Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 5
Föstudagur 12. nóvember 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ d DAGURINN hefst í Varsjá með líkum hætti og fyrr- um. Fyrsti bóndinn ekur í aft- urelding skröltandi vagni sín- um eftir steinlögðum strætum undirborgarinnar. Förinni er heitið til markaðarins, og vagn inn hefir grænmeti aö geyma. En grænmetið verður ekki selt Pólverjum, heldur látið Þjóð- verjum í té. Sama máli gegnir um alla ávexti, sem Pólverjar framleiða. Pólverjar fá aðeins það grænmeti og ávexti til neyzlu, er Þjóðverjar girriast eigi. Klukkan um sex árdegis halda fyrstu verkamennirnir, sem Þjóðverjar hafa þröngvað til þess að starfa í þjónustu sinni, áleiðis til verksmiðjanna. Þetta eru flest menn, sem mjög hafa látið á sjá, enda þjást þeir af fæðuskorti og ýmsum sjúk- dómum öðrum. Matvælaskammt urinn er svo knappur, að það má heita ógerlega að draga fram lífið af honum einum. Sérhverjum fulltíða Pólverja eru ætluð átta lóð af brauði á dag. Aðrar fæðutegundir eru skammtaðar til mánaða'rins eins og hér greinir: tólf lóð af kjöti, tólf lóð af mjöli, tvö egg og tólf lóð af aldinrriauki. íbú- um Varsjáborgar er ætlað að komast af án alls feitmetis, mjólkur og sykurs. Þýzku hermennirnir láta greipar sópa um forðageymslur verzlanna í Varsjá, enda hafa ströng fyrirmæli verið um það gefin, að þeir skyldu njóta þar forréttinda í hvívetna. Þýzku hermennirnir þyrpast í póst- afgreiðslurnar og senda íjól- skyldum sínum heima í Þýzkalandi hvern matarböggul- inn af öðrum. Pólvérjar verða hins vegar að tengja allar von- ir sínar um öflun matvæla við leyniverzlunina. Pólverjar líta leyniverzlunina alls ekki van- þóknaraugum. Þvert á móti er hún talin bjargarstarf, því að henni á pólska þjóðn það að þakka, að almennur hungur- dauði hefir ekki orðið hlut- skipti hennar. Þúsundir smyglara ferðast dag hvern með ýmsum ráðum til og frá Varsjá. Þeir hætta lífi sínu við að flytja matvæli frá landsbyggðinni til höfuð- borgarinnar. Margir þeirra eru teknir höndum, en nýir menn koma brátt í þeirra stað. Þeir ferðast langar leiðir og hverfa aftur til Varsjá með birgðir matar. Leikni þeirra við að villa Þjóðverjum sýn og blekkja þá með alls konar ráðum er hin undaverðasta. Hvarvetna eru og menn á verði, sem vara þá við launsátrum Þjóðverja. Um áttaleytið getur að líta mikinn mannfjölda á strætum borgarinnar. Sumir hraða för sinni á vinnustað. Aðrir skipa sér í raðir úti fyrir sölubúðun- um, til þess að bíða þar eftir afgreiðslu. Enn aðrir hverfa til þátttöku í leyniverzluninni. Það glymur hátt í trésólunum við steinlögð strætin. Um þriggja ára skeið hafa leðurskór eigi verið framleiddir í Póllandi samkvæmt fyrirmælum Þjóð- verja. Þjóðverjar hafa lagt bann við allri kauphækkun meðal pólskra verkamanna frá því sem var fyrir styrjöldina. En verðlag hefir hins vegar allt að því sextugfaldazt í Póllandi frá því, sem var fyrir stríð. Pólskur vinur minn keypti sér nýlega sardínudós. Hann varð að greiða fyrir hana sömu fjárupphæð og húsaleiga hans nemur á mánuði hverjum. Til- finnanleg|ajst er þó hið geipi- lega verðlag á brýnum nauð- þurftum, svo sem kartöflum og skófatnaði. Ég spurði hvernig Varsjábú- um væri auðið að draga fram lífið, þar sem kaupgjaldinu væri haldið svo lágu, en verðlagið færi hins vegar upp úr öllu valdi. Mér var svarað því til, ítalskir stríðsfangar vestan hafs. Á mynd þessari sjást ítalskir stríðsfangar vinna að því að taka upp kartöflur á búgarði í grend við borgina Prinaeton í Minnesota í Bandaríkjunum, en hún stendur um 75 km. norðvestur af Minneapolis. Fangavörðurinn, sem heitir O. J. Odetgard, hefir skýrt frá því, að sumir þeirra hafi brosað, en aðrir gerzt hnuggnir í bragði og stunið þungan, þegar þeim barzt fréttin um uppgjöf ættlands síns. Varsjá í hernámshlekkjum. GREIN þessi er eftir Rose Marie Hodgson. Lýsir þún lífinu í Varsjá, þrauta- þag pólsku þjóðarinnar og baráttu hennar fyrir tilveru sinni. Greinin birtist upp- þaflega í brezka blaðinu Daily Telegraph en er hér þýdd úr tímaritinu English Digest. að áttatíu af hverjum hundrað íbúum Varsjáborgar fengjust við einhvers konar verzlun nú orðið. Fjölmargir taka þátt í því aö smygla matvælum inn í borgina og selja þau þar. Hinir kaupa matvælin og selja þau svo hver öðrum. Þannig eru jafnan peningar í umferð. Meginhluti þessara peninga er frá hinum þýzku hermönn- um kominn. Pölverjar selja' þeim sem sé allt það, sem þeir geta án verið. Peir hafa næga peninga, að því er virðist, og kaupa flest það, sem á boðstól- um er. Þar til nú fyrir skemmstu var Karcelaktorgið verzlunar- miðstöð Varsjábúa. — En eftir að styrjöldin hófst, urðu þar nokkur umskipti. Auk hinna venjulegu seljenda lagði heldra fólkið í Varsjá þangað leiðir sínar venju fremur. Erindi þess var að selja þar dýrgripi sína og skrautmuni. Flestum þeim, er verzlun þessa ráku, bjó ugg- ur í brjósti. Jafnan voru menn á verði, sem höfðu það hlutverk með höndum að fylgjast með ferðum Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu ávallt illan bifur á Karcelaktrorginu. — Þar var löngum margt um manninn. Ef til vill var ekkert við það að athuga, en þó bar að gjalda varygð við því að fólk safnaðist saman meira en góðu hófi gegndi. Dag nokkurn sendu þeir svo hersveit á vett- vang. Hersveitin kom á torgið öllum að óvörum, þegar þim,- undir Pólverja voru þar fyrir. Þýzku hermennirnir brutu sölu- pallana og rændu eða eyði- lögðu varning þann, sem á boð- stólum var. En Pólverjar létu það ekki á sig fá. Brátt voru búðir opnar og sölupöllum fyrir komið jafn- vel á hinum ólíklegustu stöð- um, eftir að Karcelaktorgið var úr sögu sem verzlunarmiðstöð Varsjábúa. Starfseminni var haldið áfram jafnvel af enn meira kappi en fyrr. Varsjábú- ar liggja ekki á liði sínu, enda þótt hættur ægi þeim. Æðri sem lægri taka þátt í því að koma nauðþurftum til Varsjá og dreifa þeim um borgina. — Flestir vinna þó að því í tóm- stundum sínum, en rækja jafn- framt sín fyrri störf. Kona, sem hefir tekið stofu á leigu, leitast við að selja gömlu spariskóna sína, til þess að geta fest kaup á hrörlegum stól eða ferðarúmi. Annars er ekki kostur, því að sérhver Varsjábúi verður að verja öll- um launum sínum í matarkaup. Dag og nótt er rekin skipu- lögð og markviss starfsemi gegn Þjóðverjum í Póllandi. Forustu menn hennar hafa jafnan sam- band við hina útlægu ríkis- stjórn Póllands, sem hefir að- setur sitt í Lundúnum. Þegar Gestapomenn eru drepnir, skemmdaverk unnin í verk- smiðjum eða járnbrautir rofn- ar, eru það ekki verk eins eða nokkurra ættjarðarvina. Slíkt eru verk skipulagðs félagsskap- ar, sem nær til flestra eða allra borga og bæja landsins. Fjölmargir Pólverjar sæta pyndingum og eru af lífi teknir dag hvern. Það verður eigi hjá slíku komizt. Eigi alls fyrir löngu stöðvaði járnbrautar- verkamaður nokkur járnbraut- arlest örskammt utan við Var- sjá og skýrði farþegunum frá því, að fjölmargir Gestapo- menn væru fyrir á stöðinni og biðu þeirra. Hann var tekinn af lífi. Hann gerði sér fyrirfram fulla grein fyrir því’ hvað myndi bíða hans. En eigi að síður hikaði hann ekki við það að gjalda líf hundraða sam- landa sinna lífi sínu. , Blaðadrengir leggja og fram sína liðveizlu. Þeir hrópa inn um opna glugga sporvagnanna frétt sem þessa: — Bretar hafa gert innrás á Sikiley. Herðið upp hugann_ Styrjöldinni senn lokið. — En blaðadrengirnir eru sendiboðar, sem hrópa þessa frétt og aðrar slíkar, er þeim hafa verið lagðar á varir. Iðulega eru hetjudáðir unn- ar að tilhlutan félagsskapar þessa, sem skapa þjóðinni nýj- ar vonir og glæða dirfð hennar og ibaráttuþrek. Hitt er og al- gengt, að Þjóðverjum sé ýmis- legt það til miska gert, er veld- ur því, að þeir verða að at- hlægi í augum hinnar pólskú þjóðar. Þess er skemmst að minnast, að Þjóðverjar til- kynntu, að myndastyttan af Kilinski yrði flutt brott úr Var- sjá samkvæmt fyrirmælum hins þýzka landstjóra, vegna þ^ss hversu slælega væri unnið í verksmiðjum borgarinnar. En Kilinski, sem var skósmiður að atvinnu, varð frægur fyrir skelegga framgöngu sína í byltingunni 1794, þá hann tókst á hendur /orustu upp- reisnarinnar í Varsjá. Eftir það hafa Pólverjar talið hann til þjóðhetja „ sinna. Þess var enginn kostur að hindra Þjóð- verja í því að flytja mynda- styttuna brott. En daginn eftir gat að líta svofellda yfirlýs- íngu, sem máluð hafði verið á aðra myndastyttu Varsjárborg- ar, myndastyttuna af Nikulási Copernicus, frægasta stjörnu- fræðingi, sem Pólland hefir al- ið: — Ég hef ákveðið að refsa Þjóðverjum fyrir hinn blygðun arlausa stuld þeirra á mynda- styttu Kilinskis með því að framlengja vetririum á austur- vígstöðvunum um þrjá mánuði. Nikulás Corpernicus. — Og hláiturinn hljómaði um ger- valla Varsjá. Slíkir atburðr gerast iðulega, enda þótt Þjóðverjar efni til fjöldahandtakna meðal pólskra ættjarðarvina og flytji þá til Þýzkalands. Þegar líða fer að kvöldi og vinnudagurinn er liðinn, er margt um manninn á strætum Frh. á 6. síðu. Önnur góð kvöldvaka. Vinur minn talar um Gils Guð- mundsson, alþýðlega fræðimennsku, ferskeytluna, skáldin okkar og músikina. KKI VAR kvöldvaka útvarps- in í fyrra kvöld síðri en sú í fyrri viku. Frásögn séra Árna Þórarinssonar um Þuríði Kúld, rituð af Þórbergi og flutt af hon- um var alveg ágæt og síðari hlut- inn enn betri en sá fyrri. Þá var þáttur Gils Guðmundssonar kenn- ara af Bjarna Sívertsen mjög skemmtilegur og fróðlegur, eins og raunar öll erindi þessa ágæta fræðimanns, rithöfundar og fyrir- lesara. Hygg ég að ef atkvæða- greiðsla ætti að fara fram meðal útvarpshlustenda um hverjir væru vinsælastir þeirra sem komið hafa fram í útvarpinu síðast liðið ár, þá myndi Gils Guðmundsson fá lang- flest atkvæði. VINUR MINN, kominn við ald- aldur, búsettur utan Reykjavíkur hlustaði með mér á þessa kvöld- vöku. Þessi vinur minn er gáfað- ur í bezta lagi. Þegar Gils hafði lokið erindi sínu, stóð vinur minn upp, gekk svolítiff um gólf og sagði: „Já, íslenzk alþýða er sterk. Enn á hún svona menn, eljumenn við alþýðleg fræði. Sumir halda að alþýðumennirnir séu hættir að hugsa um þjóðleg fræði og sinna þeim. Svo er ekki. Gils er víst sjómaður — og nú er hann kenn- ari. Mér þykir vænt um svona menn. Þeir eru dýrmætir.“ OG VINUR MINN hélt áfram: „Hinir lærðu menn ganga fram hjá svo rnörgu. Hugsaðu þér til dæmis ferskeytluna. Hún lifir góðu lífi hjá alþýðunni. Það þekki ég. Ég hef unnið í vegavinnu nú um margra ára skeið. Þar logar allt í ferskeytlum. Þær fljúga jafn vel af vörum hinn ólíklegustu. Hægustu menn, sem allt af vinna baki brotnu luma á dýrmætustu ferskeytlum um dagsins önn, ástir og vinnu, yfirleitt um allt milli himins og jarðar.“ „SKÁLDIN OKKAR sinna ekki ferskeytlunum. Þau eru ef til vill ekki andvíg þeim. En þau sýna þeim lítilsvirðingu með tómlæti sínu. Ég á stórt safn ferskeytlna, flestar eða allar eru kveðnar af verkamönnum, bændum, vinnu- stúlkum, sem hafa unnið með mér í vegavinnu og við önnur störf. Þarna eru margir gimsteinar að mínu viti og engir þeirra, sem kveðið hafa, gera kröfu til þess að þeir séu kallaðir skáld.“ „HELDUR ÞÚ að næsta kynslóð dái eins núlifandi skáld okkar — og við dáum nú Matthías, Þor- stein Stephan G. Steph., Einar Hannes, Steingrím eða Bólu- Hjálmar? Ég efast ekki um það'. Ég veit að hún gerir það ekki. Af hverju heldur þú? Ég held, að það sé vegna þess að aldarhátt- urinn er nú svo mjög breyttur. Fjölbýlið býður upp á önnur við- fangsefni, en áður var. Kösin í kaupstöðunum er allt. af iðandi. Þar er aldrei kyrrð ég tala nú ekki um þennan mikla stað hér.“ „ÉG SKAL SEGJA ÞÉR: f gamla daga, þegar ég var ungur, kunnu allir ungir piltar og ungar Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.