Alþýðublaðið - 17.11.1943, Qupperneq 6
te
Snmar i Kalifernin.
Myndin er af kvikmyndaleik-
konunni Evelyn Keyes í bað-
stað í Kaliforníu.
HANNES A HORNXNU
Erh af 5. síð<u.
STJÓENARVÖLDIN. ættu að
vera kunnugri þessum málum en
ég, enda eru þau það. Hjal mitt
um þetta stafar af því að ég veit
að nú ber meir á vöruþurrö hér en
nokkru sinni áður, og þykir mér,
sem það bendi til þess, sem fram-
leiðslusérfræðingar Bandaríkj anna
og Bretlands hafa verið að segja
undanfarið. (Þessa vörutegund
vantaði í gær, þessa vantar til við-
bótar í dag. Hvenær kemur að
þeirri næstu? Ég vænti þess að
þetta verði athugað nú þegar, svo
að ekki komist allt í vandræði.
HVAf) SEGJA HIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu.
varða, að þjóðin sameinist um
þetta höfuðatriði, en fresti hins
vegar því um stund, að taka á-
kvarðanir um ýmis önnur atriði
várðandi framtíðar stjórnskipan
landsins, atriði, sem eru mjög þýð
ingarmikil, en þurfa ekki nauðsyn
lega að afgreiðast í sambandi við
aðalmálið.
Af þessari ástæðu hefir Morg-
unblaðið ekkert blandað sér inn í
þann ágreining, sem er innan
stjórnarskrárnefndar, -varðandi
kjör forseta lýðveldisins, hvort
hann eigi að vera þjóðkjörinn eða
kosinn af alþingi, eins og meiri
hluti nefndarinnar leggur til. Blað
ið lítur svo á, að enda þótt það
fyrirkomulag þætti heppilegra, að
forseti væri þjóðkjörinn,( beint
eða óbeint, gegnum fulltrúakjör),
getur sú skipan biðið þar til stjórn
arskrán í heild verður endurskoð-
uð, sem væntanlega verður strax
að stríðinu loknu, vegna þess, að
fyrsti forsetinn hefir í raun og
veru þegar verið kjörinn. Um hann
er enginn ágreiningur, hvorki á
alþingi né hjá þjóðinni.
Vafalaust mun einnig rísa á-
greiningur um valdaskiptingu for-
setans og alþingis. Þetta er ákaf-
lega mikilsvert atriði og nauðsyn-
legt, að þar sé sú ein skipan ger,
sem lýðveldinu er mestur styrkur
aö í framtíðinni. Þetta atriði þurfa
▼itrustu menn um að fjalla og ger-
hugsa tillögur í því efni. En það er
sannfæring vor, að minni hætta
verði á víxlsporum við skipan
þessara mála, ef það er látið bíða',
þar tilbúið er að stofna lýðveldið."
Það leynir sér ekki, að Morg-
unblaðið vill sem minnzt um
lýðveldisstjórnarskrána ræða.
Um hana á allt að vera í óvissu
þar til skilnaðurinn er um garö
genginn. Þáð er ekki nema réít
í samræmi við óðagot og hunda
vaðshátt hraðskilnaðarmann-
anna í sjálfu sambandsmálinu.
ALÞYÐUBLA3ÍÐ
Miðvikudagur 17. mév. 1043.
Reykjanesr af veitan.
(Frh. af 4. síðu.)
fyrri umræðu væri lokið yrði
settur fundur á ný og máiið þar
endanlega afgreitt, sýna þessi
tilmæli mín greinilega, hversu
tilefnislaus rógur það er þeg-
ar Morgunblaðið er að reyna að
læða því inn hjá mönnum, að
ég hafi viljað tefja fyrir af-
greiðslu málsins.
Strax og tillagan hafði verið
samþykkt við fyrri umræðu var
fundi slitið og síðan settur, á ný
til að afgreiða málið endanlega
við aðra umræðu. Gerist nú sá
atburður, sem betur en flest ann
að afhjúpar svik og blekkingar
Olafs Thors í málinu.
Þegar málið kemur til end-
anlegrar atkvæðagreiðslu við
aðra umræðu liggur hin upp-
haflega tillaga Ql. Thors um
Keflavíkurveituna eins fyrir og
við hana ein breytingartillaga
frá Finni Jónssyni þess efnis,
að ríkisstjórninni heimilist að
ínnleysa þegar í stað efnið í
Keflavíkurveituna, en skuli
auk þess Ieita eftir efni í
Keykjanesveituna að öðru
leyti og innleysa það með fé úr
ríkissjóði strax og leyfi fæst
fyrir efninu.
Þegar málið fer til seinustu
atkvæðagreiöslu er hreyt-
ingartillaga Finns Jónssonar
einasta breytingartillagan,
sem fyrir liggur.
Ólafur Thors og Morgun-
blaðið hafa þrásinnis haldið því
fram, að breytingartillögur
okkar Alþýðufloldísmanna væru
fram komnar til að spilla fyrir
málinu og myndu draga fjölda
breytingartillagna á eftir sér.
Hér var málið komið til
endanlegrar atkvæðagreiðslu
og engin breytingartillaga var
komin fram, nema tillaga
Finns Jónssonar, sem fól í sér
allt það, sem Ólafur Thors
þykist vera að berjast fyrir í
þessu máli.
Hefði Ólafur Thors því viljað
leysa málið til hagsbóta fyrir
Suðurnesjamenn alla, þá bar
honum nú, þegar engin hætta
var á frekari tillögum, að taka
undir tillögu Finns Jónssonar og
tjyggja framgang hennar. En
Olafur Thors var ekki að hugsa
um málið, hann var að hugsa
sjálfan sig.
Hann hvatti sína menn til að
fella tillögu Finns Jónssonar á
sama hátt og hann hafði látið
fella tillögu mína.
Atkvæðagreiðslan fór þannig,
að allir Alþýðuflokksmenn og
flestir Framsóknarmenn greiddu
atkvæði með tillögu Finns
Jónssonar, en allir Sjálfstæðis-
menn og allir sósíalistar, nema
einn, á móti og féll því tillagan.
Síðan var tillaga ÓI. Thors
samþ. með öllum greiddum at-
kvæðum og hafði Ól. Thors þá
felt þrívegis í einni lotu að
að heimila ríkisstjórninni að
kaupa efni í alla Reykjanesveit
una og notið við það stuðnings
allra flokksmanna sinna og
sósíalista.
Það er fagnaðarefni, að Kefl-
víkingar hafa nú fengið nokkra
úrlausn sinna mála á alþingi, —
enda stóðu allir þingflokkamir
að því. Hinu ber heldur ekki að
leyna, að rafmagnsmál annarra
Suðurnesjabúa hefir ekki verið
leyst. Af hálfu Alþýðuflokks-
manna á alþingi hafa þó komið
fram tillögur, sem tryggðu það,
að hægt yrði að kaupa efnið í
alla Reykjanesveituna strax og
leyfi fengizt fyrir því í Banda-
ríkjunum. Ól. Thors beitti sér
fyrir því, að þessar tillögur yrðu
felldar og honum tókst það. —
Framsóknarmenn hafa líka sýnt
góðan vilja á því að leysa málið,
en Ólafur Thors snerist einnig á
móti þeim og lét fella þeirra
tillögur.
Sjálfur hefir ÓI. Thors enga
tillögu borið fram á alþingi
til lausnar Reykjanesrafveitunn
ar í heild og hafa því allar
aðgerðir hans beinst að því að
eyðileggja tillögur annara.
Þegar Suðurnesjabúar utan
Keflavíkur hafa spurt Ól. Thors
að því nú undanfarið, hvað
þessu sætti og hvað hann ætlað-
ist eiginlega fyrir hefir hann
ekki getað bent á, að hann
sjálfur hafi borið fram neina
till. á Alþingi til lausnar á
þeirra málum. Vonir sínar setur
Ólafur Thors nú á sósíalistana.
Þeir hafa borið fram þingsálykt
.unartillögu, þar sem ríkis-
stjórninni er heimilað að kaupa
efni í nokkrar tilgreindar raf-
veitur. Um þessa tillögu er hins
vegar það að segja, að hún á enn
þá langt í land að ná samþykkt
alþingis og ekkert verður á
þessu stigi málsins fullyrt um,
hvort hún nær fram að ganga
eða ekki. Hér við bætist og það,
að í tillögu sósíalista eru nafn-
greindar nokkrar rafveitur, sem
ríkisstjórninni er heimilað að
kaupa efni í og er Reykjanes-
rafveitan sú fimmta, sem nefnd
er í tillögunni. Hvers vegna Ól.
Thors vill heldur samþykkja
slíka tillögu, en ganga inn á til-
lögu mína eða tillögu Finns Jóns
sonar, þar sem Reykjanesraf-
veitan er ein, verður sennilega
nokkuð erfitt fyrir hann að út-
skýra með öðru en útúrsnúning-
um og venjulegu yfirborðs
snakki ,sem honum er að vísu
mjög tamt.
f grein, sem ég rítaði í Al-
þýðubiaðið þann 7. þ. m. sýndi
ég fram á það, hvernig öll af-
skipti Ólafs Thors af rafveitu-
málunum miðuðu að því einu að
gera málið að pólitísku áróðurs-
máli fyrir hann sjálfan, en hirða
lítt um hitt, hvert tjón málinu
getur af slíku stafað.
Atburðir þeir, sem síðan hafa
gerst á alþingi staðfesta full-
komlega, að raforkumál Suður-
nesja er eingöngu pólitískt
áróðursmál fyrir Ólafi Thors
og ekkert annað.
Eftirfarandi atriði marka
stefnuna greinilega:
1. í kosningunum 1942 lofar
Ól. Thors rafveitu um öll Suður
nes í nánustu framtíð, en þegir
vandlega yfir því, að hann hefir
enga hugmynd um, hvort útflutn
ingur fæst í Bandaríkjunum á
rafveituefninu.
2. Um kosningarnar 1942 gef-
ur Ólafur Thors sendiherra ís-
lands í Bandaríkjunum umboð
til að kaupa efni í Reykjanes-
rafveituna fyrir fé úr ríkissjóði
og skýrir kjósendum sínum frá
þessu, en gleymir því bara, að
hann hafði ekki heimild til
þessa.
Umboðið reyndist því mark-
leysa, enda reyndi Ól. Thors
aldrei að fá staðfestingu al-
þingis á því og sýnir það bezt
áhuga hans fyrir málinu.
3. Eftir kosningarnar fer Ól.
Thors að athuga, hvort hann
geti staðið við kosningaloforð
sitt og kemst þá að því, að efn-
ið í rafveituna fæst ekki útflutt
úr Bandarikjunum.
4. Ekki lætur Ólafur Thors
kjósendur sína vita, þegar hann
sjálfur í byrjun þessa árs gefur
upp alla von um að fá útflutn-
ing á rafveituefninu. Hann læt-
ur kjósendur sína vera áfram í
þeirri trú, að efnið sé að koma,
þó hann sjálfur telji slíkt von-
laust að sjálfs hans sögn, sbr.
grein hans í Morgunblaðinu 4.
þ. m. og greinargerð hans fyrir
þingsályktunartillögunni.
5. Suðurnesjabúar frétta af
tilviljun og án atbeina Ólafs
Aðalsteinn Sigmundsson kennari
er íslendingum ,vel kunnur. Hann var afburða kennari
og uppeldisfræðingur og einn ágætasti drengur, sem
þjóðin hefir átt. — Aðalsteinn frumsamdi eina bók, sem
aðallega var ætluð drengjum. Bókin heitir „TJÖLD í
SKÓGI,“ og er bráðskemmtileg og merkilegt' merki-
leg á margan hátt. — Aðeins lítið er enn óselt af bók-
inni. — Lítið eitt er enn til af bókinni „FEÐGAR Á
FERГ eftir Færeyingin Heðin Brú, sem Aðalsteinn
þýddi.
Thors hvernig málum er komið.
Keflvíkingar fyrstir, aðrir síðar.
Af grein S. A. í Alþýðublaðinu
þann 11. má sjá, að Grindvík-
ingar hafa staðið í þeirri trú
fram í septembermánuð, að raf-
veitan færi að koma, en fá þá að
vita hið sanna, er þeir fara
sjálfir að rannsaka málið.
6. Vegna þess, að Keflvíking-
ar komust fyrir tilviljun að því
sjálfir á sl. vori, ,að rafmagns-
málið væri strandað í höndym
Ólafs Thors og hann búinn að
gefa málið upp;/gátu þeir sjálfir
hafizt handa þá þegar og gert
ráðstafanir, sem leiddu til þess
að efni fékkst í Keflavíkurlín-
una.
7. Þegar Keflvíkinga vantar
fé til kaupa á sinni línu, geta
þeir fengið efnið, ef skriflegt
samþykki fjárveitinganefndar
og meiri hluta þingmanna fæst
fyrir því.
Atkvæðagreiðslan s. 1. föstu-
dag sýndi að þetta samþykki
var fáanlegt.
Ól. Thors reyndi ekki þessa
leið. Hann notar málið í aug-
lýsingaskyni, enda þótt hann
með því stofnaði því í hættu.
8. Þegar aðrir Suðumesja-
menn komast að því nú í haust,
hvernig málum er komið, leita
þeir sjálfir eftir því við ríkís-
stjómina, að á ný verði leitað
eftir leyfi í rafveituefnið vestra,
þegar útséð verði um Kefla-
víkurlínuna. Ríkisstjórnin gef-
ur þeim fyrirheit um þetta. Er
mér vel kunnugt um, að þegar
Suðurnesjabúar fóru sjálfir að
leita eftir þessu, höfðu allar til-
raunir til efnisútvegana í
Reykjaneslínuna verið lagðar
á hilluna, nema tilraunir til að
fá efni í Keflavíkurlínuna.
Upplýstist þetta í viðtali, sem
ég átti, ásamt Suðurnesja-
mönnum, við ríkisstjórnina.
9. Þegar leyfið fæst fyrir
Keflavíkurlínunni töldu kunn-
ugir menn, að allar líkur bentu
til þess, að leyfið myndí einnig
fást innan skamms fyrir allri
Reykjaneslínunn. Ég bendi þá
á, að nauðsynlegt sé að tryggja
það að hægt verði að innleysa
þetta efni þegar í stað er leyfið
fengist, og vildi fá ríkisstjóm-
inni heimild til þess. Ól. Thors
vildi ekki fallast á þetta.
10. Ég þer þá fram tillögu í
alþingi um heimild handa ríkis-
stjórninni til að kaupa efni í
alla Reykjanesveituna. Ólafur
Thors fer hamförum þar til hon
um tekst að fá tillögu mína
fellda.
11. Framsóknarfloíkkurinn
reynir að endurbæta tillögu
Ólafs Thors, en Ólafur kemur
sjálfur í veg fyrir það.
12. Þegar Keflavíkurtillaga
Ól. Thors er til endanlegrar af-
greiðslu við aðra umræðu, kem-
ur Finnur Jónsson með breyt-
ingartillögu þess efnis, að rík-
isstjórninni sé falið að
kaupa strax efnið í Keflavikur
veituna og einnig í Reykjanes-
veituna að öðru leyti strax og
leyfi fáist. Hér lá engin breyt-
ingartillaga fyrir nema tillaga
Finns Jónssonar og því útilokað
að nokkur hætta væri á því,
að samþykkja hana. Ól. Thors
! beitti sér fyrir því að tillaga
! Finns var feld.
I 13. Ól. Thors hefir sjálfur
! enga tillögu borið fram á al-
: þingi til lausnar Reykjanes-
veitumálsins utan Keflavíkur.
Hann hefir látið sér nægja að
fella tillögur annarra.
14. Sósíalistar bera fram til-
lögu um heimild handa ríkis-
stjórninni til kaupa á efni í
nokkrar rafveitur. Ekki er vit-
að hvað um þessa tillögu verð-
ur, og hún tryggir Reykja-
nesveituna ekkert sérstaklega,
nema síður sé. Þessari tillögu
þykist Ól. Thors ætla að fylgja
nú, þegar hann sjálfur er búinn
að drepa allar aðrar tillögur
fyrir Suðurnesjabúum.
15. Alþýðuflokksmenn hafa
beitt sér fyrir því, að efnið yrði
keypt í alla Reykjanesveituna,
og þeir hafa á allan hátt stutt
og greitt fyrir því, að ríkis-
stjórnin keypti nú þegar efnið
í Keflavíkurveituna.
Ég gat þess hér í upphafi, að
fjandskapur Ól. Thors við hags
munamál hans- eigin kjósenda
væri einstaéður og ætti sér enga
fyrirmynd. Ég hef reynt að
beina málum Suðurnesjamanna
inn á þær brautir, að þau fengj
ust leyst. Ól. Thors tekur af-
stöðu á móti þessu. Hann ræðst
á mig persónulega og tillögu
mína á alþingi, á fundi í Kefla-
vík og í Morgunblaðinu. Hann
velur mér ýmis skammar- og
smánaryrði fyrir tilraunir mín-
ar til að leysa málið. Get ég að
sjálfsögðu látið mér slíkt í léttu
rúmi liggja, en hitt er verra, að
fjandskapur hans við tillögur
mínar er einnig fjandskapur
við hans eigin kjósendur.
Sandcrépe og Silkiefni,
í mörgum litum.
Unnur
(horni Grettisgötu og
Barónsstígs).
I
: Silkisokkar
í úrvali.
) Verð frá S.95 parið.
Gretttsgetu 57.