Alþýðublaðið - 17.11.1943, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. nóv. 1943.
Útgefandi: AlþýSuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétnrsson.
Ritstjérn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjómar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 4C aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Fnllkefflin skipa-
smfðastðð ð tsiaadi.
ÞAÐ hefir oft verið rætt'og
ritað um nauðsyn þess, að
koma upp fullkominni skipa-
smíðastöð* hér á landi, þannig,
að ekki þyrfti að kaupa öll
stærri skip að, frá útlöndum,
svo og allar meiriháttar við-
gerðir á þeim, sem þegar hafa
keypt verið. Það er líka sannast
að segja, að hér er ekki um
neitt smáræðis hagsmunamál
fyrir okkur að ræða. Stórkost-
legar fjárupphæðir hafa farið út
úr landinu, bæði fyrir nýsmíði
skipa og viðgerðir á öðrum
eldri, af því, okkur hefir vant-
að nokkurn veginn fullkomna
skipasmíðastöð; og má segja,
að það hafi ekki verið vanza-
laust fyrir okkur að láta þann-
ig bæði mikla fjármuni og at-
vinnu ganga okkur úr greip-
um á undanförnum árum, þeg-
ar oft hefir verið við atvinnu-
leysi og fjárskort að stríða í
landinu sjálfu.
*
En nú hefir loksins verið
hafizt handa í þessu máli. Sam-
kvæmt þingsályktun, gerðri á
alþingi síðastliðið vor, var skip
uð nefnd manna til þess, meðal
annars, að rannsaka skilyrði
fyrir byggingu og starfrækslu
fullkominnar skipasmíðastöðv-
ar í Reykjavík, og hlutu sæti í
henni Pálmi Loftsson, Jón Axel
Pétursson, Gísli Jónsson og
Arnfinnur Jónsson.
Þessi nefnd hefir nú skilað
áliti og tillögum um byggingu
fullkominnar skipasmíðastöðv-
ar við Elliðaárvog við Reykja-
vík, þar sem gert er ráð fyrir,
að hægt verði að smíða ný skip
allt að 3000 smálestir að burð-
armagni og framkvæma við-
gerðir á eldri skipum allt að
6000 smálestum, og myndi slík
skipasmíðastöð því nægja, ekki
aðeins fyrir öll skip íslenzka
flotans, heldur og yfirleitt fyrir
flestöll skip, sem hingað sigla.
í samræmi við tillögur nefnd
arinnar hefir frumvarp til laga
þegar verið flutt á alþingi
um breytingar á hafnarlögum
Reykjavíkur, og er þar svo ráð
fyrir gert, að skipasmíðastöðin
verði byggð af hafnarsjóði
Reykjavíkur, en ríkissjóður
leggi fram tvo fimmtu hluta
kostnaðarins, jafnframt því
sem ríkisstjórninni sé heimilað,
að ábyrgjast fyrir hönd ríkis-
sjóðs lán, sem hafnarsjóður
Reykjavíkur skyldi þurfa að
taka fyrir þeim þremur fimmtu
hlutum, sem honum er ætlað
að leggja fram.
Frumvarp þetta er flutt í efri
deild af sjávarútvegsnefnd, og
mælist nefndin sterklega til
þess, að það verði látið ná fram
að ganga þegar á því þingi, sem
nú situr.
*
Menn eru oft með hnjóðs-
yrði í garð alþingis og stund-
um ekki að ástæðulausu. Það
hefir oft eytt miklum og dýr-
mætum tíma til lítils. En hér
hefir það tekið stórmál, til með
ferðar, sem gæti bætt fyrir
fiBðmwndnr i. Gnðnmndsson:
ilpingi feinr rikisstjðrninni að
kanpa efni i Keflaviknrveitnna.
----4,....
Ólafur Thors hindrar að rikisstjórninni sé fal-
ið að kaupa efni í alla Reykjanesveituna.
ÞAU UNDUR gerðust á Al-
þingi s.l. föstudag, að
þingmaður Gullbringu- og Kjós
arsýslu Ól. Thors, safnaði und-
ir merki sitt öllum þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins og Sósíal-
istaflokksins í þeim tilgangi að
hindra framgang eins mesta á-
huga- og velferðarmáls íbúa
Reykjaness|kajans, rafmagns-
málsins. Má segja, að þessi
herför Ól. Thors, hafi borið
þann árangur, sem hann sjálf-
ur sóttist eftir, þareð honum
tókst að fella þrívegis á einum
og sama degi, tillögur, sem fólu
í sér lausn á þessu merka á-
hugamáli kjósenda hans sjálfs.
Þessi framkomu Ól, Thors er
öll hin einstæðasta og hefir það
ekki þekkzt áður á alþingi, að
þingmaður leyfði sér að ganga
þannig fram fyrir skjöldu og
safna liði innan og utan síns
eigin flokks, í þeim tilgangi
einum, að hindra framgang
nauðsynjamáls sinna eigin kjós
enda, enda mun Ólafur Thors
vera einasti maðurinn, sem
sæti á á Alþingi, sem telur kjós
endur sína svo kvaðalausa eign
sína, að hann geti boðið þeim
hvað sem er. Morgunbláðið
virðist þó hafa eitthvert hug-
boð um, að Ól. Thors kunni hér
að hafa gengið feti lengra en
góðu hófi gegnir. Birtir blaðið
svo að segja daglega greinar,
stundum tvær á dag, til að
reyna að sannfæra menn um,
að Ól. Thors hafi staðið sig eins
og sönn hetja og að ékkert sé
athugavert við frammistöðu
hans. Mína frammistöðu telur
blaðið hins vegar hina ámælis-
verðustu. Segir svo í Reykja-
víkurbréfi Morgunblaðsins, s.l.
sunnudag, að ég sæki málefni
Suðurnesjabúa á alþingi með
slíku „ótilhlýðilegu offorsi11 að
nauðsynlegt sé að afnema hið
bráðasta með öllu alla uppbót-
arþingmenn til þess að losna
við mig út úr þinginu, svo að
Ólafur Thors þurfi ekki lengur
að hafa ónæði af veru minni
þar, og geti riotið þar sömu
værðar og hingað til. Er áhugi
blaðsins fyrir því að losna við
mig af þingi slíkur, að það tel-
ur það alls ekkert eftir, þó
afnám uppbótarþingsætanna
þýddi það fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, að uppbótarþing-
mennirnir Gísli Sveinsson, for-
seti sameinaðs alþingis og leið-
togi Sjálfstæðisflokksins í sjálf-
stæðismálinu, og Pétur Magnús
son, bankastjóri, yrðu báðir að
víkja út úr þinginu með mér.
Eitthvað virðist Mogganum því
við liggja.
Atburðir þeir, sem gerðust á
alþingi s.l. föstulag í raforku-
málum Suðurnesj abúa munu
ekki eiga sér neitt fordæmi í
sögu alþingis. Hefir það að
vísu oft komið fyrir, að nauð.
synjamálum ýmissa kjördæma
hefir verið þar lítill sómi sýnd-
ur, en slíkt hefir ekki gerzt
áður, að þingmaður kjördæmis
ins berðist eins og ljón og færi
út í pólitísk hrossakaup í þeim
tilgangi einum að koma fyrir
kattarnef glæsilegasta áhuga-
máli sinna eigin kjósenda. Ég
sé enga ástæðu til að atburð-
ir eins og þessir séu látnir
liggja í þagnargildi. Tel ég það
miklu fremur skyldu mína að
gera Suðurnesjabúum grein fyr.
ir því, sem gerzt hefir í málinu
svo þeir geti sjálfir dregið sín-
ar ályktanir þar af og mun ég
því hér á eftir rekja atburðina
s. 1. föstudag í aðalatriðum.
Á fundi, sem haldinn var í
sameinuðu alþingi s. 1. föstu-
dag átti að afgreiða við fyrri
umræðu tillögu til þingsálykt-
unar frá Ólafi Thors um heim-
ild handa ríkisstjórninní til að
kaupa efni til rafmagsnveitu
fyrir Keflavik. Við þessa til-
lögu höfðu komið fram þrjár
breytingartillögur. Sú fyrsta
var frá mér þess efnis,
að ríkisstjórninni væri ekki að-
eins heimilt að kaupa efnið til
í Keflavíkurlínima heldur eirni-
ig í alla Reykjaneslínuna. Önn-
ur breytingartillagan var frá
Eiríki Einarssyni þess efnis, að
ríkisstjórninni væri einnig heim
ilt að kaupa Eyrarbakkalínurn-
ar. Þriðja , breytingartillagan
var frá Eramsóknarflokknum í
fjárveitinganefnd þess efnis,
að ríkisstjórninni væri heimilt
að verja fé úr ríkissjóði til
kaupa á öllu rafveituefni, sem
fáaniegt væri í Bandaríkjunum
þar til næsta reglulegt alþingi
kæmi saman á riæsta ári. Eng-
ar . aðrar . brey tingartillögur
hofðu komið fram þegar málið
fór til atkvæðagreiðslu við
fyrri umræðu.
Eyrst var borin undir ífi-
kvæði tillaga Framsóknarflokks
ins. Ólafur Thors lýsti sig and-
vígan þessari tillögu vegna þess,
að skv. henni væri ríkisstjórn-
inni heimilt að kaupa rafveitu-
efni almennt í Bandaríkjunum
en engin trygging væri fengin
fyrir því, að ríkisstjórnin inn-
leysti efnið í Keflavíkurlínuna,
né að efnið, sem fengið var
leyfi fyrir í Bandaríkjunum í
Keflavíkurlínuna færi í þá línu.
Ég spurði þá forsætisráðherr-
ann að því, hvort ríkisstjórnin
myndi innleysa strax efnið í
Bandaríkjunum, sem þar væri
fengið leyfi fyrir í Keflavík-
urlínuna og láta það ganga í
þá línu og annað ekki, ef til-
laga Framsóknarmanna yrði
samþykkt. Forsætisráðherrann
lýsti því þá yfir, að einu máli
gilti, hvort samþykkt yrði til-
laga Ól. Thors eða tillaga
Framsóknarmanna, því að rík-
isstjórnin myndi strax innleysa
efnið í Keflavíkurlínuna og
ráðstafa því í þá línu og annað
ekki, hvor tillagan, sem yrði
samþykkt.
Við þessa yfirlýsingu varð Ól.
Thors æfur. Sagði hann, að
undarlegt væri, að ríkisstjórnin
skyldi svara svona ákveðið og
vildi, sem minnst úr þessari yfir-
lýsingu gera. Var auðséð á Ölafi
Thors, að hann var ákveðinn i
þvi að fella þessa tillögu, þó hún
væri til muna hagstæðari kjós-
endum hans en hans eigin til-
laga.
Ég lýsti því hinsvegar yfir, að
eftir að yfirlýsing forsætisráð-
herra var fengin teldi ég íil-
lögur Framsóknar betri en til-
lögur Ól. Thors þar eð í Fram-
sóknartillögunni væri ekki
einungis trygging fyrir því, að
efnið í Keflavíkurlínuna yrði
keypt strax, heldur heimilaði
hún ríkisstjórninni einnig kaup
á efni í Reykjanesrafveituna
að öðru leyti.
Var síðan gengið til atkvæða
um tillögu Framsóknar og
greiddum við Alþýðuflokks-
menn og þeir Framsóknarmenn
atkvæði með henni en Sjálfstæð
ismenn og Sósíalistar atkvæði á
móti. Tillagan féll því.
Þá kom til atkvæða tillaga
mín um að heimila ríkisstjórn-
inni að kaupa efnið í Keflavík-
urveituna, sem þegar var fengið
útflutningsleyfi fyrir, og heim-
ila auk þess ríkisstjórninni að
kaupa efnið í Reykjanesveituna
strax og útflutningsleyfi feng-
Kemisk-hreinsun.
Fatapressun.
Fljót afgreiðsla.
« I9f. vivimyr
Traðarkotss. 3. Sími 5284.
(Við Hverfisgötu).
i
lanpom tesskeir \
hæsta verði. ^
Iil seaguavifinustofai)
Baldnisgðtn 30.t
ist. Hefði nú ekki verið nema
sanngjarnt, að Ól. Thors veitti
tillögu minni nokkurn stuðning,
enda hafði hann áður jafnvel
látið gleiðgosaleega um að
hann myndi gera það, þegar á
hólminn kæmi. En svo fór þó
ekki. Sjálfstæðismenn allir með
Ól. Thors í broddi fylkingar og
sósíalistar greiddu atkvæði á
móti tillögu minni, ,en allir Al-
þýðuflokksmenn og flestir Fram
sóknarmenn með. Féll þar til-
laga mín.
Var nú ekki annað eftir ea
greiða atkvæði um tillögu ÓL
Thors og var hún samþ. með
samhljóða atkvæðum og þar á
meðal atkvæðum allra Alþýðu-
flokksmanna.
Á meðan fyrri umræða fór
fram hafði ég og Ól. Thors
borið fram þá ósk að strax og
Frh. a 6. síðu.
margar syndir, ef af röggsemi
og stórhug yrði afgreitt. Bygg-
ing fullkominnar skipasmíða-
stöðvar hér á landi er eitt af
mest aðkallandi hagsmunamál-
um sjávarútvegsins, flotans okk
ar og þar með þjóðarinnar yfir-
leitt. Þess vegna vænta allir
hugsandi og þjóðhollir menn
þess að alþ. bregðist vel við því
og skilji ekki fyrr en það hefir
verð afgreitt, þannig, að hægt
verði að hefjast handa um
framkvæmdir hið allra fyrsta.
TÍMINN hefir furðulítið lagt
til málanna í umræðun-
um um sjálfstæðismálið upp á
síðkastið. En í gær birti hann
ritstjórnargrein um málið, þar
sem harðlega er átalið, hvernig
Olafur Thors og forsprakkar
kommúnista hafa dregið það
inn í flokkadeilur í von um
persónulegan og pólitískan á-
vinning fyrir sig. Tíminn skrif-
ar:
„Formaður Sjálfstæðisflokksins
og forsprakkar kommúnista hafa
reynt að haga málflutningi síuum
þannig, að þeir væru hinar einu
sönnu sjálfstæðishetjur, en flestir
aðrir væru líklegir til undanhalds
og svika. Meðal hlutlausra áhorf-
enda hefir það skapað andúð og
tortryggni, að menn, sem um langt
skeið hafa verið kvislingar erleneis
stórveldis ellegar hafa iegið flat-
astir fyrir erlendu peningavaldi,
skuli þannig gerast merkisberar
málsins. Kemur þetta vel fram í
grein Sigúrðar Nordals í bæklinn-
um: „Ástandið í sjálfstæðismál-
inu.“ Verður enn ekki með vissu
sagt, hve mikinn skaða þessi
bægslagangur hinna lítilsigldu spá
kaupmanna er búinn að vinna mál
inu, en vel má rekja til þeirra or-
saka þá deyfð, sem málinu er al-
mennt sýnd.
Ef ekki á illa að fara, verður
nú að koma því til leiðar, að þessi
vinnubrögð séu lögð niður, og aft-
ur reynt að skapa sam hug og sam
ráð flokkanna ,um málið. Það verð-
ur að reyna að halda málinu utan
við hinar pólitísku deilur, reyna
að skapa sem mestan pólitískan
frið meðan unnið er að lawsn þess
og reyna að fá sem mesta, já-
kvæða þáttöku í atkvæðagreiðsi-
unni um lýðveldisstjórnarskrána..
Framsóknarflokkurinn hefir þvf
reynt að vera utan þeirra deilna,
sem verið hafa um lýðveldismálið
seinustu mánuðiiia. í stað þess hef
ir hann unnið að því að reyna að
ná sem víðtækustu samkomulagi
um lausn málsins á næsta ári. Er
ekki útilokað að sá árangur náist,
ef æsingaöfl kommúnista og íhaldg
manna verða ekki málinu enn til
spillis.“
Þessi orð virðast benda til
þess, að innan Framsóknar-
flokksins séu einhverjar ráða-
gerðir uppi um það, að koma
með miðlfjnartillögur í málinu,
þó að ekkert hafi heyrzt nánar
um það. enn. En vitað er, að
skoðanir eru mjög skiptar um
málið í Framsóknarflokknum
eins og í öðrum flokkum, þó að
Tíminn hafi lítinn þátt átt í
deilunum um það, síðan Jónas
byrjaði að láta ljós sit skína í
Degi norður á Akureyri.
+
Umræður þær, sem byrjaðar
eru í blöðunum um lýðveldis-
stjórnarskrána, einkum það at-
riði hennar, hvort forsetinn
skuli kosinn af þjóðinni eða af
alþingi, hafa komið eitthvað
illa við Morgunblaðið. Það ger-
ir þessar blaðaumræður að um-
talsefni í stuttri ritstjórnar-
grein í gær og segir:
„Þegar Morgunblaðið hefir ræít
sjálfstæðismálið að undanfömu,
hefir það verið með náðnum hug
gert, að halda utan við þær um-
ræður öllu öðru en því, sem er að-
alatriði málsins, þ. e. stofnun lýð-
veldisins. Blaðið telur það mestu
Frh. á 6. síðu.
i