Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 12. nóvember 1943.
6
NING
Framfeiald af 4. síðou
Sambandsmálið og Hafnar
Vioskiptaráðið hefir ákveðið að álagning á vélar
(mótora) til báta og skipa og einnig landvélar (mót-
ora) megi hæst vera 12%. ,
Geti innflytjandi sannað, að kostnaður við innkaup
slíkra véla sé til muna meiri en heimilt er að reikna
í kostnaðarverði samkvæmt reglum um verðlagningu
frá 6. okt. 1943, er verðlagsstjóra undir vissum-
kringumstæðum heimilt að leyfa innflytjanda að
taka tiílit til þess við verðlagningu.
Ákvæði þessi koma til framkvæmda 12. nóvember
1943 og ná einnig til birgða.
Reykjavík, 10. nóvember 1943.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Opinbert uppboð verður haldið við Franskaspítalann,
Lindargötu, í dag, föstudaginn 12. nóv., kl. 2 e. h.
og verða þar seld dagstofuhúsgögn, borðstofuhús-
gögn, eikarborð, gólfteppi, útvarpstæki, kamína, bað-
vatnsclunkur, ca. 250—300 I, peningaskápur, sauma-
vél, veggmyndir, fatnaður o. fl. Þá verður og seldur
vélhefill.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
stúlkur fjölda Ijóða og allt af var
verið að fara með ljóð. Ljóðalest-
ur og söngur var helsta skemmt-
unin á mannamótum. Þá voru
ekki einungis sungnir slagarar,
eða hvað menn kalla það. Nú
syngja menn slíka söngva á
skemmtiferðum. Já, aldarháttur-
inn er breyttur. En skáldin eiga
hér líka sök.“
„ÞAÐ ER EKKI HÆGT að syngja
nema einstaka kvæði, sem nú eru
ort. Það er eins og að það vanti
músíkina. í skáldin okkar. Þau
vantar ekki skáldgáfuna. Þau vant
ar músíkina. Og það er mjög
slæmt. Þess vegna nota þau held-
ur ekki ferskeytluna til að túlka
það sem inni fyrir býr. Þetta er
allt dálítið skrítið, því að nú ómar
allt af músík.“
„JÁ, ÍSLENZK ALÞÝÐA er
sterk. Hún ber nú ein uppi fer-
skeytluna og hún ber uppi þá við-
leitni, sem nú er til alþýðlegs
íslenzks fróðleiks. Þetta er ein-
kennilegt fólk og undarlegt. Mik-
ið er ég stoltur af því áð vera og
hafa verið alþýðumaður, að til-
heyra þessu fólki með höndum,
heila og sál.“
Hannes á horninu.
Varsjá i hernðms-
blekbjnm.
(Frh. af 5. síðu.)
Varsjáborgar. Öll umferð er
bönnuð eftir klukkan átta síð-
degis, svo að skammur tími er
til stefnu, ef mönnum leikur
hugur á því að bregða sér í
heimsókn til kunningja sinna og
heyra nýjustu tíðindi. Varsjá-
búar leggja og mjög leiðir sín-
ar á veitingastaði borgarinnar
einkum á vetrum.
Eldneytisskortur er mikill í
Póllandi eftir hernámið og raf-
magn af skornum skammti.
Jafnaðarlega er aðeins straum-
ur á í tvær klukkustundir að
kvöldinu.
Á áttunda tímanum síðdegis
heldur svo hver til síns heima.
Brátt getur engan mann að
líta á strætum úti, nema þýzku
varðmennina.
Þungt fótatak þeirra rýfur
kyrrð kvöldsins. Enn er dagsól
til viðar hnígin.
Vinnan, tímarit Al-
þýðusambandsins.
Nýtt hefli er komið.
VINNAN, tímarit Alþýðu
sambandsins, 9. hefti, er
komið út.
Efni þess er: Sjómannaráð-
stefnan, eftir Jón Sigurðsson, 7.
nóvember, eftir Stefán Og-
mundsson, Saga þeirra, sem
gleymdust, Bandalag alþýðu-
stéttanna og ráðstefnan í haust,
Verkföll, sem voru háð, eftir
Felix Guðmundsson, Tvær
myndir, eftir Helga Hannesson,
Þættir úr sögu verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafriarfirði,
eftir Ólaf Jónsson, með fjölda
mynda af gömlum og nýjum
forystumönnum félagsins, Tím-
arnir breytast, með mörgum
myndum, Frá Samþandsskrif-
stofunni, Sambandstíðindi —
og ýmislegt fleira. Á forsíðunni
er stór mynd af fiskvinnu í
Hafnarfirði.
Hallgrímskirkjuhúsið selt.
Hallgrímskirkjuhúsið hefir nú
verið selt, og var kaupandinn frú
Helga Marteinsdóttir veitingakona.
Sigurður Guðmundsson
verkamaður, Ásvallagögu 55 er
60 ára í dag.
lögunum. En að öðru leyti er
viðhorfið samt í rauninni ó-
breytt. Siðferðisleg skylda ís-
lendinga til samninga við Dani
er engu minni, þó að Danir séu
þess ekki um komnir að neita
kröfum íslendinga. Vér íslend-
ingar höfum ekki af svo miklu
að má að vér megum við því að
byrja feril vorn sem lýðveldi,
er í fyrsta sinn komi fram á
alþjóðlegan vettvang með öll
máí sín í eigin höndum, með
þvlí að hegða oss þannig að
frændþjóðir vorar á Norður-
löndum geti haft nokkra átyllu
til að áfeliast oss fyrir ósann-
girni eða skilningsskort í þeim
málum sem iúta að sambúð
vorri við aðrar þjóðir.
Ég er hræddur um að mörg-
um þeim mönnum, sem mest
berjast fyrir einhliða sambands
slitum nú þegar, hætti við því
að gera úlfalda úr mýflugu í
þessu máli, hætti við að gleyma
því að sjálfstæði vort var viður-
kennt 1918, og að í því sam
bandi er það lítils vert hvort
landið heitir konungsríki eða
lýðveldi. Þeirri sjálfstæðisbar-
áttu sem íslendingar háðu við
Dani laiuk 1918. Tímabilið frá
1918 þangað til að sambandinu
verður slitið að fullu er aðeins
millibilsástand, sem íslending-
ar hafa notað til að koma fót-
um undir eigin meðferð sína á
öllum málum. Hvort þetta tíma
bil er árinu skemmra eða
lengra er lítið atriði. Og það er
sérstaklega lítið atriði þegar
•landið er í hers höndum og íis-
lenzfct þjóðerni og íslenzk menn
ing ef til vill í meiri hættu en
nokkru sinni undir yfirráðum
Dana. Þegar svo er ástatt ber
allt fimbulfamb um sjálfstæðis-
baráttu gagnvart Dönum vott
um furðulegan skilningsskort á
alþjóðlegri afstöðu íslands og
hlutverki íslenzkra stjórnmála-
manna. ,
IReynum að gera oss Ijóst.
hvað íslendingar geta unnið á
sambandsslitum nú þegar og
hvað þeir eiga á hættu. Raun-
veruleg breyting á stjórnar-
háttum landsins myndi verða
harla lítil. íslendingar fara nú
sjálfir með öll sín mál, einnig
utanríkismál, Aíkisstjórii fer
með vald konugs eða það vald
sem forseti íslenzks lýðveldis
myndi fá. Sjálfstæði landsins
er löngu viðurkebnt,! afstajða
þeírra þióða sem nú hafa her
sinn á Íslandi myndi í engu
breytast íslendingum í hag,
nema síður væri þar sem setu-
liðsríkin hafa ótvírætt látið í
l.jós andúð sína á einhliða sam-
bandsslitum af hálfu íslend-
inga. Einu sambærilegu rök-
semdirnar fyriir sambaindsslit-
um á næsta isumri eru í raun-
inni þær, að enginn getur sagt
með neinni vissu hve lengi stríð
ið muni standa enn, og því sé
ekki fært að láta þetta mál bíða
árum saníian óútkljáð, og í ann-
an stað sé það íslendingum
heppilegast að þessu máli sé
ráðið til lykta, áður en farið sé
að ráðstafa veröldinni að stríð-
inu loknu.
•Lítum hins vegar á hvað ís-
lendingar eiga á hættu með því
að slíta sambandinu að fullu án
samkomulags við Dani. Það má
vera hverjum manni ljóst, að
íslendingar muni framvegis
engu síður en áður eiga margt
að sækja til Norðurlanda þegar
samband tekst á ný. Það er því
ekki ástæða til að eyða mörgum
orðum til að rökstyðja þá stað-
reynd, að mikið velti á því að
þeir hafi ekki komið þannig
fram í þessu máli að vakið hafi
gremju og kulda í garð þeirra
annars staðar á Norðurlöndum.
-En það er fujl ástæða til að ótt-
ast, að einhliða uppsögn sam-
bandsins af hálfu íslendinga
verði talin óheppileg aðferð
ekki aðeins hér í Danmörku,
heldur engu síður meðal ann-
arra Norðurlandaþjóða. t sænsk
um blöðum hefir þegar kom-
ið fram all harðorð gagri-
rýni á framkomu íslendinga,
þar sem vilji þeirra til norrænn
ar samvinnu og sanngirni í garð
annarra Norðurlandaþjóða hef-
ir verið dreginn í efa. Áiit
margra manna hér í landi miun
án efa fara í sömu átt, þótt það
hafi síður komið í ljós í blöð-
unum. Það er ómögulegt að
segja fyrir um það hver áhrif
slíkt álit geti haft á sambúð
vora við aðrar Norðurlanda-
þjóðir framvegis. Vér megum
ekki gleyma að vér íslendingar
njótum nú og höfum notið
ýmissa fríðinda bæði hér og
annars staðar á Norðurlöndum
sem við eigum enga lagalega
heimtingu á, og við afnám sam-
bandslaganna missa íslending-
ar hér. á landi þá sérstöku
hlunnindaaðstöðu sem þeir
hafa notið um langan aldur. í
fljótu bragði kann þetta ef til
vill að sýnast lítils virði, þar
sem aðeins er um að ræða
nokkur hundruð hræður. En ef
ibetur er að gætt er það Ijóst
að hér er um miklú þýðingar-
meira mál að ræða en höfða-
tala þeirra manna, sem hlut
eiga að máli bendir til. Mikill
hluti þeirra íslendinga sem á
Norðurlöndum hafa dvalizt
hafa verið íslenzkir æskumenn
sem leituðu sér menntunar,
og óþarft er að rekja hversu
þýðingarmikið það er íslenzku
þjóðinni í heild sinni, að æsku-
jýð^ir 'hennar hafi sem best
menntunarskilyrði í hvívetna,
Dg lökkii' síst hentug skilýrði
til utanfarar í menntunar-
skyni úr íslenzku fámenni og
einangrun. Hér í Danmörk eru
auk þess geymd á söfnum svo
mikil íslenzk menningarverð-
mæti að þau eru ómissandi ís-
lenzkum fræðum á mörgum
sviðum. Hvort sem íslending-
ar hafa í hyggju að fá þau að
miklu eða öllu leyti flutt heim
eða þeir ætíast til að íslenzkum
fræðimönnum sé gefinn kostur
á að nota sér þessa fjársjóði
hér á sem hentugastan hátt, þá
þarft til þess samninga og sam-
vinnu við Dani, þar sem allt
veltiur á því að fulls skilnings
og samkomulags sé gætt af
beggja hálfu. Ég skal ekki spá
neinu um það hvort mikið eða
lítið muni verða úr aiukiinni
norrænni samvinnu að stríð-
inu loknu, en víst er um það,
að eigi ísland að standa þar
jafnfætis öðrum Norðurlöndum
veitir því ekki af að hafa fulla
samúð þeirra qg skilning. En
öllu þessu er teflt í tvísýnu, ef
sambandsmálið er leyst á þann
hátt sem telja má ósamboðinn
norrænum anda samkomulags
og bróðernis.
Sé nú svo að ófært sé talið að
láta lausn sambandsmálsins
bíða styrjaldarlöka, af því að
nauðsyn beri til að því sé ráð-
ið til lykta áður en stórveldin
setjast að samningsborði, þá á
ég samt erfitt með að skilja
að íslendingum sé óhjákvæmi
Iegt að taka málið með öllu í
sitt eigið vald. Hér í Kaup-
mannahöfn og í Stokkhólmi eru
íslenzk sendiráð, og í Reykjavík
er danskur sendiherra. Þó að
samband landa á milli sé krók-
ótt og miklum erfiðleikum
bundið, þá er slíkt samband þó
til, og mér er nær að halda að
það sé nógu greitt til þess að
þær Viðræður geti farið fram
sem nauðsynlegar eru til að
hreinsa íslenzk stjórnarvöld af
öllu ámæli í þessu máli. Ég ber
- ísMingar.
það traust til danskra stjórn
málamanna að þeir muni sýna
oss fulla sanngirni og skilning,
ef íslendingar færa rök að því
að nauðsyn beri til að segja
sambandslögunum upp að fullu
áður en stríðinu sé lokið. Þó
að slíkar viðræður seinkuðu
ef til vill málinu eitthvað,
sakir erfiðleika á því á ná hvor
til annars þá er það lítill skaði.
ef íslendingar fá í aðra hönd
fullkomlega hreinan skjöld í
skiftum sínum við Dani og
trausta von um gott samkomu
lag við þá og aðrar Norðurlanda
þjóðir framvegis.
Ég hiefi hingað til aðeins
drepið á þá hlið málsins, sem
snýr að oss íslendingum sem
erlendis dveljum en það er
ljóst að fyrir oss getur hér ver
ið allmikið í húfi bæði nú og
síðarmeir. En þó að þessi hlið
málsins standi oss næst, álít
ég ekki rétt að gera hana að
neinum meginatriði í umræð
úm hér. Það sem máli skiftir
um íslendinga erlendis er að-
staíða þeirra sem að heiman
köma framvegis en ekki
hvernig þessum tiltölulega fáu
sálum reiðir af sem nú eru hér
á Norðurlöndum. Enda mun
óhætt iajð ganga að því vísu
að íslenzk stjórnarvöld munu í
engu breyta aðgerðum sínum
vegna Íslendinga hér í landi.
Þessi fundur er ekki nein til
raun til þess að bæta kjör vor
sem hér erum heldur til að láta
í ljós skoðun vora á máli sem
varðar alla íslendinga.
Að síðustu skal ég aðeins
bæta við örlítilli skýringu á
orðalagi tillögunnar. Það þótti
rétt að miða samþykki fundar-
ins á gerðum Alþ. í sambands-
málinu við ályktanirnar frá
1941, því að bæði eru þær hér
að fullu kunnar og um efni
þeirra hefir ekki verið ágrein
ingur meðal íslendinga. Síðan
hefir Alþingi snúið inn á aðra
braut eins og áður hefir verið
skýrt frá. Eins skal bent á, að
í áskoruninni til þings og istjórn
ar felst ekki að beðið skuli til
stríðsloka með að ráða sam-
bandsmálinu til lykta, heMur
aðeins að sambandinu sé dkki
slitið af hálfu íslendinga einna
án þess að viðræður við Dani
hafi farið fram .
Verði þessi tillaga samþykkt.
höfum vér að minnsta kosti
innt af hendi þá skyldu að láta
skoðun vora í ljósi. Það skal
tekið fram, að ég geri mér eng-
ar tálvonir um áhifif slíkrar
tillögu, en annað getum vér
ekki gert eins og sakir standa.
En eftir blaðafregnum að dærna
hafa einnig komið fram raddir
heima sem löttu hvatvíslegra
aðgerða í sambandsmálinu, og
er þar sérstök ástæða til að
minnast ummæla núverandi
forsætisráðherra. Ef tillagan
getur orðið þessum röddum
styrkur, hefir hún ekki verið
til ónýtis samþykkt.
I
Kemisk-hreinsun.
Fatapressun.
Fljót afgreiðsla.
P. W. Biering,
Traðarkotss. 3. Síxni 5284.
(Við Hverfisgötu).