þess og að ekkert sé til sparað að hafa það sem bezt og við flestra hæfi. MEÐAN ALLT HÆKKAÐI í landinu stóð afnotagjald útvarps- ins lengi í stað. Það er sjaldgæft að menn heimti að eitthvað sé hækkað, en ég man eftir því, að ég fékk á þeim tíma bréf um það, að nauðsyn væri á því að hækka afnotagjaldið. Þessar kröfur voru aðeins sprottnar af því að menn vildu ekki láta búa þannig að þess- ari stoiiym, að hún yrði að horfa í hvern eyri við efnisval sitt í dag- skrána, en hún þótti oft bera þess merki, að mjög yrði að spara. . . SVO HÆKKAÐI GJALDIÐ upp í 50 krónur, en það hækkaði ekki í neinu hlutfalli við annað, verð nauðsynja, kaup o .s. frv. Hver var ástæðan til þess? Það var ætlunin að hækka afnotagjald ið um helming, eða upp í 60 krón- ur, en fjárveitinganefnd alþingis skar 10 krónur af — og það mun- ar ríkisútvarpið um allt að 250 þúsundum króna á þessu ári. í FYRRA námu afnotagjöldin, en þá var afnotagjaldið 30 krónur, samtals 629 þúsundum króna, en allt dagskrárefnið — að undan- skyldum aðeins launum fastráð- inna hljóðfæraleikara — kostaði ■ aði aðeins rúmar 108 þúsundir | Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.