Alþýðublaðið - 02.11.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1943, Blaðsíða 3
Þnðjndagtt? 2. nóvember 1943. ALÞYÐUBLAÐKÐ Moskvaráðsteinaii s . >r0»Q?Zr-~~~'-- Hríðskotabyssa á Ítalíu. Byssur þeirrar tegundar, sem sést á mynd þessarr nota banda- mienn í framsókn sinni á Ítalíu. Þótlu þær gefast vel, er átökin á Sikiley voru háð ' og nú eru þær komnar yfir Messinasundið. BAssar hafa tefcli Perekop. ♦ ■ .. Hrinda gagnárásum Þjóðverja í Krivoirog. RÚSSNESKAR HERSVEITIR, sem sækja fram norður a£ Krímskaga, hafa náð borginni Perekop á vald sitt, "tejamkvæmt Lundúnafregn í gærkvöldh, og þannig rofið hina síðustu undanhaldsleið hersveita Þjóðverja á Krím landleiðis. Sókn hersveita Rússa í áttina til Nikopol miðar örugglega áfram. Rússar hafa einnig treyst aðstöðu sína enn við Krivoirog og hrundið öflugum gagnárásum Þjóðverja inni í borginni. Taka Perekop er mikilvægur sigur fyrir hinar rússnesku hesveitir, enda hefir hún verið takmark framsóknar þeirra norður af Krímskaganum, þar sem mikil átök hafa verið háð síðustu sólarhringa. Tefldu báð- ir aðilar fram miklu liði og her- göngnum í úrslitaátökunum um borgina og telja Rússar, að Þjóðverjar hafi goldið mikil og tilfinnanleg afhroð. Rússar hafa með töku Perekop rofið líðustu undanhaldsleiðina er liggur landleiðis frá Krím. Rússar sækja fram í áttina til Nikopol af sama harðfengi og fyrr. Eru hersveitir þeirra komnar að bökkum Dniepr suður af Nikopol og eiga um 30 km. ófarna til borgarinnar. Er lítt um skipulagt viðnám að ræða af Þjóðverja hálfu á þess-| um slóðum, heldur þréyta þeir hraðan og algeran flótta vestur yfir Dniepr, en hraðsveitir Rússa hrekja flótta þeirra af mikilli hörku og greiða þeim mörg högg og þung á undan- haldinu. Rússar hafa hrundið öflugum gagnárásum Þjóðverja inni í Krivoirog og kreppt mjög að þeim síðustu sólarhringana. Hafa Þjóðverjar teflt þar fram miklu stórskotaliði og vélaher- sveitum en verið ofurliði born- ir af Rússum, þrátt fyrir harð- fengilega framgöngu. Hersveit- ir Rússa austur . af Krivoirog hafa og.sótt fram og treyst að- stöðu sína. Hafa þær greitt her- sveitum Þjóðverja, sem freísta flótta brott úr Dneiprbugðunni þung högg og mörg og náð járn brautinni, er liggur frá Dniepr- opetrovsk til Krivoirog á vald sitt á löngu svæði. Handfökur í Belgíu LUNDÚNAFRÉTTIR í gær- kvöldi létu þess getið, að Þjóðverjar hefðu nýlega efnt til mikilla handtakna meðal Belg- íumanna á herskyldualdri. Er þetta talið glöggt vitni þess, að Þjóðverjar óttist, að banda- menn muni freista þess að gera innrás í Niðurlönd og hyggist koma sem mest í veg fyrir það, að íbúarnir veiti væntanlegum innrásarherjum fulltingi og brautargengi. í stnoinu;og ■xswwmutmF-- eftir sögð tryggð. » Anstnrribi á að Irð sjálf* stæði á ný að loknu stríði. Striðsglæpamennirnir verða heimtaðir framseldir. nP ILKYNNINGAR um hið fengna samkomulag á þrí- -*• veldaráðstefnunni í Moskva voru hirtar samtímis í London, Washington og Moskva í gær. Fullyrt er í tilkynningum þessum, að á ráðstefnunni hafi ekki aðeins tekizt að tryggja samvinnu þríveldanna og Kína um styrjaldarreksturinn og málin eftir stríðið, heldur og að samkomulag hafi orðið um að endurreisa sjálfstæði Austurríkis. Churehill, Roosevelt og Stalin hafa lýst því yfir, að allif stríðsglæpámenn skuli fram seldir og látnir sæta ábyrgð gerða sinna í löndum þeim, er þeir unnu ódæði sín í. Tilkynningar voru birtar um ♦ kl. 16 í gær samtímis í London, Washington og Moskva um að algert samkomulag hefði náðst á þríveldaráðstefnunni í Moskva um .styrjaldarreksturinn og samvinnu Bretlands, Bandaríkj anna', * Kína og Rússlands eftir styrjöldin og hefði samkomu- lag þetta þegar verið undirrit- að. Sérstöku ráði eða stofnun skal fahð að fjalla um Evrópu- málín, en önnur nefnd skal þó hafa mál Italíu með höndum. Samkomulag náðist og á ráð- stefnúnni um það, að Austur- ríki Skyldi endurheimta fullt sjálfstæði sitt eftir styrjöldina. Rætt var um það, hversu unnt myndi að Ijúka styrjöldinni sem fyrst. Churchill, Roosevelt og Stalin hafa tilkynnt, að það skilyrði muhi sett í vopnahlésskilmálun um, að allir stríðsglæpamenn verði framseldir. Þeir, sem bera ábyrgð á hryðjuverkum, er unnin hafa verið í hernumdu löndupum, skulu sendir þangað og dæmdir þar. Einnig er þess getið í tilkynningu þeirra, að fasisminn á Ítalíu skuli upp- rætlur og stjórnmála- og trú- frelsi komið á þar í landi. Handfökur í Þrándheimi. BL|* ÉTTIR frá skrifstofu norska blaðafulltrúans í Reykjavík greina frá því, að Þjóðverjar bafi efnt til fjölda handtakna í Þrándheimi hinn 16. okt. sl. Handtökurnar hóf- ust kl. 16 og var síma borgar- innar lokað, til þess að ekki yrði aðvörunum við komið. — Þjóðv. voru mjög harðhentir við þá, sem handteknir voru, og settu flesta þeirra í hand- járn eða bundu hendur heirra fyrir aftan bak. Ciano greifi handfekinn. "O ERLÍNARÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær sam- kvæmt fréttum ítalskra blaða, sem gefin eru út í þeim hluta landsins, er Þjóðverjar og fas- istar ráða yfir, að Ciano greifi, tengdasonur Mussolini, hafi verið handtekinn og varpað í dýflissu í Verona. Ciano var fyrrum utanríkismálaráðherra Mussolini og síðar sendiherra hans í páfaríkinu og er hann kvæntur Eddu, dóttur Musso- lini. Samkomulagið milli Musso linis og tengdasonarins hefir hins vegar farið mjög versn- andi upp á síðkastið, og er Ci- ano talinn hafa átt drjúgan þátt í því, að Mussolini var knúinn til þess að segja af sér. Jafnframt var þess getið að Emanuel konungur, Badoglio marskálkur og aðrir þeir ítalsk ir áhrifamenn, sem svikið hefðu málstað fasismans á ít- alíu, skyldu af lífi teknir, þeg- ar unnt væri að láta þá standa reikningsskap gerða sinna. Menn frá Elsass Loiltr- ingen sendir fil Noregs ÞAU tíðindi hafa borizt frá Noregi, segir í frétt frá skrifstofu norska blaðafulltrú- ans í Reykjavík, að um 2000 menn frá Elsass Lothringen séu nýkomnir til Noregs og beri þeir einkennisbúninga þýzkra hermanna. Svo var til ætlazt í öndverðu, að menn þessir yrðu látnir gegna störfum í Þýzkal., en vöru sendir til Noregs, til þess áð leysa hermenn af, með an þeir fengju stutt heimfar- arleyfi. Eiga þeir að hafa varð- mannastörf með höndutn og önnur hliðstæð verk. 5. berinn heflr tekið Teano. Loftsökn á Ítalíu og við Miðjarðarhaf. TJf ERNAÐARAÐGERÐIR bandamanna á Ítalíuvígstöðv- -*• unum eru enn erfiðleikum háðar vegna óhagstæðra yeðurskilyrða. Þó hefur 5. herinn sótt nokkuð fram og náð hænum Teano á vald sitt. Hægri fylkingararmur 5. hersins og vinstri fylkingararmur 8. hersins sækja sam- tímis fram í áttina til Isemia. Flugher handamanna á Ítalíu og við Miðjarðarhaf hefir gert loftárásir á höfnina í Civita Vecchia og flugvöllinn í Tirana, höfuðborg Albaníu, svo og á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. 5. herinn hefir enn treyst að- stöðu sína með töku borgarinn ar Teano, sem stendur uppi í Massicofjöllunum norður af Capua, of er mikilvægur járn- brautarbær. Voru grimmileg átök háð um Teano í þrjá sól- arhringa og átti 5. herinn þar að mæta hinu fræga Hermann Göring herfylki. Jafnframt, hefir hægri fylkingararmur hans sótt fram á miðvígstöðv- unum og nálgast nú Isernia óð- um, en vinstri fylkingararmur 8. hersins sækir samtímis fram í áttina til hennar. Dylst ekki, að ætlun bandamanna er sú, að láta hersveitir sínar samein- ast þar, áður en þær leggja til meginátaka við hinar þýzku hersveitir á miðvígstöðvunum. Flugher bandamanna á ítal- íu og við Miðjarðárhaf er mjög athafnasamur, þrátt fyrir ó- hagstæð veðurskilyrði og hef- ir gert harðar árásir á Mið- j arðarhafsströnd Frakklands og rofið þar járnbrautina milli Marseilles og Genúa, borgina Civita Vecchia á Ítalíu og flug völl Þjóðverja í Tirana, höfuð- borg Albaníu; Urðu miklar skemmdir af völdum árása þessara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.